Morgunblaðið - 06.09.1968, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.09.1968, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMiBER 196« 13 leik í svart-hvítum höggmynd- um. Eftirtekt vöktu einnig sál- rænar teikningair eftir Porzano. Eftir öðru man ég lítið £rá hendi ítala, enda deild þeirra mjög í rústum. í listrænu hámarki er Marisol, sem er ein með allan skála Venezúela og einnig á svæði utan hans. Myndir hennar líkjast stóru og furðudegu brúðu leikhúsi fyrir fullorðna. I>ær eru allt í senn, höggmyndir í tré af fyrirmyndum í fullri stærð, út- skurður, málverk, rauniverulegir hlutir t.d. föt, reiðhjól, hattar, wiskíglös, blóm o.fl. Oft heill- andi samruni sem kveikir gott skap áhorfenda vegna þess hve faiglega er spilað á mannlega strengi. Marisol kemur hér betur búin til dyra en á „Dokumenta", þar sem hún átti 2 myndir á heið urssal, en í þeim þótti mér kenna ósannfærandi öfga. ísrael hefur einnig tekið þann kost að hafa aðeins einn ful'ltrúa í sínum skála, en það er málarinn Ardon. Gæði mynda hans réttlæta það val fullkomlega þótt hann sé mis 'tækur. Litir hans geta virzt íburðarmiklir, en hann hefur miklar og sannar tilfinningar fyrir málverkinu og tæknilega hlið hans er nær óaðfinnanleg. Bandaríkin hafa í ár tekið þann kost að vera ekki jafn róttæk og þau voru á tveim síðustu sýn- ingum, en þau vöktu þá mesta athygli og Umtal allra deilda fyr ir byltingarkenndar hugmyndir í list. 1964 Rauschenberg og aðrir POP-listamenn. 1966 Kelly og Lichtenstein. Þetta er mjög hyggilegt hjá þeim því þeir sanna þarmeð að þeir geta verið sterkir án ,,sensasjóna“. Að nokkrum undantekningum er sýning þeirra helguð „fígúra- tívri“-erfðavenju í amerískri list. í anddyri skála þeirra eru höggmyndir eftir Frank Gallo, Nútímaform í hægindastólagerð. glæsileg verk djúpra kennda fyr ir hinu dularfulla og fíngerða í mannverunni. Ricard Dieben- korn byrjaði sem abstrakt mál- ari, en hefur smám saman þró- azt í átt að „fígúratívri" list. Hann er fágætur kóloristi. Byr- on Burford á mynd í slunginni útfærslu, sem hann nefnir „Há- degisverðux". Ég þekki ekki fer- il þessa málara, en þessi mynd hans er mér mjög minnisstæð. Ennfremur má nefna þá Leon- ard Baskin og Fairfeld Porter, sem eftirtektarverða listamenn. Lítt skiljanlegt er hvernig stór- veldi eins og Rússland getur sýnt annað eins samansafn og í skála þeirra gat að líta, þess hlutur er jafnan hinn sami órask anleiki, en handverkið stendur fyrir sínu. Það sem Rússar sýndu í Rostock í fyrrasumar gat þó talizt nútímalegt miðað við bylt inga-rrealisma þeirra á þessari sýningu. List á að geta þróazt í sósialisku ríki en svona list er **fEYK*JÁVÍIt gmát gi-gn tékkaþessum <Vvo<'í “ j: rr~: L ■ -i áLLj' "■ Nútíma leik- og almennur skóli. Mannheim. Að utan er bygg- ingin mjög látlaus en að innan er hún mjög fjölbreytt. Áherzla er lögð á stöðuga breytingu í formum til að auka ósjálfrátt formskyn nemenda. Miðdepill skólans er nokkurs konar mark- aðstorg, þar sem nemendur hittast og forráðamenn skólans geta hagnýtt í hverskonar tilefni. Hver skólastofa er teiknuð sam- kvæmt þörfum þeirrar námsgreinar er þar á að kenna. Kennslu stofuskólarnir einuhæfu eru orðnir að ömmusögum í evrópskri byggingariist — vel að merkja. einkenni einræðisríkis. Aftur á móti komu aðrar Austantjalds- þjóðir á óvart. Sósíalrealisminn, sem var á sýniragu þeirra 1954 og 1966 er að mestu horfin og í staðinn komnar margvíslegar til raunir, sem stundum samnfæra þægilega, t.d. hjá Júgóslavanum Miroslav Sutej. Tékkar eiga hinn ágæta myndhöggvara Prechlin, sem er ungur að árum og á vafa- lítið eftir að frægja raafn sitt ef list haras fær frjálsa farvegi. Framhald á bls. 20 17/ leigu Einbýlishús Rúmgott einbýlishús, á Flötunum (Garða- hreppi), ásamt bílskúr og ræktaðri lóð, er til leigu frá 1. október n.k. Lysthafendur leggi inn tilboð, er greini frá fjölskyldustærð fyrir mánudagskvöld, merkt: „Fallegur staður — 2359“. íbúð í Vesturbœnum Til sölu er nýleg íbúðarhæð á góðum stað við Meistara- velli. íbúðin er 1 stór stofa, 3 svefnherbergi, eldhús, bað o. fl. Vönduð íbúð. Suðursvalir. Teikning til sýnis á skrifstofunni. ÁRNI STEFÁNSSON, HRL. Málflutningur. Fasteignasala. Suðurgötu 4. Sími: 14314. Kvöldsími: 34231. Ferðatékkar Útvegsbankans /eysa vandann í ferða/ögum innan/ands. Þérþurfið ekki að bera á yður mikía peninga. Þér getið breytt ferðatékkunum í peninga, hvenær sem er. ÚTVEGSBA NKI ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.