Morgunblaðið - 16.12.1973, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.12.1973, Blaðsíða 10
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1973 MARGT GERIST A SÆ Guðjón Vigfússon: SÝÐUR ÁKEIPUM. Örn ogÖrl. 1973. GUÐJÓN Vigfússon segir strax í upphafi bókar sinnar: „Þegar ég var að hripa minn- ingabrotin í stílabækurnar, reyndi ég að vera ákaflega hreinskilinn óg segja afdráttar- laust frá öllum heimskupörum mfnum, mistökum og afglapa- hætti, enda hefur slfk hrein- skílni lengi við mig loðað." Þessi varnagli er óþarfur. Guðjón gerist dvíða berorður. Að vísu hnippir hann hér og þar í einstaka persónur, mest ónefndar, en það er þá meira nöldur en broddur, er undan kynni að svíða. Guðjón hefur aldeilis verið á ferðinni um æv- ina; lengst af farmaður. Þaðer því i samræmi við breytileik lífshlaupsms. að kaflar bókar- innar eru margir, en stuttir. Höfundur nefnir kaflana með fyrirsögnum, sem eiga að gefa til kynna efnið. Stenst það stundum, en alls ekki alltaf: kaflaskipti verða ekki alltaf á samastaðog skipt er um efni. Guðjón segir fjörlega frá, ekki yfirmáta skipulega; er að sínu leyti hreinskilinn, eins og hann líka segist vera, en gerir að mínum dómi of mikið að þvf að afgreiða hlutina með al- mennum athugasemdum f stað- ínn fyrir að lýsa á hlutlægan hátt fólki og fyrirbærum og láta svo lesandanum eftir að gera sínar athugasemdir með sjálf- um sér. Ævisagan hefði að öll- um líkindum orðið bæði fróð- legri og læsilegri, ef hann hefði skrifað um færra, en kafað því betur ofan í þau mál, sem hann hefði tekið fyrir, En Guðjón hefur fremur kosið að tina til sem allra flest atriði um válk sitt og réttur á lífsins ólgusjó, og vitanlega var hann sinn eig- inn verkstjóri við barninginn þann. Ilvort tveggja er líka, að hann hefur margt misvindið hreppt á úthafinu því og j)á ekki alltént hirt um að leita skjóls undirþeim grænuhlíðum værðar og hvíldar, þar sem þess hefði hugsanlega verið að vænta. Tökum sem dæmi kynni hans af hjónaböndum. Erþáfyrst að telja, að foreldrar hans slitu samvistir, þegar hann var barn að aldri. Hann ólst því upp með móður sinni (samt f næsta ná- grenni við föður sinn), sem ól önn fyrir honum ein síns liðs; missti hana svo frumvaxta og átti þá tæpast nokkurs staðar höfði að halla. Munu þeir at- burðir meðal annarra hafa valdið því, að hann lét berast um heimshöfin f siglingum næstu árin. Hann þokast heim á leið. Kvænist. En það fyrirtæki hlýtur skjótan endi og þeigi geðfeldan: „Konan mfn skrif- aði mér eftir mánuð og sagði mér, að hún mundi ekki koma til mín aftur." Hann kvæntist aftur, og það fer á sömu leið: „Ólánjð var skollið yfir. Hún hafði stofnað til nýrra ástar- kynna við erlendan mann. Ég varð að fara . . ." Allt er, þegar þrennt er. Ilann kvænist í þriðja sinn. Og er þá nema von hann segi: „Við höfum búið saman í þrjátíu ár, og ég vona, að það samband haldist." — Þetta er hreinskilni. Að öðru leyti fjölyrðir Guðjón ekki um þessi mál og á í því efni sam- merkt við aðra ævisöguritara. Beztar þykja mér frásagnir Guðjóns af einstökum eftir- minnilegum atvikum eins og frásagan af því, þegar hann — þá nemandi í Stýrimannaskól- anum — tók þátt f kappræðu um bindindismál á móti nemendum Menntaskólans og gerði slíka hvín- andi lukku, að hann var að lokum borinn á gullstól úr salnum. Eða frásögnin af strandi Laxfoss, þar sem fáir voru að vísu bornir á gullstól, en þeim mun fleiri á björgunar- stól. Guðjón segir meiningu sfna um þann atburð („Þar fjórmenntu mistök, mikil- mennska, vanþekking, og heimska og réðu úrslitum"). Guðjón getur þess, hvað hafi komiö honum til að skrifa þessa bók. Hann „dvaldist í sjúkra- húsinu á Akranesi tvo mánuði 1970. Ég var hress vel, hafði fótavist og tekið að halla að jólum. Ég er óvanur að sitja með hendur i skauti, og áður en ég vissi eiginlega, hvað ég var að gera, var ég farinn að hripa niður í stílabækur ýmislegar minningar frá liðnum dögum. Mér fannst þetta létta af mér leiðindum og hugsaði sem svo, að skárra væri illt að gera en ekki neitt." Svona atvikast það sem sagt að Guðjón Vigfússon sendir frá sér sjálfsævisögu, og sannar Guðjón Vigfússon. það, að ótrúlegustu duttlungar örlaganna geta valdið því, að bók verður til. Þráttfyrir upprunann eðatil- efnið er engin spítalalykt af þessari bók, heldur saltlykt og tjöruangan. Höfundur er hress og kátur og lítur fremur björt- um augum á lffið, sýnist mér. Og er hvergi banginn, þó tíðum hafi á móti blásið, brotsjóir skollið á líffleyi hans og svipti- vindar forlaganna stundum sveigt það af þeirri leið, sem mörkuð hafði verið á sjókorti vonarinnar. Erlendur Jónsson. Sig. Haukur Guðjónsson skrifar um barna- og unglingabækur Leikur að læra HVAÐ TIFUR Uff Löfgrert UMFERÐlNA? IÐUNN sendir frá sér 4 kver í þessum flokki nú. Öll eiga þau það sammerkt, að þeim er ætlað að hjálpa litlum börnum til skiln- ings á umhverfi sínu. í því liggur styrkur þeirra, að um leið og þau hafa ofan af fyrir barninu, þá fræða þau það. Slíkt ættu allar barnabækur aðgera. Ilöfundur kveranna allra, bæði mynda og texta, er Ulf Löfgren. Hann er skemmtilegur teiknari og þó nokkuð hugmyndaríkur. Anna Valdimarsdóttirþýðir: Hvað tefur umferðina? Litalúðurinn Hljómsveitin fljúgandi en Andrés Kristjánsson snarar 1 2 3. Bæði hafa unnið verk sín vel og prentun hjá Purnell Sons Limited er mjög góð. Bezt finnst mér kverið um töl- urnar, en ósköp rislág frásögnin af umferðinni. Ég sakna stærra leturs, það hefði aukiðgildi bókannáog mjög auðvelt að koma því fyrir. Meira af sliku. Pétur og úlfurinn Höfundur: Sergei Prokofief. Myndir: Frans Haaeken. Þýðing: AldaÆgis. Setning: Prentstofa G. Benediktssonar. Ljðsmyndun texta: Grafík hf. Prentuð f A-Þýzkalandi. Útgefandi: Bókaútgáfan Saga. Þetta er stutt saga í myndum og orðum, ævintýri úr heimi tón- anna. Ætlazt er til. að fvrst sé bókin lesin og síðan á tónverkið hlýtt. Þetta er þvf mjög virðingar- verð tilraun t.þ.a. leiða börnin inní undralönd tónanna, og ber að þakka slíkt framtak. Textinn er stuttur og gagnorður og myndirnar snotrar, auðskildar, sumar fallegar. Þýðingin er á lípru máli. G rei n am erk j aset ni ngu m j ög ábótavant. Slikt ber að harma i annars mjög svo vandaðri bók. Ég saknalíka útgáfuárs. Upplýsingar um höfundinn og hljóðfærin eru bráðvel gerðar, bókarprýði. Meira af slíku. Þarft verk. Polli-Ég og allir hinir Höfundur: Jónas Jónasson. Myndir: Ragnar Lár. Prentun: Prentsmiðja Setbergs. Útgefandi: Setberg. Það er erfitt að átta sig á, að hér er um frumraun höfundar að ræða, svo fullmótaður sem hann kemur fram í þessari bók sinni. Stílinn leikandi léttur, fágaður, já, óvenju snjall. Stundum færðu það á tilfinninguna, við lesturinn, að höfundur hafi nautn af að sýna þér leikni sína i meðferð stíl- bragða, og þá læðist það að þér, að hann sé að sanna fyrir þér, að þetta geti hann, eins og svo margt annað, betur en flestir aðrir. Væri ég áfram við íslenzkukennslu, þá veldi ég þessa bók nemendum mfnum til kennslu í ritleikni. Þessari staðhæfingu bið ég for- eldra aðtaka eftir hafi þeir áhuga á að þjálfa frásagnarlist barna sinna. Þetta er unglingabók fremur en barnabók. Veldur þar mestu, að Pollí er ekki lengur stuttbuxna lallinn, heldur strákurinn, sem í brjósti hins fulltíða manns býr. Eg á við: I brjóstum okkar flestra er mynd af óvenju vel gerðum strák eða stelpu, okkur sjálfum, draummynd hnoðaðri úr ímynd- un og dálitlu af staðreyndum. Polli er glæsilega gerður og hvergi í hann sparað, enda hefir faðirinn mikið dálæti á kauða og þjálfun í að segja frá. Ævintýri bókarinnar eru rnörg og spenna hennar mikil. Fáum mun því leið- ast lesturinn. Til er, að höfundur lifi sig svo inni heim Polla, að hann gæti ekki tungu sinnar og taki að tala ljótt mál: „Síðan kom glás af fin- um köllum . . .“ (24). „Svona fjöldi af fólki" (84), en slíkt eru algerar undantekningar. Jónas Jónasson Myndir Ragnars eru góðar. Prentun og frágangur útgáf- unni til sóma, ef prófarkalestur er undanskilinn. Frábær, skemmtileg bók. Innileg þökk. Gréta og grái fiskurinn Höfundar: a. mynda Jaklien Moerman. b. sögu Marietta Vanhalewijn. Þýðing: Örnólfur Thorlacius. Setning: Prentsmiðjan Oddi hf. Prentun í Belgíu. Útgefandi: Iðunn. Þetta er lítíð kver, ákaflega fagurt og vel gert. I myndum og texta er rakin saga fisks, sem skaparinn hefir gert þannig, að litli fiskurinn unir hag sfnum illa. Honum verður það þó til happs, að hann hittir Grétu og hún færir honum hamingjuna, gefur lífi hans gildi. Ég get vart hugsað mér elsku- legri bók að rúmstokki barns, enda margir á sömu skoðun, bók- in er gefin út f fjölda landa. Margar myndanna eru venju- legu fólki listaverk, og í þýðingu Ömólfs er textinn lipur og léttur. Hann kann sitt fag. Kosið hefði ég stafagerðina stærri, handa stautlæsum, en kannske hafa tækniatnði f prent- un bannað slíkt. Hafi Iðunn kæra þökk fyrir frá- bæra bók, sem margan mun gleðja. Nikki og Rikki berjast við smyglara Höfundur: EinarLogi. Prentun: Hilmir hf. Útgefandi: Hilmir hf. Hér er greint frá tvíburum, sem boðið er til dvalar austur á f jörðu. Þetta eru tápmiklir snáðar og þá dreymir um karlmannleg ævin- týr. Höfundur leyfir þeim draumi að rætast, gefur þeirn tækifæri t.þ.a. sanna hæfni sína í viðskipt- um við eiturlyfjasmyglara. Meðferð efnis er langt frá frurn- leg, stundum hefir lesandinn það á tilfinningunni, að hér sé um beina stælingu að ræða á sögu eftir Indriða Ulfsson: Fjörðurinn, feluleikurinn f bátnum, Flugvélin .. ., en slíkt ætla ég höfundi ekki, tel þetta tilviljun frekar. Tfma- skyn höfundar virðist ekki glöggt, e'g áleit söguna gerast að sumri til, þó eru hvað eftir annað dregn- ir upp myrkramyndir. B(ikin er hlaðin spennu, ég stóð mig að því að fylgjast með af áhuga, og það er ég viss um, að ungir drengir muni gera. Málfar- ið er mjög þokkalegt, það er eins og aðeins vanti herzlumuninn á, að þá nái að teljast gott. Dæmi: „Þarna var um nóga staði að ræða, til að Ieika sér, og ef ímynd- unaraflið var látið vera ineð, var . . ." (26); „Þegar þeir höfðu sigltsvona í nokkrar klukkustund ir, . . ." (108); „Bróðir hans kem- ur síðar, en hann varð fyrir því ólám að veikjast, daginn áður en þeir lögðu af stað." (31). Þegar höfundur hefir lærzt að varast slíka hnökra, þá verður vissulega gaman að fá bók úr hans hendi. Á bls. 99 er ranglega farið með gömul og góð orð: „ á meðan spurði hún þá spjörunum út úr", slíkt er leiðinlegt, algjör óþarfi. Prentun er hrein og góð, já, gerð bókarinnar yfir höfuð, ef ég undanskil óvandvirkni í afstemm- ingu á síður (40, 55,104,) og mjög slakan prófarkalestur. Spá mín er, að þetta reynist vinsæl strákasaga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.