Morgunblaðið - 16.12.1973, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.12.1973, Blaðsíða 1
Sunnudagur 15. des. 1973 Blað II FORMKOKUR Formkökur. Ljúffeng eplakaka. 200 g möndlur 200 g rasp 100 g sykur smj ör 1 kg hörð, súr epli 1 matsk. romm þeyttur rjómi. Möndlurnar saxaðai' mjög smátt eða hakkaðar í möndlu- kvörn. Rasp og sykur sett í 2!4 matsk. af smjöri, sem hefur verið aðeins brúnað á pönn- unni, hrært í með gaffli, bland- ið möndlunum síðan saman við. Eplin afhýdd, kjarninn tekinn úr og þau skorin í mjög þunnar sneiðar. Leggið fyrst þunnt lag af raspi i velsmurt eldfast fat, þar næst þunnt lag af eplum, og endurtakið, efsta lagði á að vera rasp. Bræðið 2 matsk. smjöri og hellið yfir kökuna, þar næst er rommið sett á. Ál- pappír breiddur þétt yfir. Fatið sett í 225°C heitan ofn og kakan bökuð i 40 minútur. Borin fram volg í eldfasta fat- inu, kaldur þeyttur rjómi bor- inn fram með. Þessi kaka er góður eftirmat- ur og eins má borða hana með kaffi. Nota má heslihnetur eða val- hnetur í staðinn fyrir möndl- urnar. Sleppa má romminu — eða nota 1—2 matsk. af madeira eðaportvíni. Jólakrans. 3 egg 150 g sykur 1 matsk. vanillusykur salt 150 g hveiti 50 gr kartöflumjöl 1—V/i tsk. ger rifinn börkur af 1 sitrónu safi úr 1 sitrónu 2 matsk. romm, 2 matsk f lórsykur 3—4 mtsk. aprikósumarmelaði. Glassúr: 80 g flórsykur 1 matsk. romm Palmin rifið súkkulaði rauð og græn kirsuber. Eggjarauðurnar hrærðar vel meðsykri, vanillusykri, saltiog 2 matsk. vatni. Iiveiti og kartöflumjöli blandað saman við gerið og sett í, sitrónubörk- urinn settur í og deigið hrært saman. Stifþeyttar eggjahvit- urnar settar varlega saman við. Sett í vel smurt kringlótt form, bakið kökuna ljósbrúna við meðalhita, tekin strax varlega úr forminu. Blandið saman sít- rónusafa og 2 matsk. rommi og 2 matsk. flórsykri, hellið þvi i formið og leggið kökuna var- lega aftur í formið og látið standa til næsta dags. iivolf- ið þá kökunni á kökurist og þekjið hana með marme- laðinu, aðeins volgu. Hrærið glassúrinn saman úr flór- sykri, rommi og bræddri plöntufeiti og vatni ef vill. Þekið kökuna með glassúrnum og skreytið með rifnu súkku- laði og kirsuberjum. IENN KOMA JÓLIN Það er komið að því einu sinni enn, að við undirbúum jólahald, áreiðaniega fiestum okkar tii ánægju og tilbre.vtingar. Að venju höfum við fundið hér uppskriftir af smákökum og formkökum, sem ef tii vill einhver vili reyna. Sömuleiðis er hér meðýmisiegt föndur og handavinna. Gleðilega jólahátfð. Jólasveinn Jólasveinaandlit úr pappa eða filti límt á spjald eða striga, nef og kinnar klippt út úr rauðum pappír límt á. Aug- un eru blá, Skegg og augna- brúnir gerð úr garni eða þráð- um dregnum úr striga. Húfan er sömuleiðis búin úr því sama, ásamt skúfnum, breiður borði úr pappa eða efni notað til að líma húfuna ofan á and- litið. / dagsins önn... Kúlur á jólatré Mjög auðveit jólaskraut, ef til er borð-tennisbolti og tyilaf- gangar. Tvöfalt tyll er strengt utan um boltann, haldiö yfir gufu í nokkrar mínútur og síð- an skorið sundur með rak- vélarblaði á miðjum boltanum. Árangurinn er stíf hálfkúla og er þetta endurtekið nokkrum sinnum. Helmingarnir eru síð- an festir saman með því að bera lím á brúnirnar og verður þá úr kúla, sem festa á í þráð til að hengja upp á. Kúlurnar má skreyta með glerpeilum, pallíettum, silfurstjörnum o.s.frv. Ef við eigum hvít kerti eða önnur einlit, má skreyta þau á ýmsa vegu, sjá myndir. Neðst er settur silkiborði. Hægt er að teikna mynstur á pappir, klippa út og leggja á kertið, og ýta með blýantsodd- inum í gegnum pappírinn. Pappírinn tekinn af og mislitar perlur eða annað slíkt, sem til er fest meðprónum. 2 matsk. saxaðar möndlur sítrónugl assúr. Eggin þe.vtt með sykrinum, hveiti, natróni, kanil, neg- ul rjómi og súr mjólk sett i deigið og hrærið vel á milli. Þá eru rúsínur, pommerans, engi- fer, sftrónubörkur og möndlur settar út í. Sett f vel smurt, raspi stráð form og bakið kök- una við meðalhita. Skreytt með sitrónuglassúr þegar hún er orðin köld. Carneval de Niee. 200 gjurtafeiti lOOgsykur 50 g kakó 1 egg,2 matsk. sterkt heitt kaffi hnetur afhýddar möndlur, rús- inur kex, cocktailber. Egg og sykur þeytt mjög vel, brætt palmin kælt, kaffi og kakó bætt út í. Aflangt kökuform smurt með smjörpappír eða álpappír, helmingi deigsins hellt i formið, kexi. möndlum. rúsfn- um, hnetum og berjum dreift yfir jafnt, afganginum af deig- inu helll vfir. Kakan sett á kaldan stað, þar til hún stffnar og þarf að geymast á köldum stað. Kryddkaka Petrínu. 2 egg 15o g sykur 160 g hveiti llá tsk. natrón 1 tesk. kanill 'ó tsk. negull 2 matsk. rjómi 1 dl súr mjólk 1 matsk. saxaðar rúsínur 1 matsk. saxað pommerans 'A matsk. engifer ‘A matsk. rifinn sítrónubörkur Síðasta vika fyrir jól er áreið- anleg lengsta vika ársins í hug- um barnanna á heimilinu. Það þarf þvi að finna upp á ýmsu til að st.vtta þeini stundir eins og flestir kannast við. Það tekur stundum ekki nema litinn tíma að undirhúa fyrir þau eitthvað, sem þau geta svo dundað við lengi. Alls konar pappírs- föndur er ákaflega vinsælt og ekki svo dýrt efni til að vinna úr. Sömuleiðis er um garn, sem flest heimili eiga afganga af. Litli bangs- inn er t.d. aðeins prjónað- ur með garðaprjóni og því að- gengilegur fyrir þau yngstu. • • JOLAFONMJR —P ____ T Hér> poka, s mislitu pappír im nu 'fti tu se appi nd ^if jóla- | 1 heima úr i. ð/ glans- '

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.