Morgunblaðið - 06.09.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.09.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1968 17 Þeir dóu heima Hr. ritatjóri. Eitt mesta vandamál okkar ís lenzkra lækna er að sjá skjól- stæðingum okkar — hinum sjúku — fyrir sjúkráhúsvist. Oft — Og stundum daglega, stöndum við andspænis þessu viðfangsefni. Ég vildi því með fáum orðum minna á sök okkar, minna á, að við hinir heilbrigðu höfum 'brugðizt frumskyldu þeirri, að eiga ætíð gott skjól sfúkum manni og gömlum og öðrum, sem vegna veikinda þunfa á hjálp að halda. Er það satt, að við íslendingar, sem á undan förnum árum höfum verið með tekjuihæstu þjóðum heims, og höfum borizt mjög á, og viljað vera í sviðsljósinu, höfum í vímu góðæris gleymt svo sjálfsagðri skyldu, að annast sjúkan því betur, sem efnahagur akkar gaf tiletfni til? Því miður verður að svara því játandi, .en jafnframt skal það viðurkennt, að efiaust höfum við gert það óafvitandi. Margt hefur rennt stoðum und- ir þann veruleika. Nútímaþjóð- félag ýtir með flughraða sjúk- um og ekki síður gömlum til hliðar. ÞjóðlífSbreytingar með breyttum heimilisháttum og at- vinnuháttum, og um leið leng- ingu meðalaldurs, gerir það að verkum, að hér megum við ekki sofa á verði, annars gæti svo farið, að sjúkt gamalmenni gæti orðið meira einmana nú en nokkru sinni fyrr. Ætla mætti, að þær miklu sjúkrahúSbygging ar, sem nú eru risnar upp í borg- inni, og Iþegar er farið að taka að nakkru í notkun, myndu leysa þann vanda sem hér um ræðir, en því er ekki svo varið. Nútíma læknisfræði krefst mjög mikils rýmis í hverju sjúkra- húsi auk sjúkrastofanna, rýmis sem áður var óþarft, eða að minnsta kosti óþekkt, þegar um er að ræða rannsóknarspít- ala og stærri skurðdeildir, og skal það ekki rakið hér. Þvi er það staðreynd, að Borgarspítal- inn í Fossvogi og viðbygging Landspítalans og reunar einnig Landakostsspítali hafa ekki á að skipa húsnæði, sem ætlað er fyrir langlegusjúklinga og sjúk gamalmenni, og sú staðreynd, að slíkir sjúklingar eru þar, dreg- ur mjög úr getu þessara stofn- ana við að leysa það verkefni af hendi aem þeim er ætlað. Ég hefi áður minnst á þetta vanda- mál opintoerlega, og mér er óhætt að fullyrða, að síðan þá hetfur þetta viðfangsefni ekki auðveld ast: við gætum því ekki beðið eftir einhverri lausn, sem hillir undir. Nýlega bað ég um sjúkrahús- vist fyrir konu, sem af miklu þreki hafði háð dauðastríð heima í marga mánuði, hún var nú orð in fársjúk og þurfti hjúkrun, sem erfitt var að veita heima, og þar sem ég vildi auk þess létta af heimilinu þeirri byrði, sem helstrið hennar síðustu dagana hlaut að vera manni hennar og börnum, þá hringdi ég til þess sjúkrahúss, sem hafði „acut“ vakt þá vikuna. Kandidatinn tjáði mér, að hann mætti ekki ákveða um rúm fyrir svoná sjúkling, ég toað þá um viðtdl við aðstoðarlækni, hann sagði mér að þeir gætu ekki tekið sjúkling- inn, mættu ekki teppa pláss handa slíkum sjúkling, ég bað því um viðtal við yfirlækni sjúkrahússins, hann sagði mér, að sér væri ómögulegt að taka eitt af þeim fáu rúmum, sem hann ætti laus handa hjúkrunar sjúklingi. Ég vildi ekki gera mig ánægðan með þetta svar og vís- aði til skyldu aculvaktar um inn lagningu sjúklinga, því svaraði yfirlæknirinn með eftirfarandi orðum: „Er fólk hætt að geta dáið heima?“ Ég hrökk við, en svaraði: „Nei, auðvitað ekki“, en samstundis smaug að mér sá ó- þægilegi grunur, að ef til vill byggi Reykjavík og næsta ná- greni yfir svipuðum möguleik- um fyrir þessa sjúklinga og var fyrir um 40-50 árum, þegar við ís- lendingar vonum að hefja sjúkra- húsbyggingar hér. Og ég skal bæta því við, að ytfirlæknir sá, er ég átti samtal við, er einn áf beztu mönnum okkar stéttar, skyldurækinn og þekkir flest- um betur þessi vandamál, svar hans álít ég þvií nauðvörn sjúkrahiúss hans, sem hefurmjög mörgum og miklum skyldum að gegna. Mér finnst því tími til kominn að leysa þetta mál, sem við er- um öll meðsek um, ekki með því að segja, að þetta fari að lagast eða með afsökun í einni eða ann arri mynd, heldur með fram- kvæmd. Skoðun mín er sú og allra þeirra lækna, aem ég hefi rætt við um þetta mál, að til að leysa hér úr brýnustu þörf, myndi þurfa minnst 100 sjúkra- rúm. Heilsuverndarstöðin mun nú vera með um 35 sjúikrarúm fyrir hjúkrunarsjúklinga, og því er nauðsynlegt þegar á þessu hausti að koma upp hjúkrunar- spítala fyrir minnst 60-70 sjúkl- inga, þetta myndi þó aðeins leysa úr mesta vanda um stutta framtíð. Abhugaður sé mögu- leiki á því að finna þessari sjúkradeild stað í einhverri af þeim sjúkrahúsbyggingum sem ríki eða borg hafa þegar reist af grunni, en ef sá mögule'iki er ekki fyrir hendi, þá séu farn * r Arsþing Bridgesambands Islands hefst í Domus Medica í kvöld kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN. 10 ARA ABYRGÐ TVÖFALT EINANGRUNAR^ 20ára revnsla hérlenclis SIM111400 EGGERT KRISTJANSSON «CO HF 10 ÁRA ÁBYRGÐ ar aðrar leiðir um útvegun hús- næðis. Vil ég í því samtoandi benda á, að víða í borginni standa auðar hæðir í stórfiýsum, sem ætlaðar hafa verið fyrir skrifstofur eða iðnað, og sem innrétta mætti fyrir hjúkrunar deildir, og töluvert mun vera til af sjúkrarúmum, bæði frá sjúkradeildum, sem hafa verið lagðar niður^ og eins muni Rauði Kross fslands eiga sjúkra rúm og eitthvað af hjúkrunar- gögnum. Þetta kostar fé, en á meðan við höldum áfram að byggja félagsheimili fyrir millj- ónatugi, jafnvel í sýslum, þar sem mörg eru tfyrir, þá virðist gjaldþol vera fyrir hendi. Mér finnst Reykjavíkurborg þurfi að hafa hér frumkvæði um út- vegun nauðsynlegs fjármagns með aðstoð ríkissjóðs og síðan að hafa samráð við stjórn Lækna félags Reykjavíkur og stjórn Hjúkrunarkvennafélags íslands um framkvæmd að öðru leyti. Við íslendingar eigurn mörg verkefni óleyst, en ekkert er í dag brýnna en þetta, og af engu þeirra getum við vaxið meira í eigin augum og annarra, og af engu orðið ríkari. Búðum á Snæfellsnesi 29. ágúst 1968. Jón Gunnlaugsson, læknir Fyrir skólann Ný sending af Hekluvörum. Peysur í miklu úrvali með og án rúllukraga. Drengjabuxur, margar gerðir og litir, einnig stretchbuxur. Ritföng og ýmislegt annað viðkomandi skólanum. Næstu daga seljum við með afslætti telpnaslár, barnakjóla, gallabuxur og fl. Verzlun Sigríðar Sandholt Skipholti 70, sími 83277. Ódýrar Þjórsórdalsferðir Hinar vinsælu eins dags hringferðir í Þjórsárdal verða áfram á sunnudögum um sinn. Næsta ferð á sunnudag- inn kl. 10. Meðal annars er komið í Gljánna, að Stöng og Hjálparfossi. Sömuleiðis er ekið um virkjunar- svæðið við Búrfell og framkvæmdirnar skoðaðar. Á austurleið er komið að Skálholti. Verð aðeins kr. 470.— Innifalið kaffi og smurt brauð á Selfossi. Upplýsingar gefur B.S.Í. Umferðarmiðstöðinni. Sími 22300. LANDLEIÐIR H.F. Ennþá er tækifæri að kaupa góðar vörur á gamla lága verðinu — Nýjar sendingar af kápum með kuldafóðri, terylene-regnkápum, hettukápum, úr ullar- efnum, ódýrir amerískir kvöldkjólar. Verð frá kr. 1990.--2.490.— TIZKUVERZLUNIN t i (juörun Rauðarárstíg 1, sími 15077. < 3 . uá AUE7 Kennsla hefst 9. september Sérstakir eftirmiðdagstímar fyrir húsmæður. Upplýsingar og innritun daglega kl. 10—12 og 1—7 e.h. í síma 14081. SIGVALDI ÞORGILSSON Í ■ mw-wrwrm ummmMwmum* ■ ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.