Morgunblaðið - 02.10.1970, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.10.1970, Blaðsíða 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBBR 1970 MORGUNBUAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1970 17 fltwyMttlfttfrffr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar R itstjó ma rf ul Itrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald 165,00 kr. f tausasölu hf. Arvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjöm Guðmundsson. Bjöm Jóhannsson. Ámi Garðar Kristinsson. Aðalstraeti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. á mánuði innanlands. 10,00 kr. eintakið. I ÓÞÖKK 36090 REYKVIKINGA Twað er athyglisverð stað- * reynd, að í Alþingiskosn- ingunum 1967 voru 36090 Reykvíkingar því algjörlega mótfallnir, að kommúnistar kæmust á þing, nánar tiltek- ið maður að nafni Magnús Kj artansson. í þeim kosn- ingum tóku þátt 41513 reyk- vískir kjósendur en listi kOmmúnista hlaut aðeins 5423 atkvæði. Samkvæmt þessu situr ofannefndur for- ystumaður Kommúnista- flokksins á Alþingi íslend- iniga í óþokk 36090 — þrjátíu og sex þúsund og níutíu — reykvískra kjósenda. Það er líka eftirtektarvert, að þeim Reykvíkingum fer stöðugt fækkandi, sem vilja hafa kommúnista á þingi. Ár- ið 1963, þegar Einar Olgeirs- son var enn í framboði fyrir kommúnista voru 17,8% af borgarbúum þeirrar skoðun- ar, að Einar ætti að sitja á þingi en um leið og nafn Ein- ars O'lgeirssonar var horfið af listanum og nafn Magnús- ar Kj artanssonar var komið í staðinn hrapaði þetta hlutfall niður úr öllu valdi. Árið 1967 voru aðeins 13,3% borgarbúa þeirrar skoðunar, að komm- únisti ætti að sitja á þingi. Þegar menn skoða úrslit síð- ustu A1 þingiskosni nga í þessu ljósi vaknar sú spurning, hvemig á því standi, að Magnús Kjartansson hefur geð í sér til þess að sitja á Alþingi í óþökk 36090 Reyk- víkinga eins og hann hefur gert sl. þrjú ár. Það er ekki að furða þótt þessi maður berjist eins og gamalt ljón gegn prófkjöri. Hugarfarið eitt og hið sama 17’yrir skömmu voru Islend- * ingar heiðraðir með ó- venjulegri heimsókn. For- sætisráðherra Búlgaríu kom hingað í opinbera heimsókn, að eigin ósk, og hafði þrjá tugi manna til fylgdar. Minna mátti það ekki vera. Hinn búlgarski gestur vakti nokkra athygli hér, fyrst og fremst vegna þeirra yfirlýsinga, sem hann gaf á sögulegum blaða- mannafundi. Hann lýsti því yfir, að það yrði aldrei leyft að kommúnísku skipulagi yrði steypt og taldi að komm únískir ráðamenn hefðu að- eins gert skyldu sína með innrásinni í Tékkóslóvakíu. Á þetta er minnzt hér vegna þess, að Todor Zhiv- kov er dæmigerður fulltrúi fyrir stalínískt hugarfar, sem við höfum raunar einnig kynnzt hér á landi. Skoðanir Todor Zhivkovs, sem var eirin af upphafismönnum innrásar- innar í Tékkóslóvakíu og Magnúsar Kjartanssonar, fara til að mynda alveg sam- an. Meðan Zhivkov gaf her- sveitum sínum fyrirskipun um að sækja inn í Tékkósló- vakíu, sat skoðanabróðir hanis á íslandi og rit- aði pistil þess efnis, að til þess mætti aldrei koma, að frjálsdr flokkar og frjáls blöð fengju að þrífast í Tékkóslóvakíu. Engum dettur í hug, að bein lína hafi verið milli ritstjómarskrifstofa Þjóðviljanis og aðsetúrs búlg- arska forsætisráðherrans. En hugarfarið var eitt og hið sama og það réð úrslitum. Nýtt rekald á fjörum kommúnista 17'ommúnistar hafa um ára- tuga rkeið talið sér ófært með öllu að ganga til kosn- inga án þess að ná siamstarfi við einhverja aðila í öðrum flokkum. Árið 1938 var Héð- inn Valdimarsson fyrir val- inu en það samstarf rofnaði nokkrum mánuðum seinna. Árið 1956 varð Hannibal Valdimarsson fyrir valinu. Sú samvinna stóð í 12 ár en er nú öll. "1' Kommúnistar voru farnir að örvænta um, að nýtt rek- ald mundi koma á þeirra fjörur að þessu sinni — en gæfan sneri ekki baki við þeim fremur en fyrri daginn. Stefán Jónistson, fréttamaður, yfirlýstur Framsóknarmaður, hefur tekið að sér hlutverk hins nytsama sakleysingja. Nú er aðeins eftir að sjá hvaða nafn verður fundið á ,,samfylkingu“ þeirra komm- únista og Stefánis Jónssonar. [ Að Húsa- felli: Við Teitsg'ii. Dýrðarljómi og draugatrú Húsasvæðið ineð íþróttavelli og golfvelli. MARGIR eiga enn eftir af sumarfríunum sínum og einhverjir hyggjast eflaust ekki getað notað það, ef þeir komast ekki til útlanda. Hugsa því sumir til heitari landa og halda á „sólar- strendur“, eins og það er svo fagurlega nefnt í auglýsing- unum. Flestir gleyma þó, að það er enn hægt að verja fríi til ýmis- legrar dægradvalar hér heima, ekki sízt þegar svo vel hefir viðrað sem að undanförnu. Enn mun það til, að fólk bregður sér í sumarhúsin sín uppi i sveit og á þar notalega helgi, nýtur myrkrar kvöldkyrrðarinnar, eða situr við lampaljós, ef vindur- inn gnauðar úti. Sumir halda svo á gæsaveiðar og þeir, sem fremur eru friðelskandi, fara að tína ber. Svo er ekki langt í Frá vinstri: Geir Björnsson, hótelstjóri, Kristleifur Þorsteins- son og Gunnar Einarsson, arkitekt. rjúpnatímann fyrir hina skot- glöðu. Mörgum gleymist sú stað- reynd að aldrei er landið okk- ar litskrúðugra en einmitt á haustdegi, þegar blóm og grös eru byrjuð að sölna. Það má því enn skoða dásemdir náttúrunn- ar og þarf hvorki júní- né júlí- daga til þess. Þetta kom mér i hug þegar ég frétti að farið væri að fækka gestum hjá kunningja mínum, Kristleifi Þorsteinssyni á Húsa- felli. Mörgum mun kunnugt að Kristleifur býr upp á nokkuð sérstæðan máta, sennilega einn bænda, sem býr með hús fyrir þá sem njóta vilja kyrrðar og skoða náttúruna og leika það, svo sem i vikutíma, að þeir eigi sumarbústað á einum af feg- urstu stöðum landsins. Ég er sjálfsagt ekki einn um það, að hafa dreymt um að eignast sumarbústað á fögrum stað í landinu, utan við skark- ala umferðar og borgarlífs. Allt af hefir þó verið eitthvert verk efni og annað með hýruna að gera en verja henni í spýtur og fleira með tímann að gera, en banga saman sumarbústað. Það var því skemmtileg til breyting að halda upp að Húsa- felli eina helgina og dveljast þar í fullkomnum sumarbústað, meira að segja með öllum lífs- ins gæðum. Einmitt í sama skiptið gafst mér tækifæri til að rabba ofur- litið við þá Kristleif á Húsa- felli og Geir Björnsson hótel- stjóra í Borgarnesi, sem brá sér þangað upp eftir. Til um- ræðu voru ferðamál Borgar- fjarðarhéraðs. Ekki alls fyrir löngu tóku sig saman allmargir aðilar í Borg- arfirði og stofnuðu ferðamála- félag. Að þessu félagi standa fyrst og fremst allir veitinga- menn, en auk þeirra nokkrir bændur og að sjálfsögðu gisti- staðir allir í héraðinu svo og Akranesbær og Borgarnes hreppur fólksbifreiðastöðvar og Akraborg. Stjórn þessa félagsskapar skipa þeir Geir Björnsson, hótel stjóri í Borgarnesi, Kristleif- ur Þorsteinsson á Húsafelli, Leopold Jóhannesson veitinga- maður i Hreðavatnsskála, Pét- ur Geirsson, veitingamaður í Botnskála og Jón Ben Ásmunds son bæjarritari á Akranesi. Tilgangur félagsins er að auka ferðamannastraum um Borgarfjarðarhérað, bæta að- búð þeirra og stuðla að nátt- úruvernd. I félaginu geta allir verið sem áhuga hafa á ferða- málum og búsettir eru í hérað- inu. Þegar hefir verið ákveðið að gefa út greinargóðan upplýs- ingabækling um héraðið með staðarlýsingum og vegakorti. Auk þessa verða svo bæklingar fyrir hvern einn stað. Þá hefir félagið í hyggju að koma upp miðstöð með leiðsögumönnum og skipuleggj a þaðan ýmiss kon ar ferðir um héraðið, bæði á bílum og hestum. Það er margt að sjá í hinu fagra Borgarfjarðarhéraði og hvar sem farið er birtist eitt- hvað sem augað gleður. Þar úir og grúir af sögustöðum og þar er fjöldi staða, sem eru mjög ákjósanlegir fyrir ferðamenn. Það er fleira þóknanlegt í líf inu en þverhandarþykkar síð- ur og kúasmjör. Sveitir lands- ins geta selt svöngum og þyrst um annað en landbúnaðarafurð ir. Sveitirnar geta aukið við andlegt fóður og fegurðarskyn þeirra, sem hungrar og þyrstir í fagra náttúru og vilja dvelj- ast við fossa og í fjallasölum. Hitt er svo annað, að mörg- um til sveita finnst það ekki samrýmast íslenzkri gestrisni að selja náttúrufegurð og und- irhalda ferðamenn fyrir borg- un. Þetta er hins vegar arg- ur misskilningur, sem veldur tjóni fyrir landsbyggðamenn og hrekur ferðaglaða fólkið til annarra landa, þar sem það fær fúslega veittan beina og þá auð vitað gegn greiðslu. Alltaf þegar ég hugsa um Húsafell, að ég tali nú ekki um þegár ég kem þangað, þá dett- ur mér fyrst i hug séra Snorri Björnsson, sá frægi galdramað- ur, skáld og kraftajötunn. Ekki fer hjá því, þegar maður dvelst heila helgi á Húsafelli og geng ur um gil og fjöll þar í ná- grenninu að upp rifjast gamlar sagnir um Snorra. Ætlunin er þó ekki að ræða þær að neinu marki að þessu sinni. Heldur skulum við ganga um staðinn með þeim Kristleifi og Gunnari Einarssyni arkitekt, en hann hefir teiknað skipu- lag svæðisins, sem er einkar skemmtilegt og á eftir að verða enn skemmtilegra, þegar fram í sækir. Kristleifur segist nú hafa rek ið þetta húsabú sitt í 7 ár, en hann sagði að frumhugmyndina að þessum atvinnurekstri hefði Guðmundur Þorsteinsson í Efri Hreppi átt. Ahafnasvæðið og sumarhúsin eru í skógarjaðri Húsafellsskógar nærfellt gegnt bæjarhúsunum á Húsafelli. Þar hafa nú verið reist 10 stór sumarhús, eins konar fjöl- skylduhús, en þau eru þó ekki öll jafn stór. Nýverið hafa svo verið reist tiu minni, sem eru nánast á stærð við 4—6 manna tjöld, en þau eru ekki búin rúmum, og ætluð sem svefnpokahús. 1 öllum stóru húsunum er vatn, eldunarkrók- ur og í sumum þeirra stærstu svefnloft, auk allra venju- legra, einfaldra húsgagna. Þar er einnig gaseldavél og öll tæki til eldunar og framreiðslu mat- ar. Auk þess eru húsin upphit- uð. Þú kemur því aðeins með rúmföt og hráefni til matargerð ar, þegar þú flytur inn í þessa mjög svo snotru og haganlegu sumarbústaði. Svo er sameigin leg snyrting fyrir stóru húsin, einnig steypibað og gufubað- stofa. Ofurlítill steyptur pollur er kominn og við hann er fyrir hugað að koma upp fullkominni sundlaug á næstunni. Nokkru lengra inni í skóginum, í all- stóru rjóðri eru litlu húsin tíu og þar eru einnig tjaldstæði. Sameiginlegt eldhús er þar, sem gestir húsanna geta fengið að- gang að og einnig er sameigin- leg snyrting. Gistirúm er fyrir alls 30 manns í litlu húsunum, en í hinum stóru eru 43 rúm. Þar er að sjálfsögðu hægt að hýsa miklu fleiri og er mikið svefn- pokapláss á svampdýnum, sem settar eru á gólfin. Nú, og hvað kostar svo þetta? Stærstu húsin kosta 700 krón ur yfir sólarhringinn og er þá innifalið gas, rafmagn, gufubað og það sem húsunum fylgir. Dveljist þú i viku, eða lengur, er 10% afsláttur frá þessu verði. Minnstu húsin, af hinum stærri, kosta samsvarandi 400 kr. á sólarhring. Hvílupokahúsin kosta svo 250 kr. með aðgangi að eldhúsi. Tjaldstæðaverð er 75 kr., en því fylgir aðstaða til snyrtingar. Óþarft er að lýsa þessu öllu miklu nánar. Þarna er um að ræða snyrtileg sumarhús, eins og þau munu víða gerast hjá einstaklingum. Þægileg, en án alls óhófs. Það má dveljast þarna talsverðan tíma fyrir þá upphæð sem svarar vöxtum af samsvarandi sumarbústað. Geta menn gert sér það til dundurs að reikna það út, ef sumarbústaðurinn með öllum búnaði kostar 150—200 þús. krónur, að ekki sé talað um veg legri byggingar og staði, þar sem landið eitt undir bústað- ina kosta fleiri tugi þúsunda. Og hér á Húsafelli má eyða vetrardögum í góðu yfirlæti, svo lengi, sem fært er upp Hálsasveit. Ég fæ ekki skilið svo við þetta rabb um Húsafell að ekki sé svolítið getið Snorra Björnssonar og þess hugblæs, sem mér fannst hann setja á staðinn, þegar ég gekk um þær slóðir, er hann valdi hellur sín- ar og hnullunga i Húsafells- byggingarnar. Bæjargil varð okkur auðvit- að fyrst til fanga. Þetta gil ber einnig nafnið Draugagil og þar á Snorri hlut að. Ég hef alltaf haft mjög gaman af sögunni af viðureign þeirra Magnúsar kon ferenzráðs Ólafssonar Stephen sens og Snorra, er Magnús fór að sækja hann heim, andstætt ráðum föður hans, Ólafs stift- amtmanns. Snorri villti fyrir Magnúsi og mönnum hans, og lét þá vera að rangla kring- um Húsafell í tvo sólarhringa, áður en hann tók á móti þeim. Síðan gerði hann Magnúsi vel til og ræddust þeir lengi við og þar með um tilvist djöfulsins, sem Magnús harð- neitaði. Einnig andmælti hann Framhald á bls. 18 Séð ofan yfir Húsafell úr Bæjargili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.