Morgunblaðið - 06.09.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.09.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1968 3 ÞRÁTT fyrir síaukinn fjölda bíla í Reykjavik siðustu sex árin hefur fjöldi árekstra í höfuðborginni ekki aukizt að sama skapi og tala þeirra, sem slasazt hafa í umferð- inni fyrstu átta mánuði þessa árs og 1967, er lægri en á sama tíma 1963. Þá hefur fjöldi barna, sem slasast í um ferðinni, minnkað verulega á þessu ári og því sl. og er fyrstu átta mánuðina minni en á sama tima árið 1963. Þessar upplýsingar fékk Morg tunblaðið hjá umferðardeild lögreglunnar í gær. Árið 1963 voru 10915 bálar á skrá í Reykjavík. Fyrstu átta mánuði ársins urðu alls 1495 árekstrar í Reykjavík. í þessum árekstrum slösuðust 191, þar af 44 börn, og í fimm tilfellum var um banaslys að ræða. Áirið 1964 voru 12624 bílar á skrá í Reykjavík og árekstr ar urðu alls 1598 fyrstu átta mánuði ársins. í þessum á- rekstrum slösuðust 253, þar af 56 börn, og í sex tilfellum var um banaslys að ræða. Árið 1965 voru 13980 bílar á skrá í Reykjavík og urðu á- rekstrar alls 1738 fyrstu átta mánuði ársins. í þeim slös- uðust alls 269, þar af 47 börn, Línurit yfir árekstra, tölu slasaðra, fjölda barnaslysa og fjöida banaslysa í umferðinni fyrstu átta mánuði áranna 1963—1968. Fyrir neðan ártölin sést fjöldi skráðra bíla í Reykja- vík hvert ár. H-dagur, 26. maí 1968 er merktur inn á línuritin. Færri slys þrátt fyrir fleiri bíla — bœtt umferðarmenning Reykvíkinga í tölum og 3 létu lífið í umferðinni þennan tíma. Árið 1966 voru 15228 bílar á skrá í Reykjavík. Fyrstu átta mánuði ársins urðu alls 1817 árekstrar, sem í slösuð- ust allt 283, þar af 73.börn. Tvö banaslys urðu á þessum tíma. Árið 1967 voru 17105 bílar á skrá í Reykjavík. Árekstr- ar fyrstu átta mánuðina urðu alls 1642. I þeim slösuðust alls 182, þar af 39 börn og sjö banaslys urðu. í ár eru 18220 bílar á skrá í Reykjavík. Fram að síðustu mánaðamótum höfðu árekstr- ar alls orðið 1610 og 160 slas- ast, þar af 31 barn. Eitt bana- slys hefur orðið það sem af er árinu. Frá árinu 1963 hefur bílum í Reykjavík því fjölgað um Japanir gengu yfir Grænlandsjökul TVEIR Japanir komu til Jakobs- hafnar á Grænlandi 2. septem- ber, eftir að hafa lokið 900 kiló metra göngu yfir Grænlandsjök ul. Þrír aðrir voru komnir til smábæjarins Pakitsoq. Þessir fimm eru fyrstu Asíubúarnir, sem ganga yfir jökulinn og þeir þurftu að leggja á sig 20 þúsund kílómetra ferðalag heimanað frá sér til þess að geta lagt upp í hina 900 km. löngu gönguferð. Leiðangurinn var frá fjall- gönguklúbbi Nihon háskólans í Japan og það voru alls tíu menn sem tóku þátt í honum þótt það væru ekki nema þessir fimm sem gengu fyrir jökulinn. Þeir höfðu sleða og annan útbúnað með sér frá Toyko. Þeir urðu fyrst að fara með skipi til Síberíu og þaðan með járnibrautarlest til Moskvu og þaðan héldu þeir til Kaupmannahafnar. Frá Kaup- 7305 en fyrstu átta mánuði þessa árs voru árekstrar að- eins 115 fleiri en á sama tíma 1963. Á sama tíma hefur tala þeirra, sem slasast í umferð- inni, lækkað um 31 miðað við árið 1963 og barnaslys eru 13 færri en þá. Þá urðu bana- slys í umferðinni 4 fleiri fyrstu átta mánuði ársins 1963 en það sem af er þessu ári. mannahöfn flugu þeir til Syðri- Straumfjarðar og þaðan þvert yfir jökulinn til Angmagssalik. Frá Angmagsslik lagði leiðang urinn svo af stað á sleðum til Forel fjallsins, næst hæsta fjalls á Grænlandi og þar var honum skipt í tvennt. Helmingurinn varð eftir til að klifa fjöll og fara með hundan aftur til An- gmagsslik, en hinir lögðu af stað fótgangandi í áttina að Jakofos- (höfn. Fyrstu dagana var fár- viðri og það seinkaði ferðinni töluvert, en þeir héldu ótrauðir áfram. Þeir létu frá sér heyra dag- lega með því að senda radíó- merki, sem fyrst heyrðist frá Ang magsslik og svo frá Jakobsihöfn þegar þeir fóru að nálgast hana. í júlí sá dönsk flugvél til þeirra Á þessu tímabili voru á- rekstrar flestir í marzmánuði 1967 eða 310 talsins, en fæst- ir í febrúarmánuði 1963 eða 135 talsins. Á einum mánuði slösuðust flestir í maímánuði 1966 eða 52 en fæstir í feforúarmánuði 1963 og marzmánuði 1968 eða 13 í hvorum mánuði. Flest barnaslys í einum mánuði urðu í janúarmánuði 1966 eða 15 talsins en fæst í marzmánuði 1968, aðeins eitt. Flest urðu banaslys fyrstu átta mánuði 1967, sjö tals- ins, og urðu þrjú þeirra í jan- úar, þrjú í júní og eitt í feforú ar. á ísnum og flaug nokkra hringi yfir. Var ekki annað að sjá en allt væri í bezta lagi. Annar leið angur sem samanstóð af Skotum, Englendingum og Hollendingum fór yfir slóð þeirra nokkru seinna og tilkynnti það. Upphaflega var gert ráð fyrir að Japanirnir næðu áfangastað sínum sáðari hluta ágústmánað- ar, en vegna veðursins komu þeir ekki fyrr en annan septém- ber. Þeir voru allir við beztu heilsu, en nokkuð þreyttir. PARÍS, 5. sept — AP. — Frakk- ar hafa varað skip og flugvélar við að koma nærri 'kjarnorkutil- raunasvæði þeirra Ærá og með 8. sept. Búizt er við að tilraun eigi að gera með kjamorkusprengju þar. m KARNABÆR TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS — TÝSGÖTU 1. — SÍMI 12330. ÞÆR ERU KOHilMAR .. HAUST VÖRLRIMAR! DÖMUDEILD: HERRADEILD: ★ SÍÐBUXUR ★ SÍÐBUXUR ★ PEYSUR ★ FÖT f ÚRVALI ★ BLÚSSUR ★ SKYRTUR ★ PILS og KÁPUR ★ PEYSUR í MAXISÍDD O. M. FL. ★ PEYSUR + KLÚTAR O. M. FL. ENGAR VERÐIIÆKKANIR. POSTSEMDLM LM LAINiD ALLT STAKSTEIMR Velþóknun Það fer ekki á milli mála, að kommúnistar lita með velþóknnn á samþykktir „ungra“ Fram- sóknarmanna um að vamarliðlð skuli hverfa af landi brott, en sú samþykkt var gerð aðeins örfáum dögum eftir að kommún- istaríkin ruddust inn í Tékkó- slóvakíu. Það er einnig ljóst áf viðbrögðum kommúnistahlaðsins við samþykktum þings Fram- sóknarmanna tun utanríkismál, að kommúnistar líta ekki aðeins með velþóknun á þann hluta á- lyktunarinnar, sem fjallar um brotthvarf hersins, beldur er kommúnistablaðið sérstaklega á- nægt með þann kafla ályktunar- innar, sem augljóslega leggur að jöfnu innrásina í Tékkóslóvakíu, styrjöldina í Víetnam og valda- rán herforingjastjórnarinnar i Grikklandi. „Ungum“ Framsókn- armönnum hefur þannig tekizt að ávinna sér sérstakar vinsældir í herbúðum kommúnista vegna ábyrgðarlausrar afstöðu til utan- ríkis og öryggismála fslands og hraksmánarlegrar ályktunar um glæpaverkið í Tékkóslóvakíu. Vafalaust yljar það einhverjum nytsömum sakleysingjanum í röðum Framsóknarmanna um hjartarætur að njóta slíks góð- vilja á síðum kommúnistablaðs- ins, en erfitt verður fyrir lýð- ræðissinnaða unga menn í öðrum flokkum að taka upp samvinnu við jafnaldra sína í Framsóknarflokknum um eitt eða annað eftir framkomu þeirra í þessum málum, Mólsvari ofbeldisaflanna Á framkvæmdastjómarhtndi Alþýðubandalagsins, sem hald- inn var s.l. mánudagskvöld, flutti Magnús Torfi Ólafsson tillögu um að Alþýðubandalagið lýsti þvi yfir að það ryfi öll tengsl við löndin austan járntjalds, meðan núverandi ástand ríkti í Austur- Evrópu. Var gert ráð fyrir því í þessari tillögu, að Alþýðubanda- lagið sliti öllum tengslum við allar stofnanir og aðila, sem það hefði haft samskipti við í Aust- ur-Evrópu, hverju nafni sem nefnast og þægi engan vinar- greiða úr hendi þessara rikja, sem eins og kunnugt er hafa verið afar örlát á boð til komm- únistaleiðtoga á íslandi að eyða sumarleyfum sínum í þessum löndum. Þessi tillaga náði hins vegar ekki samþykki á þessum fundi og það gefur einkar glögga mynd af hinni raunverulegu af- stöðu kommúnista til glæpa- verksins í Tékkóslóvakíu að maðurinn, sem barðizt harðast gegn þessari tillögu á fram- kvæmdastjórnarfundinum, var Magnús Kjartansson ritstjóri kommúnistablaðsins, hinn opin- beri málsvari ofbeldisaflanna, sem mátti ekki heyra það nefnt, að Alþýðubandalagið ryfi tengsl sín við glæpaöflin í austri. Fjdrreiður Neytendasum- tukannn EINS og Morgunblaðið skýrðl frá í gær hugðist stjóm Neyt- endasamtakanna senda reikn- inga samtakanna sakadómaraem bættinu til rannsóknar. Þórður Björnsson, yfirsakadómari, stað- festi í viðtali við Morgunblaðið í gær, að embættinu hefði borizt beiðni frá stjóm Neytendasam- takanna þess efnis, að fjárreiður samtakanna yrðu athugaðar og er málið nú í rannsókn hjá saka dómaraembættinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.