Morgunblaðið - 14.09.1967, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.09.1967, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. SEPT. 1967 'Útgefandi: Framkvæmdastjóri: iRitstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Œtitstjórn og afgreiðsla: Auglýsingar: í lausasölu: Áskriftargjald kr. 105.00 Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá.Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti -6. Sími 104,00. Aðalstræti 6. Sími 212-4-80. 7.00 eintakið. á mánuði innanlands. Þ ÝZKALANDSFÖR FORSÆTISRÁÐ- HERRA flin opinbera heimsókn for- sætisráðherra íslands, dr. Bjarna Benediktssonar, til V-Þýzkalands, sem hófst sl. þriðjudag, minnir á hin traustu og sterku tengsl, sem lengi hafa verið með Þjóð- verjum og íslendingum, rof- in í heimsstyrjöldinni síðari en endumýjuð að henni lok- inni. Samskipti okkar við V- Þjóðverja frá stríðslokum hafa verið slík, að þar hefur sjaldnast borið skugga á og íslendingar meta mikils þann vinarhug, sem Þjóðverjar hafa sýnt okkar fámennu, þjóð. Þýzk saga á þessari öld er saga þjóðar, sem þolað hef- ur miklar hörmungar og vald- ið öðrum miklu tjóni, en haf- izt til vegs á ný í samfélagi þjóðanna, fyrir eigin dugnað og drengilega aðstoð annarra, saga þjóðar, sem hefur búið við grimmilegt einræði, en treyst svo lýðræðislegt þjóð- skipulag á síðustu tveimur áratugum að til fyrirmyndar er. Að undanskildum frænd- þjóðum okkar á Norðurlönd- um hefur engin þjóð í Evr- ópu sýnt íslandi og íslenzkum málum jafn mikinn áhuga og Þjóðverjar. Viðskipti land- anna hafa verið mikil og okk- ur hagkvæm um langt skeið og það hefur ekki farið fram hjá íslendingum, að V-Þjóð- verjar hafa leitast við að greiða fyrir þessum viðskipt- um af fremsta megni. Síðasta dæmi þess eru hin hörðu mót- mæli v-þýzkra stjórnarvalda vegna þeirrar ákvörðunar stjórnarnefndar Efnahags- bandalagsins að lækka toll- kvóta á ísfiski, sem fluttur er inn til V-Þýzkalands á haust- mánuðum og hækka tolla á honum. Svo raunsanna vin- áttu kunna fslendingar vel að meta. Menningarleg samskipti þjóðanna hafa einnig verið mikil. 'Fjöldi manna af þýzku þjóðerni hafa setzt að hér á landi og m.a. auðgað mjög tónlistarlíf þjóðarinnar og at- hygli vekur, hve mikinn áhuga þýzkir ferðamenn hafa á íslandi, en fjöldi þeirra kemur hingað á ári hverju. íslendingar hafa frá stríðs- lokum fylgzt af aðdáun með baráttu Þjóðverja, austan og vestan járntjaldsins, gegn ásælni hins sovézka stórveld- is. Berlín, hin gamla höfuð- borg Þýzkalands, hefur orðið tákn baráttu frjálsra manna um heim allan gegn ofbeldis- stefnu heimskommúnismans. í þeirri baráttu ber hátt nöfn manna á borð við Konrad Adenauer og Ernst Reuter. íslendingar treysta því, að sá dagur muni koma, að í hjarta Evrópu rísi á ný sameinað Þýzkaland, frjálst og full- valda lýðræðisríki, einn af hornsteinum hinnar nýju Evrópu. Hin opinbera heimsókn for- sætisráðherra íslands til V- Þýzkalands mun treysta og styrkja tengsl þessara tveggja landa og íslendingar vona og vænta þess, að samskipti landanna í stjórnmálalegum, viðskiptalegum og menning- arlegum efnum muni enn aukast og batna. SKOLLALEIKUR jl/|eðferð frændþjóða okkar ■*■’* á Norðurlöndum, sérstak- lega Svía, á Loftleiðamálinu svonefnda tekur á sig sífellt furðulegri myndir. í fyrradag lýsti samgöngumálaráðherra Svía, Olof Palme, yfir því í sænska útvarpinu, að ekkert opinbert tilboð hefði komið fram af hálfu íslendinga um 10—12% fargjaldamismun. Hér er um bein ósannindi að ræða. Tilboð þetta kom fram á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna, sem haldinn var í Reykjavík í apríl sl. og erfitt er að trúa því, að sam- bandið milli sænska utanrík- isráðuneytisins og sænska samgöngumálaráðuneytisins sé svo sitirt, að sænska siam- göngumálaráðherranum hafi ekki verið kunnugt um þetta tilboð íslendinga. Nú hefur sænski samgöngu málaráðherrann lýst því yfir að þetta tilboð sé óaðgengi- legt. Það er býsna athyglis- vert, að hann skuli gefa slíka yfirlýsingu áður en samgöngu málaráðherrar SAS-landanna komu saman til fundar, en tilgangur þess fundar mun einmitt hafa verið að ræða þetta tilboð. Ingólfur Jónsson, sam- göngumálaráðherra sagði í viðtali við Mbl. í gær: „Á fundi SAS-landanna ..... hlýtur að koma fram, hvort þau óski eftir að halda sameiginlegan fund. Ef þeir vilja ekki koma neitt til móts við okkur er samningsgrund- r- Sómalskir uppreisnarmenn í Kenya láta af hendi lifnaðarháttu. Sómalía og fimmhyrnda stjarnan í MOGADISHU, höfuðborg Sómalíulýðveldisins, blaktir við hún ríkisfáninn og heldur á lofti hvítri stjörnu. Tvö horn stjömunnar tákna brezku Sómalíu og hina ítölsku, sem sameinaðar voru árið 1960 og voru upphaf Sóma'líulýðveldisins, en þau þrjú, sem eftir em minna á þá staðreynd, að í nágranna- löndum Sómalíulýðveldisins þremur, Kenya, Ethíópíu og frönsku Sómalíu bíður fjöldi Sómala enn sameiningar við ættjörðina, eins og yfirvöld í Magadishu orða það. Engin stjórn myndi halda velli í Magadishu, léti hún sér ekki tíðrætt um fólk þetta, svæði þau er það byggir í nágranna- löndunum og innlimun þeirra í Sómalíulýðveldið, og haft er fyrir satt að stjómin í Mogadishu þjálfi menn og vopni til óeirða og uppreisna í nágrannalöndunum þremur. Undanfarið ár hafa átök uppreisnarmanna þessara við stjórnarvöld í dvalarlandinu orðið mest í Kenya, sem hýs- ir 200.000 Sómali. Eru upp- reisnarmenn þessir kallaðir „shifta“ eða stigamenn og þykja, eins og reyndax Sóm- alir yfirleitt hermenn flest- um betri, þolnir og nægju- samir svo að af ber — og líka fles.tum stoltari. Embættis- maður í Kenya lét svo um mælt nýverið, að stigamann- irnir og reyndar Sómalir ytfir- leitt teldu sig svo mikliu æðri og meiri menn en láglend- inga á borð við Kenyamenn, að þeim þætti fráleitt að lúta stjórn þeirra. Og víst er um það, að ekki hefur þessi skoðun Sómala legið í þagnargildi. Er skoð- anakönnun fór fram meðal Sómalanna í Kenya árið 1962, reyndist yfirgnæfandi meiri- hluti þeirra fylgjandi sam- einingu við Sómalíulýðveldið. En um þessar mundir voru Bretar í þann veginn að veita Kenya sjálfstæði og höfðu lítinn hug á að endurskoða landamæri ríkisins að svo stöddu. Og er Kenya var orð- ið sjálfstætst og fulilvalda ríki 1963, tiikynnti Kenyat.ta for- sætisráðherra Sómölum í landinu, að vildu þeir ekki sæta sömu kjörum og Kenya- menn sjálfir og gerast full- gildir borgarar í Kenya myndi 'þeim fyrir beztu að flytjast úr landi til Sómailíu. Viðbrögð Sómala voru skæruhernaður, einstaka árás ir á lögreg.luvarðstöð'var og herstöðvar, þorpsverzlanir og stjórnariskriifstofur. Kenyatta gerði hvorttveggja á víxl, að bjóða gull og græna skóga og steyta hnefann, en hvorugt dugði, og bardagarnir hafa harðnað ár frá ári og mann- fall aukizt að sama skapi. f fyrra, er „stigamennirnir" tóku að sá jarðsprengjum í vegi í norð-austurhluta Kenya greip stjórnin til ráða sem áður dugðu Breturn vel í viðureign þeirra við Mau Mau menn og söfnuðu sam.an Sómölum og kyrrsettu í víg- girtum þorpum sem 'kallast „manyattas". Þar voru íbúar skrásettir, úthlutað beitilandi fyrir kvikfé sitt og fyrirskip- að að koma heim hvert kvöld í þorpið. í þorpum þessum var svo Sómölum, sem aldrei höfðu slíku kynnzt fyrri, séð fyrir skólum, heil- brigðiisþjónustu og kaup- skap ýmiskonar á samvinnu- grundvellL Nú er svo komið að nærri 80% Sómala í Kenya búa í slíkum þorpum, 14 talsins og virðast una hag sínum næsta vel. Þeir úthúða „stigamönn- unum“ í eyru gestkomandi og sumir láta þau orð falla að uppreisn muni ekki verða Sómölum nein blessun nema síður sé. Allt um það halda hermenn úr her Kenya vörð um þorpin dag og nótt og gæta vandlega að hvorum tveggja, óvinunum utan þorp- anna og þeim sem innan þorpsgirðinganna eru og ólíklegt er, að það sé vel þokkað af Sómölum að sæta skoðiun hermanna ’hverju sinni sem þeir fara út fyrir þorpið, svo fullvíst sé að þeir séu ekki að smygla neinu út til stigamannanna. Allt um það hefiur verið kynrt að kalla í norðaustur- Kenya undanfarið og stjórnin í Nairobi vonar að ráðstafanir hennar reynist ekki síður vel er á líður, og verði vopnum betri til að blekkja á „stiga- mönnum“. Þó gera þeir sér engar grillur, því meðan menn horfa upp til firnm- hyrndu stjörnunnar í Maga- dishu og láta sig dreyma um Sómalíu hina miklu, er taki yfir vænan skika af hverju nágrannalandanna þriggja fyrir sig, er eins gott að vera við öllu búinn. mkki'&m wv UTAN ÚR HEIMI völlur ekki fyrir hendi og þá vaknar sú spurning, hvort ástæða sé fyrir íslendinga að sækja ráðherrafund vegna máls þessa.“ Hér er auðvitað um hagsmunaárekstur að ræða milli íslands og SAS- landanna. Danir og Norð- menn virðast vilja sanngjarna málamiðlun, en afstaða Svía virðist vera önnur. Málsmeð- ferðin er þegar orðin með eindæmum og mál til komið að þeim skollaleik linni. EIN BRÚ EÐA MARGAR BRÝR t'hamsóknarblaðið segir í ■■• forustugrein sl. sunnudag, að Framsóknarmenn hafi 1941 „fengið sett lög um brú- arsjóð“ og á grundvelli þeirra laga hafi verið byggð ein stórbrú á ári í 25 ár og að nú „verði að halda áfram sókn- inni“, sem lýsi sér í byggingu einnar stórbrúar á ári í 25 ár. Hvílík sókn! í tíð núverandi ríkisstjórn- ar hafa verið byggðar margar stórbrýr á hverju ári og á þessu ári hafa verið byggðar fimm stórbrýr, þ. á. m. brú á Jökulsá á Breiðamerkur- sandi sem kostaði 20 milljón- ir króna. En Framsóknar- menn láta sér nægja eina stór brú á ári. Hætt er við að ýmsum fyndist lítið um fram- farir í samgöngumálum ef þessi hugsjón Framsóknar- manna fengi að ráða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.