Morgunblaðið - 06.09.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.09.1968, Blaðsíða 28
FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1968 Lögreglan með vakt VEGNA símabilunarinnar í \ gær mun lögreglan hafa tal- í stöðvarbíl á gatnamótum i Lönguhlíðar og Miklubrautar; meðan viðgerð fer fram. Þá 1 mun lögreglan einnig hafa í vakt í nýju lögreglustöðinni l af sömu orsökum. Símovondræðin Irufluðu slökkviliðið ÓLAGIÐ á símanum í gaer trufl- aði slökkviliðið nokkuð í gær. Um fimmleytið kom kaLl frá Hjaðarhaga og hafði þar kvikn- að í eldhústæki. Var það smá- vægilegt, en meðan slökkviliðið var þar, fór sjálfvirka bruna- varnakerfið, sem er í húsinu Ár- múla 3 í samband. Var óðara ekið frá Hjarðar- ■haga í Ármúla, en enginn eldur var laus. ^lökkviliðið var varla komið í Ármúlann þegar annað boð barzt, og nú frá kerfinu í Menntaskólanum í Reykjavík. Þangað var ekið, sem frekast var hægt, en ekkert var á seyði. Kenna slökkviliðsmenn þetta ólaginu á símanum í gær. Togarinn Surprise strandaður á Landeyjarfjöru. Skjpverji dreginn í björgunarstól í land. Aðrir skipverjar bíða fram á eftir að röðin komi að þeim. Ljósmynd Ottó Eyfjoið. Reynt aö ná Surprise út í dag — Giftusamleg björgun áhafnarinnar TOGARINN Surprise GK 4, strandaði klukkan hálf sex í gær morgun á Landeyjarsandi, beint niður undan bænum Sigluvik. Björgunarsveitir Slysavarna- félagsins í Landeyjum og á Hvolsvelli komu á vettvang og tókst greiðlega að bjarga mönn- unum. Voru 24 þeirra dregnir í land í björgunarstóli á hálftíma, en 3 yfirmenn seinna, eftir að þeir höfðu gengið frá um borð. Varðskipið Ægir kom um há- degi að strandstað, en gat ekk- ert aðhafzt þar því veður hafði versnað er leið á morguninn. í gáerkvöldi höfðu varðskipsmenn kannað aðstæður á léttabáti, og töldu sig geta komizt í 300 faðma fjarlægð frá togaranum, en það- an væri kannski hægt að skjóta kaðli yfir í togarann, þegar veðr ið lægði. Veðurspá var góð og átti að freista þess að bjarga tog aranum í dag. Þegar togarinn strandaði í gærmorgun, mun hann hafa ver ið 40-50 metra frá landi. Nokk- urt brim var við sandinn, en ekki miikill sjór. Var skipið á sigiingu austur með landi, og fiestir í koju nema þeir sem áttu vakt. Surprise sneri í fyrstu stefninu í land og hjó svolítið í briminu. Er leið á morguninn herti veðrið og „hækkaði á sér“, eins og þeir sögðu fyrir austan, þ.e. snerist heldur til landáttar. Kaðall, sem festur hafði verið í stefni skipsins frá jeppum í landi héldu því ekki, svo það tók að snúast og var komið næstum þvert fyrir, þegar fréttamenn Mbl. fóru af staðnum um miðjan dag. í>á var komið háflóð og skip ið tekið að hallast nokkuð. Varð skipið Ægir beið fyrir utan, og björgunarsveitarmenn ætíluðu Öngþveiti hjá símnotendum í gær Tveir þúsund iína strengir skemmdust og trufluðu allt að 20 þúsund númer vatnshalla fyrir leiðsluna. 20 ÞÚSUND símanúmer fóru úr sambandi á tímabili í gær, þegar verktakar skemmdu símastreng á horninu á Hverfisgötu og Ing- ólfsstræti. Skemmdust tveir þús und lína strengir. Varð að taka þessar línur úr sambandi til þess að símakerfið kæmist í samt lag. Viðgerðm un ekki ljúka fyrr en í dag eða á morgun, þar sem bilunin reyndist mun alvarlegri en álitið var í fyrstu. Tjón af völdum þessa gáleys- is nemur þúsundum króna. Hilmar Stefánsson hjá Land- símanum tjáði Morgunblaðinu, að óhappið hefði orðið um þrjú leytið í gær. Voru verktakar að vinna við lagfæringar á skolp- leiðslu á fyrrnefndu götuhorni, og þóttust þeir ekki ná réttum Hjuggu þeir þvi fláa í stokk fyr- ir símalínur, sem þarna var. Þeir fóru í strengina á leiðinni og komst vatn í þá. f»ar með rofnaði allt samband. f stokkn- um eru tveir þúsund línu streng ir og stórskemmdist annar, en hinn töluvert. Símastrengirnir liggja í blý- hólk og er hampur og járn utan um. Sjálfir strengirnir eru ein- angraðir með pappír. Þegar papp írinn blotnaði myndaðist sam- band milli allra strengjanna, sem olli jarðsambandi. Þetta hafði lík áhrif og ef hátt á annað þúsund manns tækju upp símtólin í einu. Hafði þetta mjög truflandi áhrif á stöðina og við bættist, að álag hefur ver ið mjög mikið undanfarna daga vegna mikilla verzlunarhugleið- inga borgarbúa. Lá við á tíma- bili, að stöðin yrði óstarfhæf. Viðgerð hófst þegar. Varð að taka upp strengina, þar sem bleyt an var og þurrka þá. Skipta varð um þær línur sem voru skemmd ar. Ekki var búizt við því, að skipta þyrfti um streng, en það tekur sinn tima. Má til gamans nefna, að hefði strengurinn högg ist í sundur, hefði þurft að hringja út sérhverja línu og finna hverjar ættu saman. Talið er að slíkt verk taki ekki minna en tíu tíma þótt vel sé haldið áfram. Hilmar sagði, að ekki væri hætta á, að teljarar hefðu tek- ið á rás við þetta óhapp, og menn þyrftu ekki að óttast að símreikningar færu upp úr öllu valdi af þessum sökum. að 'hafa vakt á staðnum. Yfir daginn hafði togarinn færzt mun nær landi á flóðinu. — Ef togarinn fer þvert fyrir og hailast, þá leggur hann sig í ölduna, sögðu karlarnir. Þá er búið með hann. Og skipstjórinn fór í síma, til að ráðast við eig- endur og tryggingarfélag um ráð stafanir til að fá þangað ýtu nið- ur á sandinn, ef hún gæti haldið við kað'la er festir yrðu í • “ipið. Surprise er 20 ára gama'll tog- Framhald á bls. 27 Jón Þórðarson Islenzk uppfinning vekur athygli — á plastvörusýningu í Osló NORGES VAREMASSE í Osló var opnuð í gærmorgun, og er þar um að ræða mjög merkilegg plastsýningu. Nefnist hún á norsku „Flest om plast“. Eru þarna sýndar alls konar plast- vörur frá öllum Norðurlöndun- um, og einnig márgvíslegar vél- ar víðs vegar að til slíkrar fram- NEWPORT NEWS, Virginia, 5. sept. — AP. — Caroline Kenne- dy miun færa flugþiljuskipinu „John F. Kennedy" eftirflíkingu af sverði Geor/ge Washington er skipið verður telkið í notkun með viðhöfn á laugardag. Á „John F. Kennedy" er 2,500 mannia áhöfn. leiðslu. Eru sýnendur ^Jls 150 talsins frá 11 löndum. Fjármála- ráðherra Noregs opnaði sýning- una, en hún stendur í 10 daga. Ýmsar nýjungar eru á þessari sýningu, en sú sem hvað mesta athygli hefur vakið, er kælitum Jóns Þórðarsonar á Reykjalundi. Hefur Jón fundið upp kælitæk- ið, en verkfræðifirmað Alfsen og Gunderson í Osló hefur hafið framleiðslu á því og selur til Evrópulanda og Bandaríkjanna. Kæiitæki þetta er notað við framleiðslu á plastfilmum og bætir þær mjög, að því er Sveim- björn Jónsson í Ofnasmiðjunni tjáði Mbl. í símtali í gær, en hann er staddur á sýnimgumni 1 Osló.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.