Morgunblaðið - 06.11.1969, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.11.1969, Blaðsíða 20
20 MOKGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1960 Sjómannasiðan í UMSJÁ ÁSCEIRS JAKOBSSONAR Svarað bréfi SJÓMAÐUR einn, sem nefn- ir sig Bísá, skrifar Sjómanna- siðunni langt bréf um muninn á kjörum islenzkra og fær- eyskra sjómanna á línuveiðum. Hann var á grálúðuveiðum i sumar og veiddi við hliðina á Færeyingi. Þó að afli væri svip aður var íslendingurinn aldrei nema í bezta lagi hálfdrætting ur á við færeyska sjómanninn. fslenzki sjómaðurinn nefnir átakanlegt dæmi um kjarahlut- armuninn með því að taka einn túr, sem hann segir að hafi ver- ið íslendingnum sérlega hagstæð ur að því er matið snertir en 61 prs. fóru í 1. fl, 37 prs. í II fl. og 2 prs. í úrkast. Hann reikn- ar síðan út hlutinn eftir skipta- kjörum á báðum bátunum og fær heldur óyndislegar tölur eða kr 16.660.51 í hlut fslendingsins en kr. 36.510.03 hjá Færeyingnum. Menn hafa gripið pennan af minna tilefni Það, sem orsakar þennan mikla mun er ekki að- eins að fiskverðið sé hærra hjá færeyska bátnum heldur eru skiptakjörin betri að sögn hins íslenzka sjómanns. Sjómaðurinn lætur fylgja bréfi sínu töflu um fiskverð hér og í Færeyjum og stingur þar í augun að verð á stórþorski veiddum á línu er hér kr. 6.59 en í Færeyjum á kr. 11 95 en þetta er þó smáræðis munur hjá stórlúðuverðinu en á þeim fiski eru Fáereyingarnir með kr. 49.77 en við kr. 19.26 og er þetta versta dæmið þó að ýsudæmið sé einnig skuggalegt, færeyska verð ið á henni er 16.40 en okkar 7.70 Kjaramunur ekki eins mikill og launamunur. Ég vil taka það fram, að ég hef ekkert kynnt mér þetta sjálf ur, heldur treysti mínum manni til að fara rétt með, enda eru möirg slík dæmin og þetta ekki það versta. Það hrukku til dæm- is margir við um daginn, þegar togarinn Sigurður seldi fyrir hálfa sjöttu milljón í næsta landi en hefði ekki fengið nema hálfa aðra milljón hér heima. Síldveiðisjómennirnir okkar eru heldur ekkert lukkulegir með fósturjörðina um þessar mundir. Þeir hafa verið a selja tra fyr iir þrefalt síldarverðið hér. Mér er sagt að brezku togarasjómenn irniir séu komnir með hærri lág- makstryggingu en okkar menn fá í aflahlut og kaup, þó að vel aflist og ég veit að það er satt, að íslenzkur togaraskipstjóri er minna en hálfdrættingur á við brezkan togaraskipstjóra með sama afla. Það er áreiðanlega gild ástæða til að velta málinu fyrir sér. fslenzku sjómennimir eru ekki eina stétt þessa ágæta þjóðfé- lags okkar, sem kemur grátt ledkin útúr samanburði við er- lenda stéttarbræður um þessar mundir, þegar borin eru saman launin í peningum. Söngurinn í læknum, vísindamönnum og flug mönnum, sem ekki hafa hér nema brot af launum starfsbræðra sinna erlendis hljómar enn í eyr um okkar. Verkamenn og iðnað- anmenn eru um það bil hálf- drættingar í kaupupphæð í sam anburði við hliðstæðar stéttir í nágrannalöndunum og rétt sem ég skrifa þessar línur heyrast mér opinberir starfsmenn eitt- vera að jarma í útvarpinu um að þeirra hlutur sé ekki ofgóður í samanburði við nágrannana. Þannig er sama hvar gripið er niður. Laun eru hér lægri og oft mikið lægri en í nágrannalönd- unum. Nú vita allir, að það er dýrt að vera íslendingur og við er- um alltaf að leika fínni menn en við höfum efni á að vera, og það þarf heldur ekki að tyggja það í neinn, að við erum í öldu dal, en þó er það nú svo, að dæmin hér að ofan segja ekki nema hluta sögunnar um raun- veruleg kjör atvinnustéttanna hér og í nágrannalöndunum. Sem betur fer er heildarkjara- munurinn yfirleitt ekki í neinni líkingu við launamuninn. Dæmið er nefnilega margþætt, ef það á að gera upp heldarafkomu a t-i vnnustétta í tveimur löndum. Launin eru ekki nema einn lið- ur þess dæmis. Almen.nt verðiag í viðkomandi landi er vitaskuld stór þáttur í dæminu og ekki aðeins verðlag á brýnustu nauðsynjum heldur einnig á vamingi utan vísitölu — það er dæmi um þetta, sem ég veit að sjómenn skilja. að það kæmi við þá að kaupa vindlinga pakkann á 100 krónur eins og gerist í nágraninialöndum, skattar og aðrar opinberar álögur eru líka mikið atriði í heildaruppgjör inu og þá ekki síður ýmis sam- hjálp þjóðfélagsins, sem er kannski með líkum hætti en þó aldre eiins í neinum tveim lönd- um, svo sem sjúkrahjálpin, al- mennar tryggingar, aðstoð til náms og aðstoð til húsnæðis- kaupa og allskyns ívilnanir eða styrkir af hinu margvíslegasta tagi. í baráttu okkar við verðbólg- una og dýrtíðina höfum við far ið meir en aðrir inná að greiða í hlunnindum og allskyns fríð- indum í stað beinna launa í pen ingum. Þegar allt dæmið er gert upp, þá er það áreiðanlegt og þarf ekki annað en ferðast hér um nágrannalöndin til að full- vissa sig um það, að afkoma ís- lenzkra launastétta og heildar lífskjör eru ekki eins léleg mið að við hliðstæðar erlendar stétt ir og launamunurinn bendir til langt frá því. Laun sjómannsins ákvarðast af skiptakjörunum og fiskverðinu (og svo auðvitað aflanum). Að því er lýtur til fiskverðsins má heita að sjómaðurinn eigi ein- vörðungu við fiskiðnaðinn og verður það rætt hér síðar, en um skiptakjörin á hann við út- gerðarmanninn. Afkoma hans er því enn að verulegu leyti ná- tengd afkomu útgerðarinnar hverju sinini. Nú er það staðreynd að sjáv- arútvegurinn hér hefur allt frá því 1926, að undanskildum stríðs árunum, rambað á barmi glöt- unar. Hann hefur aldrei fengið að græða og byggjast upp með eðlilegutm hætti, hv-ernig svo sem verðlag eða afli hefur verið. Meg inorsökin til þessa er sú, að sjáv arútvegurinn er eini gjaldeyris- öfluniaratvinnuvegur þjóðarinn- ar og til hans sækja allar stétt- ir og allt þjóðfélagið gjald- eyri til kaupa á nauðsynjum sínum. Það er því ekkert ónorm alt við það, að það sé um stöð- ugan þrýsting að ræða frá allri þjóðinni í þá átt að halda niðri verði gjaldeyrisins. Árum saman og áratugum sam an hafa stjórnmálamenn ekki þorað að skrá krónuna rétt af ótta við reiði almennings. Þeir hafa því brugðið á það ráð, að skammta sjávarútvegnum aldrei meira verð fyriir þann gjald- eyri sem hann aflaði en rétt nægði til að hann héldist gang- andi. Þetta er megin ástæðan til þess að sjávarútvegurinn hér hefur verið, er og verður ævinlega í kröggum. Fleiri og fleiri hallast að þeirri skoðun að sjávarútvegurinn losni aldrei að gagni úr þessari sjálfheldu meðan hann sé eini útflutningsatvinnuvegurinn. Ef fleiri stéttiir fara að hafa hagsmuna að gæta í útflutningi og þá réttri skráningu krónunn ar, þá myndi þessum þrýstingi létta af einhverju leyti af sjáv- arútvegnum, en það er nú önn- ur saga. Önnur ástæða til þess, að sjáv arútvegur okkar er í meiri og jafnari kröggum, því að hann sér aldrei til lofts, en útvegur ná- gnannalandanna, er vtaskuld sú, að þetta er einn af meginatvinnu vegum þjóðarinnar og það er því ekki hægt að sleppa honum við gjöld og álögur til dæmis út- flutningstoll og þess háttar, en það geta nágrannalöndin. Þetta stanzlausa hallæris- ástand hjá útveginum bitnar vita skuld á sjómönnunum þeir vita það og er þess skemmst að minn ast frá í vetur, að þeir gáfu eft- ir hluta af því fiskverði, sem myndaðist við gengisfellinguna og þeim að réttu bar.eins og öðr um útveigsmön.num. Tekjur þeirra höfðu á tveimuir árum rýmað stórlega vegna aflabrests. Almenn ingur ærðist yfir verðhækkun- um vegna gengisfellingarinnar, en hvað hefði þá sjómaðurinn ekki mátt segja þar, sem hann varð ekki aðeins að taka á sig verðhækkanir eins og aðrir, held ur hurfu tekjur hans af öðrum orsökum um leið allt að tveimur þriðju. Vegna áðurnefndrar eftirgjaf- ar, gerðri af hreinni þjóðholl- ustu, fær sjómaðurinn ekki fullt fistkverðið, sem fiskiðnaðurinm borgar, heldur rennur hluti af því til útgerðarinnar einnar. Sjó menn nágrannalandanna afturá móti fá að fullu það fiskverð, sem fiskiðnaður landa þeirra get ur borgað og einnig eru skipta- kjör þeirra hagstæðari af sömu ástæðu. — Þannig er fenginn hluti af skýringunni á því, af hverju okkar sjómenn búa við vemri skiptakjör ög lægra fisk- verð en nágrannar þeirra. Því veldur samfellt hörmungar- ástand hjá íslenzka útvegnum. Þó að þeim prósen.tum sem að útgerðin fær ein í sinn hlut af fiskverðinu, sé bætt við fiskverðið til sjómannsins bá nægir það ekki til þess, að fisk- verð það sem íiskiðnaður okkar borgar sé jafnhátt því, sem ger- ist í nágrannalöndunum. Nú verkum við talsvert á dýr asta markað, Bandaríkjamarkað, og yfirleitt ekki á neinn mark- að labari en keppinautar okkar og hráefnið hér er það bezta sem þekkist, það er því von að sjómaðurinm spyrji: — Af hverju getur fiskiðnað- ur okkar ekki greitt sama verð og fiskiðmaður nágrannaland anna? Þessu má svara stutt og lag- gott: — Það gerir sósíaliisminin í hon um. Það e>r alkun.n.a að við höfum í nærri fjóra áratugi hrærst á milli hins kapitaliska og sosíal- iska hagkerfis og leitað eftir millivegi milli gróðasjónarmða í reksfcr og félagslegra sjónar- miða Okkur hefur gengið mis- jafnlega að rata þennan milli- veg og oft lent í ógöngum og vegleysum. Nú ætla ég ekki að gera upp á milli þessara tveggja hagkerfa í heild, og vonandi er milliveg- urinn rétta leiðin þrátt fyrir að okkur hafi gengið illa að finna hann, en hitt fullyrði ég, að hin sjónarmið hafi ráðið langt um of miklu í ýmsum rekstri hérlendis Það voru þessi sjónarmið — hin félagslegu — sem réðu því að hér var á fjórða áratugi ald airinnar efnt til margvíslegrar starfsemi í þeim ágæta tilgangi einum að skapa hér atvinnu og þessu höfum við haldið áfram öðrum þræði síðan. Rekstrarlegu sjónarmiðin — hin kapitölsku — hafa verið litin homauga og þeirra stundum alls ebki gætt. Iðnaður okkar er að nokkru leyti svonta til'kominn og ékki sízt figkiðniaðurinini. Það va>r byggt frystiíhús, vinnsliustöð eða verkgmiðja hér og þar í atviinniu skyni og öðrum félaigsleigum ástæðum. Að þeissum fyrirtsekj- um var sa-fnað forstjórum eftir pólitískum lit fremur en dugn- aði og vinnufólkið var margt af- lóga fólik, sem ekki nýttist til róðra eða búska.par. Sú tíð er fullorðnum sjómöninum í fersku minni, að verkalýðsfélögiin voru að pín.a hálfóvinnutfæru fólki inn í fiskvinnisliuina til að fá eitt- hvað handa þvi til að gera og einniig miuna men.n þann styrr, sem um þetta stóð og sjómenn voru á þeim tírn.a alveg klárir á því, á hverjum þetta bitnaði. Það er enn að gerast að fisk- urinn, sem sjómaðurinn flytuir að landi sé notaður til atvinnu- bóta fyrst og fremist. Frystilhúsin og vininslustöðvar nar eru notaðar fyrir skólafólk á sumirum og húsimæður, sem vil'ja skreppa í fisk tíma og tíma. og hreppsn>efnda>rfyrstihúsafor- stjórar eru enn margir. Fiskiðnaður í atvinnubótaskyni Auðvitað eiga allir rétt á vinn'U, en það er ekki til lan>g- f.rama hægt að reka heilan at- vinnure'kstur í atvinnuibótaskyni fyrst og fremst og það á alls ek'ki að nota afla sjómannsins til a.tvinnuibóta fyrir unigliinga og ígripafólk og oft aflóga fólk, nema bæta honum það. Með þessu lagi gkapaat aldrei nægj- aníeg harka í iðnaðinum til að mæta samkeppni á erlendum mörkuðum. Fyrir hvað balda land smenn að sjómaninastéttin beri af öðrurn í afköstum? Það er fyrst og fremst veigna þess að þar gilti harkan sex. Það tók enginn skipstjóri í mál að manna skip sitt út frá félagsleigu sjón- armiði. Hann valdi sér fólk eft- ir dugnaði og um borð mynd- aðist því vinnuihraði og afköst, sem gerði sjómannaistéttina okk a>r afkasta mestu sjómamnaistétt í heiimii. Það er táknrænt og sjómenn ættu að veita því athyglá hvað félagslegu sijónarmiðin eru ríkj- andi, að í öllum þeim umræðium, sem eiga sér nú stáð um skipa- smáði og aukinn útveg, heyrast sjómenn varla nefndir — það á ekki að byggja skipin fyrir þá, beldur til að skapa lamdverka- fólki, iðnaðarmönnum og skóla- fólki og atvinnuleysingj'um a>l- miennt atvinnu, Þetta er megin- sjónarmiðið í umræðiunum. Það er vairla að nokkur nefni rekstr arlega sjónarmiðið. Bjargráðið við atvinnulteysi er eins og áður að senda sjómanninn út eftir at- vimnuibótabútungi. Það er ekki hægt endaliauist að ætlast til að menn rói í kristilegum tilgangi. Sá til'ganiguir er eins og allir vita ágæfcur á sunnudögum en óbrúk legur hvuin.ndags ekki sízt í sjó- sókn og fiskiðnaði. Útgerðarmenn, sem refca vil'ja í ábataskynii, neita að koma ná lægt gkipakaupum. Sjómaðurinn gæti gert það með sama réttL Hamn ber ékkert meira úr být- um á atvinnuibótaskipum framtíð arinnar en hann gerir nú á þeim a.tvinnubótafleytum, sem fyrir lamdi eru, nema viðhorfin breyt ist. Hann verður að sfcetfna að því að útgerðin fái að græða og fiskiðnaðurimn sé rekinn einmáig í gróðaskyni. Hann verður að krefjast þess að þjóðfél'agið finni eimhver önnur ráð við at- vimnuleysi en þau, að reka frysti hús og fiskvinnslustöð<var fyrst og fremst fyrir atvinmulieysimgja. Fiskiðnaðuirinn þarf að standast harða samibeppni erlendis og get uir ekki notað nema úrvaisfólk og alls ekki fleira fólk en þörf er á hverju sinnii. Þá er að ræða þá orsökina, ssm mörgum er augljósust fyrdr því, að fiskiðnaður okkar gefcuir ekki greitt sama verð og hlið- stæður iðnaður nágrannaland anmia og það er meðferðin og þar af nýtingin á aflianum, sem sjó- .mað'urinn leggur á land. Þarna á sjómiaður sjálfur nokkra sök með metamorkum sín um en það er samt staðreynd, að hann lieggur þó meir.a á la-nd af öndvegishráefmi em nokkur annar sjómaður en því er spillt í tandi og er það ekkert laun- ungam.ál. í grein, sem óg sfcrifaði fyrir Frost, blað fiakiðnaðarins, nakti ég meðferðina á fiskinum ítarlega og geri það því ekki hér, en það er gtaðreynd, að hún er sliæm. Löndunarberfið er úrelt, svo sem þessi hroðalegi aksbur og geymislur húsanna fl'estra eru afl'eitar. Að því er lýtur að fiskiðnað- inum, afköstum í honum og með ferð afllanis á sjómaðurinn nokkra vörn, ef hanm vill beita sér og gefur sér tima til þess frá hefðbundnum sl'aigsmálum við likið af útgerðarmamninum. Hann getur gerbreytt vinmu- brögðumuim og aðferðunum í krafti samtaka sinna og aðstöðu í rauninnii bíður fisikiðnaðurinn og ölfl þjóðin eftir þrýstimgi frá sjómaminimum í þessu efni. Sjó- maðurinn verður þarna að hatfa forystuna. Hamn er eini aðil'iinn, sem hefur bolmagn til að knýja fram verulega breytimgu og hon um er það skyldast og nauð- synilegast Ég tel mig nú hafa svarað Bísá, þegar hann spyr af hverju laumikjör íslenzkra sjómianna séu lakari en nágrannamna. og sam- andreigið sva.r mitt er þetta: Heildarkj aramumur ísilenzkra sjómannias'téttar og ná.grainna sjómanna er ekki eina rnikil og laumamumurinn (eða fisk- verðið) bendir til. 2. Útvegurinn, sem sijómaðurdnn rær á, er alltaf á barmi gjald þrots og það bitnar á sjómann inum. 3. Fiskiðmaður.inm er rekin sem atvinnubótaatvinnuvegur að veruleigu leyti og þar eru af- köstin léleig, nýtingin léleg og hagræðingin lél'eg og hann er ekki samkeppmisfær og get ur því ekki borgað sama verð og fiskiðnaður niágramma land amna. Skrifstofustarf Stúlka, sem getur skrifað ensk og dönsk verzlunarbréf óskast til starfa hálfan daginn, helzt eftir hádegi. Skrifleg umsókn sendist afgr. Mbl. merkt: „Heildverzlun — 9".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.