Morgunblaðið - 06.09.1968, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.09.1968, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1968 ast að einhverju? Hafði Ruthers komið upp um sig, meö sínum eigin hégómaskapi? Því að hún þóttist þess nú fullviss, að eitt- hvað hefði verið milli hans og Phyllis. — Við skulum drekka kaffið í annarri stofu, sagði hann lágt. þegar máltíðinni var lokið. Það er stofa, sem mig langar alveg sérstaklega að sýna þér, og ég vona, að þú verðir hrifin af. Um leið og hann sagði þetta, leiddi hann hana inn gegnum steinlagðan húsagarðinn og inn í annað herbergi. Þetta herbergi var búið skrautlegum og jafn- vel framandlegum húsgögnum. Púðamir voru fóðraðir rauðu og svörtu silki. Legubekkirnir lágir og silkifóðraðir. Gluggatjöldin voru dregin fyrir til þess að verjast sterku sólskininu, en það skeim samt nægilega í gegn til þess að varpa óhugnalegum rauð um bjarma yfir alla stofuna. — Þetta herbergi kalla ég ást- arhreiðrið mitt, sagði hann lágt, og leit kringum sig með sýni- legri ánægju. — Aðeins fallegar stúlkur eins og þú fá að koma hingað inn. — Já, þetta er skemmtilegt herbergi, sagði Pam. Hún reyndi að leyna viðbjóðnum, sem hún hafði á þessu öllu. — Já, skemmtilegt? bergmálaði hann — Þið komizt skrítilega að orði, Englendingar. Skemmti legt. Hann hleypti brúnum. — Það er nú annars ekki orðið, sem ég nota um þetta litla hæli mitt. Svo brosti hann til hennar. — Ég ætla að fyrirgefa þér það, af því að þú ert svo falleg. Segðu mér, hvað þér finnst raun verulega um það. Hún leit í kringum sig í her- berginu. Sannast að segja fyllti allt, sem hún sá, hana viðbjóði. Allt bar vott um losta og ástríðu, en allt þetta var í hennar aug- um ólhreint. Allt í einu varð henni litið á tóman myndaramma, sem stóð þar á borði. Ekki vissi hún, hversvegna þessi rammi féll svo mjög í augu hennar og gerði henni hverft við. Kannski var það bara, að tómur myndarammi kemur eitthvað svo hjákátlega fyrir sjónir. Þá er farið að brjóta heilann u-m, hversvegna hann sé tómur. Og hún gat ekki stillt sig um að nefna það. — Af hverjum var mynd í þess um ramma, hr. Ruthers? Hann gretti sig ofurlítið. — Það skiptir engu máli. En þá brosti hann og gekk nær henni. — Kannski set ég mynd- ina af þér i hann. Viltu gefa mér mynd, sem er eins falleg og þú sjálf. til að setja í rarnman? Hann greip í annan handlegg hennar um leið og hann sagði þetta, og ætlaði að draga hana að sér og kyssa hana, en ósjálf- rátt sleit hún sig af honum. — Afsakaðu, en ég verð ekki viðkvæm eftir hádegisverð. í mínum augum er hann fyrst og fremst nytjamáltíð, sagði h-ún. — Þér finnst það, af því að þú drakkst ekki nóg af rauð- víninu sagði hann. — En það er nú sama, ég skal fara og sækja þér líkjör. Og sá likjör er fram- leiddur hjá sérstökum vini mín- um, sem selur hann ekki nema góðvinum sínum. 47 ------------- i Pam leit kvíðin kringum sig, um leið og hann hvarf út um dyrnar. En snögglega fann hún, sér til mestu furðu, að það var ekki hennar eigið ástand, sem hún var að hugsa um, heldur tómi myndarramminn. Hún gekk nær og athugaði hann. Sýnilega var nýbúið að taka myndina úr honum og það í snarkasti, því að hann var rifinn á bakinu. Bf frá rammanum varð henni litið niður í bréfakörfuna, sem var rétt hjá borðinu. Þar voru smiásnifsi af pappa. Hún laut niður í snatri og tók nokkur snifsi já, þetta voru snifsi af ljósmynd, en vitanlega þurfti að hafa gott næði til þess að koma þeim saman, og þekkja myndina. En nú hafði hún ekki tíma til þess. Ruthers gat komið á hverri stundu. En þá datt henni gott í hug, Hún sópaði öllum snifsunum upp úr körfunni og stakk þeim í vas- ann á reiðbuxunum sínu-m. í sama bili sneri hún sér við, hljóp út um dyrnar og niður eftir hvítu brautinni, þangað sem_ hesturinn hennar var bundinn. Án þess að tefja andartak, stökk hún á bak honum og þeyttist af stað, sömu leið og hún hafði komið. Hún hafði gert þetta allt umhugsunar laust. Og það hefði getað ver- ið óðs manns æði, en allt var betra en tvímenningur með Ruth ers, sem hún hafði viðbjóð á. En enga hugmynd hafði hún um hvert hún var að fara. Hún reið bara áfram og áfram og vonaði, að hún gæti hitt einhvern, sem gæti sagt henni til vegar. Loks sá hún bíl, sem nálgaðist Þetta var stór og kraftmikill bíll og honum var ekið mjög hratt. Hún ákvað að stöðva hann og spyrja til vegar. Hún veifaði ákaft er hann nálgaðist. Og bíll- inn stanzaði svo að hvein í öll- um hemlum. Ungur maður stökk út úr honu-m. A næsta augna- bliki voru ungi maðurinn og Pam farin að stara hvort á ann- að, mállaus af undrun. Af mörg- um einkennilegum viðburðum dagsins var þessi þó furðulegast ur. Hún stóð augliti til aug- litis við kærastann sinn fyrr- verandi hann Hugh. — Pam Harding! æpti hann! - Hvað í ósköpunum ert þú hér að gera? Þá hló hún glaðlega. - Ég er um stundarsakir hjá konunni þinni. Vissirðu það ekki? . Hann hristi höfuðið og botn- aði ekki neitt í neinu. — Nei, h-ún nefndi þetta aldrei TIL SOLU IMV BIFREIÐ B. IM. V. 2000 Upplýsingar t síma 38344. Nýjar vélar — lœgra verÖ — nýjar aðferðir Odýr hreinsun og pressun FÖT 2 stk. 70 kr. + ssk. — JAKKI 40 kr. + ssk. — BUXUR 35 kr. + sölusk. Verzlið þar sem hagkvœmast er LÁTIÐ V BORGARTÚN 3 SIMI 10135 þvo þvottinn og hreinsa fötin. - störf. Nautið 20. apríl — 20. maí. Athugaðu vandlega framtíðaráformin og eigin metnað. Láttu eitthvað af hendi rakna. Þér hlotnast óvænt liðveizla. Tvíburarnir 21. maí — 20. júní. Reyndu að keppast við, þannig, að þú getir haft frí á kvöldin og um helgar. Fáðu einhvern til að borða með þér kvöldmat, og e.t.v. hlusta á góða tónlist. Krabbinn 21. júní — 22. júlí. Framtíðarákipulag eða fréttir af einhverju fjarskyldu vekja at- hygli þína í dag. Littu yfir farinn veg og reyndu að víkka sjón- deildarhring þinn, bjóddu góðkunningjum heim. Ljónið 23. júlí — 22. ágúst. Ef þér h-efur tekizt að halda áætlun með útgjöldin, ertu að ná settu marki. Gefðu þér tíma til að endurskoða skipulagið. -Meyjan 23. ágúst — 22. september. Þér er ráðlegt að vinna betur mieð félögum þínum. Samkeppnin er hörð, undirferli mikið. Hugsaðu ráð þitt vandlega. Vogin 23. september — 22. október. Heilsan er að lagast. Taktu þátt í félagslífinu. Þér gengur vel að gera gott úr langvarandi misskil-ningi. Sporðdrekinn 23. október — 21. nóvember. Sköpunargáfa þín nýtur sín í dag. Reyndu að skilja börnin betur, og reyndu einnig að tjá þig betur en þú hefur gert. Ef þér verður boðið út I kvöld skaltu þiggja það. Bogmaðurinn 22. nóvember — 21. desember. Ættingjar og nágrannar þyngja þér róðurinn I dag, en þú Skalt endilega reyna að verja þig, og þá mun hægt að leiðrétta misákilning. Það getur jafnvel orðið skemmtilegt. Steingeitin 22. desember — 19. janúar. Safnaðu fjölskyldunni saman heima hjá þér í kvöld. Margt ber á góma og jafnvel hugsanlegt að þú komizt að einhverjum mikilvægum samningum. Njóttu kvöldsins umfram allt. Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar. Skyndilegar breytingar eru hugsanlegar ef of mikið álag er á þér. Gerðu varúðarráðstafanir strax fyrir há-degi. Taktu lifinu létt er á líður. Fiskarnir 19 febrúar — 20. marz. Athugaðu útlitið og gerðu eitthvað til að bæta úr því, ef þörf krefur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.