Morgunblaðið - 02.10.1970, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.10.1970, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐH), FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1970 Húsmœður í Cul/bringu- og Kjósarsýslu og Keflavík Basar verður haldinn t?l ágóða fyrir orlofsheimilið í Gufudal að Hallveigarstöðum laugardaginn 3. október kl. 3. Þær sem ætla að gefa kökur vinsamlegast komi þeim að Hallveigarstöðum fyrir hádegi laugardag. NEFNDIN. Shrifstofustúlko óskust nú þegar. Þarf að vera vön vélritun. Upplýsingar er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist afgr. Mbl. merkt: 4292". FERSKT ÁVAXTABRAGÐ ROYAL ávaxtahlayp InnihaM pokkans leys- ist ypp f 1 bollct (of sjóScmdí vafnl. BceliS f 1 bolla af kóldu vafnr. HelliS strax f móf. ívaxlaMaup er íiúffengt meS þeyffum rjóma. taglS tvo ílft af ROYAl ávaxfahlaupi. Látið stífna. SpœniS hlaupið metS skeíð og lólIS I míslit ióg ( há glós, með þeylfum rjóma á miHt'Iaga. BÖNSKU skólutöskurnar & GLOBETRO •raH* STERKAR ÞÆGILEGAR MJÖG VINSÆLAR. BÓKHLAÐAN HF., Laugavegi 47, Sími 16031. Hitaleiðsla liggur niðnr Selgil. - Að Húsafelli Framhald af bls. 17 hindurvitnum öllum og drauga- trú og tók prestur því öllu sæmilega. Þar kom niður ræð- um þeirra að Magnús skoraði á prest að sanna sér tilvist hel- vítis. Lét prestur lítið yfir en bað Magnús koma með sér og gengu þeir frá bænum upp að Draugagili. Segir Ólafur Da- viðsson svo frá: „Þeir námu staðar á gilbarminum, og sá lögmaður, að hver mikill opn aðist í gilinu, sem þeytti upp úr sér reykjarmekki og eldsíum með ákaflegri brennisteinsfýlu. í mekkinum sveimuðu djöflar með ýlfri og óhljóðum, og varð lögmaður mjög hræddur við þessi undur. Hann hljóp heim að bænum sem fætur toguðu og bað menn sina að verða sem skjótast á brott.“ Þannig lék Snorri vantrúaða gesti sína. Að ganga upp Bæjargil er undraveröld, þótt lítil sé. Lita- dýrð berglaga og steina þar í gilinu er fráhær. Enginn vandi er að geta sér til hvernig mynd af reykjamekki og eldsíum verð ur til með því að horfa á þessa fjölbreytni litanna. Baga þessi getur flotið með, en hún á að sýna Snorra prest gera Magnúsi lögmanni sýnir af gilbarminum: „Helvíti opnar ægivitt. Ymur í klettaþili. Læðast sýnir um logahvítt löðrið í Draugagili." En nú er séra Snorri víðs fjarri og sýndi okkur enga hveri opnast í Bæjargilinu. Öskum eftir iðnaðarsaumavélar. Tilboð ásamt upplýsingum Undur náttúrunnar nægðu okk ur, er við kjöguðum efst upp í gilið með Gunnari Einarssyni arkitekt og syni hans. Þar uppi blasti svo við okkur Húsafells- bærinn á flötinni fyrir neð- an og yfir sér til sumarhúsanna, Tungu og Gráhrauns þar sem Norðlingafljót kemur fram und an tungunni. Á leið okkar í Bæjargil litum við á kvíahellu Snorra. Hún er frægur steinn til átaka. Krist- leifur á Húsafelli fræðir okkur á þvi að Litli-Móri eigi sér bú setu í Bæjargilinu og þjóti hann ofan úr gilinu í landsynn ingi og leggist þá á heysátur þeirra Húsafellsbænda, svo þær fjúki ekki. Ég hef jafnan haft gaman af því að minnast þess, að mér á að fylgja draugur sá er Odd- rún nefnist og er upprunnin frá Bjarnarnesi i Hornafirði, þar sem bjó einn forfeðra minna. Þótti hún skæð framan af. Nóttina eftir að við gengum í Bæjargil gerði landsynning og var hvasst. Við höfðum læst sumarhúsinu, sem við bjugg- um í og sváfum vært þótt Kári gnauðaði úti. Skyndilega vakna ég við að hurðin á húsinu, sem snýr til vesturs og er því í skjóli fyrir landsynningnum, hendist upp á gátt. Fer ég fram og loka á ný og læsi. Gerðist svo ekki meira og varð þetta engum til tíðinda nema mér. Varð af þessu baga svohljóð- andi: „Berst hún ofan Bæjargil, blíðan yndishóta. Oddrún Móra æsir til ástastefnumóta." uð kuupu um tegund og ástand sendist Næsta dag gengum við svo í Selgil, sem er nokkru ofar en Húsafellsbærinn. Þar er ekki síð ur um sögufræga staði að ræða. Ævintýrin gerðust þar upp til selja, og sum með ömurlegum endi. Þetta kvöld, eða síðdegi, sem ð héldum inn í Selgil tvö ein saman, óð sólin í skýjum og annað veifið dró langa skugga yfir gilið, er sólin brauzt fram úr regnbólstrum vesturhvolfs- ins. 1 Selgili er ægifagurt og er mér næst að halda að þar sé heil náma fjölbreytilegra berg- tegunda. Annars frábið ég mér alla jarðfræðiþekkingu og kann ég því ekki að gera skil öllu því litskrúðuga grjóti, sem þar getur að líta. En það hefir til að bera öll þau litbrigði, sem ég fæ greint, allt frá tinnu- syörtu að hreinhvítu. Mikið ber á rauðum og fjólubláum litasam setningum og þar eru ótal græn ir litir í berginu og skriðunum. Langt inni í gilinu er hvamm ur, norðanvert við ána, og stóð þar selið, þar sem systumar dvöldust er báru út börn sín, sem talin eru valda útburðar- væli því er oft heyrist í gil- inu, og glöggt mátti heyra þetta kvöld, er vindsveipir sleiktu gnípur gilsins milli þess sem regnúða lagði yfir okkur og sólstafir mynduðust ofan við hina djúpu skugga. Gegnt selhvamminum er Teits gil, en þar var veginn einn Hellismanna, er Teitur hét. Hell ismenn voru, sem kunnugt er, útilegumannahópur er dvaldist i Surtshelli. Eru margir stað- ir þarna um slóðir kenndir við Hellismenn, og þá flestir þar sem þeir náðust og voru vegn- ir. Einn Hellismanna var sem kunnugt er Eiríkur sá er Ei- ríksjökull er við kenndur og Eiríksgnýpa. I Teitsgili er jarð- hiti sá, sem vermir upp sumar húsin að Húsafelli. Þaðan ligg- ur leiðsla, sem er 2,8 km á lengd, niður í skóginn. Kemur vathið í hana 60 gráða heitt, og út úr henni í skóginum 40 gráður. Gnægð er þarna vatns. Og enn getum við sett um þetta ofuriitla þögu. „Grúfir lágt í giljum hér grimmdin örlaganna. Veldur langri vöku mér vælið útburðanna." Hér skal nú ekki fleira rætt um drauga eða útburði, enda geri ég ekki ráð fyrir að marg- ir fari um Húsafellsland með þjóðtrúna í vegarnesti. Þama er einn friðsælasti staður á landi hér og þarna má gera hvað sem hugurinn girnist, skoða náttúru og dýralíf, njóta fegurðar landsins og ilms skóg arins, þar sem vindurinn syng ur hljóðlátt kvöldljóð við dyra þrepið hjá þér. vig. afgr. blaðsins fyrir 6. október merkt: „Saumavélar — 4744". f Hagahverfinu Til sölu er 4ra herb. íbúð á hæð í húsi í Hagahverfinu. Ibúðin er 1 stofa, 3 svefnherbergi, eldhús með borðkrók, bað, sérþvottahús á hæðinni o. fl. fbúðin selst tilbúin undir tréverk, húsið frágengið að utan og sameign inni fullgerð. Afhendist vorið 1971. Suðursvalir .Teikning til sýnis á skrifstofunni. ARNI STEFANSSON, HRL., Málflutningur. Fasteignasala. Suðurgötu 4. Sími: 14314. Kvöldsími: 34231.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.