Morgunblaðið - 14.09.1967, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.09.1967, Blaðsíða 32
INNIHURÐIR i landsins mesta urvalS_lt. SIGURÐUR ELÍASSON HP. AUÐBREKKA 52—54, KÓPAVOGI. FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1967 AUGLÝSINGAR SÍMI SS*4*80 Síldarsöltun á Seyðisfirði Seyðisfirði, 13. sept. VÉLBÁTURINN Magnús Ólafs- son, sem er eign Ólafs Óskars- sonar er væntanlegur til Seyð- Isfjarðar í dag með 200 tunnur af sild, sem skipverjar hafa salt- að um borð. Liggur síldin í hill- nm um borð og er því mjö létt Þjðfnaður í Kópavogi MBL. hefur fregnað að fyrir nokkru hafi verið stolið frá manni nokkurum í Kópavogi nær 40.000 krónum. Eigandi fjármunanna mun ekki hafa viljað gera veður út af þjófnað- inum og mun lögreglan ætla að rannsaka málið. Þjófnaðurinn mun hafa verið framinn á einka heimili. Kópavogslögreglan vildi ekk- ert um málið segja í gærkvöldi, er blaðið hafði samband við hana og ekki tókst að ná sambandi við bæjarfógeta. í henni. Verður hún söltuð og gert að henni í dag og hún þá meðhöndluð á venjulegan hátt. Hér mun ekki vera um fyrstu söltun á Seyðisfirði að ræða, því að áður var síld, er flutt hafði verið í saltpækli söltuð fyrir Friðrik Guðmundsson, síldar- kaupmann. Var hún bæði sett í salt, sykur og krydd. Var það í tilraunaskyni og tókst tilraunin vel. — Sveinn. SILDIN KEMUR LIKLEGA EFTIR 3 TIL 4 VIKUR segir Jakob Jakobsson í viðtali við Mbl. — MÉR finnst allar líkur benda til þess að síldin komi eftir svona 3 til 4 vikur, haldi hún áfram að haga sér eins og hún hefur gert, sagði Jakoh Jakobsson fiskifræð- ingur í viðtali við Mbl. í gær. Samkvæmt þeim fréttum, Jörundi II. hlekkist á Skipverjar gátu lagfœrt bilunina VELBATNUM Jörundi II hlekkt ist smávegis á, er hann var á heimleið af síldarmiðunum, er rör bilaði frammi í bátnum og sjór komst niður. Allar lestir skipsins voru lokaðar og gátu skipverjar lagfært bilunina sjálf ir með aðstoð Jörundar III, sem síðan fylgdi Jörundi II til hafn- ar. Er hann væntanlegur til Raufarhafnar með síld í kvöld. Töluverð stormbræla var á, en skipverjar fóru varlega, að því er Guðmundur Jörundsson útgerðarmaður tjáði Mbl. í gær- kvöldi, svo að ekkert var að ótt- ast. Þá var og aðstoðarskipið Goðinn skammt undan. sem nú eru virðist hún vera að byrja að ganga til lands- ins og verður líklega komin hingað í hyrjun október. Jaikob sagði að oft væri mjög góð veiöi, er síldin væri á leið til lands. Hún væri þá í þéttum torfum. Undanfarin ár hefur nor.sfci síidarstofninn verið tiví- skiptur, en í ár hefur hann ekki verið það. Áður hélt annar hlut- inin sig við Svalbarða, en hinn á svæðinu miilli fsland.s og Jan Mayen. í sumar fór allur meg- inihluti sfofnsins til Svalibarð'a. Frumástæður fyrir þessu taldi Jakob vera óvenjulegt ástand sjiávar, en einnig væri hugsan- legt að sá hluti stofnsins, sem héldi sig við Svalbarða hefði orðið leiðandi í gömgunni og hinn því fylgit á eftir. Sagði hann að noriskir fiskifræðingar hefðu komið með þessa uppás-tungu, sem þó væri ósönnuð. Er Mbi. spurði Jakob, hvort hann væri ekki of bj.artsýnn, hló hann við og sagði: — Ég held að ég sé ekki bjar.t- sýmn. Eg er einungis raunsær á málin. Bjargaði barni frá drukknun ISLAND VANN FRAKKLAND 8-0 — og þótti „stórfrétt dagsins44 á EIVi í bridge ÍSLENZKA sveitin á Evr- V-Þýzkaland 41, Grikkland ópumótinu í bridge í Dublin 37, Finnland 26. vann „sigur dagsins" í gær í 15. umferð urðu úrslit er þeir unnu Frakka — nú- þessi: verandi Evrópumeistara — ísland — Frakkland 8-0 með 8 stigum gegn 0. Er þess Noregur — Tékkóslóvakía 8-0 getið í fréttaskeytum að þetta Bretland — Svíþjóð 8-0 hafi verið „stórfrétt dagsins“. ftalía — Spánn 8-0 Allt bendir til að ítalir Danmörk — Finnland 7-1 vinni nú í 7. sinn Evrópu- Sviss — Grikkland 6-2 meistaratitil. En um næstu Holland — Belgía 5-3 sæti er hörð keppni milli Pólland — Portúgal 8-0 Breta, Norðmanna, Frakka írland — Þýzkaland 8-0 og íslendinga. Bretar og Norð Líbanon neitaði að spila móti menn unnu einnig með 8 stiga fsrael, sem fékk út úr leik- mun í gærkvöldi svo innbyrð um 6 stig. is staða milli þeirra og ís- lendinga breyttist ekki. Þess skal að lokum getið að Röðin eftir 15. umferðir er sú sveit sem vinnur annað nú: Ítalía 97 stig, Bretland sætið kemst í næstu heims- 82, Noregur 81, Frakkland 79, meistarakeppni — svo fremi ísland 77, Svíþjóð 72, Sviss að Ítalía vinni nú, því þá 71, Holland 67, Belgía 65, verða þeir með í heimsmeist- fsrael 58, Spánn 57, írland 55, arakeppninni sem núverandi Danmörk 51, Pólland 51, heimsmeistarar. Sjá nánar Tékkóslóvakía 47, Líbanon 43, frétt á bls. 3. Stykkishólmi, 13. sept. ÞAÐ vildi til í Stykkishólmi í dag, klukkan að verða eitt, að 'lítill drengur, 2ja ára gamall féll út af bátabryggjunni hér ©g 1 sjóinn. Hafði hann verið á hryggjunni með bróður sinum 5 hra og hefur einhvern veginn hrasað út af henni. Bróðir hans varð yfir sig hræddur og grét hástöfum. Barn ið bar burt frá bryggjunni og Var komið í fimim metra fjar- lægð, þegar Svend Andreasen, sjómaður, sem var á einum bát- anna í nágrenninu varð var við, Krefst bóta af Hafnarfjarðarbæ KUNNGERT var á bæjarstjóm- arfundi í Hafnarfirði í fyrradag, að Gísli Jónsson, rafmagnsverk- fræðingur og rafveitustjóri þar, hafi krafizt bóta frá Hafnar- fjarðarbæ, vegna brottvikningar úr slökkviliðsstjórastarfi, en eins og kunnugt er, var honum vikið frá vegna deilna út af tveimur brunum í Garðahreppi. Var honum sagt upp slökkvi- stjórastarfinu hinn 15. október 1965. Gísli hefur sent bæjarstjórn- inni áiitsgerð, sem samin er af Gunnari Sæmundssyni, hdl, að því er Kristinn Ó. Guðmundsson, bæjarstjóri tjáði Mbl. í gær. 1 áiitsgerð þessari er gangur máls- ins rakinn og telur Gísli, að AKIÐ VARLEGA UM ROFABÆ LÖGREGLUSTJÓRINN í Reykja vík hefur lækkað hámarkshraða í Rofabæ, vegna aukinnar um- ferðar, sem þar mun verða næstu daga. Umferðaraukning þessi er vegna malbikunarfram- kvæmda á Bæjarhálsi og í Höfða bakka. I fréttatilkynningu frá gatnamálastjóra, er Mbl. barst í gær segir svo: „Þar sem malbikunarfram- kvæmdir standa nú yfir á Bæj- arhálsi og Höfðabakka, eru þessar götur lokaðar um óákveð- inn tíma. Á meðan er allri um- ferð beint um Refabæ. Sérstök áherzla er til að minna öku- menn á að gæta fyllstu aðgæzlu, þegar ekið er eftir Rofabæ, þaT sem mikill fjöldi gangandi veg- farenua, sérstaklega þó skcla- barna, fer eftir götunni. Af öryggisráðstöfunum hefur lög- reglustjórinn í Reykjavík lækk- að leyfðan hámarkshraða á Rofa bæ úr 45 km á klst. í 35 km á klst., meðan malbikunarfram- kvæmdir standa yfir á Höfða- bakka og Bæjarhálsi." hvað gerzt hafði. Hafði hann eng in umsvif, heldur henti sér í sjóinn og riáði að bjarga drengn- um. Drengurinn hafði þá sopið tals vert af sjó, en var þó með með vitund, þegar var farið með hann á sjúkrahúsið, þar sem honum var gefið súrefni. Var hann orð inn hress í kivöld. Ekki mun hafa mátt tæpara standa að þarna yrði slys, en það sem varð barminu til lífs mun hafa verið, að það var klætt regnúlpu, sem hélt því á floti. — Fréttaritari. brotin hafi verið á sér reglu- gerð og lög, og að hann hafi beðið fjárhagslegt tjón af. Rök- F.ramh. á bls. 31 Aðalfundur IMorræna félagsins í kvöld AÐALFUNDUR Norræna félags- ins verður haldinn í Tjarnarbúð uppi í kvöld. Hefst fundurinn kl. 20.30. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Allt brann nema eld- fastur leir MORGUNBLAÐIÐ hefur fregnað, að Mál og menning hyggist gefa út á íslenzku kver með kenningum Maos formanns og að Brynjólfur Bjarnason sitji um þessax mundir við að þýða „hinn mikla sannleik“. Svo sem er um allar trú- arbókmenntir, þá er eigi sama á hvern pappír þær ern skjalfestar, og því hafði bóka forlagið lagt í þann auka- kostnað að panta svokallaðan bibliupappir, sem einn þótti hæfa boðskap hinnar aust- rænu sólar. Pappírinn var geymdur í Borgarskála og beið þess að gegna hinu háleita hlntverki að miðla íslendingum af speki hins mikla mannkyns- fræðara. — En vegir Maos eru órannsakanlegir, því að pappírinn komst ósikemmdnr úr brunanum. Aðdáendur Maos geta því átt von á því að stytta sér stundir við skært skin hinn- ar kínversku speki í íslenzku skammdegi. Vonandi er, að þeir komist eins óskaddaðir úr þeim hreinsunareldi sem pappírinn úr brunanum í Borgarskála.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.