Morgunblaðið - 21.07.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.07.1973, Blaðsíða 16
10 MORGUiNBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 21. JÚLl 1973 Otgefandi hf. Árvakur, Reykjavlk. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthfas Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltról Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjórl Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóri og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6, slmi 22-4-80. Askríftargjald 300,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasðlu 18,00 kr. eintakið. egar núverandi vinstri stjóm tók við völdum, var lýst yfir því með mörg- um og fjálglegum orðum, að tekin yrðu upp skipulögð vinnubrögð í efnahags- og fjárfestingarmálum. Handa- hófskennd vinnubrögð áttu að sögn ríkisstjómarinnar að þoka fyrir skipulögðum áætl- unarbúskap eins og sagði í stefnuræðu forsætisráðherra. Óhætt er þó að fullyrða, að tveggja ára valdaferill nú- verandi ríkisstjórnar hafi fyrst og fremst einkennzt af óskipulögðum og fálmkennd- um aðgerðum í efnahagsmál- um. Síðan hefur ríkiskerfið verið þanið út án nokkurrar heildarstjórnar. Skýrasta dæmið um stjórnleysið eru deilur ríkistjórnarinnar og tveggja veigamikilla stofn- ana ríkisins um byggingar- framkvæmdir Seðlabankans. Stjórnarflokkarnir hafa nú með opinberri ályktun frá Framkvæmdastofnun ríkisins beint þeim tilmælum til sjálfra sín í ríkisstjórn og bankaráði Seðlabankans að byggingarframkvæmdum verði frestað. Þessi opinbera ályktun er birt aðeins fáum dögum eftir að stjórnarflokkarnir í banka- ráði og ríkisstjórninni ákváðu að hefja byggingarfram- kvæmdir á vegum bankans. Skípaleikur af þessu tagi er ugglaust einsdæmi, og ber ekki vott um skipulögð vinnubrögð ríkisvaldsins. Samkvæmt upplýsingum ríkisstjórnarinnar og tals- manna hennar hafa a.m.k. þrír aðilar vald til þess að stöðva framkvæmdirnar. 1 fyrsta lagi hefur ríkisstjórn- in sjálf vitaskuld vald til þess að stöðva slíkar framkvæmd- ir ríkisstofnunar. Samkvæmt lögum um Seðlabankann er yfirstjórn hans í höndum viðskiptaráðherra, sem fer með bankamálefni, og banka- ráðs. Ljóst er, að ríkisstjórn- in hefur úrslitavald í þeim efnum, ef til ágreinings kem- ur. f öðru lagi getur banka- ráð Seðlabankans tekið ákvörðun um að stöðva fram- kvæmdirnar, ef ríkisstjórnin mælir ekki fyrir um annað. Stjórnarflokkarnir hafa að sjálfsögðu meirihluta í bankaráðinu. Loks hefur for- maður stjórnar Framkvæmda stofnunarinnar upplýst, að enginn vafi leiki á því, að stofnunin hafi ekki einungis vald til þess að setja fram eindregin tilmæli um frest- un, heldur geti hún sjálf ákveðið, að öllum banka- byggingum í landinu verði slegið á frest. Þó að stjórnarflokkarnir hafi þannig á þremur stöð- um vald til þess að stöðva umræddar framkvæmdir ger- ist ekkert, nema það eitt, að gefnar eru út yfirlýsingar um nauðsyn þess að draga úr þeirri þenslu í efnahags- og fjárfestingarmálum, sem leitt hefur af stefnu ríkisstjórnar- innar. Stjómarandstaðan hef- ur margsinnis ítrekað nauð- syn þess að draga úr opin- berum framkvæmdum í þessu skyni. Af þeim sökum töldu fulltrúar hennar, að eðlilegt gæti verið að fresta byggingu nýs Seðlabanka- húss. En þeir gátu vitaskuld ekki tekið þátt í þeim skrípa- leik, sem stjómarflokkarnir hafa sett á svið varðandi þetta mál. Ráðherramir og stjórnar- blöðin kepf>ast nú við að skella sökinni hver á annan. Hver stjórnarflokkurinn um sig ætlar að njóta góðs af kröfunni um stöðvun. Enginn þeirra þykist því bera ábyrgð á verkinu. Ritstjóri dagblaðsins Tím- ans segir í forsíðufrásögn sl. fimmtudag, að eindregnum tilmælum Framkvæmdastofn unarinnar sé fyrst og fremst beint til Lúðvíks Jósepssonar, sem fari með yfirstjórn þess- ara mála lögum samkvæmt. Tíminn heldur áfram í for- ystugrein í gær að beina spjótum sínum að Lúðvík Jósepssyni. Þannig segir mál- gagn Ólafs Jóhannessonar, forsætisráðherra, að Lúðvík Jósepsson eigi að hafa vald til þess að stöðva fram- kvæmdirnar. Og Tíminn skorar á ráðherrann að stöðva þær þegar í stað og skylda Seðlabankann til þess að koma lóðinni í samt lag á nýjan leik. Lúðvík Jósepsson hefur á hinn bóginn þvertekið fyrir að hafa þetta vald á sínum höndum og bendir á fulltrúa st j órnarflokkanna í banka- ráði Seðlabankans. Formaður Alþýðubandalagsins reynir einnig að bera í bætifláka fyrir Lúðvík Jósepsson og gefur í skyn, að ríkisstjórnin hafi ekkert vald í þessum efnum. En hann telur þó lík- legt, að ríkisstjórnin muni álykta eitthvað um málið. Ríkisstjórnin er með öðrum orðum svo magnlítil í augum formanns Alþýðubandalags- ins, að á hennar valdi er að- eins að senda frá sér einhvers konar ályktanir. Fátt hefur því fremur varpað dulunni ofan af stjórnleysi og handahófs- kenndum vinnubrögðum vinstri stjórnarinnar en ein- mitt sá sjónleikur, sem settur hefur verið á svið vegna þessa máls. SJONARSPIL VINSTRI STJÓRNARINNAR KltAK'.V Endurskipurlagning skák- starfseminnar í Sovétríkjunum EÍNGINN þarf að fara í graf- götur með það, að Sovétimenn tóku sér missi heimisimeistara- titilsins í skák mjög nærri. Þetta kemur ef tiil vitl gLeggst fram í þeim tilraumum, sem undanfarið hafa verið gerðar til þess að endurskipuleggja skájkstarfsemina og fyrir- komulag keppna í Sovétrikj- unum. Þar ber fyrst að nefna deildaskiptinguna, sem er í líkingu við það, sem við þefckjum úr deildaskipulagi knattspyrnukeppna á Vestur- löndum. 1 fyrstu deild skulu keppa allir beztu skákmeist- ararnir, í annarri deild þeir næstu o. s. frv. Og ekki nóg með það. Nú verða menn að gjöra svo vel og teflla eða byrja upp á nýtt að vin,na sig upp ella. Þá hefur sú regla verið sett, að stórmieisitara- jafntefli eru óleyfileg. Barizft skai af fullum krafti og eng- um er heimilt að semja jafn- tefli fyrr en eftir þrjátíu leiki nema leyfi skákstjóra komi- til. Verður vafailaust fróðlegt að fylgjast með þróun þess- ara mála í náinni framtíð. En það er ekki nóg að skik'ka stórmeistarana til keppni, ungu mennina verður lika að herða í baráttu við hina reyndari. í lo'k april fór fram í Moskvu keppni, þar sem segja má, að þessiu nýja skipulagi hafi verið hrundið í framikvæmd. Þetta var sveitakeppni og áttust þar við þrjár Skáksveitir, hver sveit var skipuð tiu mönnum og var tefld tvöföld umferð. Til leiks mættu: Sveit 1. deild- ar, sveit 2. deildar og ungl- ingasveit. Til þess að gefa nokkra hugmynd um styrk- leika þeirra, sem hér áttust við, skulu liðsmenn 1. deildar taldir upp í þeirri röð, sem þeim var raðað á borð: 1. Spassky, 2. Petrosjan, 3. Tal, 4. Kortsnoj, 5. Smysl- ov, 6. Geller, 7. Poulugaj- evsky, 8. Stein, 9. Keres, 10. Savon. Á fyrsta borði í 2. deild tefldi Taimanov og á 1. borði unglingaliðsins Karpov. Úrslit urðu þau, að 1. deild sigraði, hlaut 23% v. af 40 mögulegum, ungling- arnir urðu i öðru sæti með 18% v. og 2. deild rak lestina með 18 v. En lítum nú á eina snaggaralega skák úr keppn- imni. Hvitt: M. Tal (1. deild). Svart: D. Bronstem (2. deild). Pirc-vörn. 1. e4 — d6, 2. d4 — Rf6, 3. Rc3 — g6, 4. Bgo — c6, (Ekki 4. — Bg7 vegna 5. e5!, t. d. dxe5, 6. dxe5 — Dxdlf, 7. Hxdl — Rg4, 8. Rd5 — Bxe5, 9. f4 — Bd6, 10. Bxe7! og hvítuir vínnur). 5. Rf3 (Hér kom einnig sterklega til greina að leika 5. Dd2 Michail Tal og siðan f3 og stefna þannig að framrás peðanma á kóngsværngnum). 5. — Bg7, 6. Dd2 — Bg4 (?), (Frumlegui' en nokkuð hæpinin leikur. Hér var trú- lega bezt að leika 6. — Rbd7 ásaimt Dc7 og b5. Svartur gat hins vegar tæplega leyft sér að hróka í stöð- unni vegma 7. Bh6 ásamt h4 og h5). 7. 0-0-0 — h6, 8. Be3 — b5, 9. Bd3 — a6, 10. Hdel (Stefnir að framrás é-peðs- ins. Svartur á nú þegar í erfiðleikum með liðskipan siina). 10. — Rfd7, 11. e5!? — d5?, (Vilji menn sýna fram á óréttmæti liðsfórna eir ein- faldast að þiggja þær. Bronstein hefði þvi senni- lega gert bezt með þvi að leiika 11. — Bxf3 og síðan 12. — dxe5. Nú yerður sákn hvíts ástöðvandi). 12. Rh4 — cð, (Svörtu mennimir standa he'ldur óhöndiuglega, en Brcmstein reynir engu að síður að ná mótspili, en ..). 13. Rxg6! (Hvítur viinnur þrjú peð fyrir manninin, auk þess er svarta staðan í rúst). 13. _ fxg6, 14. Bxg6f — Kf8, 15. Rxd5 — Rc6, 16. f3 — Be6, 17. Rf4 — Bg8, 18. Dd3 (?) (Bnniþá sterkara var 18. Bh5! og svartiur er varnar- la-us gegn hrtuninni 19. Rg6t). lg. — e6, 19- De4 — Re7, 20. Hdl — Db8, 21. Rh5 (Hótar 22. Df4t. Þrátt fyrir mistök hvíts í 18. leik er svartur gjörsamilega varnar- laus eftir sem áður). 21. — Rd5, 22. dxc5 — Dxe5, (Eða 22. — Rxe5, 23. Rxg7 — Kxg7, 24. Bd4 og vimn- ur). 23. Bd4 — Dd5f, 24. f4 og svartur gafst upp. Jón Þ. Þór.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.