Morgunblaðið - 14.09.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.09.1967, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. SEPT. 1967 Svetlana Allelujewa á fundi með blaðamönnum: Faðir minn varð SVETLANA Allelujewa Stal- ínsdóttir ræddi nýlega við nokkra blaðamenn um bókina sína, sem væntanleg er á mark- að í október n.k. Voru þeir allir frá blöðum þeim og tímaritum sem hafa keypt réttindi til þess að birta úrdrætti úr bókinni, en þeir munu byrja að birtast síðast í þessum mánuði. Hún skýrði þar frá aðdraganda þess, að bókin var rituð og drap á ýmislegt, scm þar kem- ur fram. Hún skýrði meðal annars frá því, sem hafði raunar áður komið fram, að bókin hefði verið skrifuð sem bréf tii vin- ar hennar, er hefði hvatt hana óspart til þess að skri'fa niður endurminningar sínar. Hún kveðst ekki vera rithöfundur og því hafði sér veitkt erfitt að finna bók sinni form, en hann hefði stungið upp á bréfaform- inu. Svetlana sagði, að sér fynd- ist beinlínis fyndið, þegar sagt væri í blöðum, að bók hennar væri s'krifuð eins og þar hefðu verið að verki Tolstoy eða Turgenev. Því færi svo víðs fjarri. Hún kvaðst líta á bók- ina sem ljóðræna frásögn af atburðum, sem hún hefði vitað um, lýsingu á fólki, sem hún hefði þekkt, auk þess sem þar kæmu fram eigin skoðanir og skýringar á þessum a'tburðum og persónum.. Svetianda sagði að meginvið fangsefni sitt hefði verið for- eldar hennar og heimili. Fjöl- skyldan hefði verið vígvöillur góðs og ills — eins og hún skildi þau hugtök og eins og hún vildi, að aðrir skildu þau. Hið góða í fjölskyldunni sagði hún hafa komið fram í móður sinni. Hún reyndi að lýsa henni og þeim atvikum, er leiddu hana til sjálfsmorðs. Jafnvel miq grunadi hann um græzku" Blaðamenn spurðu Svetilönu, hvort hún myndi glöggt eftir móður sinni — þar sem hún hefði nú aðeins verið hálfs sjöunda árs, er hún lézt. Því svaraði hún svo til, að 'hún ætti þótt ung hefði verið, mjög glöggar og góðar minningar frá þeim árum, bæði um móður sína og aðra í fjöls'kyldiunni. „Heimili okkar var þá gersam- lega frábrugðið því, sem síðar varð og mér mjög minnisstætt. En smám saman var þetta heimili, sem hún hafði skapað, lagt í rústir. Móðir mín gerði margt fyrir mig og bróður minn — fyrir okkur ölil. Hún var mjög sterk persóna. Mér er líka ljóst, að með fráfalli henn- ar hvarf afl hins góða úr fj öi- Skyldu okkar. Hið illa sigraði. Svo voru atburðirnir árin 1037-38. Fjölskyldan var flækt í þá og margir ættingjar móð- ur minnar blutu hörmuleg endalck, sumir voru handtekn- ir og settir í fangelsi, margir dóu eða hurfu“. „En í mínu-m augum“, hélt Svetlana áfram, „var faðir minn aldrei fulltrúi hins illa. Hann var flæktur í marga at- burði, í stórkostlega valda- baráttu, sem kom völdunum í hans hendur; kannski voru það þessi illu völd, sem sigruðu ið góða í fjölskyldu okkar. En ég held ekki, að hann sjálfur hafi verið ánægður. Á árunum 1930-40 og síðar í heimstyrjöld- inni og árin eftir hana, síðustu ár ævi hans, gat ég aldrei séð, að hann væri hamingjusamur sigurvegari sem nyti síns mikla valds, síns háa embættis og frægðar. Þvert á móti virtist mér hann maður, sem ’hefði ekki aðeins náð i allt þetta, heldur einnig verið fórnarlamb þess. Hann lagði sjálfan sig í rústir og á síðustu ævidögun- um lifði hann hinn fullkom.na einmanaleika; óhamingjusam- ur maður, sem varð fyrir von- brigðum af öllum, sem hann umgekkst; hann tortryggði þá og vantreysti þeim — maður gæti sagt, að hann hafi verið haldinn ofsóknaræði. Okkur var þetta öllum ljóst, öllum, sem umgengust hann, því að jafnvel mig hafði hann grun- aða um að vilja sér illt. Tilgangurinn með bókinni — bréfin eru nú orðin að bók — var að sýna þessa þró.un. Ég hafði engan áhuga á að lýsa honum sem stjórnmálamanni, flæktum í valdabaráttu og stjórnmálaflækjur. Um þá hlið málsins vita svo margir. Mér var það kappsmál að lýsa hon- um sem manni, heimilislífi hans og fjölskyldu hans, sam- skip'ium hans við fólkið, sem stóð honurn næst“. ,peir þola ekki að 50 ára starf hafi verið unnið fyrir gýg" Svetlana kveðst hafa verið að því spurð, hvers vegna .ún héldi, að Moskvustjórninni væri svo illa við bók hennar, úr því hún fjallaði ekki um stjórnmál. „Hversvegna telja þeir, að útkoma bókarinnar muni á einhvern hátt varpa skugga á hátíðahöldin vegna fimmtíu ára afmælis byltingar- innar? Hversvegna reyna þeir að tefja fyrir útkomunni eða kynna bókina í ódýru og röngu ljósi? Ég held, að aðalái&tæðan sé sú, að þeim lí'kar ekki, að einstaklingur, manneskja, láti í ljós sínar eigin skoðanir á málunum og taki ákvarðanir upp á eigin spýtur. Þeir trúa því ekki enn, að ég hafi yfir- gefið Sovétríkin af fúsum vilja, að það hafi ekki verið samsæri, sem aðrir lögðu á ráð in um og framikvæmdu. Þeir trúa ekki á aðrar ráðsta/fanir en þær, sem einhverjar stofn- anir eða samtök gera — þeir trúa ekki á ákvarðanir nema fleiri en einn séu um að taka þær. í fimmtíu ár hafa þeir verið að reyna að láta okkur öll hugsa á sama hátt, hafa sömu skoðanirnar, fella okkur við sömu listina, leita í sama skáldskapinn, sömu tónlist og auðvitað sömu stjórnmálaskoð- un. Og þegar þeir sjá, að hálfr- ar aldar starf er unnið fyrir gýg, að menn eiga eittlhvað eft- ir sjálfir, verða þeir reiðir. Þeir geta ekki leyft mér, sem var borin og barnfædd í Rúss- landi og lærði marxismann, að hafa eigin skoðanir; geta ekki fallizt á, að ég hafi sjálif smám saman myndað mínar eigin skoðanir. Þeir geta heldur ekki leyft mér að skrifa mína eigin bók. Þeir trúa ekki, að ég hafi g,ert það ein. Þess vegna taka þeir þessu svona alvar- lega. í mínum augum er þetta allt fremur hjákátlegt". Svetlana skýrði einnig frá því, að bókin hefði verið skrif- uð fyrir fjórum árum og vinur hennar einn hefði vélritað handritið fyrir hana í þríriti. Eitt hafði orðið eftir hjá hon- um í Leningrad, annað hjá vini hennar í Moskvu. Þriðja ein- takinu hafði hún haldið og handritinu sjákfu. Hún hafði síðan eyðilagt handritið, þegar réttarhöldin í máili þeirra Daniels og Syniavskys hófust í Moskvu og sent þriðja vélritaða eintakið til vina sinni í Ind- landi. „Ég vissi ekki, hvers- vegna ég gerði það. Kannski til þess að vita það geymt ein- hversstaðar á öruggum stað. í Sovétríkjunum hefðu yfirvöld- in alltaf getað fundið slíkt rit, tekið það og eyðilagt. Hand- rit geta horfið skyndilega og án nökkurra skýringa“. Svetlana var að því spurð, hvort hún héldi, að yfirvöldin hefðu fundið vélrituðu eintök- in, sem vonu í vörzlu vina henn ar í Leningrad eða Moskvu. Ekki kvaðst hún vita, hvað hún ætti að halda um það, en að því er hún hefði séð í „Stern“ — þýzka vikuritinu og í umsögnum blaða í London um handritið, sem „Stern“ fékk, hefði mörgu verið breytt. Þar hefði verið bætt inn atriðum, sem hún hefði sjálf aldrei sikrif- að. — Hví skyldi Sovétstjórnin halfa viljað breyta handritinu, var Svetlana spurð. Hún svar- aði: „Það veit ég ekki — en ég gæti trúað, að þeir hafi vilj- að láta það koma þannig fram, að það leiddi rök að staðhæfing um Kosygins um mig, láta það sanna, að ég væri mjög vond manneskj a“. SvetLana var spurð, hverju hún vildi spá um framtíð lands síns. Hún kvaðst enginn spá- maður vera — en sú væri skoð- un sín, að fimmtíu ára fram- kvæmd Marxisma og • Lenín- isma hefði ekki tekizt að gera þessar lífsskoðanir ríikjandi í hugum fólksins". Einu sinni trúðu menn því, að þessi stefna væri leiðin til mikilli framfara og þeir fylgdu henni í hrifn- ingu, en ég held svo sé ekki lengur. Ég er engin undantekn- ing, heldur ein af fjölmennri kynslóð Rússa, sem hafa orðið fyrir vonbrigðum og loks kom- izt að raun um, að þessi stefna er alls ekki rét't, heldur röng. Hún hafði ekki veitt fólkinu það, sem það vænti af henni“. „Beria var slæmur maður, klókur og kænn" Blaðamenn sögðu við Svet- lönu, að mörgu/m fyndist furðu- legt, að hún skyldi geta fengið sig til að fara frá börnum sín- um. Hún svaraði, að menn mættu ekki gleyma því, að börn hennar hefðu ekki verið nein smábörn. Sonur hennar væri 22 ára og kvæntur mað- ur. Venjulega væru börn ekki heima í föðurhúsum á þeim aldri. Vissulega hefði það venð mjög erfiður tími, er hún í Ind- landi háði baráttu við sjálfa sig um það, hvort hvertfa skyJdi heim eða ekki. „Mér fannst ég ekki geta farið — en hefði ég farið, hefði það orðið mitt fyrsta verk að segja mig úr flokknum og senda síðan bók- ina mína úr landi til birtingar. Þetta tvennt held ég, að hefði verið verra fyrir börnin. HVað um það, ég gat ekki bxeytt öðriu vísi“. — Og eruð þér algerlega viss um, að þér hafið tekið rétta ákvörðun? spurðu blaðamenn- irnir. _ — Ég hef aldrei á ævi minni verið eins viss um að hafa gert rétt, svaraði hún. — Mér kemur ekki til hugar að snúa aftur til Rússlands meðan þar ríkir kommúnismi né til nokk- urs lands, sem býr við það þjóðskipu'lag. Blaðamennirnir minntust á á'hrif Bería á föður hennar, en í bók sinni ræðir Svetlana um hin illu á'hrif hans á Stalín. Hún segist þó aldrei hafa viljað skella á hann allri sö'k. — Hvenær kynntist fjölskyld an Beria? var hún spurð. — Hann fór að korna fram í dagsljósið, er á leið þriðja tug aldarinnar. Móðir mín var mjög á móti honum, hún var hrædd við hann og hefði aldrei leyft honum að koma nærri okkur, hefði ’hún mátt ráða. En einhvern veginn var hann flæktur inn í fjöliskylduná. Hann þekkti marga ættingja mína og var alltaf nærri. Allir voru sammála um, að hann Húsnæði til leigu Til leigu um 250 ferm. húsnæði á 3. hæð í húsi við Brautarholt. Húsnæðið er hentugt fyrir ýmiss konar atvinnustarfsemi. Góð flutningsaðstaða. Einnig er til leigu 80 ferm. verzlunarhúsnæði á 1. hæð í sama húsi. Upplýsingar í síma 11940.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.