Morgunblaðið - 14.09.1967, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.09.1967, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. SEPT. 1%7 17 Vísindamenn í sumarönnum Vísindamenn í sumarönnum Vísindamenn í sumarönnum Er eldgos væntonlegt á Reykjonesskoga? Rabbað við Jón Jónsson, jarðfræðing, sem vinnur að því á sumrin að gera jarðfræðikort af skaganum JÓN Jónsson, jarðfræðingur, er einn þeirra íslenzku vísinda manna sem á sumrin ferðast vítt og breitt um landið til ým- iskonar starfa. Dagurinn er oft langur og erfiður, hann leggur af stað með malpokann eld- snemma á morgnana og það er ekki óalgengt að hann komi ekki heim fyrr en undir mið- nætti. En hann kvartar ekki því að eins og hann segir: „Þegar tómstundaiðjan og starfið eru eitt og hið sama, þá er þetta allt í lagi“. Jón er maður hraustlegur og útitekinn, með snör augu og er létt um hros. „Ég starfa hjá jarðhitadeild Orkustofnunarinnar og aðal- -starf mi-tt er jarðfræðirann- sóknir í sambandi við jarð- hita. Það hefur svo komið af sjálfu sér að ýmis önnur verk- efni hafa hlaðist á mig, t.d. hef ég unnið að því að finna kalt vatn og held að mér sé óhætt að segja að ég hafi staðsett svo til allar kaldavatnsboranir í seinni tíð“. „Hv-ernig er það með kalda vatnið, það gýs víst ekki upp eins og það heita?“ „Nei, það þarf alltaf að nota dælur til að ná því upp, en það er ekki svo erfitt. Það er til- tölulega auðvelt að koma dæl- unum fyrir". „En nú er það ekki svo vel að þið getið fundið einhver m-erki um vatnsból ofanjarðar, eins og þegar leitað er að heitu vatni. Hvaða tæki notar þú til að finna kalt vatn?“ Jón brosir kankvíslega: ,,Eng in önnur en þau sem guð gaf okkur, við verðum bara að sjá það með berum augum, og bað er ekki eins erfitt og það kann að virðast. „Hvað hefur þér oft skjátl- ast?“ „Það hefur mjög sjaldan komið fyrir að mér hafi skjáti- ast algerlega, en stundum hef- ur ekki komið nærri nóg vatn upp úr holunum. Verstu „feil- skotin“ voru á Akureyri í fyrra sumar og svo aftur núna, en ég vona að við séum nú búnir að finna lausn á því vandamálí. Það er erfitt að nota tæki til -kaldavatnsleitar, en viðnáms- mælingar hafa þó gefi-st vei á einum stað a.m.k. Vatnið er á sífelldri hreyfingu undir yfir- 'borði jarðar, og straumar liggja víða til sjávar. Þo eru skilin víða mjög skörp. Ég get nefnt þér sem dæmi, að þeg- ar við vorum að bora við Stapafell fyrir tveimur árum vorum við með snúningsbor og þurftum því að bora aukaholu unnið að því eftir því sem ég hef getað í nokkur ár. Því mið ur hef ég ekki alltaf haft mik- inn tíma aflögu til þessa, svo að það má segja að ég vinni þetta í hjáverkum. Ég byrja með því að merkja sprungu- kerfi, því að jarðhitinn ei-ns og hann kemur fyrir á yfirborð- Ég byrjaði árið 1960 og þá á Krýsuvíkursvæðinu. Ég var bara að þrjár vikur það sum- arið og hef svo haft það í ígrip um eins og ég sagði áðan. Mér tekst sjálfsagt ekki að ljúka við þetta í sumar, en fer þó yf- ir mestan hluta þess svæðis sem eftir er. í dag fórum við á jeppanum upp með Bláfjöll- um að vestan. Við fórum ekki upp á háfjall þó að hægt sé að komast yfir í Selvog. Það Fyrir nokkrum árum var Jón að fást við jarðsveiflumælingar. Einn liðurinn í þeim var að sprengja dynamit í Grænavatni, sem er við endann á Kleifarvatni, og kanna með mælum hvað titringurinn færi langt. Ein sprengingin kom greinilega fram á Ketu, sem er í rúmlega 200 km. fjarlægð. Myndin er tekin við Grænavatn rétt í þann mund sem þeir sprengdu eitt tonn af dynamiti, og vatnsstrókurinn er að risa upp. til að fá skolvatn. Við þurftum svo að steypa í tiiraunaholuna og helltum í hana mörgum pok um af sernenti, en hin holan gruggaðist ekki, þótt hún væri aðeins tuttugu metra í burtu“. „En svo að við snúum okkur að sumarstarfinu þínu á þessu ári, hvað hefur þú verið að fást við?“ „í sumar hef ég snúið mér algerlega að rannsóknum á Reykjanesi, ég er að gera ná- kvæmt jarðfræðikort af öllum Reykjanesskaganum, og hef inu, er ákaflega tengdur sprung unum. Við erum bara tveir við þetta, ég og Karl Grönvold, ungur maður sem er að læra jarðfræði". „Og dagurinn er strangur?“ „Já, það er hann oft. Við för- um yfirleitt upp um klukkan átta á morgnana og erum sjald an komni-r heim fyrr en 9—10 á kvöldin, oft seinna, en þegar tómstundaiðjan og starfið fara saman er ekki yfir neinu að kvarta". „Er það ekki áratuga verk að labba um allan skagann til að gera kort af honum?“ „Nei, svo slæmt er það nú ekki, eh það er satt að þetta er yfirgripsmikið starf. Við not um mikið loftmyndir og þær korna okkur að ómetanlegu gagni. Við leggjum gegnsæjan pappír yfir loftmyndirnar og merkjum inn á hann gíga, sig, sprungur og þessháttar. Við verðum auðvitað að ganga mik ið, en það er nú ekkert annað en það sem maður er vanur. er gott að hafa jeppann, mik- ill munu frá því að ég byrjaði fyrst, þá átti ég ekki bíl og varð að fara allra minna ferða gangandi eða reyna að ferðast á þumalfingrinum". „Hefur eitthvað komið þér á óvart við þessar rannsókn- ir?“ Jón Jónsson, jarðfræðingur. „Nei, ég get varla sagt það. Við Löngúhlíð austanverða og suðvestur með þríhnúkum er þó mikið um ketilmynduð sig sem ekki eru algeng hér á landi. Askja er eitt l'íkt sig, en 'þessi komast að sjálfsögðu eki í hálfkvist við hana. Það má eiginlega segja að það hafi komið mér á óvart hvílík firn af eldstöðvum er á þessum slóð um, margar þeirra eru ekki merktar á neitt kort, og liggja mjög þétt víða“. „En hefur þú orðið var við einhverjar breytingar á' jarð- veginum á þessum sló.ðum?" „Á hluta á svæðinu held ég að urnbrot eða hræringar séu að aukast og hiti að hækka. Það er meiri kraftur í hver- unum en því miður höfum við ekki eldri hitamælingar yfir svæðið svo að það er erfitt að segja nákvæmlega til um. Ég er þó ekki einn um þessa skoð- un, því að einn af mönnunum sem fæst við innrauðu „hita- ljósmyndunina“ nefndi þetta sama við mig af fyrra bragði. Við vitum ekkert um ástæðuna ennþá, en ég m-yndi ætla að svona yrði undanfari eldgoss. Það hafa ekki orðið eldsum- brot þarna síðan um 1340, þeg- ar Ögmundarhraun rann. Þá rann hraun yfir bæ suð-vestur af Krísuvík, og ég held að það gæti orðið gaman fyrir forn- leifafræðinga að líta nánar á þann stað. 'Það eru til Hús- hólmi og Brennishólmi í hraun i-nu, og bæjarrústirnar standa að nokkru leyti út undan hraun inu og má telja víst, að undir því sé einhverja muni að finna frá þessum tíma. Hraunlagið er ofur þunnt á þessum stað, innan við rnetra held ég og það væri ekki mikið verk að rífa það ofan af bænum. Ég býst ekki við að neitt fólk hafi far- ist, en það ætti t.d. að vera hægt að finna þarna viðarkol Þessi hver er kallaður Geysir, og er á Reykjanesi. Hann byrj- aði að gjósa í maí í vor, eftir nokkra ára „hvíld“. Það var um svipað leyti og jarðskjálftakippirnir hörðu riðu yfir. Þetta klettabelti er gamlir sjá varhamrar. Um 1300 voru þeir alveg niðri við ströndina, en Ögmundarhraun rann framfyrir þá og nú eru þeir nokkuð frá ströndinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.