Morgunblaðið - 14.09.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.09.1967, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FiMMTUDAGUR 14. SEPT. 1987 MAYSIB CREIG: ^ Læknirinn og dansmærin Ekki þori ég að stíga á nýju mottuna. fær svei mér að heyra það! Jæja, ég sé þig á morgun. Yvonne stóð upp og opnaði dyrnar fyrir hana. Hún kunni vel við Grace Hennesy, þrátt fyrir bersögli hennar. Og eins kunni hún vel við Dickie, og svo hr. Hennesy, það lítið hún hafði kynnzt honuim. Og henni líkaði þessi atvinna vel. Hún þóttist viss um, að hún mundi geta ráð- ið við hana. Dickie virtist ekki ætla að verða neitt vandamál — því að hann hafði hænzt að henni frá fyrstu byrjun. Hún fóx nú í silkikjól, sem gæti verið viðeigandi fyrir borð- haldið með hr. Hennesy, en setti önnur föt í skúffur og skápa. Þarna var mjög rúmgoitt, eins og reyndar allsstaðar í þessu húsi. Hún fór nú inn í leikherbergi Dickies. Hann sat kengbogin-n á gólfinu og lék sér að fallegri járnbraut, sem gekk fyrir raf- magni. — Hæ! sagði hann í kveðju skyni. Komdu og seztu niður og skoðaðu járnbrautina mína. Pabbi keypti hana handa mér í Nice í gær. Hún er nú verð um að tala. Hefur þú gaman af járn- brautum? — Já, það hef ég. Við komum í Bláu lestinni til Monte Carlo. — Hún er betri en flugvélar, sagði hann. — Flestir eru alveg vitlausir í flugvélar, en ég vil nú heldur járnbrautarlestir. Hviss! Viltu bara sjá. Hún er góð þessi! Þetta er vissulega vandað og dýnt leikfang. — Hvenær íerðu í bað, Dickie? Á morgnana eða á kvöldin? — Þegiðu! Nefndu ekki bað á nafn, sagði hann. — Ég hata þau. Ég fer ekki i bað nema mér sé skipað það. Mér þykir gaman að synda og ég hef ekkert á móti steypu á eftir, en mér er mein- illa við böð. — Ég skal nú sjá um, að þú farir oft í bað, kall minn, sagði hún og hló. — Þú skalt ekki halda, að þú getir hræit mig. Hann leit á hana, sakleysisleg- ur á svip og með uppglennt augu. — Ég skal fara í bað strax, ef þú vilt. Það er komið að kvöldmat hjá mér, og ég er orð- inn svangur. Þetta var næstum alltof auð- velt. Dickie var ailTa barna hlýðnastur þetta kvöld og hinn elskulegasti. Hann þaut um hús- ið á náttfötunum, tiil þess að bjóða mömmu sinni góða nótt og svo pabba sínum. Hann þver- neitaði að fara í nokkurn slopp. Sagði, að það væri of heitt. Og það var sannarlega heitt þetta kvöld, eins og mest getur orðið þarna á ströndinni. Það var far- ið að dimma og stjörnurnar þeg- ar teknar að blika á himninum. Hún hafði gjarna viljað fara eitthvað út sjálf. En þetta var góð atvinna, um að gera balda í hana. Hún var orðin skárri í fætin- um, Hún efaðis-t ekki lengur um, að hún mundi aftur geta dansað með tíð og tíma. Og sú hugsun hélt henni uppi. En hún gerði sér ljóst, hversu mjög það væri Marcel Sellier að þakka, að I henni hafði farið svona fljótt | fram. Frú Hennesy hafði sagit, að i hann ætlaði að koma þarna í sjúkravitjun daginn eftir að I kynni hann að vilja líta á fót- inn á henni. Ef hann gerði það„ yrði það einskonar sa-mband þeirra í milli. Hún hafði enga hugmynd um, hversu mikið hún skuldaði honum. Hún átti ofur- iitla sparipeninga, en ekki var það nú mikið. En hinsvegar bjóst hún við, að Hennesyhjónin mundi greiða henni ríflegt kaup, enda þótt enn hefði ekkert ver- ið um kaup tailað. En hvað sem þau kynnu að greiða henni, þá ætlaði hún að leggja það til hlið- ar handa Sellier lækni. Mikið gat hún verið heppin að ná í þessa atvinnu, og mikil he'fðu vonbrigðin orð-ið, hefði hún þurft að fara aftur til Eng- lands. Þetta var í fyrsta sinn, sem nun hafði verið í útlöndum. Hún vissi, að Tim var í Eng- landi, en hún bjóst við honum á hverjum degi úr þessu. Hann hafði sagt henni, að hann kæmi aftur undir eins og hann hefði komið fjármálum sinum í lag. Það kom alvörusvipur á litla, fallega andlitið við hugsunina um Tim. Hann var vissulega ábyrgðarhluti í lífi hennar. Hún óskaði þess, að hann væri ekki svona óbetrarílegur fjárhættu- spilari. Hún hafði beitit öllum áhrifum sínum til þess að reyna að halda aftur af honum, en 4r- angurslaust. Hún varð að taka hann eins og hann var, eða þá sleppa honum fyrir fullt og allt. En gegn hugsuninni um að sleppa honum, reis öll sál henn- ar öndverð. Henni þótti svo vænt um hann. En þegar hún hugsaði málið alvarlega, fann hún, að það var alveg satt, sem Grace Hennesy sagði, að eina lausnin honum til handa, væri að ná sér í ríka konu. Þessi hugsun særði hana, en henni var ómögulegt að losna við hana. Hún hristi sig. Það þýddi ekk- ert að vera að hugsa um þetita. Tim sagðist elska hana ofheitt til þess að fara að fá sér ríkt kvon- fang. Bara hún væri sjálf rík! Hún andvarpaði og brosti kulda- lega við þá tilhugun. Hvernig gæti hún nokkurntíma orðið rík. Hún hafði gott kaup fyrir fimleikadansinn sinn, en gæti hún haldið á’fram að dansa, ef þau Tim gif.tust? Það var eitt að vera dansmærin Yvonne Jason og annað að vera aðalsfrú Tim- othy Atwater. Nei. málið virt- ist óleysanlegit! 5. kafli. Charles Cianfarra, brytinn þarna, var slei'ktur og snotur, mjög dökkur á brún og brá, sem sýndi, að hann ættí ítalskt blóð í æðum sínuim. Nú kom hann og tilikynnti henni, að húsbóndinn vildi að hún kæmi niður í for- salinn og fengi sér eitt glas með hon-um fyrir mat. Hún þakkaði honum, og sagðist koma eftir andartak. Hún var dálítið taugaóstyrk að eiga að fara að borða kvöld- verð með húsbóndanum. Aron Hennesy hafði skoðað hana í krók og kring, rétt eins og hann væri að meta hana í huganum. Þegar hún kom niður, opnaði Charles dyrnar fyrir hana. Aron Hennesy stóð upp, er hún gekk inn. Hann var kominn í smók- ingföt. Hún fór að óska þess, að hún hefði skra-utbúið sig meir en hún hafði gert. Aron var næstum laglegur, svona uppá- búinn, þrátt fyrir grófgerða and- litsdrætti sína. — Það er ekki oft, að ég borða með frægri dansmey, sagði hann við hana. Jafnvel þó að svo vilji til, að hún sé í minni þjón- ustu. Hvað má bjóða yður .... kokteil, sherrý eða viskí og sóda? Hún þáði kokteil. — Hafðu hann ósætan, sagði hann við Charles. Þannig vilja Englendingar og Kanar hafa hann. Frakkar nota ofmikið vermút í þá. Charles hneigði sig. — Ég skal hafa hann eins og henranum þóknast. Ég er viss um, að ung- frúnni muni þykja hann góður. — Ég er nú ekki vön kokteil- drykkju, sagði Yvonne. — í mínu starfi, verður maður alltaf að vera allsgáður. Og þá ekki síður nú, þegar ég ber ábyrgð á Dickie. — Kunnið þér vel við hann? Röddin var næs'tum óþarfilega áköf. Hún svaraði hlýlega: — Mér finnst hann indælis barn. — Hann hefur verið ofmikið eftirlætisbarn og hann er bráð- þroska. — Mér finnst hann ekkert spilltur af eftirlæti. Hann kem- ur frjálslega fram og er með engar hömlur. Ég veit, að mér verður ánægja að gæta hans. — Þá voru hinar kennslukon- urnar ékki á sama máli, svaraði hann þurrlega. Eftir því, sem filestar þeirra hafa sagt, hefur hann fengið hræðilegit uppeldi. Hann hefur enga hugmynd um hlýðni. — En hann er góður í sér. Við hændumst strax hvort að öðru. — Þér eruð líka dásamleg stúlka, ungfrú Jason, sagði Aron og skoðaði hana enn í krók og kiring með þessum stingandi, brúnu augum. — Það verður gott að hafa yður í heimilinu. Þér verðið mér til afþreyingar. Konan mín þarf að fara í svo mörg samkvæmi. Hún fór hálfgert hjá sér. Var hún hingað komin, sem barn- fóstra eða til þess að hafa af fyrir föðurnum? Þetta gæti orð- ið vandræðaleg afstaða, ef hún gætti sín ekki, því að Aron Hennesy var óneitanlega glæsi- legur maður, þó að hann væri dálítið stórskorinn. Þau drukku kokíeilinn, sem Charles hafði borið fram. Henni fannsit hann sterkur. Hún fann ofurlítið á sér. Á eftir gengu þau inn í borðsalinn, sem var búinn rauðaviðarhúsgögnum, og allur borðbúnaður af vandaðasta tagi. Maturinn var ágætur, eins og franskur mat-ur getur beztur verið. Þau töluðu saman og hann sló henni gullhamra í sífellu. Hún fór ofurlítið hjá sér. Þegar þau sátu aftur við kaff- ið í forsalnum, og Charles var farinn út, sagði hann allt í einu: — Hvernig liitist yður á að græða hálfa milljón dala, ung- frú Jason? Hún varð svo steinhissa, að hún gat fyrst éngu svarað. En svo spurði hún, og röddin skalf ofurlítið: — Hvernig í ósköpun- um gæti ég það, hr. Hennesy? Hann rétti úr sér í sætinu. — Ég ætla að vera hreinskilinn við yður, ungfrú Jason .... eða má ég kalla yður Yvonne, eins og Diekie gerir? — Já, gerið þér svo vel. — Gott og vel, Yvonne. Það er fallegt nafn, og auik þess að vera falleg, eruð þér góð manneskja. Annars mundi ég heldur eíkki koma með þessa uppástungu. — Þér sjáið, lauk hann máli sínu, að ég vil koma með sannanir, svo að konan mín geti skilið við mig. En ég vil fá einhverjar sannfærandi sannanir — mér dugar ekki einhver dræsa. sem ég hafði náð í það og það kvöld- ið, því að það mundi aills ekki sannfæra hana. Ég vil, að hún sannfærist um, að ég sé orðinn ástfanginn af einhverri annarri — gjörsamlega sannfærð. Enda þótt ég viti, að innst í hjarta sínu vill hún gjarna fá skilnað, þá mundi hún ekki vilja skilja mig eftir í reiðileysi, ef ég mætti svo segja. Ég er viss um, að henni er eitthvað hlýtt til mín, en elskar mig hinsvegar ekki, eins og hún gerði hér forðum. Ef það hefur þá nokkurntíma nokkuð verið, sem ég efast um. Það voru auirarnir mínir, sem drógu hana að mér. Ég mundi auðvitað sjá vel fyrir henni, svo að hún þyrfti ekki að líða skort En ég verð bara að vera viss um, að hún haldi, að ég sé orðinn ástfang- inn af einhverri annarri. Og hvað er þá Jíklegra en það sé laglega kennslukona sonar míns? Ég mundi engar kröfiur gera til þín, Yvonne. Það sver ég. Hjá okkur yrði þetta ekki annað en heiðarlegur samningur. er kominn AFTURá markaðinn KAFFIBÆTISVERKSMIÐJA O. JOHNSON & KAABER H.F. Elegant — Elegant Vestur-þýzkir nylonsokkar 30 den. Slétt lykkja. Verð hjá okk- ur 39 kr. parið .tiiftimiiMdliiiitiiiiiUiiiiimuulUiiitiiimiMiHiiHM!. ■ III'..11111111011 ll|. ■I.'.lin,...l.uili.im,.,,,in,.ll..,,,.i.. Miklatorgi — Lækjargötu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.