Morgunblaðið - 06.11.1969, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.11.1969, Blaðsíða 17
MORiGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. NÓVKMBER 11969 17 I Helztu þættir úr starfsemi Heimdallar fram að áramótum Skipulag og starf Sjálfstæðisflokksins. Flutt verða þrjú erindi: 1. Landsfundur — flokksráð — miðstjórn, kjör- dæmin utan Reykjavíkur og þingflokkur: Þorvaldur Garðar Kristjánsson, framkvæmda stjóri Sjálfstæðisflokksins. 2. Hverfaskipting og nýtt skipulag í Reykjavík: Hörður Einarsson, formaður stjórnar full- trúaráðsins í Reykjavík. 3. SUS, uppbygging þess og skipulagsleg tengsl við Sjálfstæðisflokkinn: Ellert B. Schram, formaður Sambands ungra Sjálfstæðis- manna. Atvinnuvegakynning — íslenzkir atvinnuvegir. í vetur mun Heimdallur taka upp það nýmæli að kynna höfuðatvinnuvegi þjóðarinnar, — landbúnað, sjávarútveg, iðnað og verzlun. — Farnar verða kynnisferðir í fyrirtæki, rann- sóknarstofur og stofnanir, flutt verða erindi og fram fara almennar umræður. Fyrir áramót verður íslenzkur iðnaður kynntur 15.—21. nóv. „Félagsmálaskóli Heimdallar“ Fyrir áramót verður starfsemin tvíþætt. Efnt verður til þriggja kvölda námskeiðs í ræðu- mennsku ,fundarsköpum og fundarstjórn. Leið- beinandi, Guðmundur H. Garðarsson, viðskipta- fræðingur. 18. des. mun Konráð Adolphsson við- skiptafræðingur, flytja á vegum skólans erindi um „Almenningstengsl." Önnur starfsemi í félagsheimilinu Himinbjörgum. 1. „Opið hús,“ þar sem ýmsir munu koma sem gestir kvöldsins og ræða um hin fjölbreyti- legustu efni, auk þess að svara fyrirspumum. 2. Kynningarkvöld með nýjum félögum og hin- um ýmsu skólum. 3. Jóla- og áramótafagnaður Heimdallarfélaga. STJÓRN Heimdallar hefur sett fram starfsáætlun um helztu þætti félagsstarfsins fram að áramótum. í kvöld hefst kynning á skipu- lagi og starfi Sjálfstæðisflokks- ins með erindi Þorvaldar Garð- ars Kristjánssonar. Ungir Sjálf- stæðismenn hafa sýnt þessum málum mikinn áhuga, enda varð- ar hinn einstaka flokksmann miklu hvernig flokkurinn starf- ar og hvernig hann á auðveldast með að koma sinum málum inn- an flokksins á framfæri. Sérstök ástæða er til að hvetja þá, sem ekki hafa starfað lengi í flokkn- um, að kynnast skipulagi hans og starfsemi frá hendi þeirra er gleggst þekkja. Kynning á aðalatvinnuvegun- um hefst þann 15. þ.m. með kynn ingu á ísl. iðnaði og stendur sú kynning yfir til 22. nóv. íslenzk- ur iðnaður ®r nú mikið í brenni- púnktinum, m.a. vegna hugsan- legrar inngöngu íslands í EFTA. Þau mál munu því væntanlega verða nokkuð rædd. Laugardag- inn 22. er fyrirhuguð heimsókn í fyrirtæki, og síðan mun verða reynt að fá framámenn í islenzk- um iðnaði til að reifa málefni hans. Æskilegt er að sem flestir úr hópi iðnnema, iðnaðarmanna og iðnverkafólks sjái sér fært að taka þátt í þessari kynningu, sem að sjálfsögðu verður öllum opin. Ráðizt hefur verið í að stofna F élagsmá laskola Heimdallar, vegna þess hve námskeið í ræðu mennsku og fundarsköpum hafa alltaf átt miklum vinsældum að fagna, er ekki að efa að margir muni notfæra sér fræðslu þeirra Guðmundar H. Garðarssonar og Konráð Adolpssonar, og er skól- inn heppinn að njóta starfskrafta þeirra. Þá mun í desembermán- uði hefjast víðtæk kynning á stjórnmálasögu Islands, en þar mun ríða á vaðið Sig. Líndal hæstaréttarritari, með tímabilið frá 1830 og er mikill fengur í að fá Sigurð, sem er gjörkunnugur frelsisbaráttunni til að segja frá henni. Auk þess, sem hér hefur ver- ið drepið á, mun Heimdallur að sjálfsögðu taka fyrir þau mál, sem upp kunna að koma og ástæða þykir að ræða. Þannig var t.d. í gærkvöldi fundur í fé- lagsheimilinu þar sem Matthías Johannessen, ritstj. ræddi nýaf- staðið þing Rithöfundasambands íslands, og eins munu haldnir klúbbfundir um það er áhuga vekur hverju sinni. Ljóst er, að starf Heimdallar í v-etur kemur að verulegu leyti til með að mótast af borgarsjórnar- kosningunum nú næsta vor. Þeg- ar hefur verið haldinn klúbb- fundur með Geir Hallgrímssyni, borgarstjóra, þar sem kosning- arnar voru til umræðu. Kom þar glögglega í ljós, að Heimdelling- ar hafa fullan hug á að leggja sitt af mörkum, svo að Sjálfstæð isflokkurinn megi halda meiri- hluta sínum hér í borginni. Stjórnin treystir því að Heim- dallarfélagar finni í þessum starfspunktum margt við sitt hæfi, og að sem flestir geti orðið lifandi og virkir í starfi félags- ins á þessu starfsári. Hér á síðunni verður frekar gert gTein fyrir hinum ýmsu þáttum. Ellert Konráð 6. fimmtud. Skipulag og starf Sjálfstæðis- flokksins I. Erindi flytur Þorvaldur Garðar Kristjánsson. 8. laugard. Opið hús. 9. sunnud. Opið hús. 10. mánud. Fundur með nýjum félögum. 12. miðvikud. Skipulag og starf Sjálfstæðis- flokksins II. Erindi flytur Hörður Einarsson. 14. föstud. Opið hús. 15. laugard. íslenzkir atvinnuvegir. IÐNAÐUR (kynningarvka). 16. sunnud. Opið hús. 17. mánud. ísl. atvinnuv. (framh.) 18. þriðjud. ísl. atvinnuv. (framh.) 19. miðvikud. Kynningarkvöld með framhalds- skólanemendum. 20. fimmtud. ísl. atvinnuvegir (framh.) 21. föstud. ísl. atvinnuvegir (framh.) 23. sunnud. Opið hús. 24. mánud. Námskeið í fundarsköpum og ræðu- mennsku. Leiðb. Guðmundur H. Garðarsson. 25. þriðjud. Námskeið í fundarsköpum og ræðu- mennsku. Leiðb. Guðmundur H. Garðarsson. 26. miðvikd. Opið hús 27. fimmtud. Námskeið í fundarsköpum og ræðumennsku. Leiðb. Guðm. H. Garðarsson. 30. sunnud. Opið hús. DESEMBER 2. þriðjud. Opið hús. 3. miðvikud. Sjórnmálasaga íslands frá 1830. Erindi: Sigurður Líndal, hæstaréttarritari. 6. laugard. Klúbbfundur. 8. mánud. Skipulag og starf Sjálfstæðisflokks- ins. Erindi flytur Ellert B. Schram. 10. miðvikud. Fundur með nýjum félögum. 12. föstud. Opið hús. 17. miðvikud. Almenningstengsl erindi: Konráð Adolphsson. 19. föstud. Opið hús. 20. laugard. Opið hús. 26. föstud. Jólagleði. 27. laugard. Jólagleði. ST J ÓRNMÁL AK YNNIN G Heimdallur mun í vetur leitast við að kynna stjórnmálasögu íslands frá 1830. með sérstöku tilliti til frelsisbaráttunnar. Þessi kynning mun hefjast með erindi Sigurðar Líndals, hæstarétt- arritara, 5. desember n.k. Auk þess mun Heim- dallur gangast fyrir kynningu á íslenzkum stjórnmálaflokkum, kynna aðdragandann að stofnun þeirra o. s.frv., starfsemi þessi mun aðallega fara fram í upphafi næsta árs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.