Morgunblaðið - 06.09.1968, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.09.1968, Blaðsíða 18
u 18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMÐER 1968 Konráð Sigfússon Fæddur 6/9 1950. Dáinn 12/6 1968. Kveðja frá foreldrum. Elskiulegi son/uir nú Lauga tárim brá því þú eirt etoki lengur otokur heknia hjá. Þegair að vi/ð lítuim lífs, yfir faónn veg finnium þair allit fegwrst það, sem að prýddi þig. Heita hjartað hireiina hrausta og styrka mund igöf ug mennsfcu og góðvíld og glaða æskukmd. Systursonur minn Ingólfur Patrick Sullivan lézt af slysförum í New York 29. ágúst sL Svava Aradóttir. Hjartkæri sonur okkar og bróðir miim Heimir Freymóðsson andáðist 31. ágúst síðastlið- inn. Jarðarförin hefur farið fram. Jóhanna Freysteinsdóttir Freymóður Jóhannsson Berglind Freymóðsdóttir. Útför Margrétar Júlíönu Sigmundsdóttur, frá Skógum, verður gerð frá Staðarfells- kirkju laugardaginn 7. þessa mánaðar kl. 14. Farið verður frá Umferðarmiðstöðinni sama dag kl. 7 f.h. Börn hinnar látnu. Jarðarför mannsins míns, Guðjóns Einarssonar Berjanesi, Landeyjum, fer fram frá Akureyjarkirkju laugaxdaginn 7. sept. kl. 2 e.h. Guðríður Jónsdóttir. Við þökikiuim leilki ljúfa lífs þíns bros og tár og altar gfleði gjafia- í gegnium seytjén áir. Guð eiinn ölliu ræðtur hains gæska alidrei dvín hans lí’knairhandin ljúfa þér launi störfin þín.. Hann geymi þiig uim edlífð og igæti þín hjá sér í ofckair hiug og hjanfca þín heilög minning er. Sigurunn Konráðsdóttir. Jón Þorsteinsson, alþingismaður: Einhamarsliiii lætur undan síga ENN á ný hefur mér borizt kveðja frá vinum mínum og vel- unnurum í Einhamri, sbr. grein í Morgunhlaðinu 29. ágúst s. 1. Nú fullyrða þeir að ég sé hlaup inn úr Breiðholtsvirkinu og kom- inn á flótta. Sýnist svo sem þeir skilji ekki Iþað undirstöðuatriði í allri herstjórnarlist að nauð- synlegt er að yfirgefa virkið til þess að fylgja eftir undanhaldi umsátursliðsins. Einhamarsmenn ættu nú að hætta þessu her- falaupi og reyna að taka gleði sína á ný með þvi að rifja upp sína gömlu, góðu meistaradaga, sem ef til vill koma aldrei aftur. Þá þurftu menn ekki að hafa áhyggjur af því, að misfarið væri með almannafé vegna þeas að byggingarkostnaður væri óþarflega mikill e ða söluverð nýrra íbúða of hátt og þá var heldur ekki verið að sóa pen- ingum í gagnslausar tilraunir á sviði byggingarmála. Gott er að rifja upp gamlar og góðar end- urminningar en Eirihamarsmenn geta vitanlega ekki unað við það eitt, íþegar til lengdar lætur. Næst ættu þeir að gera þjóð- Þökkum hjartanlega auð- sýnda samúð við fráfall Vilhjálms Jónssonar frá Ýmastöðum. Sérstakar þakkir viljum við færa lækni og hjúkrunarliði fjórðungssjúkrahússins á Nes- kaupsstað, og séra Kolbeini Þorleifssyni. Guð blessi ykkur öll. Þóra Guðnadóttir Hallur Guðmundsson og synir. Alúðar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og jarðarför SIGFÚSAR HALLDÓRS FRÁ HÖFNUM, Þorbjörg Halldórs frá Höfnum, Þuríður Halldórs frá Höfnum, Jóhannes Brandsson, Sigfús, Guðrún, Stefán, Helgi, Ilalldór Halldórs frá Höfnum, Sigríður Jóhannesdóttir, Jóhann, Sigfús, Helgi. Öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför JÓHANNS ÁSGRÍMSSONAR frá Ólafsfirði, þökkum við hjartanlega. — Guð blessi ykkur ölL Herdís Þorleifsdóttir, Sólveig Ásgrímsdóttir, Ragna Jóhannsdóttir, Sigurður Ásgrímsson, Bjarni Jóhannsson, Einar Ásgrímsson, Margrét Jóhannsdóttir, Æunnar Ásgrímsson, Helgi Ásgrímsson. inni grein fyrir því, hvers vegna Einhamar var stofnaður og hvernig þeir ætla að inna það hlutverk sitt af hendi að lækka byggingarkostnaðinn. Þar dugir ekki það eitt að hafa vakandi auga með byggingarframkvæmd um ríkisins og Reykjavíkurborg ar í Breiðholtinu og viljafrelsa FB frá ýmis-konar vitleysum og mistökum líkt og Rússar vilja frelsa Tékkóslóvakíu frá marg- víslegum villukenningum, sem þar hafa skotið rótum. Glögglega kemur fram í Morg unblaðsgreininni að Einhamars menn láta nú undan síga. Því til staðfestingar bendi ég á eftir farandi atriði: 1. Einihamarsmenn halda því ekki lengur fram, að FB gleypi megin/þorrann af því fé, sem val ið er til byggingarlána. 2. Skrifin um byggingarvísi- töluna og „getsakir" mínar í garð Hagstofunnar eru orðin mjög hógvær. 3. Því er ekki haldið til streitu að unnt sé að fullgera fjögurra herhergja íbúð, sem er tilbúin undir tréverk, fyrir tæpar 150 þúsund krónur. 4. Fallið er frá fyrri fullyrð- ingum um sérréttindi FB varð- andi undirbúning byggingarsvæð is. Hvað síðast talda atriðinu við kemur telur Einhamar nú að FB og byggingarmeistararnir hafi búið við jafna aðstöðu, en þetta er ekki rétt. FB hóf fram- kvæmdir í aprílbyrjun 1967 en meisatrarnir í júlí og ágúst sama ár. Á tímabilinu frá apríl til ágúst 1967 var ýmislegt gert af hálfu borgaryfirvaldanna til að bæta aðstöðuna á svæðinu, svo sem með því að ljúka vegagerð, leiða þangað vatn og loka hol- ræsaskurðum. FB bjó því mun lengur en aðrir við ófullnægj- andi byggingaraðstöðu í Breið- holtinu. Einhamarsmenn halda ekki und an í allra augsýn. Þeir reyna að fela undanháldið með ýmiskon- ar sjónihverfingum og tilburðum. Nú bera þeir það fram, að FB Þökkum innilega sýnda sam- ú'ð og vinarhug við andlát og útför dóttur minnar, móður og tengdamóður okkar Guðfinnu Ármannsdóttur Nóatúni 24. Guðný Jónsdóttir Asgreir Pétursson Solveig Pétursson Ólöf Pétursdóttir Bjarni Amason Runólfur Pétursson Ruth Sörensen Armann Fétursson Kristín Dagbjartsdóttir Helga Pétursdóttir Kristján Jónsson Pétur Pétursson. sé hætt við flestar þær nýjung- ar, sem nefndin tók upp, er ég hafi hrósað sem mest. Vitna þeir þessu til staðfestingar í viðtal, sem tveir tæknimenn FB áttu við dagblaðið Vísi. Sennilega er skuggsýnt í hamrinum og lestrar skilyrði ekki ákjósanleg. Á ann an hátt verður þessi firra naum ast skýrð. Við næsta áfanga verða í grundvallaratriðum not- aðar sömu byggingaraðferðir, þ.e. stálmót og forsteyptar útveggja einingar, þótt lögun íbúðanna verði önnur. í Vísis-viðtalinu kemur skýrt fram, að yfirstand- andi byggingaráfangi hafi veitt dýrmæta reynslu eins og líka til ætlunin var. Einhamarsmenn láta mjög drýg indalega yfir þvottahúsakomp- unum, sem eru til staðar í íbúð- um þeirra, og mega þeir gjarn- an miklast af. f fjölbýlishúsum FB eru sameiginleg þvottahús, þar sem allar vélar fygja en að auki er þvottaaðstaða í baðher- bergjum, því baðh'erbergin eru mjög stór og með innstungu fyrir þvottavélar. Margt ætti nú að vera farið að skýrast í þessum málum en samt eiga sér stað dularfullir at- burðir, sem Einhamarsmenn ku ekki skil á þrátt fyrir „þekkingu og reynslu". fbúðir FB hafa að sögn stækkað um marga fer- metra frá því í maí 1967 og til jafnlengdar á þessu ári. Er þetta næsta yfirnáttúrulegur fyrirburð ir, sem ég skal þó reyna að skýra. Fermetrafjölda íbúða má reikna út á marga vegu og um þetta gilda engar fastar reglur. Ýmist er reiknað brúttómál eða nóttó- mál. Stundum er sameign sleppt eða einungis reiknaður hluti hennar. Stundum er sérgeymsla reiknuð með en í öðrum tilfellum er henni sleppt. f maímánuði 1967 reiknuðu starfsmenn FB út fermetrafjölda íbúðanna á marga mismunandi vegu. Síðan var nettómálið eitt birt án þess þó að taka það fram að um nettómál væri að ræða en þess getið að aukalega fylgdi 8 fermetra sérgeymsla hverri íbúð. Síðar kom í ljós að þessi reikn- ingsaðlferð var yfirleitt ekki not uð aif öðrum t.d. nota fasteigna- salar að jafnaði hæstu fáanlegu femretratölu, en almennast er þó að nota brúttómál íbúðar að stiga palli meðtöldum en reikna ekki með sameign og isérgeymslu. Þessi siðastgreinda' reikingsað- ferð var tekin upp þegar FB birti fréttatilkynningu sína í maí mánuði 1968, en þar var skýrt tekið fram hvernig fermetramir væru reiknaðir. Ég tel naumast unnt að gagnrýna FB fyrir það að kaupendur íbúðanna kynnu í upphafi að hafa ástæðu til að ætla að íbúðirnar væru minni en raun bar vitni. því þeir áttu þess ávalt kost að fá gleggri upplýs- ingar á skrifstofu FB eða hjá húsnæðismálastjórn. Þannig er þá allur leyndardómurinn auð- skýrður, ef hlutirnir eru skoð- aðir í réttu ljósi. Þá skal vikið að verðsaman- burði íbúða. Fyrst vil ég spyrja Einbamarsmenn, hvort þeir geti ekki nefnt eitt einasta dæmi um verðlag á nýrri meistaraífaúð í fjölbýliáhúsi í Reykjavík, sem seld hefir verið fullfrágengin að utan og innan á árinu 1968? Sé iþetta ekki unnt má reyna að gera verðsamanburð á fullgerð- um íbúðum FB og íbúðum Ein- hamarsmanna eða annarra meist ara tilhúnum undir tréverk. En til þeiss að þetta megi gera á viðun andi hátt og af fullri vand- virkni, þurfa ýmsar upplýsing- ar um meistaraíbúðirnar að liggja fyrir, sem ég hefi ekki undir höndum nú. Því vil ég leyfa mér að biðja Einhamars- menn um teikningar að húsun- um og fá heimild til að skoða fbúðirnar, þegar þær eru afhent ar. Ennfremur vildi ég fá í hend ur afrit af kaupsamningum varð andi íbúðirnar, tþví mig grumar að þar sé ekki ávalt notað sama orðalag og Einhamar notar i Morgunhlaðinu, þ.e. „öll sameign fullfrágengin“. Þegar þessar upp lýsingar liggja fyrir, skal égfúis lega taka þátt í samanburði á verði og þurfa Einhamarsmenn ekki að óttast að neinum kostn- aðarlið verði sleppt. Einíhamarsmenn hafa eitthvað ruglast í ríminu varðandi verð- stöðvunina. Hér var alrmenn verð stöðvun á tímabilinu frá því í ágústmánuði 1966 og fram í okt- óber 1967. Þessi verðstöðvun náði þó ekki upp í sjálfan helgi dóminn til byggingarmeistaranna, því þeim var frjálst að selja íbúðir sinar á þvi verði, sem þeim sjálfum þóknaðist. Hitt skal enn einu sinni áréttað, að verð- ið á íbúðum FB gildir fyrir íbúð ir afhentar á tímabilinu frá maí 1968 til febrúar 1969. FB naut því verðstöðvunarinnar skamma hríð. Það er öllum kunnugt að kaupgjald hefir nú hækkað um allt að 10 prs. frá því haustið 1967, að sement hækkaði um 20 prs. snemma á þessu ári, að margvíslegar erlendar bygging- arvörur hækkuðu um 25-30 prs. við gengisfellinguna í nóvem- ber 1967. Svo mikill er ákafi þeirra Ein hamarsmanna, að jafnvel prent- villa er gerð að meginádeilu- efni. f grein þeirri, sem ég ritaði í Morgunblaðið 10. ágúst s.l., heí ir átt sér stað ruglingur ogbrott fall við prentun einnar málsgrein ar. Niðurlag hennar hljóðarþann ig í blaðinu: „helur er verðið án vaxta“ en þarna átti að standa „heldur er verðið kr. 7.097.000.00, þ.e, kr, 1,063,000,oo án vaxta“ Auðvelt var að átta sig á því, að þarna vantaði nið urlagið einkanlega fyrir þá menn, sem höfðu lesið fréttatil- kynningu FB, sem oft heifir ver- ið gerð að umræðuefni. En Ein- hamarsmenn voru fljótir til að túlka þetta á sinn hátt. Um þessa villumálsgrein segja þeir orðrétt: „Þessi málsgrein sýnir betur en flest annað að J.Þ. er orðinn gersamlega ruglaður — röksemd arvirki hans hefir ekki reynzt fokhelt, hvað þá meira, þegar til kastanna hefir komið.“ f lok Morgunblaðsgreinarinn ar beina Einhamarsmenn til mín nokkrum spurningum. Ég vil taka það fram að það er ekki hlut- verk FB að fylgjast með því, hvaðan ríkið og Reykjavíkurborg útvega fé til starfsemi nefnd- arinnar. Að öðru leyti vísa ég til þess, að þegar núverandi bygg ingaráfanga lýkur skömmu eftir áramótin, verða reikningar birt ir og ætti þá Einhamar að fá svör við öllum sínum spurning- um. Nefndin hetfir ekki aðstöðu til að láta bókhaldsuppgjör fara fram oft á ári. Starfsemi nefnd arinnar er opinber og þar verð- ur ekkert undan dregið. Hitt undrar mig, að Einhamar skuli leita til mín um heimildaöflun, þar sem Einhamarsliðið telur mig beran að „rangfærslum og ósannindum", auk þess sem ég sé „gersamlega ruglaður" og „gersneyddur þekkingu á frum- stæðustu atriðum framkvæmda- og atvinnulífs" og þar við bæt- ist svo að ég „kann ekki mann- ganginn í þessu byggingarmála- tafli“ og að í gegnum skrif mín „skíni gremja þess, sem finnur vanmátt sinn og vanþekkingu á þeim málum, sem um er fjallað" Og svo þykjast Einhamarsmenn faafa unnið mikinn sigur með því að reka slíkan vesaling á flótta. Yfirlæti Eihhamarsgarpanna er slíkt, að þeir skynja ekki sína eigin sneypuför. Jón Þorsteinsson. Hjartans þakkir til allra, sem glöddu mig með stór- gjöfum, skeytum og fjölda hlýrra hantaka á 75 ára afmæli mínu þann 25/8. s.l. Ennfremur fyrir atfmælis- grein, er birt var í Morgunblaðinu, etftir J. Þ., Akranesi. Guð blessi ykkur öll. — Lifið heil. Magnús Gunnlaugsson, Akranesi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.