Morgunblaðið - 21.07.1973, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.07.1973, Blaðsíða 14
14 MOflRGUiNBLAEHÐ — LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 19T3 Bruno Walter, Arturo Toscanini, Krich Kleiber, Otto Klemperer og: Wilhelm Furtwángler. lagi siíðustu árin. En sleppum þvi. í>að yrði allt of löng upp- talning að rekja hér starfs- feril hans. Vert er þó að geta þess, að Gustav MaWer kom honum upphaflega að sem að stoðarhljómsveitarstjóra við í>ýzku ópéruna í Prag, en það, sem skipaði honum þann sess er honum bar, mun senmilega vera ráðnimg hans við Kroll óperuna í Berlín. Eftir það er sigumganga hans, sem eins mesta hljómsveiitarstjóm heims tryggð. Árið 1951 stofnaði Walter Legge — eiiginmaður Elisia- betar Sehwarzkopf — og eimn mesti áhrifamaður þá innan EMI samsteypunnar, hljóm- sveit í Lundúnum, sem hlaut nafnið Philharmonia Or- öhestra. Tillgangurinn var fyrst og fremst að hljómsveit- dn léki inn á hljómplötur. Legge réð Kiemperer sem að- alhljómsveitarstjóra, og að margra mati eru ca. næstu 15 árin með þessari hljómsveit ef til vill glæsilegasta skeiðið á ferli Klemperers. Þ>á voru jafnvel mestu andstæðingar grammófónplötunnar famir að átta sig á hversu gífurlegt gildi hljómpiatan hefur. Þ>eim hefur oft verið líkt saman Furtwangler og Klemp erer, þó eru þeir reyndar ger- ólíkir. Tvennt a. m. k. hafa þeiir þó sameigiinaegt. Þeir eru báðir menntaðiir sem tón skáld og hafa lag á því að h'lustandanum finnst hljóm- sveitimar sem þeir stjóma helmingi stærri en þær raun- verulega eru. Þetta er atriðd, sem gæti verið verkefni í aðra og lengri grein en þessi er. Reginmunurinn á þessum tveim hljómsveitarstjórum er m. a. sá, að tempi Furtwangl- ers eru ailt annars eðlis, sveigjanlegri og dyn'amikin miklu meiiri. Taktur, frasering og litbriigði koma öll innan frá hjá Furtwángler. Þau gera það líka hjá Klemperer, en aðeins upp að marki. Hlust- andinn hefur oft á tilfinning- unni, að Klemperer næstum þvingi hljómsveitina til þess að leika e'ns og hann vill. Að hlusta á Klemperer stjóma, er næstum eins og hann sé sannfærður um að heiimsendir sé að gerast eða jafnvel af- staðinn. Hann meitlar tónlist- ina í kolsvartan marmara. Ekki þar með sagt, að þetta sé algilt hjá honum, en létta og bjarta liti notar hann ógjaman, þó að mörg dæmi séu til þess, að hann geri það. Næst á eftir Mengelberg, hefur Klemperer sennilega met'ð í því að halda langa fyrirlestra og útskýringar fyr ir þeim hljómsveitum, sem hann stjórnaði. Við eitt slíkt tækifæri, þegar hann var að æfa Fílharmóniuhljómsveiitina í New York og þolinmæði hljómsvei'tarmeðiima var að þrotum komin, stóð fyrstl óbóisti upp og sagði: „Herra Klemp, þér tiailið of miWcisS." En æfingar hjá Klemperer voru yfirleitt erfiðar og strangar. Eins og sjá má á meðfylgj- andi mynd, notar Klemperer ekki tónsprota, þar sem hann var það mikið lamaður hægra megin, heldur notaði hann krepptan hnefa hægri handar þess í stað. Sllkt hefur örugg- lega haft sín áhrif á leik og hljóm. Auk þess var Klemp- erer um tveir metrar á hæð og allur hinn hrikalegasti ásýndum. Líkamsþrek hans og vilja- styrkur hafa verið með ólík- indum, því að svo l-amaður og illa farinn vegna slysa var hann, að hann staulaðist ým- ist við hækju eða staf á hljóm- sveitarstjórapaliinum og stj órnaði siitjandi. Það hefur iðulega verið tal- að um hina „fjóra stóru“ með al hljómsveitarstjóra okkar tíma. Þess vegna birtist hér með þeissari grein sígild og fræg mynd tekin í Berlín árið 1929. Auk hinna „fjögurra stóru'* er Erich Kleiber. Talið frá vimistri: Bruno Walter, Arturo Toscanini, Erich Klei'b er, Otto Klemperer og Wii- helm Furtwángler. Allt of langt mád yrði að telja upp og ræða um þann fjölda hljóðritana, sem til eru með Otto Klemperer, en mig langar að benda á eina, sem gefur mjög góða og glögga hugmynd um hvemig hljóm- sveitarstjóri hann var, en það er „Þýzk sálumessa" eftir Brahms. Ef til vill er fyrsti þátturimm hvað mest eimkenn- andi fyrir hans sérstæðu túlk anir á verkum meistaranna og glöggt dæmi þess, að hanm var í raunimni algerlega sér- stæður tónlistarmaður, sem fór sínar eigin slóðír. Að lokum segir hér frá at- burði, sem skeði í London fyrir nokkrum árum. Klemp- erer var þá að hefja æfingu verka, sem flytja átti eftir nokkra daga. öll hljómsveitin var mætt til æfimgar, þegar tilkynnt er, að einn trompet- leikaranna tefjist nokkuð, þar eð bifreið hans hafði bilað. Klemperer nei'taði að hefja æfingu og öll hljómsveitin beið og beið, unz aumingja trompetleiikarimm kemur loks- ins móður og sveittur. Þá seg- ir Klemperer: „Jæja, þá get- um við byrjað. Ef þið viljið gera svo vel, Eine kleine Nacht musik eftir Mozart." Eins og allir vita, er verkið fyrir strengjahijóðfæri eingöngu og blásturshljóðfæri koma þar hvergi nærri, hvað þá trompet. Ef tiil vill er þessi saga einn af mörgum lyklum að persónunni og tónlistarmanm- inum Otto Klemperer. Birgir Guðgeirsson. OTTO KLEMPERER OTTO Klemperer, hljómsveit- arstjórinn heimskunni, lézt fyrir skömmu í Zúrich í Sviiss, þá kominn á áttugasta og ní- unda ár. Var hann hinn síð- asti eftirlifandi hljómsveitar- stjóra, sem hæst báru frá því um 1920 og allt fram á sjö- unda tug þessarar aldar. Otto Klemperer var einhver hinn mesti hrakfallabálkúr, sem um getur meðal hljóm- sveitarstjóra. Við skulum að- eins líta á nokkur af þeim slysum og þeirri vanheilsu, sem hrjáðu hann. Árið 1933 féll hann af hljómsveiitarstjóra palli í Leipzig. Við það fall hlaut hann áverka á hnakk- anum, og náði eftir það aldrei fullkomnum bata. Síðar kom í ljós, að hann var með æxli í heila og eftir uppskurð var hann æ síðan að nokkru lam- aður. Árið 1940, þá staddur i Bandaríkjunum, strauk hann af „hressimgarhæli". Dagblöð þar í landi auglýstu eftir hon- um, sem hættulegum geðsjúkl ingi. Þvi svaraði Klemperer all hressilega, með því að efna tvl tónleika í Camegie Hal'l, kostaða af eigin fé, því til sönnunar, að hann gengi heill fciil Skógar andlega og likam- lega. Árið 1951 datt hann, með þeim afleiðingum, að lærlegg- ur hægri fótar brotnaði. Þá er hanm orðinn 66 ára að aldri. Það er ekki allt búið emn, þvi að árið 1959, þegar hann var að undirbúa flutnimig óperunn- ar Tristan og Isold, sem flytja átti við Metropolitanóperuma i New York, hafði hann lag á þvi að kveikja i rúmfötum sím um. Hann reykti í rúmimu. Hann bregst þannig við, svo fáránlegt og furðulegt sem það kann að virðast, að hanm grípur til þess óyndisúrræðis að hella á rúmfötim og sjálfam sig, ekki vatni, heldur kam- fóruspíritus. Menn geta rétt imyndað sér þær hroðalegu afleiðimgar, sem þetta hafði. Mánuðum saman var honum vart hugað líf. En seiglan og hinn næstum ótrúlegi viljastyrkur hans björguðu honum rétt einu sinni enn. Þetta atvik skeði einmitt í Zúrich, þar sem hann sei.nna meir átti eftir að gefa upp andann. Sjö árum síðar, 1966 dettur hann einu simnd enn, með þeim afleiðingum, að hann mjaðmargrimdarbrotn ar. Þessi upptalnimg á slysför- um Klemperers, er örugglega að nokkru skýrimg á mannin- um sjálfum sem tónlistar- manni, þótt fleiiri megi fimna. Þessi ótrúlegi stálvilji spegl- ast í meðferð hans á þeim tón verkum, sem við finmum (eða skynjum), er við hlýðum á tónlist þá sem hanm stjórnar og brenmir á sitt gerþekkjan- lega og einstæða persónulega merki. Klemperer er fæddur himm 14. mai 1885 í borginni Breslau í Þýzkalandi, em fjölskyldan flytur til Hamborgar fjórum árum síðar. Hann hlaut undir- stöðu menntun sína í tónlist hjá móður sinni, en fer síðar til frekara náms til Frank- furt, en lýkur námi i Berlín, þar sem kennarar hans voru t.d. James Kwast —. Klemperer varð ágætur píanólei'kari og hin risastóra hönd hans spamm aði um hálfa aðra áttund — Hans Pfitztner og Philipp Scharwenka. Grundvallarmenntun hans í tónlist var því ekki fáfengileg. Klemperer hljóp ekki upp á hljómsveitarpallimn fuilur vanþekkingar og vamkunnáttu, eins og við höfum því miður allt of mörg dæmi um, sér í Otto Klemperer. Birgir Guðgeirsson skrifar um: Verzlunarhúsnœði Nýtt glæsilegt verzlunarhúsnæði til leig u í miðborginni um 1000 ferm. á jarð- hæð og 500 ferm. í kjallara. Leigist í ei nu lagi eða í hlutum. Húsnæðið hentar einnig vel til sýninga eða sem afgreiðslusalur. Góð vöruaf- keyrsla og vörulyfta. Húsnæðið getur verið tilbúið til nokunar í september nk. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér þ etta nánar, leggi inn tilboð á afgreiðslu Mbl. fyrir 27. júlí nk. merkt: „Verzlunar húsnæði — 7987“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.