Morgunblaðið - 02.10.1970, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.10.1970, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. OKTÓRER 1970 — Assec var byggt með þvi að gleypa smærri fyrirtæki, var það ekki? — Já. Að mestu leyti á síðasta áratug hinnar aldarinnar og svo í lok heimsstyrjaldarinnar sið- ari. — Voru ðll þessi fyrirtæki yfir sig heiðarleg? Sally hugsaði sig ofurlitið um. — Ég býst við þvi. Þetta voru flest stór fyrirtæki i góðu áliti. En vitanlega þekki ég ekki þetta eins vel og hann Michael. -— Hvað um þetta Pollards ? — Já, það var fyrirtækið hans Ricks. Mark kinkaði kolli — Jú, Pollards var fullkom- lega heiðarlegt, að þvi er ég bezt veit. Framleiðir aðallega ljósaperur. 30. um bil alveg viss um, að það gerði hann ekki. Assec hefur allt af verið yfir sig heiðarlegur. Maðurinn, sem stofnaði það var þræltrúaður og félagi hans kom frá Curwens — vixlafyrirtæk- inu, þú veizt. Það hefur alltaf verið jafn öruggt og Sankti Páls kirkjan. Michael varð beinlínis hissa á þvi, hve grandvart fyrir- tækið hafði verið að koma aldrei nærri neinu vafasömu, hversu lítið sem var. — En hvað þá um Maaskir- che? Mark athugaði svipinn á Sally gaumgæfilega. — Hvað um hvað ? Hún hleypti brúnum, eins og hún fylgdist ekki með. — Maaskirche. Hefurðu aldrei heyrt það nefnt? — Aldrei. Er það í Hollandi? — Já. — Assec hefur vitanlega hol- lenzk sambönd. En Maaskirche held ég ekki að ég hafi nokkurn Skiptafundur Framhald skiptafundar í þb. Sigurðar B. Sigurðssonar, sem frestað var 25. f.m., verður í II. dómssal borgarfógetaem- bættisins að Skólavörðustíg 11, föstudaginn 2. október kl. 13,30. Skiptaráðandinn i Reykjavík 1. október 1970 Unnsteinn Beck. VETRARFRAKKAR og REGNFRAKKAR mikið og fallegt úrval. GEísiP Fatadeild. Hrúturiim, 21. marz — 19. apríl. Ágætur dagur, þrátt fyrir ýmsar smátafir. Nautið. 20. apríl — 20. maí. Nú skaltu ráðast á öll þau verkefni, sem þú hefur verið að fresta að undanförnu. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. Reyndu að losa þig við letina og gerðu eitthvað. Krabbinn, 21. júní — 22. júli. Mánuðurinn byrjar vel. Þú getur gert ýmislegt smálegt með góðum árangri. Heimilislifið hlýtur að batna. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Þú varst á réttri leið. Haltu áfram, þvi þú færð nóga aðstoð þegar takmarkið er þekkt. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. I»ú átt auðvelt með að einbeita þér í dag. Vogin, 23. september — 22. október. Talaðu hærra, greiðarnir bíða eftir því að þú biðjir um þá. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Endurvektu gamlan vinskap og áhrifamikil sambönd. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Láttu uppi hinar raunverulegu tilfinningar þínar, segðu frá áform um þínum. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Bíddu frekari upplýsinga, áður en þú tekur miklar ákvarðanlr. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. í dag er gott að Ieggja áherzlu á smáatriðin. Fiskamir, 19. febrúar — 20. marz. Reyndu að vera þú sjálf(ur) í batnandi vinnuaðstöðu. tima heyrt nefnt. En þó kynni eitthvað um það að vera í minnis greinunum hans Michaels. — Hvaða minnisgreinar eru það? — Þessar, sem hann gerði fyr- ir Herbrand lávarð. — Hvar eru þær? — Herbrand lávarður hefur þær. Mark kinkaði kolli með upp gjafarsvip. — En ég hef laus- legt uppkast að þeim heima. — Það langar mig að sjá, Sally. Raeburn hallaði sér snöggt fram yf ir borðið. — Jæja . . . Sally roðnaði ofur lítið. — En þær eru nú trúnaðar mál, Mark. — Ég vil skjóta þér heim núna strax. Og ég vil sjá þetta upp- kast tafarlaust. Sally hikaði ekki nema augnablik. Um leið sá Mark fyrir augum sér myndina af afmynduðu andlitinu á Edith Desmond taka á sig lögun í huga hennar. — Gott og vel, sagði hún lágt. — Við skulum þá koma okkur af stað, sagði hann. Þau töluðu ekkert fyrr en þau voru komin aftur upp í bílinn og óku fram með ánni undir trjánum, á leið til London. — Þetta hefur verið yndisleg ur dagur, sagði Mark, — jafnvel hjá mér. Ég hef verið að þræl- ast á kunningja mínum, sem var of veikur til þess að geta tekið á móti. Ég ætlaði að láta þetta kvöld verða þér til huggunar, en nú hef ég eyðilagt það fyrir yður. Það var gremja í rödd- inni. Sally hailaði sér að honum og snerti handarbakið á honum léttilega með fingurgómunum. — Nei, það var ágætt, sagði hún. — Ég hef skemmt mér svo ágætlega. Ég var svo niðurdreg- in, en þú hefur hresst mig við aftur. En ég skil, hvernig þetta er hjá þér. Þau óku áfram í þægilegum hljóðleika sveitarinn ar og gegnum útborgirnar, mílu eftir milu. Loksins staðnæmdust þau við hús Guests. Langa húsa- röðin var stór og þögul. — Mark leit á úrið sitt og sá, að klukkan var stundarfjórðung yfir eitt. Þau gengu inn þegjandi, Sally föl og guggin í gráa kjólnum sínum og silfurlitu kápunni. Þeg ar ljósið kom upp í stofunni, pírðu þau augunum hvort fram- an í annað, sem snöggvast. Stof- an var snyrtileg, en þó lágu þarna einir nælonsokkar á gölf- ábreiðunni, sem Sally hafði far- ið úr, og baðsloppur lá á stól- baki. Þetta var eitthvað svo við- kunnanlega vistlegt, og ómögu- legt annað en þeim fyndist þau vera hjón að koma heim, eftir að hafa verið úti að skemmta sér um kvöldið. Það var skjalaskáp ur úr stáli í einu horninu. Sally náði í lykii i skúffu, opnaði skápinn og rétti Mark nokkur þykk skjalabindi. — Þetta eru uppköstin að minnisgreinunum hans Michaels, sagði hún. — Ég ætla að hita okkur kaffi. Mark tók skjöiin og settist. Fljótt á litið voru þau viðvaningslega vélrituð, liklega af Michael sjálfum, en öll greind sundur og þeim raðað skipulega. Þetta voru mikil viðbrigði eftir alla óreiðuna i eftirlátnum skjöl um Edith Desmond. Eitt bindið var merkt: „Frumrit til 1875“ og annað: „1875—1900“. Þau gat hann strax lagt til hiiðar. Hin tók hann að athuga, einkum þó sambandið við Pollards og Maas kirche. Sally kom inn með kaff- ið. Nú var hún með svuntu með einhverjum frunsum á og enn greip Mark þessi tilfinning, að þau væru eins og hjón. En hún hvarf strax aftur og hann sneri sér að skjölunum. Hann dreypti á kaffinu meðan hann fletti blöð unum, en Sally sat í hægindastól andspænis honum. Tíu mínútum seinna fann hann, sér til furðu, að kaffið var orðið iskalt. Hann Ieit á úrið sitt — klukkuna vant aði tuttugu mínútur í þrjú. Það voru ekki tíu mínútur sem liðn- ar voru, heldur næstum níutíu. Sally hafði hringað sig í stóln- um, steinsofandi og annar skór- inn hafði dottið á gólfið. Lokkur af ljósu hári hékk niður fyrir augu á henni og munnurinn var dálítið opinn. Brjóstin á henni sigu og stigu, hægt og reglu- lega. Það virtist fara vel um hana, en það var orðið talsvert neOex 2500 klukkustunda lýsing við eðlilegar aðstæður (Einu venjulegu perurnar framleiddar fyrir svo langan lýsingartíma) NORSK ÚRVALS HÖNNUN Heildsala Smásala Einar Farestveit & Co Hf Bergstaðastr. 10A Sími 16995 Iðnuðarhúsnæði ósknst um 50x100 ferm., helzt á jarðhæð í Reykjavík. Upplýsingar í síma 21090. Meinatœknar óskast Meinatækna vantar nú þegar í Landsspítatann. Laun samkvæmt úrskurði kjaradóms. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, nám og fyrri störf sendist stjórnarnefnd ríkisspítalanna, Klapparstíg 26, strax og eigi síðar en 9. október n.k. Reykjavík, 30. sept. 1970. Skrifstofa rikisspítalanna. VIÐ EIGUM STRIGASKÓ I ÖL1.UM STÆRÐUM. LEIKFIMISBUXUR MARGA LITI OG STÆRÐIR. IÞRÓTTABÚIVIIMGA Á AL.LA FJÖLSKYLDUNA. jjl SP0RTVAL HLEMMTORGI.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.