Morgunblaðið - 06.09.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.09.1968, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1966 0 Má hjóla niður Bakarabrekku? Helgi Bjarnason skrifar „Kæri Velvakandi! Hefir umferðabanni að einhverju leyti verið aflétt á einni af aðalunferðagötum borgarinnar? Það munu nú vera 40-50 ár síðan um- ferðabann var sett á Bankastræti. Var það á þá leið að bannað var að aka á reið- hjóli niður strætið, (niður Bakarabrekku). í mörg ár var það svo vel virt að það var hreinasti viðburður, ef það sást gert. En nú síðari árin hefir það talsvert farið í vöxt að ekið sé niður strætið og þá sérstaklega síðan á H-degi. Jafnvel sumir sleppa báðum höndum af stýri, sem líka er bannað. Þessar hjólreiðar lætur lög- reglan afskiptalausar eftir því sem bezt verður séð. Helgi Bjarnason". 0 Landhelgisgæzlan „Kæri Velvakandi. Fyrir stuttu eignaðist Landhelgisgæzlan enn eitt vandað og glæsilegt gæzluskip, hið fjórða eða fimmta í röðinni og jafnframt hið stærsta og fullkomnasta, að sagt var, og enginn skyldi efast um það. En það var nú ekki ætlun mín með þessum fáu línum að fara að bera brigður á það held- ur minnast á annað atriði, sem mér kom í hug við komu þessa friða skips til lands- ins, eða sem sagt, er ekki kominn tími til að staðsetja okkar gæzluskip víðar en á einum stað, það er I Reykjavík. Væri það nokkur goðgá að t.d. staðsetja eitt eða tvö af okkar varðskipum í höfuðstað Norður lands, Akureyri og efla með því jöfnuð í byggð landsins, sem svo mikið hefur verið talað um í blöðum og útvarpi. Margur mundi einnig ætla að slíkt gæti stuðlað að meira öryggi fyrir sjómenn norðanlands jafnframt sem betra eftirlit mætti hafa fyr- ir norðurlandi með erlendum veiðiskip- um, að þau færu ekki innfyrir landhelgis- línu til fanga. Auðvitað gætu fleiri staðir en Akureyri komið til greina, svo sem fsa- fjörður eða Siglufjörður, en þar sem ruú verður að telja að Akureyri hafi upp á beztu skilyrðin að bjóða hvað alla þjón- ustu snertir yrði að telja þann stað heppi- legastan. Einn með jöfnuði í byggð landsins“. — Ekki veit Velvakandi, hvernig á „að staðsetja" skip. Þau er hins vegar hægt „að sjósetja". — Liklega á bréfritari við skráningu, sem er auðvitað hreint forms- atriði. 0 Tökum á móti tékknesku flóttafólki „Fjórtán menn á vinnustað skrlfa: „Kæri Velvakandi! Þú birtir margt vitlausara en eftirfar- andi bréf. Við erum hér sextán á vinnustað. Tveir eru kommúnistar og neita að vera með í þessu. En við höfum verið að ræða málin I Tékkóslóvákíu undanfama daga. Og við viljum, að íslenzíka ríkisstjómin lýsi yfir þeim vijla sínum að vilja gjaman taka á móti flóttafólki frá Tékkósólvakíu. Viðhöf tun nóg landrými, við höfum geatrisið fólk, við höfum góða reynslu af Ungverjunum, sem hingað flýðu á sínum tíma, og við höfum næga vinnu a.m.k. um leið og batnar í ári, sem við vitum að gerir fyrr eða síðar. Við skulum taka á móti þessu fólki með opnum örmum. Með fyrirfram þakklæti fyrir birtingu". Undir þessu brófi standa fjórtán nöfn. Hins vegar er eikki ljóst enn, hve miklu flóttafólki Rússar vilja hleypa yfir til Aust urríkis. Hitt er svo annað má, hve mörgum tekst að flýja með „ólöglegum" hætti áður en yfir lýkur og járntjalidð sigur aftur fyr ir dyrnar að frelsinu. 0 Hver orti? „Jöklari" skrifar: „Kæri Velvakanidi! Getur þú frætt mig um það, hver orti eftirfarandi vísu: Margur fær af litlu lof. og last fyrir ekki parið, þetta gengur þrátt um of, þvl er svona varið. Með beztu kveðjum og þökkum fyrir marga ánægjulega samverustund. Jöklari". Velvakandi heldur, að visan sé eftir Sig urð Breiðfjörð, en er ekki viss og mundi þiggja upplýsingar um hana. 0 Sjónvarpsauglýsingarnar Reykjavík 91-08-68. Velvakandi! Ef frétt sú, sem birtist I Mbl. 1 ágúst, er rétt með farin, að auglýsimgadeild Sjón varpsins hafi sent erlendum fyrirtækjum áskorunartoréf um, að arðvænt sé að aug- lýsa I IslenZka sjónvarpinu, þvi að framboð íslenzkrar iðnaðarvöru sé sama sem ekkert. þá er þetta afhæfi óhæft. í bréfimu benda þeir é, að íslendingar verði að flytja fleetar fullunnar vörur inn til landsins, og virðast þessir ágætu menn ætla að njóta góðs af, að ísland er ekki náttúruauðugt land af efnum. Samkeppni er ekki nema sjálfsögð, og hafa allir íslenzkir iðnrekendur staðið í harðri samkeppni allt frá því að innflutn- ingur var leyfður frjáls. En hálf er það hjákátlegt, að Islenzka sjónvarpið, sem ekki þoldi samkeppni, eins og bezt kom I ljós, er lokað var fyrir Keflavíkur-sjónvarpið, skuli leggjast svo lágt að nota sér þessa aðstöðu slna, svo að ósæmd er af. Ekki hef ég sem sjónvarpsáhoríandi orð- ið var við, að íslenzka sjónvarpið hafi á nokkurn hátt komið á móts við íslenzkan iðnað, nema síður sé. EUPUS LORICATUS." Merkjasöludagar Hjálpræðishersins föstudag og laugardag 6. 7. sept. Vinsamlegast styrkið starfsemina. BÍLALEIGAN - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. Simi 22-0-22 Einkaritari óskar eftir starfi. Ensk verzlunarbréf ásamt hraðritun. Sími 50171. HÚSGÖGN Vegna brott.fhitnings verða seld nýleg sænsk húsgögn, stereo tæki, kæliskápur, þvottavél og fl. Til sýnis í dag frá kl. 3 að Sunnuvegi 23 1. hæð. Appelsínur Ný sending af appelsínum á gamla verðinu, Verð kr. 350,- pr. 18 kg. Verð miðast við viðskiptaspjöld. Miklatorgi. Reiðhjól Rauðarárstíg 31 1-44-44 Hverfisgötu 103. Simi eftir lokun 3116«. Nýjnng — Nýjung — Nýjung Fínunnin ofaníburður er til sölu. Er mjög góður fyrir íþrótta- og leikvelli, gangstíga, plön, innkeyrslur í bílskúra o. m. fl. Hefur þegar verið lagt sem yfirlag á íþróttavöllinn í Kópavogi með mjög góðum árangri. MÖL OG SANDUB H.F., við Álftanesveg. Sími 51950. Eigum enn til nokkur reiðhjól fyrir telpur, og drengi á gamla verðinu. Verð kr. 2990,- Miklatorgi. BÍLALEIGAN AKBRALT SENDUM SÍMI 82347 MAGIMÚSAR mciphcxii21 mma*21190 eHir lcltun- 40351 ' LITLA BÍLALEIGAN Bergstaffastrætl 11—13. Hagstaett leigugjald. Sími 14970 Eftir lokun 1497« eða 31743. Signrður Jónsson. Húsgögn frá Tporctás Kaupið núna það borgar sig &L ‘.ciaearya UL_ <J <j Simi-22900 Laugaveg 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.