Morgunblaðið - 02.10.1970, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.10.1970, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2, OKTÓBER 1970 — Skólamál Námstregi Framhald af bls. 14 of einhliða áherzlu á þennan þátt vitsmunalífsins og að sama skapi til vanmats á sjálflægri (subjektiv), milliliðalausri lif- un. 1 raun og veru er farið að líta á existential og sjálflæga til veru sem blekkingu, eins konar spegilmynd af veruleikanum. í raun og veru ætti skynsömu fólki ekki að leyfast að hafa neina beina tilfinningu af til- veru sinni! GREINDARHUGTAKIÐ OF ÞRÖNGT Bent skal á, að margir sér- fræðingar efa nú hið altæka og heildstæða (globale) greindar- hugtak Binet og Termans, sem þeir leggja til grundvailar greindarmælingum. Æ fleiri hall ast að margþættara og dyna- miskara eða ávirkara kerfi, sem ætlað er að gefi réttari mynd af starfrænni gerð vitund ar. 1 þessu sambandi bendi ég á kenningar og tilraunir manna eins og Guilfords. Námsáhuganum (motivering- en) og sjálftengdum þörfum nem andans er stöðugt veitt meiri athygli ásamt hinum dynamisku, geðrænu og samfélagslegu þátt- um í tilveru mannsins. Það er spá min, að af þessum vettvangi sé mestra tíðinda að vænta næstu árin. Ég mun nú telja upp nokkr- ar rökstuddar skoðanir og til- raunir varðandi geðræn og félagsleg öfl, sem hafa áhrif á námsgengi og þá ekki sizt hjá námstregum. Upptalningin verður að nægja, enda munu áheyrendur mínir fiestir kannast við þær hugmyndir sem hér er vísað til. Ég nefni fyrst rannsóknir McClellands á „achivement mo- tive“ eða „afrekslöngun“ og hvernig hún virðist ákvörðuð af stéttarlegum siðvenjum og menn ingarhefðum. Vissar stéttir meta árangur og afrek flestu öðru fremur. Mikil umbrot og merkileg hafa átt sér stað innan klíniskr- ar og samfélagslegrar (sosial) sálarfræði. Mín skoðun er sú, að þar sé margt merkilegt i mótun, sem skólamenn hafa sýnt of mik ið tómlæti. Þessi nýfengna þekk ing, sem aðallega hefur verið afl að í Bandarikjunum, á sér marg- ar rætur, t.d. í kenningum sál- könnuða (psykoanalyse), ýms- um greinum dynamiskrar sálar- fræði, ekstentialisma, hugmynd um guðfræði o.s.frv. •S.IÁI.FSMYND OG NÝ VIÐHORF Vissulega mun margt hér vera uppblásið og með yfirbragði aug lýsinga, en samt er ég sannfærð- ur um, að af þessum vettvangi koma og eru þegar komnar, hug myndir, sem mikilvægar eru fyr- ir skólána og þá sérstaklega fyr ir þá nemendur, sem höllum fæti standa. Ég nefni eftirfarandi sem dæmi. Hugmynd Eriksons um sérstæði (identy) er gagn- leg og varpar ljósi á margt í skapgerðarmótun manna og þá sérstaklega ungs fólks. Sjónar- mið Carl Rogers eru einnig vel þekkt nú til dags. Áherzla sú sem hann leggur á að koma til móts við sjálfan sig og aðra og skilgreining hans á sjálfsmynd (seif-concept) hafa haft mikil áhrif, ekki bara innan þröngs hóps sáifræðinga heldur í öllu samfélaginu og innan skólanna. Þetta á ekki sízt við þau áhrif, sem skoðanir annarra um getu okkar og hæfileika, hafa á frammistöðu okkar og atferli. 1 þessu sambandi nefni ég líka „phenomenologisku" viðhorfin innan sálarfræðinnar. Nefni þar aðeins nöfn eins og Kurt Levin, Ccxmtos og félaiga haos. Maslow við Brandeis-háskólann hefur djarfmannlega og með miklu innsæi sett fram margar mikil- vægar hugmyndir um auðugra lif, sem m.a. eiga uppruna í nýrri túlkun á samruna and- stæðna og þversagna (paradox) í lífi manna og tilverunni allri. Allir þessi-r höfundar leggja áherzlu á vaxtarmátt sjálfsvit- undarinnar og hæfileika manns- ins til að leysa sin vandamál sjálfur og öðlast heilbrigði, (non-directive stefna eða að- hverf viðhorf). Þeir leggja áherzlu á sjálfið, sjálfsvirðingu, traust og „commitment" sem grundvöll að heilbrigðu og ár- angursmiklu lífi bæði við nám og störf. 1 þessu sambandi get ég ekki látið hjá líða að nefna bók Glassers „Schools without Faii- ure.“ Hvað sem segja má um ýmsar staðhæfingar hans, er enginn vafi á því, að við þver- brjótum einföldustu lögmál um nám og mótun atferlis með nei- kvæðri áherzlu á mistök, og of- notkun námshvatningar, sem toyggir á metnaði og ótta. Við sýnum tillitsleysi við geðheilsu nemenda og heilbrigða þróun sjálfsins, og loks þvingum við alla nemendur með einkunna- gjöf inn i tölfræðilegt likan nor mal kúrfunnar, þar sem selv- akseptering (sjálfsviðurkenn- ing) helmings einstaklinga i nemendahóp, byggir öðrum þræði á niðurlægingu hinna, sem lakari árangri ná. Vil ég sérstaklega benda á athuganir Brúners, þar sem hann talar um grundvallarmun í vitsmuna- atferli duglegra námsmanna og hins vegar námstregra. Atferli hinna fyrrnefndu nefnir hann „coping“ sem einkennist af sjálfstrausti og frelsi nemenda til að prófa sig áfram. Atferli hinna námstregu kallar hann aft ur á móti „defending". Þeir eru í stöðugri vörn og vinna verk sitt í skugga kvíða og hug- streitu, sjálfsvirðing þeirra er lömuð og hugur þeirra deigur. ÁLIT KENNARA Á HÆFI- LEIKUM NEMENDA Ég minni á skoðun All- port, að við vanrækjum tján- ingarstíl — „expressive style" — hjá nemendum, en ofmetum árangur eða afköst. Að lokum minni ég á hina athyglisverðu tilnaun Rosentals og Jakobsens frá 1968. Hér er um að ræða það sem nefnt hefur verið „self ful- filling prophecy." Tilraunin bendir til, að álit kennara á hæfileika nemanda hafi í sjálfu sér marktæk áhrif á námsárangur. Allir kennar- ar ættu að kynna sér hana. Ekki væri úr vegi, að minna á nauðsyn rannsókna í sam- bandi við vandamál hinna náms- tregu. Menningarleg og félags- leg atriði eru hér mjög mik ilvæg. Þess vegna verða menn að fara varlega í túlkun á niður- stöðum rannsókna t.d. frá Bandaríkjunum. Hér á þinginu hafa menn haldið fram mikilvægi samstarfshópa eða teymisvinnu (teamwork) á vettvangi upp- eldislegra rannsókna. Þetta er verkefni, sem að mínu áliti, ætti að skipuleggja á samnor- rænum grundvelli. Fyrir Island yrði það mikilvægt, tel ég, að fá að taka þátt í slíkri samvinnu. Að síðustu set ég hér fram nokkrar staðhæfingar sem beint eða óbeint snerta stöðu hins náms trega nemanda. Jafnframt nefnl ég lítillega tillögur til breytinga. Margt af því varðar markmið og aðferð skyldunámsskólans í heild. Vandi hinna námstregu er vandi og verkefni skólans sem stofnunar, og verður það tvennt ekki aðskilið. Ég hlýt að stytta mjög mál mitt og taka þá áhættu, að eitthvað valdi mis- skilningi. Ég verð einnig að játa að ég er sjálfur óviss um mjög margt. 1. Skólanum eru að opnast ný- ir möguleikar, sem ekki sízt ættu að koma hinum námstrega til góða. Fræðilega má einkum benda á fjölþættari og dyna- miskari túlkun á greindarhug- takinu og einnig ný og jákvæð viðhorf frá félagssálarfræði, klíniskri sálarfræði, sállækning- um og að nokkru einnig frá rannsóknum innan menntunarsál arfræði. Kennslutæknilega séð felst byltingin í notkun nýjustu fjölmiðla (massmedia) tölvum, nýrri gerð skólabygginga og margvíslegri annarri tækni. 2. Kennarar á skyldunámsstig um mættu gera sér ljóst, að þeir verða nauðugir viljugir að taka að sér uppeldishlutverk foreldr anna í sívaxandi mæli. Kennsla þeirra verður því að verulegu leyti mótun atferlis (modifiser- ing) og félagsleg aðhæfing (socialisering) nemenda. Þótt mótsögn kunni að virðast, mun þetta krefjast stóraukinna sam- skipta heimila og skóla, foreldra og kennara. Skólinn hefur ver- ið allt of lokuð stofnun. S.IÁLFSLIFUN ENGUM ÖÐRUM TILTÆK 3. 1 stað þess að byggja kennsluna á grundvallarhug- mynd um vöntun og skort, verð- ur að ganga út frá forsendum um auðgi mannlegra eiginleika og hæfileika. Þar verður að toyggja á útvíkkun á greindar- hugtakinu og viðurkenningu annarra þátta persónuleik- ans sem verðugra viðfangsefna. Maðurinn í sjálfu sér sem „sub- jekt“ er óskiptanleg eining, og sjálfslifun einstaklings er eng- um öðrum tiltæk, en verkefni og hlutverk (roles) hans eru margvísleg. Þessa „subjektivu" og „objektivu" eðlisgerð manns- ins verður að viðurkenna og kenna nemendum að njóta hvors tveggja óttalaust. Þar fær skól- inn verðugt viðfangsefni. 4. Námsmat og einkunnir eru tvennt ólíkt. Einstaklingsbundn- ar einkunnir ætti að afnema al- gerlega á skyldunámsstiginu. 1 framhalds- og sérskólum verður að haida uppi vissum kröfum, e.t.v. með einkunnum, þvi það er alger samfélagsleg nauðsyn. Námsmat og próf eru upplýsing- ar um verk nemenda og einnig nokkru leyti kennara. Hafa ber í huga, að lögmál náms og kennslu eru ekki hin sömu. Því er örugglega rangt að meta ár- angur nemenda og kennslu kennara á sömu mælistiku. Þessi vandi er flóknari. Báðir eiga nokkuð á hættu og ber þeim því að sýna hvor öðrum fyllstu nær- gætni og tillitssemi. Að því leyti sem próf og námsmat er notað sem dómur um nemendur og kennara, skal fara með hann sem persónulegt einkamál og að- eins beita honum sem klínisku hjálpartæki (sálfræðileg ráð- gjöf). Almenn reynsla hefur leitt í ljós, að nám án prófa stuðlar að losaralegum vinnu- brögðum og lélegum árangri. Úr þessum ágalla má bæta með breyttum vinnubrögðum, m.a. með þvi að breyta námsmatinu úr mælingu á magni afkasta í greiningu á gæðum starfsins (kvalitativ analyse av process- en) Tekið skal fram, að nem- andi mun ávallt þurfa að til- einka sér efnislega inntak náms greinar, ef fullnægja á kröfum um gæði starfsins, sem aftur er grundvöllur menntunar í eigin- legri merkingu. 5. Kennurum og nemendum er nauðsyn að gagnrýna verk sin. Verkið á að hlutgera (objekti- fisera), manninn ekki. Sjálfsmat ið, sem hver og einn gerir — eða ætti að gera — með hliðsjón af verkum sínum er einkamál, nema öðru vísi sé ákveðið. Uppeldis- gildi sjálfsmats er háð viðkom- andi aðila. Nemandi eða ein- staklingur verður að kveða sjálfur upp þennan dóm og heyja sér þannig aukna .sjálfsþelkkimgu otg rauinisæi seim er grundvöllur manngildis. Nem andinn og raunar kennarinn líka verða að taka gildisafstöðu og meta sig sjálfir, þar sem eng- inn annar er fær um það og eng- inn annar má gera slíkt mat. Annað mál er, ef einstaklingur er sjálfráða og tekur eigin ákvörðun að heyja „opinbera" samkeppni um réttindi. VINNA OG AGI NAUÐSYN 6. Það er blekking, sem senni- lega á sér rætur í lítilsvirðingu á námstregum nemanda, ef grip- ið er til þess að sleppa náms- mati og láta nemandann „fljóta með" undir þvi yfirskyni að hon- um Hði betur. Slíkt er jafn skað- legt þekkingarlega sem uppeld- islega. Heilbrigð þróun persónu leikans og þar með „eðlilegur" námsárangur krefst ávallt vinnu, sjálfgleymis og aga. Af- burðaárangur við líkamlega vinnu jafnt sem á andlegu og listrænu sviði krefst ávallt mik- ils sjálfsaga. Kvíði og sársauki eru óhjákvæmilegur fylgifiskur iífs, sem er þess virði að lifa þvi. Hér er ég opinskátt að gagnrýna viðhorf eins og aðlög- unarkenningarnar, þar sem hald ið er fram að aðlögun og hamingjutilfinning séu nothæf sem endanlegur mælikvarði á geðheilsu. Ég tel, að hér hafi menn víxlað grundvallarskilyrð um og markmiðum. Ég get ekki farið nánar inn á rökræður um þessa hluti, en ég neita að ég hafi með því að taka þessa af- stöðu, játast hugsæisstefnu (idealisme). Eftir mínu áliti hef- ur þessi stefna alltaf óbeint gef- ið í skyn að fátækt og eymd væru eðlileg og óhjá- kvæmileg mannleg kjör, sem þar að auki hefði það í för með sér að fólk við góðar aðstæður geti unnið „góðverk", siðfræðileg verk (etiske handlinger). 7. Um aldir hefur verið deilt um gildi þjálfunar og hins veg- ar þess, sem óljóst er nefnt menntun. Ég vil halda því fram, að munurinn liggi í því, að ann- að er aðallega verkbundið en hitt snertir innri gerð persónu- leikans, er „selv orientert". Hvort tveggja er nauðsynlegt en hentar misjafnlega hverjum nemanda, þar sem taka verður tillit til hæfileikastigs, fræðslu og fyrri menntunar, aldurs og þjóðfélagsaðstöðu. Skólinn þarfnast nú samhæfingar (synt- ese) þessara sjónarmiða í mark- miðum sínum og aðferðum. Ég hugsa þá einkum til prófessors Skinners og aðferða hans „oper- ational conditioning" og þá sér- staklega það sem kallast „shap- ing“ nám með aðstoð kennslu- véla (programmed instruction) og kennsla með tölvum (comput ers). Hins vegar eru svo viðhorf „humanistiskra" sálfræðinga og uppeldisfræðinga, sem télja að gildi (values) og sjálfur ein- staklingurinn séu það sem mestu varðar bæði fyrir skól- ann, samfélagið og einstakling- ana. 8. Starfsskólamenn reyndu á sínum tíma að nýta hin skárri félagslegu öfl innan bekkjarins, bæði sem uppeldistæki og til þess að ná betri námsárangri. Stefna þessi var hins vegar ófús og jafnvel andvig því að beita dynamískum öflum geðlifs og tengja þau vitsmunalegum og félagslegum ferlum. Ég legg til, að nú sé tíma- bært að opna kennslustofurnar fyrir þekkingu frá geðfræði, fé- lagsfræði og skyldum greinum. Þorir skólinn það? Vogar þjóð- félagið sér það? Slík aðgerð gæti að mínu áliti gjörbreytt lifi hins námstrega nemanda í skól- anum. KENNARAR OG RÁÐG.IAFAR AF NÝRRIGERÐ 9. Til þess að slík þróun geti hafizt að marki þarf að upp- fylla mörg skilyrði. Hið augljós- asta er ný tegund kennara, sem kunna og þora að nota róttæk- ar aðferðir til að breyta nem- endunum. Stóraukið nám kenn- ara í kennslufræðum, geðfræði og félagsfræði er nauðsynlegt skilyrði. Fjölþætt starf sál- fræðiráðgjafa i sambandi við nám og kennslu er óhjákvæmi- legt. Það starf þarf að vera op- ið og beint en ekki í þeim felu- leik, sem því miður einkennir oft þessa starfsemi nú. Bezt er að ræða það mál ekki nánar, þar sem timi minn er takmarkaður. Bæði kennari og ráðgjafi þurfa mikla starfsþjálfun undir um- sjón. Fordæmi þeirra og verk eru mikilvægari en sjálf fræði- þekkingin, þótt hún sé í vissum mæli nauðsynleg sem undirstaða. Annars þarfnast skólinn starfs- manna með margvíslega mennt- un. Abraham Maslow segir á ein- um stað. „When the philosophy of man, his nature, his goals, his potentialities, his fulfilment changes, then everything chang- es ... “ Ég geri þessi orð að mínum. Möguieikar mannsins felast í sveigjanleika og margbreyti- leika manneðlisins. Jafnframt er það mesta hætta mannsins, að hann er háður sjálfstúlkun sinni og sjálfsskilningi, sem m.a. geta leitt hann til sjálfsbiekk- ingar. Það er út frá þeim sjón- armiðum og grundvallaratriðum, sem ég hefi reynt að nefna, að ég álit að alger umbreyting sé nauðsynleg og möguleg í hinum almenna skóla, enda má sjá merki þess að sitthvað er reynt í þessa átt víða um heim. Það verður vonandi til þess að breyta verulega stöðu og þroskamöguleikum þeirra nem- enda, sem við köllum námstrega nú til dags. En slík breyting mun aðeins ná fram að ganga, ef ráðandi öfl i þjóðfélaginu leyfa slíka umbreytingu á giid- isviðhorfum í siðmenningu okk- ar og samfélagi. ÁKVÖRÐUNARFERLI OG ÁBYRGÐ Skólinn einn ræður ekki við slikt verkefni, en hann getur lagt lóð sitt á metaskálarnar. Mitt álit er, að eitt helzta verk efni kennarans sé að taka bein- an þátt og stöðugan i baráttunni fyrir breyttum þjóðfélagsverð mætum og grundvallarviðhorf- um í þjóðfélaginu. Það er ósk min til handa skólamönnum í öll um hinum norrænu löndum, ekki sízt mínu eigin, að þeir hefji rösklegar og hreinskilnislegar umræður um stöðu skólans, Börn eða aðrir óskast til að bera út Morgunblaðið í Garða hreppi (FITJAR, ÁSGARÐUR OG FL.) Upplýsingar í síma 42747. Sjúkrahúslœknir við sjúkrahúsið á Selfossi Staða sjúkrahúslæknis við Sjúkrahúsið á Selfossi er laus til umsóknar. Umsækjendur skulu hafa góða framhalds- menntun í skurðlækningum og fæðingarhjálp. Umsóknarfrestur er til 20. nóvember, en staðan veitist frá 15. desember n.k. Umsóknir, stílaðar til stjórnar Sjúkrahússins á Selfossi, skulu sendar skrifstofu landlæknis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.