Morgunblaðið - 06.09.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.09.1968, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐDÐ, FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1968 EFTIR BRAGA ÁSGEIR880IM BIEUNALINN í Feneyjum er vel kunnur íslenzkum listamönnum, annað væri líka óeðlilegt, því hann hefur verið settur upp 34 sinnum eða nær allar götur frá árinu 1895. Meðal almennings er hann ekki heldur alveg óþekkt fyrirbæri því ýmislegt hefir verið ritað Um hann í hér- lend blöð öðru hvoru þó of lítið hafi verið og oft ófullkomið. Vegna óeirða í sambandi við opnun hans í ár, hefur vafalítið meira birzt í blöðum hér í sum- ar en nokkru sinni fyrr og þann- ig hafa áhrif óeirðanna borizt hingað á hjara veraldar og orð- ið „Biennalinum" til aukinnar kynningar meðal almennings, sem ber að fagna, því yfirleitt fær almenningur hér alltof ófuil komnar fréttir af heimsviðburð- um á myndlistarsviði erlendis. Ég hygg að þeir sem lesa allar greinar, sem birzt hafa í sumar og eiga máski eftir að birtast í ísl. blöðum, fái nokkum veginn myndað sér rétta hugmynd um gang mála. Nokkuð hefir þó ver- ið um rangfærsl'ur, t.d. í Þjóð- viljanum, fyrir skömmu í viðtali við listakonu nokkra, sem sagði og Danir og Rússar hefðu tekið niður myndir sínar — en þetta er annaðhvort fáfræði eða sagt gegn betri vitund, því annar tveggja Danana sem sýndu í ár lét sér nægja að hylja myndir sínar með pappír, en verk hins hafa frá byrjun hahgið uppi á sýningunni (Mogens Andersen). Myndir Rússa komu of seint og sögðu sumir, eftir óeirðirnar, að það hafi verið tæknilegt aifrek, því að hugmynd þeirra að árita heilan flutning listaverka svo klaufalega að útilokað væri að myndirnar næðu opnun sýning- arinnar er visindalegt meistara- verk, sem vart væri of mikið tlof borið á. Leiðinlegt var að sjá það hér í blaðinu að mögu- legt sikuli vera að karlkenna „Marisol Escobar", eina feg- urstu, kvenlegustu og þekktustu myndlistarkonu sem nú er uppi, sem jafn glæsilega hefur afsann að það sem áður var slegið fram sbr. umsögn listmálarans, sem spurður var hvort ákveðin list- kona væri efnileg og svaraði: Já, það held ég áreiðanlega, hún er a.m.k. nógu ófríð til að vera það! Ma/rgur hefur velt fyrir sér hinni raunverulegu ástæðu fyrir þessum óeirðum. Óánægjan út af valdi listkaupmanna, sem reyna að haifa áhrif á markaðinn sér í hag og þá jafnframt að koma að sín/um mönnum, á hér stóran hlut að máli — hagsmunir stangast á við eðlilega þróun. Einnig finnst mörgum að þeirn sé haldið niðri og ekki nægiilegir möguleikar fyrir hendi til að koma verkum á framfæri. Allt þurfi að ganga gegnum „galleríin", sem oft hirða allan ágóða af fyrstu sýn- ingum skjólstæðinga sinna, á meðan þau eru að koma þeim á framfæri. Hvorugt þeirra vanda mála eru ný af nálimni og á frjálsum listmarkaði hljóta þau jafnan að vera fyrir hendi. Kaup Marisol, Hjólreiðamenn, tré reið- hjól, sólgleraugu. menn standa alltaf fast á sínu, hvað sem þeir selja, og enn þann dag í dag er verið að uppgötva listamenn, sem verið hafa óþekkt ir og unnið í kyrrþey að list sinni — 'lifað í skugga þeirra sem meira var hampað. Heimurinn væri nokkrum heimsfrægum smllingum ríkari ef listamenn hefðu ekki jafnan þurft að berj- ast þrotlausri baráttu fyrir til- direngilegar leikreglur ósjaldan óvirtar á kostnað listarinnar. Mótmæli í mörgu formi gegn ofríki og þröngsýni hinna ráð- amd'i eru eðlileg og 'hafa oftlega komið fram og eiga skilyrðis- laust að koma fram, en það er nýtt að hóta eyðileggingu lista- verka margra þjóða, fyrir utan það að blanda annarlegum og óskyldum hlutum inn í málin. Þetta eru oftast tækifærissinnar sem fjölmenmastir eru í hópi þeirra er mótmæla, alskonar kaffihúsalistamenn, (sem er stærsti hópur listamanna að töiu til) afkastalitlir, en málhreifir og sjálfglaðir, fordæmandi allt og alla. Það eru til óteljandi dæmi um ranglæti, sérhyggju og óheilindi í herbúðum listarinnar, og svo mun lengi verða. Ber stöðugt að mótmæla slíku í ræðu og riti, jafnvel með sterkari að- gerðum, en síður með hótunum né ofstopa. Listamenm þeir, sem huldu myndir sínar pappír eða snéru þeim einfaldlega til veggj- ar, lýstu því margir yfir að þeir gerðu þetta ekki til marks að þeir væru sammála stúdetunum, eða öðrurn sem mótmæltu, held- ur til amdróðurs gegn lögreglu- valdi. Héldu þeir því fram, að unnt væri að semja við stúdent- ana, en stjórn sýningarinmar var á öðru máli enda bar hún ábyrgð á listaverkum vátryggðum fyrir miklar fjárhæðir. Þá voru stúd- entamir sjálfir ekki einhuga um baráttuaðferðir, vildu margir fara friðsamlega að og í þeim hópi voru þeir, sem vildu einnig mótmæla aðbúnaði liststúdenta á ítalíu og listaháskólum þar. Aðrir voru haldnix baráttugleði. og til voru þeir, sem áttu þá ósk heitasta að sprengja sýnimguna Marisol Escobar. Biennalinn í Feneyjum og Triennalinn í Mílanó veru sinni, þótt listamönnum sé hollt að h'ljóta nokkra eldskírn. Sú staðreynd er jafngömul list- inni að jafnan er haldið fast í það sem ríkjandi er og þeim gjarnnn ýtt til hliðar, sem fara ótroðnar en e.t.v. gimilegar silóð ir. Rétt er að ýmsir flautaþyrlar ná skyndifrægð en slík frægð er ekki varan-legs eðlis. — Og einn ig er rétt að listakaupmenn sækja fast til að auglýsa skjól- stæðinga sína og þess eru dæmi að þeir bjóði hæfileikamiklum listamönnum gull og græna skóga ef þeir vilja mála á þann hátt, sem vænlegt þykir vegna mark- aðsins. Slíkir menn 'hafa löngum verið uppi, en jafniframt aðrir er Leita uppi efnilega listamenn í því skyni að greiða götu þeirra. 'Her er teflt á ýmsa vegu og Diebenkom, Richard, Stór kona, léreft Frank Gallo. Stúlka á baðströnd ’66, epoxi resin. í loft upp. Hlutfallstala milli stúdenta og almennra túrista roun hafa verið 1 á móti 100, svo varla var mikið að óttast, en fréttamenn blaða gerðu sér mat úr þessu, og mátti jafinvel lesa í víðþekktu þýzku blaði, að Feneyjar gætu orðið ný Saigon! Óskiljanleg var eininig fram- ganga lögreglumanna eftir mót- mælafund, er barði alla er fyrir urðu á Markhúsartoirgin'U, hvort sem það voru friðsamir túristar eða stúdentar. Áttu þá margir fótum fjör að launa. Það var mik ið moldviðri, sem þyirlað var upp út af nokknum hundruðum stúd- enta, enda með öllu ósambæri- legt t.d. við óeirðimar í París eða Rerlín, en þaðan vom erin- drebar komnir til aðstoðair og leiðbeininga félögum sínum. Svo sem þeir vita, er fylgjast með málum, vom Svíar þeir einu sem lokuðu alveg sýningu sinni. ítalir voru fjölmeninastir í hópi þeirra, sem huldu verk sín á sýningunni, annairs staðar bar ekki mikið á truflunum þegar mig bar að garði seinnipart júlí mánaðar, en frestað’ var um ó- ákveðinn tíma að setja upp tvær þróunarbilssýningar o.g var sá frestuir enn í gildi á þeim tíma. Rétt er að geta að ekkert Austantjaldslandanna mðtmæltu, hvorki lögreglu, vegna vinnandi stétta né kapítlisma, því síður að þeim kæmi til hugar að loka sýningarskála sínum. Rússar sjálfir brugðust við að hætti þeirra, sem standa gegn öllum andmælum ef þeir sjálfiir eiga í hlut. Ég hafði áður heimsótt Fen eyjar, árin 19'54 og ’60 í sama tilgangi, og borið saman við sýn ingar þær sem þá fóru fram, var 'þessi sýn'ing mun lakari í heild, en þó var hún fyrir margt fróð- leg og hafði sínar jákvæðu hlið- ar þó hún þyldi ekki samanbuirð við „Dokumenta“~sýninguna í Kassel. „Bienallinn“ hrífur ekki við fyrstu hröðu yfirferð, en vinnur á við nánari skoðun. Nokkrar deildir skera sig úr og vil ég fara um þær nokkrum orðum. Englendingar eru þar með myndhöggvarann Phillip Iting og málarann Bridget Riley (kona). King er einn aðalskap- an-di hins nýja enska stíls í högg myndagerð, sem svo mikla at- hygli hefur vakið á siðustu ár- um, og sem margir hafa tileinik- að sér víða um heim með fjöl- mörgum tilbrigðum. Myndir Kings bera vott um háþróað og agað hugmyndaflug, listrænt samræmi og frábært handverk, sem gengur á snið við skraut- legar eftirlíkingar, sem einnig gat að líta á sýningunni, t.d. í austurrísku deildinni, einnig í þeim stíl, sem nefndur er „Primary Struktures“. Sömu vönduðu vinnubrögð sýnir Riley í OP-myndum sínum, sem eru mjög sérstæðar sakiir óvenju- legrar fágunar og fyrrgreindra eiginleika. Hún vinmur ekki ein- ungis í svart-hvítu, hejdur einn- ig í lýsandi bláu, kröftugu grænu og Ijómandi rauðu. Ymsir hafa látið það álit sitt í Ijós, að King 'bæru stóru verðliaunin fyrir höggmyndir, en frestað hefur verið að veita öll verðlaun og veirða þau að líkindum ekki veitt, sem telja verður ranglátt og raunar neyðarlegt með því að ítalarnir sjálfir eru fjölmenn- astir þeinra, sem hafa hulið mynd'ir sínar og þannig útilokað sig frá verðlaunum! Koma því einungis fáir til greina úr þeirra hópi og helzt þeir Mirko Basald- ella, sem lengi hefur staðið fram arlega í ítalskri list, og Moradini, sem sýnir skemmtilegan fonma- Philip King, einn efnilegasti myndhöggvari Englendinga hjá einu verka sinna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.