Morgunblaðið - 06.11.1969, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.11.1969, Blaðsíða 4
4 MORGUNBJUAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1369 rrfgsi wmm BILALEIGÁ HVERFISGÖTU 103 VW SendiMaWfreiff-Wr 5 manna-VWsvefnvagn VW 9manna-Landrover 7manna LITLA BÍLflLEIGflN Bergstaðastræti 13. Sími 14970 Eftir lokun 81748 eða 14970. BÍLA LEIfiA MAGINiÚSAR SKIPHOITI 2I.SÍMM 21)90 gftir loicun timi 40381_ 0 Eins og talað var sunn- an undir blikkinu I gamla daga Steinar Guðmundsson skrifar: „Velvakandi góður! Enn leita ég til þín, en nú var líka skorað á mig, og vona ég, að þú hjálpir mér, eins og fyrri daginn. „Mikið var, að beljan bar", varð mér að orði, þegar ég leit í pistil þinn á miðvikudaginn. Ég var farinn að óttast, að allir væru mér sammála i ofdrykkjuvamar- málunum, að öðru leyti en því, að þeir sættu sig við ástandið, þvi að enginn hreyfði andmælum, þótt ég reyndi að spenna bog- ann nokkuð hátt i von um að geta ýtt við fólkinu, sem ég taldi, að búið væri að týna sinum vöku- staurum og teldi, að uml eitt upp úr svefni nægði til rökræðna um ofdrykkjumál. Svavar Krist- inn Björnsson kunni ekki við is- lenzkuna mina, enda breytir það engu um áhuga okkar á of- drykkjuvarnormálunum. Ég þykist vita, að Svavar Krist inn virði mér það til vorkunnar og nokkurra málsbóta, að „und- ir biikkinu" var mikið talað í Mkingum og þessir „hafnarrónar", sem hann aumkvar svo mjög, eru margir hverjir beztu kunn- ingjar mínir og svo geisla-ndi af aðlaðandi persónuleika, að smit- andi er — og er því hætt við, að ég hafi ósjálfrátt tileinkað mér einstaka orðatiltæki, er þeir hafa látið flakka. Lákingamál skal ég samt reyna að takmarka í þessu svari minu, því að ástæðulaust er að sáldra salti í sárin að óþörfu. En áður en ég kem að áskoruninni um að gera grein fyrir hugmyndum mínum, ætla ég rétt aðeins að tylla penna á þessa punkta, sem Svavar Kristinn skildi ekki. 0 Fornyrði lögbókar hin nýju LEKABYTTA: Þegar mælt er af tunnu, tekur lekabyttan við dropanum, sem ekki fellur í glas neytandans. Það vín, sem þannig safnast, telst til úrgangs. — Ég átti við það, að með því að varna úrgangi að myndast i þjóð félaginu, yrði minni þörf á „leka byttum" til að taka við þvi úr- kasti, sem ég kalla „útigang". DJÚPDÆLA: Ég held, að Svav ar Kristinn hljóti að bresta ein- lægnin, þegar hann segist ekki skilja orðið djúpdæla í þeirri merkingu, er ég notaði það i. Meiningin var einfaldlega sú, að undirstrika það, að framleiðsla þjóðfélagsins á ofdrykkjumönoum fer ekki ætið fram viljandi og vísvitandi fyrir opnum tjöldum, heldur eru ýmis dulin öfl — djúp dælur — að verki, án þess að við gerum okkur það ljóst, að með- an við sofum, starfa þær, þótt enginn við þær standi. FÚA-KEFU-TAÐKVARNAR- INNAR. Svavar Kristinn hefir sennilega aldrei komið á bæ, þar sem taðkvörnin stendur mosagró in á skurðbarmi i fjárhústúni. Ef þú spyrðir þessa taðkvöm, hver mylji undan árrum núna, mundi hún eflaust svara, að það gerði hún, ef það bara væru einhverj- ar ær. Henni er vorkunn. Hún átt- ar sig ekki á breyttum búskapar- háttum. — Það, sem ég átti við með samlíkingunni, var það, að það er með almenning eins og taðkvörnina, — hann áttar sig ekki á breyttu þjóðskipulagi og heldur ekki þvi, að ofdrykkju- manna er ekki lengur að leita undir bátum, eins og var hér áð- ur, og að þeir eru löngu hættir að krókna úr kulda — nú hengja þeir sig bara eða fá sér rétt mátu legan pilluskammt og skola hon- um niður með einhverju góm- sætu. Og þá er komið að HRÁ- SKINNU. Ég held, að þar láti ég nœgja þá skýringu, að hráskino er skinn, sem óumdeilanlega er RÐRHn Get bætt við nokkrum nemendum. ÞÓRIR S. HERSVEINS SON Suðurlandsbraut 16, Símr 35200 ERU LJÓSIN í LAGI? I samráði við umferð- armálaráð framkvæm- um við ókeypis Ijósa- athugun á brfreið yðar frá 3.—19. nóvember. Athugið! Ljósastrlfing er innifalin I VOLVO 10 þús. km skoðun. Afhugið vöruverðið HAFRAMJÖL 25 kg. kr. 320 pr. kg. 12.80. HVEITI 25 kg. kr. 365 pr. kg. 14.60. STRAUSYKUR 50 kg. kr. 677 pr. kg. 13.54. STRAUSYKUR 14 kg. kr. 186 pr. kg. 13.28. HRiSGRJÓIM 3 kg. 110 pr. kg. 36.67. DIXAN 3 kg. kr. 319. C 11 3 kg. kr. 204. Ný sending af EPLUM og APPELSlNUM. Opið til U. 10 í hvöld Allar tegundir í buxnadragtina í kjólinn og peysuna, heklunálar og prjónar. Næg bílastæði. Verzlunin DALUR Framnesvegi 2. skinn, en þó ekkert nema skijnt. Nefnd er nefnd, ráð er ráð. Og ef þeir, sem þessar nefndir og þessi ráð skipa, gera ekkert nema það eitt að vera til — láta sig engu skipta það verkefni, sem þeim var falið að leysa — þá finnst mér vel mega líkja þeim við hráskinn, þótt svo að holdhroðinn hafi til málamynda verið skafimn burtu. Þá legg ég málvísindin fyrir róða, en sný mér að áskorun- inni — reyni að gera grein fyrir hugmyndum mínum, en Velvak- anda vegna skal ég vera stutt- orður: 0 Tillögur Steinars TILLAGAr 1. Leiðbeiningastöð í áfengis- málum verði starfrækt a.m.k. 8 tíma á dag alla virka daga með ekki færri en tveimur starfsmönn um. 2. Aðstaða til afvötnunar „túra- manna" verði tryggð við eitthvert sjúkrahúsið, en dvalardagar yrðu minnst 3 en mest 5 hverju sinni. 3. Afvötnunarsjúklingum verði gefinn kostur á: a. Tveggja mánaða órofinni lækningavist utanbæjar — og alls ekki virmuheimili. — Þar yrði sleitulaust unnið að þvi í aun.k. 10 tima á dag, að hjálpa sjúkl- ingnum til að átta sig á sjálfum sér. b. Utansjúkrahússumönnun, þar sem sjúklingurinn mæti reglulega til viðtals á fyrirfram ákveðnum tíma fyrirfram ákveðið tímabil, en lendi hanrt á fylliríi er afvötn un endurtekin og honum stöðugt gefinn kostur á aðstoð við að átta sig á aðstöðu sinni til lífsins. 4. Makar eða aðrrr aðstandend ur á öllum þéim heimilum, er að- stoðar leita, skulu eiga þess kost og vera tii þess hvattir að fylgj- ast með sjúkdómi vénzlamanns- ins, og alkóhólisti má aldrei telj- ast útskrifaður, fyrr en einhver af heimilisfólki hans eða samstarfs fólki útskrifast með hormm. Þetta eru aðalatriðin, en þessi atriði bjarga svo miklu, að ef unn ið væri að því að koma þeim í framkvæmd, væri slík undirstaða fengin undir ofdrykkjuvarnir okkár, að við þyrftum alls ekki að kviða framtíðinni. Aukinn kostnaður vegna þessara aðgerða yrði sennilega hverfandi litill, því að miklu má ná með sam- runa og sameiningu þess, sem fyr ir er — en sem nú skilar þó ekki árangri vegna skipulags og sam- starfsleysis. 0 Drykkjuvandamál víftar en hjá „rónum“ Vitaskuld næst enginn árangur, ef hver höndin er uppi á móti annarri. Þess vegna er svo nauð- synlegt, að menn vilji vinna sam an. Mér kemur það spánskt fyr- ir, að Svavar Kristinn skulivæna mig um þá hörku að vilja vita af þeim „í skítnum", er þangað hafa hrakizt. Ég ætla ekki að bera mig undan þessari ásökun, því að ég veit ekki, hversu gamall Svavar Kristinn er, en vilji hann aðstoða mig við að koma þeim úr skítnum, er þar kunna að vera þá er ég manna fúsastur til sam- starfs og skal ég leggja mig all- an fram um, að sem mest tak verði í mér. Vandamál okkar er hjá ungu kynslóðirm.i — þeirri kynslóð, sem nú er komin með börn sin á skólaskyldualdur. Hen-ni verð- um við að sinna. Og að endingu vil ég, að það komi greinilega fram, að „hinir brjóstumkennan- legu“ eða útigangurinn, eru að mínum dómi svo litill hluti of- drykkjuvandamáls okkax, að varla er orð á gerandi, — enda sé ég nú, að þeir, sem mest hafa hampað þessari stétt, álíta hana ekki vera svo mjög háða áfeng- inu, ef dæma á eftir skilyrðinu, sem sett er fyrir gistingunni í Farsöttarhúsinu, því skilyrði, að .Jhinir sífullu" skuli mæta ófullir, ef þeir eiga að fá inni. Ætli Sam- verjinn liti ekki um öxl, ef hann væri á ferðinni? 0 Lifi nuddið ! Vandamálið er hjá kynslóðinni sem er að ala upp börnin, því megum við ekki gleyma. Svav- ar Kristinn býzt við stórafrekum hjá mér. En sjálfum mér og öll- um öðrum vil ég segja þetta: Það eru ekki stórátökin, sem mestu skila, heldur árveknin, einlægnin, hreinskilnin — og nuddið. Með beztu kveðjum. Stetnar Guðmundsson". Ibúð — Leiga Höfum verið beðnir að útvega stóra íbúð til leigu. íbúðin þarf að vera 2—3 stórar stofur og 3—4 svefnherb. Má vera á 2 hæðum, ekki nauðsynlega ný gjaman í gamla bænum, helzt Vesturbænum. Fasteignaþjónustan Austurstræti 17 — Sími 26600. Höfum á lager þetta sérstaka RYÐVARNAREFNI E. TH. MATHIESEN H.F. SUÐURGÖTU 23- HAFNARFIRÐI - SÍMI 50152

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.