Morgunblaðið - 14.09.1967, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.09.1967, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. SEPT. 1967 31 Héðinn fer til salt- sí Idarf lutninga — Vœnfanlegur til Raufarhafnar i dag HÉÐINN ÞH. var væntanlegur til Raufarhafnar í dag með rúm- lega 300 lestir ai sjókældri síld. Starfsmenn Síldarútvegsnefndar eru staddir á Raufarhöfn og fara út með skipinu um leið og það hefur verið losað, en sem kunn- ungt er hefur nefndin tekið skipið á leigu til að gera tilraun- ir með að flytja síld til söltunar af hinum fjarlægu miðum. Mbl. spurðist fyrir um það hjá Síldarútvegsnefnd í gær á hvern hátt hinum fyrirhuguðu tilraun- um yrði hagað og fékk eftirfar- andi upplýsingar: 1. Að hausskera og slógdraga og salta á venjulegan hátt vegna samanburðar 10 tunnur: a) 5 tunnur verði lagðar nið- ur á venjulegan hátt, b) 5 tunnur verði skúfflaðar. 2. að salta í 5 tunnur heila síld og skúffla v/samanburðar. 3. að ísa í kassa heila síld: a) m/10 kg. ís á móti 100 kg. af síld (nægil. magn í 5 tnr. útfl. pakk.) b) m/20 kg. ís á móti 100 kg. af síld (nægil. magn í 5 tnr. útfl. pa.kk.) c) m/30 kg. ís á móti 100 kg. af síld (nægil. magn í 5 tnr. útfl. pakk.) 4. að ísa í stíur skipsins á til- svarandi hátt eftir því sem yið verður komið. 14 skip með 3.499 lestir f GÆRMORGUN voru V.N.V. 1 — 2 vindstig á síldarmiðunum, en talsverður sunnan sjór. Veiðisvæðið var um 540 — 550 N.A. af Langanesi, en síldin veiddist fjærst landi um 820 mílur N. A. af Langanesi. S.l. sólarhring tilkynntu 14 skip um afla, samtals 3.499 lest- ir. Raufarhöfn: Ljósfari ÞH. 190 lestir Björgúlfur EA. 200 — Jón Kjartanss. SU. 400 — Oddgeir ÞH. 70 — Albert GK. 235 — Vigri GK. 170 — Höfrungur III. AK. 280 — Dagfari ÞH. 510 — (2 alndanir) Dalatangi: Bjartur NK. 370 lestir Gunnar SU. 190 — Arnfirðingur RE. 264 — Krossanes SU. 230 — Sigurvon RE. 220 — Sig. Bjarnason EA. 170 — - PEKING Framh. af bls. 1 Frakkland. Þessar heimildir upp lýsa ennfremur, að umferð á landi og í lofti væri rnjög stop- uj. og nánast skipulagislaus. í Kwantung héraðinu hafa einn- ig átt sér stað blóðugir bar- dagar undanfarnar vikur. Moskvu-útvarpið upplýsti í dag, að rúmlega helmingur fé- laganna í miðstjórn kínverska kommúnistaflokíksins hefði ver- ið rekinn, en stjórn Maos hafi samt sem áður ekki tekizt að koma á ró í landinu. Sagði Moskvu-útvarpið, að samstarfs- menn Maós reyndu stöðugt að finna einhvern, sem hægt væri að skella skuldinni á fyrir hrunið efnahagskerfi Kína og ringulreiðina í landinu, 5. að setja síldina hausskorna og slógdregna í fullsterkan pækil í kör með mism. dýpt og/eða venjulegar síldartunn- ur. (Magn samsvarandi 5 útfl. pökk. tunnurn). 6. að setja síldina heila í full- sterkan pækil í kör með mism. dýpt og/eða venjulegar síld- artunnur. (Magn samsvar- andi 5 útfl. pökk tunnum). 7. að setja síldina heila í full- stenkan pækil í einn af tönk- um skipsins. 8. að setja síldina heila í kældan sjó í einn af tönkum skipsins. Einnig er ráðgert að gera hlið- stæðar tilraunir með kryddsölt- un um borð og fram kemur undir liðum 1 og 2 hér að ofan. Jóhann Guðmundsson, efna- verkfræðingur hjá Rannsóknar- stofnun fiskiðnaðarins, mun stjórna tilraununum um borð i Héðni en í landi munu þeir Jó- hann og Haraldur Gunnlaugsson hafa sameiginlega umsjón með þeim. Víkingur seldi í Bremerhaven Akranesi, 13. sept. TOGARINN Víkingur seldi í dag afla sinn í Bnemerhaven 152 lestir fyrir 143.800 mörk. Að þessari söluferð lokinni verður gerð í Þýzkalandi breyting á togaranum, sem gerir honum kleift að veiða síiid, auk þess sem hann getur eftir sem áður stundað togveiðar. HJÞ. - KREFST Framlh. af bls. 32 styður hann það tjón með því að minna á, að sér hafi verið greidd þóknun fyrir fundarsetu í bygginganefnd og fyrir bruna- útköll. Hafi hann misst hvort- tveggja. Krefst hann bóta að upphæð 60.000 krónur. Au'k þess sem Gísli gerir kröf- ur um bætur fyrir fjárhagslegt tjón, krefst hann einnig miska- bóta og telur sig eiga rétt á þeim, „þar sem form það, sem haft var á frávi'kningunni sé mjög til þess fallið að rýra álit hans út á við“, eins og það er orðað í álitsgerðinnL Gísli telur erfitt að áætla upphæð miska- bótanna, en telur ekki óeðlilegt að þær nemi allt frá 30 þúsund til 50 þúsund króna. Kristinn Ó. Guðmundsson sagði, að gert sé ráð fyrir, að Gísli höfði mál á hendur bæj- arstjórninni. Gísli er rafveitu- stjóri og er hann var ráðinn í það var embætti slökkviliðs- stjórastarfið eins könar kvöð á því embætti. — Forsætisráðherra Framih. af bls. 1 búa til múrsins, sem kommún- istar létu reisa í ágúst 1061. Bjarni Benediktsson hitti í Berlín að máli borgaryfirvöld og v-þýzika stjórnmálamenn. Hann mun dveljast í Berlín í rúman sólarhninig, en þaðan heldur hanm tifl Hamborgar, þar sem hann hittir að máli Striek borg- arstjóra. í Berlín mun forsætiisráð- herna heimsækja söfn og í kvöld fara for.sætisráðíherrahjón in í þýzku óperuna og hlýða á óperuna Der Freisdhútz eftir von Weber. í gær fór fram frá Fossvogskapellu útför Tómasar Guðbergs Hjaltasonar, lögregluþjóns, er lézt eftir áverka er hann hlaut í bifreiðaslysi hinn 6. september sl. Fjölmenni var við útförina og stóðu lögregluþjónar helðursvörð við kistuna. Séra Frank M. Iialldórsson jarðsöng. (Ljósm. Sv. Þorm). Byggingasam- vinnufélag stofn áð á Akureyri FIMMTUDAGINN 7. þ.m. var stofnað byggingarsamvinnufélag á Akureyri og hlaut það nafnið Byggingarsamvinnufélagið Lund ur. Starfssvæði félagsins er Akureyri og nágrenni. Tilgangur félagsins er að reisa íbúðarhús fyrir félagsmenn sína, safna eign anframlögum félagsmanna og neka lánastarfsemi. Á stofnfundi kom fram ein- dreginn áhugi á að knýja á um úthlutun lóða á Akureyri. Stofn endur voru 27 talsins og er nú unnið að söfnun félaga. í stjórn félagsins eru: Form, Angantýr Einarsson. Ritari Ingvi Rafn Jóhannsson. Gjaldk. Ármann Þorgrímsson. Meðstj. Ingólfur Árnasón og Jón Viðar Guðlaugsson. Lögfræðingur félags er Ás- mundur Jóhannsson, fulltrúi bæjarfógeta á Akureyri. Samsæri gegn Nasser afhjúpað — Hópur óánœgðra herforingja hugðist rísa upp gegn Nasser 27. ágúst undir forustu Amers, fyrrv. yfirmanns hersins Kairo, 13. sept. AP. ABDEL Hakim Amer, fyrr- um yfirmaður egypzka hers- ins, en sem nú hefur verið leystur frá störfum og settur í stofufangelsi, hafði ráðgert með aðstoð óánægðra foringja í hernum að ná undir sig yfirstjórn hersins í borginni Ismailia við Súezskurð fyrir hinn 27. ágúst sl. og senda síðan „kröfur“ sínar til Nass- ers forseta frá þessari stöð sinni. Segir hið hálf opinbera málgagn egypzku stjómar- innar, A1 Ahram, frá þessu í dag. Blaðið skýrir frá þessu í ýtarlegri grein um rannsókn- ir, sem hafnar vor.u, eftir að Amer hershöfðingi var hand- tekinn seint í síðasta mánuði auk Shams Badran-s, fyrrver- andi varnarmálaráðherra og um 50 annarra foringja í hern um og þeir sakaðir um sam- særi gegn ríkisstjórn lands- ins. Segir blaðið, að réttar- höld yfir samsærismönnun- um muni hefjast eftir tvær vikur fyrir herrétti. Blaðið skýrir ennfremur frá handtökum margra manna, sem ekki var vitað um áður, þar á meðal handtöku Abbas Radwans, fyrrverandi innanríkisráðherra, háttsetts yfirforingja í flughernum og margra háttsettra foringja í landhernum. Eru þessum mönnum bornar á brýn sömu sakir og greinir frá að framan, Var frá því skýrt, að Salanasher sem lengi var yfir maður leyniþjónustu NTassers og áður hafði verið tilkynnt, að látið hefði af störfum, hefði í raun og veru verið settur í stofufangelsi fyrir þátttöku í samsærinu. A1 A'hram segir, að Amer hafi áformað að stjórna 400 manna hópi hermanna inn í Ismailia og tilkynna, að hann hefði verið skipaður að nýju yfirmaður hersinis. Á meðan Amer væri að ná und- ir sig herstöðinni í Ismailia. á friðsamlegan hátt eða með öðrum hætti, var ráðgert, að aðrir samsærismenn myndu „tryggja" Kairobrg með að- stoð samsærismanna í herlög- Nasser Egyptalandsforseti reglunni; næðu á sitt vald ýmsum hernaðarlega mikil- vægum stöðum og handtækju ýmsa -mem 'Síðan hefði Amer ætlað að senda Nasser kröfur sínar, en á meðal þeirra voru, að hann yrði opinberlega aftur gerður að yfirmanni hersins og þeir herforingjar, sem hefðu verið reknir úr stöð- um sínum eftir ósigur Egypta í styrjöldinni í júní gegn ísra elsmönnum, yrðu aftur skip- aðir í stöður sínar. Ef Nasser hefði hafnað þes.su, átti það að vera ráða- gerð Amers, að halda sjálfur með véláherdeild inn í Kairo. Segir A1 Ahram, að Tahsen Zaki, flugliðsforingi, hefði heitið honum að sjá svo um, að flughernum yrði ekki beitt gegn herdeild hans. Flugliðsforinginn hafi ennfremur heitið honum því, að flughernum yrði beitt gegn almenningi, ef hann snerist gegn áformum Amers, en leyniorðið yfir áætlun hans var „Nasser". A1 Ahram segir, að játning- ar samsærismannanna hefi leitt í Ijós, að þeim var ekki ætlað að steypa Nasser heldur að koma Amer og öðrum herforingjum í fyrri stöður þeirra, hvað sem það kostaði, og að felld- ar yrðu niður allar ásakanir gegn þeim fyrir vanrækslu i starfi á meðan á styrjöldinni stóð. Blaðið segir samt, að Amer hafi haft i hyggju að þvinga Nasser til þess að samþykkja nýja ríkisstjórn undir forsæti Shams Badrans, en hann var varnarmálaráðherra í júní- styrjöldinnL Tími sá, sem valinn hafði verið fyTÍr samsærið var 27. ágúst, daginn áður en Nasser skyldi halda úr landi til Khartoum til þess að sitja þar ráðstefnu æðstu manna Araba ríkjanna. Amer var hins veg- ar handtekinn sólarhringinn á undan eða hinn 26. ágúst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.