Morgunblaðið - 06.09.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.09.1968, Blaðsíða 10
F— I' 10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 196« Kennarar á skólabekk hlýða á dönsku kennslukonuna Agnete Bundgaard. Ljós-n»ynd Mbl. Sv. Þorm. NÁMSKEIÐ fyrir kennara í „nýju stærðfræðinni" tölum og mengi hefur staðið yfir undanfama daga í Hagaskól anum. Námskeiðið hefur verið í tvennu lagi, fyrir byrjend ur og svo framhaldsdeild fyr ir þá sem sóttu byrjunar- námskeið í fyrra haust. Aðalleiðbeinendur eru Guð mundur Amlaugsson rektor og Bjöm Bjaraason dósent, sem sjá um stærðfræðina og Agnete Bundgaard yfirkenn- ari frá Danmörku, sem sér um kennslufræðina og hvem- ig útskýra skal fræðin fyr- ir börnum. Kristinn Gíslason hefur undirbúið námskeiðið ásamt iStefáni Ólafi Jónssyni, en Kristinn stjómar jafnframt námskeiðinu. Þátttakendur á byrjunamámskeiði em um 80 og á framhaldsmánskeiði um 60, en því lauk 3. sept. ■s.L Byrjendanámskeiðinu lýk ur n.k. föstudag. Við ræddum stuttlega við Jónas B Jónsson fræðslu- stjóra Reykjavíkur um þessi mál og fer viðtalið hér á eft- ir: — Hver er aðdragandi breyttra kennslúhátta í stærð Ungar kennslukonur fylgj ast með af áhuga. Kennarar á nema ,nýju skólabekk að stærðfræöina' farið ört vaxandi ár frá ári og virðist reynsla annarra þjóða bendir til, að hugtök hennar og táknmál muni reyn ast mjög gagnleg til að temja nemendum sínum skýrleik í hugsun og tjáningu. Hérlend is urðu menntaskólarnir fyrst ir til að taka upp kennslu í samræmi við sjónarmið nýju stærðfræðinnar og skömmu síðar var skylt kennsluefni tekið upp í Kennaraskóla fs- lands. Fyrir nokkrum árum voru haldin námskeið fyrir framhaldsskólakennara í þess um nýju fræðum en ýmsir þessara kennara hafa síðan kennt bókina Tölur og mengi einkum í landsprófsdeild. — Hvenær hófst eftirlit með reikningskennslu í barnaskól um Reykjavíkur og athugun á breytingum í því efni, til þess forms sen „nýja stærð- fræðin býður upp á? — Fyrir nokkrum árum var Kristjáni Sigtryggssyni nú- verandi skólastjóra, falið eft irlit með reikningskennslu í barnaskólum Reykjavíkur. Á námsferðalagi um Bandaríkin veturinn 1964-1965 kynntist hann nýju stærðfræðinni og eftir að hann kom heim aflaði li’ræðlsluskrifstofa Reykjavík ur sér allmargra bóka um þessi efni frá ýmsum skóla- stofnunum Bandarfkjanna. Haustið 1965 var Kristin.n G'íslason ráðinn eftirlistkenn ari í reikningi á vegum Fræðsluskrifstofunnar og það kom í hans hlut að kynna sér helztu nýjungar í stærð- fræðikennslu, sem á döfinni eru með öðrum þjóðum. í því skyni tók hann til athugunar Námskeið í ,tölum og mengi4 í Hagaskóla — Rætt við Jónas B. Jónsson, fræðslustj. tilraunaverkefni úr ýmsum átt um, en auk þess kynnti hann sér starfsaðferðir við reikn- ingskennslu í Danmörku vor- ið 1966. Hann og Kristján tókust svo á hendur það vandaverk að athuga mögu- leika á breyttum starfshátt- um við reikningskennslu í barnaskólum Reykjavíkur. Haustið 1966 ákvað fræðslu ráð, í samráði við Skólarann sóknir, að gerð skyldi tilraun með erlend tilraunaverkefni í öllum deildum 1. bekkjar, í tveim skólum í Reykjavík. Þeir Kristján og Kristinn höifðu á hendi leiðbeiningar fyrir þá kennara sem verk- efnin notuðu. — Hvenær var fyrsta al- menna kennaranámskeiðið haldið? — Á sdðastliðnu hausti var haldið í Reykjavík námskeið fyrir þá kennara, sem höfðu hug á að taka upp breytta starfshætti við reiknings- kennslu í 1. bekk bairnaskól- anna. Auk þeirra sóttu nám- skeiðið þeir kennarar í Hvassa leitisskóla og Laugarnesskóla sem reynt höfðu þessar nýj- ungar veturinn 1966-1967. Að sókn að námskeiðinu var svo mikil, að ókleift reyndist að veita öðrum kennurum að- gang að því. Þó fór svo, að þátttakendur urðu 85, en há- markstala hafði annars verið ákveðin 80. Aðalleiðbeinendur á nám- skeiðinu voru Guðmundur Arnlaugsson, rektor og Björn Bjarnason, dósent, sem önn- uðust fræðilega hlið kennsl- unnar, og svo Agneta Bund- gaard, yfirkennari á Friðriks bergi í Danmörku, sem leið- beindi um kennsluaðferðir og notkun kennsluverkefna sem hún hefur sámið. ýmsar nýjar hugmyndir og hugtök ásamt viðeigandi tákn máli hatfa siglt í kjölfar þess arar nýju stefnu. Eitt þess- ara nýju hugtaka, hugtakið mengi, hafa margir (heyrt nefnt eftir að bók Guðmundar Arn laugssonar, rektors, Tölur og mengi, kom út fyrir tæpum þrem árum. Sú bók er fyrsta íslenzka kennslubókin sem fjallar um stærðfræði í sam- ræmi við hin nýju sjónarmið. Víða erlendis hefur á und- anförnum áratug verið unnið mikið tilraunastarf með kennsluverkefni, byggð á hug myndum nýju stærðfræðinnar. Mun óhætt að fullyrða, að áhrif þessarar nýju stefnu á alla stærðfræðikennslu hafa fræðikennslu hérlendis og er- lendis? — Um nokkurt skeið hafa verið á döfinni ýmsar breyt- ingar í stærðfræðikennslu víða um heim. Þessar breyt- ingar eru svo víðtækar, að með nokkrum rétti má kalla nýja stefnu, og hefur hún víðast verið nefnd nýja stærð fræðin. Fylgjendur þessarar stefnu telja, að vélræn vinnu brögð og utanbókarlærdómur geti orðið mörgum nemanda Þrándur í Götu skilnings og skýrrar hugsunar. Þess vegna leggja þeir megin áherzlu á að glæða skiining nemenda á eðli viðfangsefnanna og temja þeim að beita dómgreind sinni við að brjóta þau til mergjar. IJTSÁLA - ÍTSALA Álnavörumarkaður í Góðtemplarahúsinu hefst í dag Stórkostlegt úrval af alls konar efnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.