Morgunblaðið - 06.11.1969, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.11.1969, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1960 aðnllnng#ngur Teikning af hinum nýja Heyrnleysingjaskóla, suðurhlið með inngangi. Arkitekt er Skarphéðinn Jóhannsson. Ný og góð lóð fyrir heyrnleysingjaskóla Byggingin boðin út á næstunni HEYRNLEYSINGJASKÓLINN hefur fengið nýja, góða lóð sunn an núverandi Reykjanesbrautar, þar sem sú sem ákveðin hafði verið reyndist ekki heppileg. Eru teikningar að skólahúsi til- búnar og verður byggingin boð- In út alveg á næstunni. En kennsluhúsnæði fyrir Heymleys- ingjaskólann þarf að vera tilbú- ið fyrir næsta haust, að því er Brandur Jónsson, skólastjóri tjáði Mbl. Áður var búið að ákveða lóð fyrir skólann ofan Hafnarfjarð arvegar og hefði hún legið yfir veginn, sem á að leggjast niður. Þegar betur var að gáð, þótti þefeta ekki heppilegt, þar sem há- vaðasamiur vegur kemur upp í hæðina og óvíst hvenær Hafn- arfjarðarvegur verður lagður nið ur. Sl. þriðjudag var svo sam- þykkt í borgarráði að gefa Heyrn leysingjasikólaniuim kost á annarri Lóð sunnian núverandi Reykjanes brauitar. Verður skóLahúsið þá á milli Öskj u'.hi'íðargeymian n>a og Fossvogsk apelLu. — Við eruim mjög ánægðir með þessa úrlausn og erum borg inná þakklátir. Skilyrði verða nú eins góð og hægt er hjá okfcuir, sagði Brandur Jónsson, skóla- stjórd. Brandur sagði að teikningarnar væru svo til tilbúnar. Þær hefði Skarphéðinn Jóhannsson, arki- tekt gert. í þekn áfanga hússins, sem verður byggður verða níu litlar kennslustofur bennara- stofa, skóiastj óraskrifstofa, gang ar, snyrtiiherbergi og geymslur, og tómstundaherbergi undir hluta af húsiniu, en þar geta börn in verið í frímínúfeuim. Þetta er þó ekki allt fyrirhugað kennslu- húsnæði, því að síðan á að bæta við kemnsliustofuim, handavinnu- kenneluistofu, og húsnæði þar sem aðstæður eru fyrir lækni, sáLfræðing og börn með hieila- skemmdir. Ætlunin er að bjóða bygging- una út alveg á næsbunni, von- andi í niæsfeu vilku. En kennslu- húsnæði verður að vera tilfbúið næsta haust, sagði Brandur. Þarna mun þá fara fram öli kennsia, en heimavistin verður í gaimla húsinu a.m.k. næstu ár. N j ósnastöð var í Danmörku? Kaupmannahöfn, 5. nóv. AP TUTTUGU lögreglumeim með stálhjálma umkringdu í dag hús næði dönsku Vietnam nefndar- innar, eftir útkomu málgagns hennar, þar sem þvi var haldið fram að í Dgnmörku væru sex leynilegar hlustunar- og miðun- arstöðvar, sem væru hlekkur í njósnakeðju NATO, er spannaði yfir allan heiminn. Enginn var handfeekinn og Lög regLan vildi litlar upplýsingar gefa uim málið nema hvað viður- kennt var að málgagnið hefði verið gert upptækt. Einn af tals- mönnum hersins viðurkenndi að upplýsingar málgagnsina hefðu við rök að styðjast, ein óopinber- ir aðilar héldu þvi fram að stöðvarnar væru ekki leynilegiri en svo að hér um bil hver sem er gæti koonizt að tilrveru þeirra, ef hann vissi hvar bezt væri að leita í slíkum málum. Fyrir fjórurn dögum voru hand teknir sjö umgir menn og stúlfc- uir, sem höfðu í fórum sínum stolið sprengiefni. Sprengiefnið átti að nota til að vinna sfcemmd arverk á verksmiðjum sem fram leiða hergögn til útfliutnings, að- allega til Bandaríkjanna. Stofnfundir hverfasamtaka ÞEGAR hafa verið stofnuð þrjú hverfasamtök Sjálfstæðis manna. Á næstunni verða eft irtalin samtök stofnnð: 1. Langholts- Voga- og Heima hverfi — laugardaginn 8. nóv. kl. 2 e.h. í Samkamusal Kassa gerðar Reykjavíkur v/Klepps veg. (Hverfið takmarfcast af Suðurlandsbraut, Elliðaárvogi og Selvogsgrunn (ekki með- talinn) og Laugardalsbyggð, sem tiiheyrir hverfinu). 2. Hlíða- og Holtahverfi — sunnudagur 9. nóv. kl. 2 e.h. í Damus Medica v/Egilsgötu. (Hverfið takmarfcast af Rauð arárstíg, hluta Laugavegar, Kringlumýrarbraut og Reykja nesbraut. Upptaldar götur fylgja elcki hverfinu). 3. Breiðholtshverfi, fimmtud. 13. nóv. kl. 20.30 í Tjarnarbúð (uppi). Hverfið takmarkast við nýbyggð í Breiðholti. 4. Árbæjarhverfi — laugar- dagur 15. nóv. kl. 2 e.h. í Fé- lagsheknili Rafmagnsveitunn- ar v/Elliðaár. (Hverfinu fylgir öll Reykjavíkurbyggð utan Elliðaáa). 5. Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi — srunnudag- ur 16. nóv. kl. 3.15 í Danssal Henmanns Ragnans í Miðbæ v/Háaleitisbraut. (Hverfið takmarfcast af Suðurlands- braut í norður, Elliðaám í austur, bæjanmörkum Kópa- vogs í suðuir og Stóragerði og hluta Grensásvegar í vestur. Framangreindar götur með- taldar). 6. Laugameshverfi — laug- ardagur 22. nóv. kl. 2 e.h. í Samkomusal Kassagerðar Reykjavíkur v/Kleppsveg. (Hvenfið takmarfcaist af sjó í norður, Selvogsgrunn og Reýkjavegi í austur og hluta Suðurlandsbrautar í suður. Tvær síðastnefndu göturnar fylgja ekki hverfinu). 7. Háaleitishverfi — sunnu- dagur 23. nóv. kl. 2 e.h. í Dams sal Hermanns Ragnars í Mið- bæ v/Háaleitisbraut. (Hverfið takmarkast af Laugavegi og hluta Suðurlandsbrautar í norðuir, Grensásvegi og Stóra- gerði í austur (sem fýlgja eiklki hverfinu) og Hvassaleiti í vestur, sem fylgir hverfinu). Fundimir em opnir öllu stuðningsfólki Sjálfstæðis- flokksins. Stjórnmálafræði ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐINEFND Hásíkóla íslands efnir á þessu hausti til almennra fyrirlestra til kynininigar á nokkrum grein uim þjóðfélagsfræða. Fyrsti fyrir lestUTÍnn var haldinn 3. októ- ber 3.1., og fjallaði hanm um fé- lagsliega mamnfræði. Næstkomandi föstudag, 7. nóv ember, flytur Ól'afur Ragnar Grhnsson, hagfræðinigur, anman fyrirlestur í þessum flokki og talar uim efnið: Stjómmálaf ræði: Viðfangsefni og eðlisþættir. Fyrirlesturinm verður haldinn í Norræna húsinu og hefst kl. 20.30. (Frá Háskóla íslands). Iðn- þing FUNDUM 31. IðnþinigB íslend- inga var fram haldið í Skipholti 70 í dag eftir þinigsetniniguna á Hótel Sögu kl. 4.15. Þin.gforseti var kjörinn Tómas Vigfússon, húsasimíðaimeistari, Reykjavík, fyrstá varaforseti Egg ert ÓLafsson, Vestmannaeyjum, og annar varaforseti Skúli Jón- asson, Siglufirði. Ritarar iðn- þingsins voru kjörnir þau Am- fríður fsaksdófetir og Guðmund- ur J. Kristjánsson, Reykjavfk. Otto Schopka, framkvæmda- stjóri Landssamibands iðnaðar- manna las og sfcýrði reikniniga Landssambandsins fyrir árið 1968 og fjáphagsáætlun fyrir ár- ið 1970. Jón E. Ágústsson hafði fram- sögu um fræðislumál iðnaðar- manna en að því lofcnu var fumdi frestað. Borgarstjórnin í Reykjavík hafði móttöfcu fyrir iðnþinigsfull trúa í Höfða kl. 6. Fumduim iðnþings verður hald ið áfram í fyrramálið. (Frá Landssambandi iðnaðar- manna). Akranes FUNDUR verður að Hótel Akra nesá fimmtudaginn 6. nóvemibeT fcl. 20.30 um ELLIHEIMILIS MÁL. Allt áhugafóLk velkomið. Stjórnir Sjálfstæðisfél'aganna. Ágóði af kaffisölu kirkjunefnd ar er notaður til að prýða Dóm- kirkjuna. Kaffisala og basar KIRKJUNEFND kvenna Dóm- kirkjunnar efnir til kóiffisölu næstkomandi sunnudag í Tjarn- arkaffi. Verður þar að venju Spilakvöld í Hafnarfirði SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í Haim arfiriði haflda saimeigiiniliegt spila- kvöld fimimitudagiinm 6. nóv. kl. 20.30 í Sj álfstæðishúsimu. — Spiluð verður félagsvist. — Veitt verða góð kvöldverði'aium og er SjáltfstæðiisfóLk hvatt til að fjöl- memmia á þetfea fyrsta spilakvöld veitiiiaTÍms. gott kaffi, gómsætar kökur og brauð, sem konurnar úr kirkju- nefndinni hafa útbúið. Húsið verður opnað kl. 2.30. Einnig verður á boðstólum nokkuð handunninna muna, sem seldir verða vægu verði. Hafa konurnar unnið mundna og vel- unnarar kirkjunnar líika lagt hönd á plóginn. Þá verður að venju efnt til happdrættis um fallega mun.i og dregið á staðn- uim. AILut ágóði af kaffisölunni rennur til kirkjunnar, og það sem inn kemur notað til fegrurn- ar á kirkjunnii og framkvæmda við hana. Enn saumað að Solsjenitsin? Moskvu, 5. nóv. — NTB. RITHÖFUNDASAMBAND Sov- étríkjanna bar í dag til baka fregnir þess efnis að rithöfundur inn Alexander Solsjenitsin hafi verið rekinn úr hinu opinbera rit höfundafélagi í Rijazan í S-Rúss- landi, þar sem hann býr og starf- ar. Heimildir, sem vemjulega eru áreiðanilegar, greimdu frá þvi í gæirkvöldi að Solsjemtsim hatfi verið refcimm úr félagi sínu fyrir þær sakir, að bækur hans, sem ekki hafa hlotið blessum yfir- valda í Sovétríkjuinum, hafi ver- ið gefniar út á Vesrturiöndum. Talsmaðux sovézka Rithöfunda sambandsins meitaði í dag að svo væri. Solsjemitsin hefur verið með- limur í Rithöfundasambandinu frá 1963, em þá varð hamm frægur fyrir bók sírna „Da'gur í lífi Ivam Denisovitsj", en þar er lýst líf- iniu í fainigabúðum Stalínstímams. Síðar voru tvær skáldsögur Solsjendtsims, „Fyrsti hrimigurinm" og ,,Krabbameinsdeildim“ gefnar út á Vesturlöndum. Þær hafa eklki verið gefniar út í Sovétríkj- uinium þótt þær haifi verið þar í umfeirð í handritafonml í júni í fyrra var ráðizt að Solsjeniitsin í Lifeeraturmiaja Gaz- eta, málgagni Rithöfumdasiam- bandsins, og hann salkaður um að vera tæki sem Vesturlömd notuðu í hiuigsjóniaiegum áróðri gegn Sovétríkjumuim. Þá var hanm og satoaður um að hafa brotið grumidvaMamegfhw aov- ézkra bókmemin,ta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.