Morgunblaðið - 21.07.1973, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.07.1973, Blaðsíða 12
12 MQRGUNBLAÐIÐ — LAUGARD.iGUR 21. JÚLÍ 1973 Skattarnir á Eyrinni SÍÐUSTU ílafcana hafa skatt- seðlarnir verið að berast tii skattgreiðenda í Reykjavík. Morgunblaðið sendi í gær blaðamenn niður að Reykja- víkurhöfn til að taka verka- menn þar tali og heyra hvað þeir hafa að segja um skatt- ana í ár. Nokkrir vildu að vísu ekkert segja, en flestir tóku fyrirspurnunum vel og höfðu ákveðnar skoðanir á skattheimtu hins opinbera í ár. B.JÓST EKKI VBB „UESSUM ÓSKÖPUM" 1 sfeáJa Eimskipafélagsiinis á hafnarbakfeanum hittum við Guðjón Angantýsson verka- mann. Hann sagði að skattar sinir í fyirra hefðu verið sann gjarniir, en nú væru þeir mifelu hsarri og alltof háir. Guðjón Angantýsson. Guðjón sagðist nú hafa feng ið 216 þúsund kr. i skatt, en hefði í fyrra fengið 130 þús- und. Guðjón er að verða sjö- tugur og er einhleypur. Hajnn sagðist í hitteðfyrra hafa haft um 400 þúsund krónur í tekjur, en i fyrra hefðu tekj ur sínar verið um 450 þús- und og af þeim tekjum þyrfti bann nú að borga 216 þúsund krónur í sfeatt. „Ég bjóst við um 10 þúsund feróna hækfeun á skattinum, en ekfei þessutm ósköpum,“ sagði Guðjón að lokum. I.ÍTLAR BÆTUR ÞÖTT MAÐUR KVARTI „Maður verður að vera á- nægður,“ sagði roskinn mað- ur, Ingimundur Sæmundsson. „Ríkið stendur í mifelum fram kvæmdum og það þarf sitt Ingimundur Sæmundsson. og maður fær litlar bætur, þótt rnaður kvaiti undan skatt byrðinni.“ Ihtgimundur sagðist hafa fenigið rúmlega 70 þúsund krónur í sfeatt og það væri af 400 þúsund króna árstekj- um. „Við höfurn verið þrjú i heimili, en nú erum við orðin fjögur, þar sem dóttir mín er heima með barn. Hún og mað ur hennar eru húsnæðislaus." Bragi Sigurðsson. ÞREFÖLDUN A SKATTI Bragi Sigurðsson verkstjóri við höfnina saigði að sínir stoattar væru þrisvar sinnum hærri í ár en í fyrra. „Ég borgaði 60 þúsund í fyrra en fékk 190 þúsund núna,“ sagði Bragi. Bragi sagði að tekjur sínar hefðu hækkað upp í um 700 þúsund á síðasta ári, enda hefði hann þá verið hálft árið til sjós. Hann sagðist hafa reiknað með 150 þúsund í sfeatta í mesta lagi og hafa verið búinn að borga um 50 þúsund fyrifram. Til áramóta verður Bragi þvi núna að borga 28 þúsund á mánuði, en fast mánaðarfeaup hans er 34 þúsund, að því er hann sagði okkur. „Maður lifir á eftirviinnunni til áramóta," sagði Bragi að endingu. SKATTARNIR ALI.TAF ÞUNGBÆRIR „Skattamir eru ailtaf mjög þungbærir," sagði Ingiberg- Ingibergur Vilmundarson. ur Vilmimdarson, sem stóð framan við einn af skálum Eimskips og fylgdist með taln ingu á frystum fiski. „Kanmski gerir maður aldrei ráð fyrir að fá svo mikið, sem raun verður á og eðli- legt er að maður vilji fá sem minnist." Ingibergur sagði að sfeatta lögin væru orðin svo fiótoin og var það eimma Jhelzt það, sem hann hafði út á þau að setja. „Það er alltaf verið að gera þau flófenard og flóknari, svo að enginn meðalmaður getur lengur sfeilið þau“ — sagði bann. Sjálfur sagðist hann 'hafa fengið 185 þúsund fcrónur i skatta og væri það aí um 600 þúsund feróna árs- tefejum. „Þetta eru tekjur mín ar og konunnar, sem vinnur hállfan daginn," sagði Ingi- bergur. Iinigibergur sagðist álíta að sfcattar sdnir væru allt of há- ir — þeir væru aJimenmt of háir. Efcki væri eðliiegt, þeg- ar þriðja hver fcróna manns, sem ynni á Eyrimmi, væri tek- in í sfcatt. „Þá er lítið eftir tiil þess að lifa af,“ sagði Imgi bergur. SKATTARNIR ÞVK.IA NOKKUÐ HAlR Gestur .Tónsson, hafnar- verkamaður sagði að skatt- armir þættu nokkuð háir núna. Hann sagðist hafa fengið 130 þúsund krónur og vist væri, að menn væru lengi að vimma fyrir þeirri upphæð á Eyr- inni. Hann sagðfet vera eim- hleypur og þessa skatta greiddi hann af 430 þúsund króna tekjum. „Láglaunafólk dð fer tiltölulega verst út úr sköttunum," sagði Gestur og bætti þvií við að heldur þyrfti að endurskoða sfeattalögin — „hinir stóru“ færu ti'ltölulega miklu betur út úr sköttun- um — a.m.k. segði almanna- rómur að svo væri — sagði Gestur. Hér væri að sjálf- Gestur .lónsson sögðu það gamia vandamál á ferðimmi — á hvern hátt direifa ætti byrðinni af rekstri hins opinbera. Steindór Finnlv»gason. 60 ÞÚSUND KRÓNA HÆKKUN / Steindór Finnbogason var að vinna við uppskipun á hafn airbakkanum, þegar við tókum hann tali. Hann sagðist fá meira í skatt en i fyrra, nú fengi hann 160 þúsund í skatt, sem væri 60 þúsundum meira en 1 fyrra. Tekjurniar sagði Steimdór að hefðu hækkað um 130—40 þúsund upp í tæp ar 500 þúsund krónur. Stein- dór sagðist hafa gert ráð fyr ir þessari hækkun og væri efcki óánægður. Svavar KarLsen. B.IÓST VID ÞVÍ VERRA „Ég bjóst þó við því varra,“ sagði Svavar Karlssen starfs maður hjá Eimskip. „Ég fékk 140 þúsund krónur og hafði búizt við þvi að fá 180 þúsund. Ég er því ánægður eftir atvik um og eins og hægt er að vera, þegar skattar eru ann- ars vegar.“ Svavar sagðist hafa fengið þessa skatta á 730 þúsund króna tekjur og hluti tekn- anna eru tekjur eiginkonu hans. Þau hjón hafa 5 börn á framfæri sinu undir 16 ára aldri. 71 ÞÚSUND KRÓNA HÆKKUN Við ráfeumst á Grétar krana stjóra og fyrrv. knattspymu mann í Fram, en hann var roikinn áður en við náðum föð umafnimu og myndinnd. En Grétar sagði að skattar sínir hefðu hækkað hlutfalislega miðað við kaupið, enda hefði hann í fyrra haft sjómanna- frádrátt, en engan í ár. Hann borgar núna 123 þúsund í sfeatt, en 52 þúsund í fyrra, en tekjumunurinn milli ár- anna var 150 þúsund, sagði Grétair. Hann sagðist vera ný komdnn neðan af skuttstofu og væri þetta vfet alveg rétt rcilknað. ALLT HÆKKAR — EINN- IG SKATTARNIR Agnar Magnússon, sem vinn ur i kaffistofunni i skála Eim sfeips sagði stoatta sína hafa hæk'kað um 101 þúsund, úr 64 þúsundum í fyrra í 165 þús und í ár. Hann sagðist háfa haft meiri tekjur, auk þess sem konan sín hafl unmiið eitt hvað úti og elzta barniið, sem er í skóla á vetrum. Agnar hefur fyrir 5 börnum að sjá. „Það er hækkun á öUu og kaupið hefur hækkað, en var an hækkar aHtaf á undan kaupinu," sagði Agnar. Hann sagðist hafa búizt við edn- hverri hækkun á skattinum, en þetta væri alilt of mifeið og sagðfet hann mundu ka?ra þetta. Agnar sagðiist hafa ver ið ánægður í fyrira, en það hefði verið sfeammvinn gleði Agnar Magmisson. að fá svo þetta núna. „En mað ur verður náttúrlega að borga og þetta verða 5 þúsund á viku fram að áramótum hjá mér.“ SÆMILEGA ANÆGBUK „Ég er sæmiiega ánægður með skattana,“ sagði Stein- grímur Steingrímsson, sem stjórnar miklum og stórum ferana hjá Eimsfeip. „Ég fékk rétt innan við 100 þúsund ferónur, en þess ber þó að gæta að ég hef talsvert þungt heimUi, 4 börn undir 16 ára aldri og eitt éldra í skóla. Samanlagt hafði ég í árstetoj- ur um 600 þúsund krónur. Steingrímur sagðist þó hafa haft talsvert minnd stoatta i fyrra, en hann sagðist þó halda að hann mættl vena sæmilega ánægður, hann hafi hálft í hvoru reitonað með þessu og með tiliiti tid hins nýja viðlagagjalds, væri þetta ekki óeðli'legt. Steingrímur Steingrímsson. B.IÓST VIÐ YFIRGENGI- LEGUM SKATTI „Þetta er ósköp svipað og maður bjóst við,“ sagði Magn- ús Stephensen, sem nú vinn- ur á Eyrinni eftir að hafa ver ið á togurum í 35 ár. „Maður bjóst við það ii'lu, svo yfir- genigilegum sfeatti, að það var hreint ekki hægt að verða fyr dr mifelum vonbrigðum." Skattarnir á Magnúsd hækfe- uðu úr 68 þúsundum í fyrra í 104 þúsund i ár. Tekjuauton- ingin, sagði Magnús, að hefði verið um 100 þúsund með elli stýrfenium siem hanin fé'kk í fyrsta skipti í fyrra og er sfeattlagður eins og aðrar tekj ur. Magnús sagði að unnið væri geysilega miikið við höfn ina núna og ynnu flestir verkamenn 60—70 tíma á viku. „Frá því 40 stunda vinnuvik- an var lögfest hafa alidr unn- ið svona mikið,“ sagði hann, og bætti því við að ef ekki væri unnið svona mikið gæti ekfei nokkur maður borgað skattana sína. SKATTARNIR TVÖFÖUDUDUST „Nei, ég er ekki ánægður," sagði .Jóhannes .lóhannesson, starfsmaður hjá Eimskip, er við hittum hann á hafnarbatok anum, þar sem hann sat og drakk baffið sitt með tveim- ur félögum sínum. „Ég hækk- aði um 70 þúsund brónur frá því í fyrra.“ „Og hver er skýringin á því?“ „Það veit ég nú efeki," sagði Jóhannes og bætti við: „Ég hef enn ekki talað við þá á skattstofunni. Ég hafði 500 þúsund krónur í árstekjur á síðasta ári og greiði nú 145 þúsund ferónur i opinber gjöld." Þegar við spurður Jóhann- es, fyrir hverjum hann þyrfti að sjá af þessum launum, svaraði hann snaggaralega:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.