Morgunblaðið - 16.12.1973, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.12.1973, Blaðsíða 8
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1973 Stjörnudýrkun er ekkiúrsögunni í miðstöð kvik- myndaiðnaðarins HoUywood. Kaliforníu. Eftir vikudvöl hér í þessari borg, sem var um árabil hftfuð- boi’g kvikniyndaiðnaðarins, og er þaö aö vissu leyti enn. kemur mér ekkert á óvart, hve kvik- myndastjörnurnar hafa verið dýrkaðar um allan heint, — en sú frægð, sem þær hafa öðlast utan þessarar borgar kemst ekki í hálfkvist við þá dýrkun, sem allt fram á síðustu ár hefur verið ríkjandi hér í Hollywood. begar géngið er eftir gang- stéttunum nteðfram llollywood Bulevard. sem er ein aðalgatan hér, blasa við augum með eins til tveggja metra millibili stjörnur greyptarí gangstéttina ineð nöfnum þessara átrúnaðar- goða. Við þessa sömu götu er eitt frægasta kvikmyndahúsið í Uollywood, Graumans Chinese Theater, þar sem fjölmargar stórmyndir hafa verið frum- sýndar, — og í anddyri hússins getur að líta fótspor, handamót og nöfn kvikmyndastjarnanna. sem hafa sjálfar greypt í stein- steypu við hátfðlega athöfn um það leyti, sem þær stóðu á hátindi frægðai' sinnar. Eigi all- fjarri frá þessum stað er svo vaxmyndasafn, þar sem stór- stjörnurnar eru allar á einum stað. Forstöðumönnum safnsins hefur þó ekki þótt nög að hafa þann frfðleikshóp í safninu. heldur eru þar auk stjarnanna vaxmyndir þjóðarleiðtoga, svo sem Johns F. Kennedys og Winstons Churchills; auk þess birtast þar frægar hetjur úr. Villta vestrinu. sömuleiðis öfreskjur ýmsar úr hryllings- myndum og lil að köróna allt saman hefur þótt til hlýða að steypa Frelsarann og postulana i vax, þar sem þeir sitja við langborð og njóta siðustu kvöldmáltfðarinnar, en upp- stillingin öll er nákvæm eftir- líking af málverki meistarans Leonardos da Vincis. Ég verð nú að segja. að þetta, sem ég hef nefnt. finnst mér ekki fara sérlega vel saman, — jafnvel þótt það sé allt úr sarna efni. . Veitingahús skemmtistaðir og ýmis þjónustufyrirtæki hér eru síður en svo að halda þvf leyndu. ef kvikmynda- stjörnurnar hafa átt einhver viðskipti við þessa aðila. — og ef fólk hefur áhuga á. eru til bæklingar með upplýsingum um það, á hvaða veitingahús hinar ýmsu stjörnur hafa vanið kornur sínar. Ef þú hefur þolin- ntæði til að sitja dagstund. eða jafnvel heilan dag. á stað. sem heitir Aware Inn. er ekki ólík- legt, að Rock Hudson líti þar inn;. ef þig langar að freista gæfunnar og reyna að sjá Lee Marvin eða Burt Lancaster er heppilegasti staðurinn talinn vera Matteos-restaurant. þar sem þeir eru sagðir koma oft. þegar þeir eru svangir. en aftur á móti lætur Doris Day stund- um sjá sig á veitingastað. sem ber nafnið La Scala Buticque... Fyrir þá, sem gefst upp á að bfða á veitingahúsunum eftir að sjá uppáhaldsleikarann sinn. — og einnig fyrir aðra, sem áhuga hafa á — eru skipu- lagðar skoðunarferðir í hóp- ferðabflum urn Deverly hills. þar sem svo til allar kvik- myndastjörnurnar búa. og jafn- vel þótt ferðamennirnir sjái ekki stjörnurnar sjálfar í slík- um leiðangri ætti þeim þö að létta við að sjá húsin. sem þetta heintsfræga fólk býr í. að ég tali nú ekki um. ef bíllínn eða bílarnir þeirra eru fyrir utan.. . Ef þú hefur haldið. að stjörnudýrkunin í Hollywood væri úr sögunni. þá er það mis- skilningur. — ór. Paul Newman larTlyn Mohroe Ný|ar sendlngar enskir karlmannaskór úr leðri með háum hæl. Karlmannainniskór úr ekta leðri svartir og brúnir. ítalskir telpnaskór, mjög fallegir. Stórt úval af karlmannaskóm. Frá kr. 11 50.— til kr. 1495.— parið. Vinnu og kuldaskór karlmanna úr rúskinni kr. 995.— parið. SKÖeÚB AUSTURBÆJAR Laugavegi 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.