Morgunblaðið - 14.09.1967, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.09.1967, Blaðsíða 11
MORGUNBIiAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. SEPT. 1967 11 væri slæmur maður, fclókur maðlur og kænn, sam ætl.aði sér að kcwnast vel áfram og hefði einhvern veginn slæsn áhrif á föður minn. — En sá faðir yðar þetta ekki? __ — Ég veit það ekki. Senni- lega voru báðir flæktir í söm.u baráttu, svo að þeir hafa kannski þurft hvor á öðrum að hal'da, ekki getað sleppt taki hvor af öðrum. — Sáuð þér nokkru sinni merki þess, að Bería væri að reyna að koma í stað föðiur yðar? — Ég held, að Bería hafi ver- ið valdamestur maður landsins eftir fráfail föður míns og hafði ef til viil í huga að verða æðst- ur ráðamaður. Mér fannst hann alltaf mjög metorðagjarn og hefði trúað honum til þess að gera byltingu til þess að verða sjáltfur einræðisherra. Það iá í eðli hans. Svetlana var einnig að því spurð, hvort hún hefði orðið andvíg einhverjum grundvall- ar.atriðum í stjóxnimálalífi Vesturlanda þann tíima, sem hún hefði haft til að kynnast þeim. Hún svaraði, að lífshætt- ir og lífsskilyrði á Vestur- lönd'um væru í grundvallar- atriðum svo gjöróiik því, sem hún hefði kynnzt heima fyrir. En sú væri skoðun sín, að hiug- myndir eins og frjáls sam- keppni, málfrelsi, ritfrelsi, fr,elsi til þess að hafa þá stjórn- málaskoðun, sem hverjium sýndist, væru ákaflega mikils virði og vænlegar til frarmfara þjóðanna. — Aðspurð um lifnaðarhætti hennar síðustu mánuðina, kvaðst hún hafa lifað kyrrlátu lífi. Það hafi verið sér nokk- ur voinbrigði, að hún hafi vak- ið svo mikla athygli ljósmynd- ara og blaðamanna — hún væri því ekki vön að vera í sviðs- ljósinu og því hefði hún haft eins hægt 'um sig og mögulegt hefði verið. Ef hún losnaði við þetta farg, langaði hana tii að ferðast. Hinsvegar kvaðst hún hafa lesið mikið, hlöðin meðal annars, og sagði, að „The New York Times“ væri stórkostlegt dagblað. Af bókium kvaðst hún haía hrifizt mest af ævisögu Dags Hammanskjölds og bók- inni hans, „Vörður“. „Þar vax ýmislegt sem hafði sterk áhrif á mig! Ég vissi e'kki, að hann hefði verið svo sérstæður per- sónuleiki", sagði hún. Blaðamennirnir minntu Svet- lönu á, að ýmislegt miður skemmtilegt hefði gerzt þann túna, er hún hafði dvalizt í Bandaríkjunum, sérstaklega kynþáttaóeirðimar. Hvort hún vildi segja nánari skoðanir sínar á bandarísku þjóðfélagi með tilliti til þeirra atburða. Svetlana kvaðst vilja segja það eitt, að hún byggist við þvi, að til óeirða gæti komið — og kæmi — þar sem fólk hefði frelsi til þess að segja, hvað sem það vildi, og hefði frelsi fil þess að etfna til óeirða. — Hvort henni fyndist óeirð- ir þá e.t.v. æskilegar? — Nei, síður en svo, — en ég held, að það sé gott, að fólkið í þjóðfélaginu geti notað allar leiðir til þess að láta í ljós það sem það vill og meinar og geti hegðað sér eins og því sýnist. Ef til vill eru óeirðir ekki heppi legasta leiðin til þess að berj- ast fyrir málefni. En þegar fólki er ekki einu sinni leyft að koma saman til friðsamlegra mótmæla — getur það aldrei látið neitt í Ijós eða barizt fyr- ir neinu. — Eigið þér við Sovétríkin?. — Það, sem ég hef í huga, er mjög svo tfriðsamlegur fundur, sem stúdentar í Moskvu ætl- uðu að halda til þess að mót- mæla réttarhöldunum í máli Syniavskis og Daniels. Það eina, sem þeir ætluðu að segja, var, að ekki ætti að 'brjóta gegn sovézku stjórnarskránni. Þeir höfðu ekki uppi nein and- kommúnísk vígorð. En þegar stúdentarnir komu á torgið, þar sem fundurinn átti að vera, hafði lögreglunni þegar borizt vitneskja um hann og hún var viðbúin. Stúdentamir voru teknir hver af öðrum, jafn skjótt og þeir komu og þeim stungið inn í lögregilubifreið- irnar og ekið brotf með þá. Þeir fengu ekki einu sinni tíma til að safnazt saman eða halda tölur sínar. Ég held, að það sé betra að eiga þess kost að segja hug sinn allan á svo opinskáan hátt, sem með óeirðum, heldur en að mega ekki segja neitt og í þjóðfélaginu ríki grafarfþögn, rétt eins og allir séu sammála. Komi til óeirða, getur þjóð- félagið í heild að minnsta kosti tekið atfstöðu tid þess, sem um er deilt. Svetlana var loks spurð um það, hvort hún teldi stjórn föð- ur síns í Sovétríkjunum hafa verið Rússum til góðs eða ills. Hún svaraði, að þótt hún hefði alltaf verið hænd að föð- ur sínum persónulega, hefði Kápur og dragtir Stórt og glæsilegt úrval af kjólum, drögtum, buxnadrögtum og kápum í öll- um stærðum og í nýjustu tízkulitum. Hagkvæmir afborgunarskilmálar. KJÓLABÚÐIN, Lækjargötu 2. KJÓLABÚÐIN, Bankastræti 10. Ljúffengar Bragðtegundir Skyndibúðingar Jarðarberja Súkkuiaði Karamellu Vanilly \ Sítrónu hún aldrei verið ánaegð með það sem kallað var „stalín- ismi“. Hún kvaðst telja, að kerfið hefði verið rangt og að það hefði ekki leitt þjóðina til nægra framfara. Það hetfði gert meira illt en gott. Hún kvaðst l£ka vita, að um hríð hefði fað- ir hennar alls ekki verið mest- ur valdamaður þar og því flækzt inn í harða valdabar- áttu. — Munduð þér þá álíta, spurðu blaðamennirnir að lok- um, að í Sovétríkjunum hefði ríkt annar Stalín, hefði faðir yðar ekki verið þar við völd. —■ Já, sú er skoðun mín, svar aði Svetlana Allelujewa. EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI: Gúmmívinnustofan hf. Skipholti 35 — Reykjavík. — Simi 31055. Meira en eins ársreynsla hér á landi sýn- ir að þessum hjólborðum má treysta. Sendum um allt land. Viðgerðaverkstæði vort er opið alla daga kl. 7.30 til 22.00. hinir viðurkenndu norsku hjólbarðar eru sérstaklega framleidd- ir fyrir norska staðhætti, en þar er vega- ástand víða engu betra en á íslandi. dralon Hún er ánægð, enda í dralonpeysu frá Hektu. Peysurnar eru hlýjar, sterkar, léttar og þvl ákjósanlegar skólapeysur. Orval af fallegum litum og mvnztrum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.