Morgunblaðið - 06.09.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.09.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1968 Utgefandi Hf Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúl Þorbjöm Guðmundsson. Fréttastjóri Bjöm Jóhannsson. Auglýsingastjóri Ami Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. Askriítargjald kr 120.00 á mánuði innanlands. í lausasölu. Kr. 7.00 eintakið. „TIMINN“ RÆÐST A ÓLAF JÓHANNESSON að sýnir glögglega óheil- indin í herbúðum Fram- sóknarmanna, að málgagn Framsóknarflokksins notar tækifærið, þegar áratugur er liðinn frá því að landhelgin var færð út í 12 sjómílur, til að ráðast á formann Fram- sóknarflokksins, Ólaf Jó- hannesson, vegna afstöðu hans í landhelgismálinu. I forustugrein sl. miðviku- dag vék Framsóknarblaðið að því ákvæði þessara samn- inga, að íslendingar sam- þykktu að vísa frekari út- færslum til Alþjóðadómstóls- ins í Haag, ef ágreiningur risi við Breta um frekari út- færslu. Segir blaðið „að mik- il hætta sé á, að Alþjóðadóm- stóllinn verði íhaldssamur og varfærinn um úrskurð um slík mál. Því máttu íslend- ingar ekki afsala sér hinum einhliða útfærslurétti, enda eru ömurlegar afleiðingar _þess komnar í ljós.“ Þessi ummæli Framsókn- arblaðsins eru sérstaklega at- hyglisverð fyrir Ólaf Jó- hannesson formann Fram- sóknarflokksins, en hann tók þveröfuga afstöðu í ræðu á Alþingi 14. nóv. 1960 er hann sagði: „Og ég verð að segja, og vil láta koma fram, að ég tel raunar eina veikleika- merkið í okkar málstað hér vera það, ef rétt er hermt, að við höfum neitað að leggja þetta mál til úrlausnar hjá Alþjóðadómstólnum......Og vissulega er það svo, að þjóð verður að varast það að ganga svo langt, að hún geti ekki alltaf verið við því bú- in að leggja mál sitt undir úrlausn alþjóðadómstóls. ... Og þess vegna hefði að mínu viti hvert spor í þessu máli átt að vera þannig undirbú- ið, að við hefðum verið við því búnir að leggja það und- ir úrlausn alþjóðadómstóls.“ Afstaða formanns Fram- sóknarflokksins til þessa atriðis er ótvíræð. Hins veg- ar hlýtur það að verða hon- • um umhugsunarefni, að Framsóknarblaðið notar þetta tækifæri, til þess að vega að honum vegna af- stöðu hans til þessa mikils- verða máls og bendir það til þess, að lítil heilindi séu inn- an forustu Framsóknar- flokksins. Annars hefur málflutning- ur Framsóknarblaðsins um landhelgismálið verið með endemum. I fyrradag hélt blaðið því t.d. fram, að Is- lendingar hefðu barizt fyrir því með oddi og egg á Genfar ráðstefnunum 1958 og 1960 að 12 mílna hámarkið næði ekki fram að ganga að alþjóðalög- um. Staðreyndin er auðvitað sú, að á Genfarráðstefnunni 1958 greiddu Íslendingar at- kvæði með þremur tillögum, sem fólu í sér 12 mílna fisk- veiðilandhelgi, en þær tillög- ur náðu ekki fram að ganga sem alþjóðalög, vegna þess að tilskilin meirihluti náðist ekki. KOMMÚNISTAR SÝNA SITT RÉTTA ANDLIT 17" ommúnistablaðið vinnur daglega að því að skrifa sig til baka til stuðnings við Sovétríkin og ofbeldisstefnu þeirra. Kemur þetta glöggt fram í ritstjórnargreinum blaðsins og aðsendum grein- um, sem blaðið birtir, þar sem allt kapp er lagt á að leggja glæpaverkið í Tékkó- slóvakíu að jöfnu við hernað- araðgerðir annarra ríkja í öðrum heimshlutum. Afstaða kommúnista á Is- landi til Tékkóslóvakíumáls- ins kom þó skýrast fram í ummælum talsmanna þeirra í útvarpsþætti sl. laugardags kvöld, en þeir voru spurðir hvers vegna Alþýðubanda- lagið og Æskulýðsfylkingin hefðu brugðið svo skjótt við að mótmæla innrásinni í Tékkóslóvakíu. Þessir tveir talsmenn kommúnista svör- uðu því ekki til, að það hefði verið vegna þess, að fullveldi smáþjóðar var fótum troðið og almenn mannréttindi skert, heldur sögðu þeir að þessir aðilar hefðu mótmælt vegna þess, að í þeirra augum hefðu Sovétríkin verið að ráðast gegn sósíalismanum. Það fer því ekki milli mála, að höfuðsynd Sovétríkjanna í augum kommúnista er sú, að þeir hafa gert kommúnistum í öðrum löndum erfiðara fyrir um áróður í þágu hinn- ar sósíalísku „hugsjónar“ með innrásinni í Tékkósló- vakíu. Að því marki nær for- dæming þeirra á innrásinni í Tékkóslóvakíu og lengra ekki. ÍhvJk ) UT AN 0 R H IEIMI NÝTI JR DU IBCEM :ái RAM STUDNING FÓLKSINS? Observer: Eftir Barrie St.-Penrose Prag 28. ágúst. EFTIR að kröfuT rússneskiu leiðtoganna hafa nú verið kiunngjörðar vaknar sú spoirn- ing ihvort Svoboda, forseti, og Alexander Diubcek hljóti á- fram þann mikla stuðning sem fól'kið veitti þeim meðan á átökunum stóð. Það eru óneitanlega ský á himninum. Nolklknum klukkiustundium áður en skýrt var frá kröfum Rússa. noikkrum klukkustund- um áður en Svoboda, forseti, oig Dubchek töluðu til fóllks- ins og báðu það að sýna still- ingu, rí'kti sigurgleði í Prag, sem minnti á sigurdaginn eft- ir fyrri heimsstyrjöldina. Þegair ég gekk í gegnum borgina guilnu — svo köiluð vegna binna gullnu iitabrigða sem sólin kallar fram — voru hópar manna og kvenna á hverju götuhorni við að dreifa ókeypds dagblöðum og flugimiðum sem voru mót- teknir með ákafa. Veggmið- ar voru 'hvarvetna með stór- um áletrunum, þar sem þess var krafizt að Rússar færu tafarlaust heim. Tékikneskir hermenin gengu frjálslega um göt'urnar, hlægj andi og veifandi og báru á einkennisbúingum sínum skæra liti þjóðfánans. Um- ferðin var ruglingsleg og bíl- arnir brutu hiklaust allar um- ferðarreglur. Hópar fóllks voru í áköfum samræðum á gangstéttunum, brosandi og glaðlegt. Svo breyttist það. Á flug- miðunum sem dreift var, voru niðurstöður Moskvuvið- ræðnanna kallaðar svik og uppgjöf. Leiðtogarnir voru gagnrýndir, þó án þess að nöfn væru nefnd. Svoboda, forseti, og Alexander Duboek báðu fólkið að bera ekfci fram frðkari kröfiur um Tékkóslóvakískt hlutleysi, en það var nákvæmlega það sem gert var á nýjiu veggmiðun- um. Duboek sagði fólkiniu að stjórnin hefði samþykkt að hemáminu lyki þegar ástand- ið væri aftur orðið eðlilegt, en fófllkið spurði strax HVAÐ væri eðliilegt, og það krafðist svars. Meðan landið beið þess að þjóðþingið samþylkkti niður- stöður Moskvuviðræðnanna fóru að berast firegnir -af því að deildtr Kommúnistaflokks- ins úti á landsbyggðiinni og í Bratislava og Prag hvettu til þess að krafist yrði tafar- laus brottfiutmings rússnesku hersveitanna. Smrkovslky, forseta Þjóð- þingsins, voru færðar rósir þegar 'hann birtist í gær, brosandi dauflega og veifandi þeirra mótmælti. En margir ungu Rússanna ímynduðu sér enn að þeir væru í vestrænjni borg — í Fraklklandi eða Vestur-Þýz-kalandi. Áróðurs- deildirnar höfðu sannfært þá um að þeir væru sendir til að stöðv-a framgang heims- valdasinna. Áður en fréttimar bárust Alexander Dubcek ávarpar miSstjórn kommúnistaflokksins, í Prag. til fiólbsins En þegiar Dra- h-omir Kolder, sem stóð með Rússurn, yfirgafi þinghúsið í hálflokuðum jeppa, voru gerð hróp að honum. Með honum í jeppainum voru tveir her- menn. Á fiugmiðum og hús- veggjum um a-lla borgina má 1-esa ásafcanir í garð Kolders, Indr-a, Bilaks og Svestka, rit- stjóra Rude Pravo. Þeir eru kallaðir föðurlandssvikiar- ar og samsærismenn. „Svik- arinn Indra býr hér á fimm-tu hæð“ var Skrifað á vegginn á húsinu hans í Prag. Þegar tilkynnt vair um nið- urstöður Moskvuviðræðnanna hurfiu rús'sneisku sfcriðdrek- arnir strax frá ýmsum mifcil- vægum stöðum, en þeir eru enn í mörg.um hliðargötum. Það var augljóst að rússn- esfcu henmönnuinum ilétti. Þeir sem ég talaði við voru margir firiá Uzbekist-an og töluðu tyrkn esku, og þeir virtuist rólegri. Einn þeirra — með mongólsk- an svip — sagði: „Duboek og Svoboda eru góðir menn“. Hann sagði þetta í áheyrn margra fétaga sdnna en enginn frá Moskvu, meðan Tðk/kó- slóvákar vonu enn glaðir og reifir, reyndu stúdentannir að ræða við rússnesku henmenin- ina. Nú þorir enginn að gefia sig að þeim, a’llir eru hræddir við að niærstadd'ir ráðist á þá ef þeir sýna einhvern vin- áttuvott. Endurteknar kröfur um frelsi -eru sífelflt borna-r fram, málaðar á veggi eða rúður. Þar er kraifist frelsis í öll-u, frá kynferðismálum og uppúr, eins og til að sýna tortryggni gagnvart loforðum leiðtog- anria um að frjálslyndisstefn- unni skuli haldið áfram. I dag uppgötvaði ég að minoista kosti tvær hinna „frjálsu" útvarps'stöðva, sem héldu áfram sendingum eftir að Rússar gerðu innrásina, eru í herskál'Um nálægt Prag, en ekki í sérstökum bílum eins og talið var í fyrstu. Ef Rússarnir hafa uppgötvað þetta hefiur þeim líklega ver- ið skipað að eyðileggja þær ekki, af ótta við að þ-að myndi leiða til árékstrar við tékkó- slóvakíska herinin. EÐLILEG VINNUBRÖGÐ IJramsóknarblaðið hneyksl- ast á því í forustugrein í gær, að viðræður fulltrúa st j órnmálaflokkanna hefjist án þess að „fullnægjandi upplýsingar hvernig raunveru lega er ástatt“ hafi verið lagð- ar fram og segir, að þetta sýni „í hæsta máta léleg vinnu- brögð“ og telur að sumarleyfi ráðherra hafi komið í veg fyr- ir þessa upplýsingasöfnun. Þessi málflutningur er auð- vitað fráleitur. Það hefur legið ljóst fyrir frá því sl. vetur, að það mundi skipta meginmáli um þróun efnahagsmála á þessu ári hvernig síldveiðarn- ar gengju á þessu sumri. Af þeim sökum hafa horfumar ekki skýrzt að ráði fyrr en, síðustu daga og vikur, þegar í ljós er komið, að síldveið- arnar hafa fram að þessu al- gjörlega brugðizt og fullkom- in óvissa um framhald þeirra. Hins vegar hefur stöðugt ver- jð unnið að könnun ástandsins undanfarnar vikur og mánuði, en það er ekki fyrr en nú sem hægt er að gera sér fulla grein fýrir því hvernig raunveru- lega er ástatt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.