Morgunblaðið - 16.12.1973, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.12.1973, Blaðsíða 18
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1973 FÓSTUREYÐ- INGARSENN ÚRELTAR Nokkurra vikna fóstur. Náttúran er ennþá tölvunni fremri. Þegar við getnaðinn eru eiginieikar litla angans ákveðnir: augn- og háralitur, andlitsfall, vaxtariag og skaplyndi. VlSINDAMENN á Vesturlönd- um stefna nú kappsamlega að framleiðslu öruggrar efna- fræðilegrar getnaðarverju án skaðlegra aukaáhrifa. Fyrir örfáum vikum var tiikynnt um getnaðarvarnapillu, sem verkar í þrjú ár samfleytt. Framfarirnar á þessu sviði eru mjög örar, enda miklu til kostað. Ein afleiðing þeirra er sú, að loksins er séð fyrir endann á fóstureyðingum. Þessari hrottalegu aðferð til fæðingatakmarkana hefur um skeið verið beitt meðal þjóða, sem eiga við örðugleika að etja vegna fólksf jölgunar. A síðustu árum hafa nokkur Evrópulönd og sum fylki Bandaríkjanna (t.d. New York, í örvæntingarfullri baráttu við örbirgðina í Harlem) rýmkað fóstureyðingalöggjöf sfna til muna. Frjálsar fóstureyðingar eru óneitanlega áhrifaríkt vopn gegn óvelkominni fólksf jölgun. Þær eru þó svo áberandi og ruddaleg röskun á gangi náttúrunnar, að útilokað er, að þær verði látnar viðgangast til frambúðar. Það hefur orðíð hlutskipti nú- lifandi kynslóða, að uppgötva bresti siðmenningarinnar. Sið- menningin og tæknimenningin hafa rofið bönd nútfmamanns- ins við náttúruna og ruglað hin upprunalegu hegðunarmynstur hans. Það er tímanna tákn, að um þessar mundir veita þrír nafntogaðir atferlisfræðingar viðtöku Nóbelsverðlaunum í Stokkhólmi. Verk þessara vísindamanna hafa sýnt okkur svo gerla, að ekki verður um villzt, mikilvægi tengslanna við náttúruna og nauðsyn þess, að hegðunarmynstur og siðalög- mál mannsins séu virt. Mörg þjófélög þverbrjóta í dag lífslögmál sinna eigin ÉG HAFÐI upphaflega sam- band við pröfessor Egon Dicz- falusy, heimskunnan vfsinda- mann, sem stjórnað hefur mikilvægum, fjölþættum til- raunum með mannsfóstur. Hann var á förum til útlanda og vísaði mér þvf til samherja síns, dr. Lars Boréus. Dr. Boréus er dósent og yfirlæknir við Karólinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi, hár, grannur, einarðlegur og viðkunnanlegur maður. Ég bað hann að segja mér af rannsöknum sínum og tók hann því vel, kvaðst and- vígur öllu leynimakki í sam- bandi við fósturtilraunir og læknisfræðilegar rannsóknir almennt. „Ég er sannfærður um, að opinberar umræður eru vísindinum í hag," segir dr. Beréus. „Við verðum að hafa hugfast, að þessar tilraunir eru að jafnaði gerðar til að auka öryggi hinna ófæddu og hindra fjöldaslys á borð við Thalido- mid-áfallið. Meðalaneyzla almennings hefur stóraukizt síðustu áratugina. Það er nauð- synlegt að kanna áhrif lyfja, sem barnshafandi konur nota, á fóstrin. Markmið tilraunanna er því oft að tryggja foreldrum framtíðarinnar frísk og heil- brigð börn.“ þegna, og árangurinn lætur ekki á sér standa. Mengun, streita, sálrænar truflanir, áfengissýki, eiturlyfjaneyzla, taugameðalaþamb, unglinga- vandamál, glæpastarfssemi og alls konar andfélagsleg fyrir- brigði eru uppskera nútima- mannsins. Það er háttur einstaklinga með bæklaða siðgæðisvitund, að telja siðspillingu sína vis- bendingu frumleika og andlegs sjálfstæðis. Það erlíka athyglis- vert, að á öllum tímum virðist reiðubúinn hópur fólks til að fagna hverri nýrri tegund félagslegrar úrkynjunar sem undursamlegri framför og tákni aukins umburarlyndis. Frjálsar fóstureyðingar eru- samt hvorki félagsleg framför né tákn mannúðar og um- burðarlyndis. Þær eru aðeins ein af þessum blóðugu mis- tökum nútímamannsins og til þess fallnar að gera þjóðfélag hans enn óbyggilegra. Sú fyrir- litning á lífinu og rétti van- megnugs einstaklings, sem þær fela i sér, verður skamma stund einangrað fyrirbæri. Hún mun óhjákvæmilega eitra út frá sér og setja ósýnilegt, en áþreifan- legt mark sitt á þjóðlífið. LÆKNISFRÆÐI A GLAPSTIGUM Það er ekki ætlun mín að orðlengja fóstureyðingar sem slíkar á þessum vettvangi. Þeim, sem vilja kynna sér málið til nokkurrar hlítar, bendi ég á sænska bók, Ratt till liv (86 bls. Kyrkl. Förb. Bok- förlag, Göteborg). Þessi bók var gefin út í fyrra. Höfundur hennar er fil. lic. Olof Djur- feldt. Hún er ávöxtur samvinnu nokkurra lækna, lögfræðinga, ljósmóður og annarra emb- ættismanna, svo og Djurfeldts. Er nokkur von þess, að læknis- og lyfjafræðin nái slíkri fullkomnun, að afnema megi þessar tilraunir, sem óneitan- lega eru bæði óviðkunnanlegar og óvinsælar? „Nei. Það er reynsla allra fræðigreina, að lausn hvers vandamáls fæðir af sér fleiri spurningar. Endanleg þekking er óhugsandi. Auðvitað eru þessar tilraunir á margan hátt óviðkunnan- legar, en hagsmunir komandi kynslóða eru í húfi. Það væri lika algerlega óverj- andi, ef læknar, lyfja- og lff- fræðingar gripu ekki þau tæki- færi, sem gefast, til að auka þekkingu sína. Fóstureyðingar eru nú leyfðar í mörgum löndum. Fóstrin eru þá numin úr móðurkviði ýmist andvana eða án lífsvonar. Þetta er stað- reynd, afleiðing ákvörðunar löglegra stjórnvalda við- komandi landa. Vísindamaður- inn ræður engu þar um, en það er ótvfræð skylda hans að nota þau tækifæri, sem fóstur- eyðingarnar gefa, í þágu vísindagreinar sinnar." Dugir ekki að gera tilraunir á dýrum og dýrafóstrum? „Nei, því miður. Dýr eru notuð eftir megni, en það hefur sín takmörk. Ólíkar lífverur Þar eru raktar röksemdir með og móti fóstureyðingum, greinar og ræddar á skynsam- legan hátt. Þó að bókin sé samin af fagmönnum, er hún auðlesin og aðgengileg, enda ætluð leikmönnum. 1 4. kafla eru meðal annars birtar skýrslur frá skurðstof- unni. Þar segir læknir einn, dr. Esselius að nafni, frá fóstureyð- ingu, sem hún tók þátt í. Fóstrið kom lifandi úr móður- kviðnum, og olli það nokkru fumi hjá læknaliðinu. Dr. Esselius, sem er kristinnar trúar, þreif fóstrið í fátinu og skírði það skemmri skírn undir krananum áður en því var slengt í ruslakörfuna — kyn- legur fundur kristindóms og læknisfræði. Einnig segir Ijósmóðir nokkur frá atvikum á námsferli sínum. Lifandi fóstur, rúmlega 30 sentímetra langt, var numið úr móðurkviði og fleygt í sér- stakan ísskáp, til að deyja þar drottni s/num. Þegar fóstrið var tekið úr ískápnum eftir klukku- tíma, var það enn með lífs- marki. Hin eðlisbundnu tauga- viðbrögð voru enn starfandi. bregðast ekki eins við hinum ýmsu efnasamböndum. Auk þess eru líffæri mannsins oft viðkvæmari en dýranna.“ Er nauðsynlegt að halda fóstrunum lifandi meðan á til- raununum stendur? „Þegar líkaminn á sér enga lífsvon er þetta varla rétt orða- lag. Hitt er sanni nær, að dauð- inn sé tafinn. Landamæri lífs og dauða eru heldur engin skörp lína. Líf- færin deyja alls ekki öll í einu. Sum lifa um stund eftir að heil- inn hættir að starfa. Oftast er um að ræða tilraun á ákveðnu líffæri, sem þá er jafnvel skorið úr fóstrinu. Það verður til dæmis aðathuga hve hratt og í hve ríkum mæli lifrin eyðir skaðlegum efnum, sem berast með blóði móðurinnar. Lifrin er nefnilega eins konar efnafræðistofa líkamans. Þar eru skaðleg efnasambönd brot- in niðurogsíðanskolaðburt úr líkamanum. Rannsaka þarf, hvaða lyf, sem móðirin notar, lifur fóstursins ræður ekki við eða ekki nægilega fljótt." Nú birtir Washington Post, 15 apríl 1973, ítarlega grein um fósturtilraunir. Þar skýra nafn- greindir bandarískir læknar frá því, að vegna andstöðu bandarískra yfirvalda gegn Þegar ljósmóðirin tróð því ofan í ruslapoka til að brenna ásamt öðru drasli greip önnur litla höndin traustataki um fingur hennar — eins og hinzta neyðaróp á hjálp. Það má auðvitað til sanns vegar færa, að ekki skipti sköpum, hvort fóstrið er numið úr móðurkviði Iifandi eða dautt. Þessi hráslagalegu tilvik gefa þó sanna og raun- hæfa mynd af fóstureyðing- unni, þegar búið er að skralla utan af kjarna málsins þetta gamalkunna blaður um rétt konunnar yfir eigin líkama, lagakjaftæðið og aðrar vitsmunalegar hártoganir. Mér er ekki kunnugt um að fóstureyðingum hafi verið gerð haldgóð skil í islenzku riti. Læknaneminn, 2. tbl. 1973, birtir að visu nokkrar greinar um málið, en þær eru því miður einski virði. Greinaflokkurinn í heild er dæmigerð hrákasmíð, þessum tilraunum, neyðist þeir til að skjótast öðru hvoru til Skandinavíu, þar sem þeir fái lifandi fóstur til umráða fyrir- hafnarlaust. Hvað er hæft í þessu? „Ég býst við að þetta sé eitt- hvað orðum aukið, og eigi þá heldur við um Finnland en Sví- þjóð. Hjá okkur er nú litið framboð á lifandi fóstrum. Flestar fóstureyðingar eru framdar þannig, að fóstrin koma andvana úr móðurkviði. Þess ber einnig að gæta, að siðgæðisnefnd læknastéttar- innar, sem hefur umsjón með opinberum fjárveitingum til læknisfræðilegra rannsókna, leggst gegn tilraunum, þar sem fóstrinu er haldið lifandi. Að vísu hefur nefndin ekki að- stöðu til að fylgjast með rann- sóknum, sem eru studdar fjár- hagslega af erlendum aðilum. Þarna er smuga fyrir óprúttna aðila." Þeir, sem vilja kynna sér þetta mál nánar, ættu að útvega sér eintak af Washington Post, 15. apríl. Þar eru meðal annars lýsingar nafngreindra lækna á tilraunum sínum. Greinin f heild gefur hugmynd um það andrúmsloft, sem er yfir þess- um rannsóknum. svo ruglingsleg og yfirborðs- kennd að furðu sætir. And- styggilegur sadistahúmor höf- undanna gerir greinarnar hálfuverri aflestrar en ella. FÖSTUREYÐINGAR HVERFA ÚR SÖGUNNI Frá alþjóðlegri ráðstefnu í Brighton um getnaðarvarnir bárust alveg nýlega mjög upp- örvandi fréttir. Þar segir af spánnýrri pillu, sem verkar í þrjú ár samfleytt. Ég hef ekki enn séð opinbera skýrslu um þessa nýjung, en prófessor Diczfalusy (sjá 1. grein og við- tal við dr. Boréus) telur, að þarna muni vísað til rannsókna á svonefndum getnaðar- hindrandi steróídum. Lítið plasthylki með þessum efna- samböndum er grætt undir húðina á handlegg eða þjó- hnöppun.Steróídin seytla síðan í jöfnum straumi út í blóðið. Þessar tilraunir hafa verið gerðar á vegum Population Council í New York. Vísinda- mennirnir tilkynna, að aðferð þeirra verði tilbúin til almennr- ar notkunar 1978, þ.e.a.s. eftir 5 ár. Diczfalusy prófessor kveðst einnig telja þessa áætlun raun- hæfa. Svipaðar rannsóknir eru nú stundaðar víða um heim. Mark- miðið er örugg, efnafræðileg getnaðarverja án skaðlegra aukaáhrifa. Framfarirnar eru örar, enda hvergi til sparað. Mikið er í húfi, því að fólks- fjölgunarvandamálið ógnar eða íþyngir nú þegar mörgum þjóð- um. Frjálsar fóstureyðingar er algerlega óviðunandi lausn á þeim vanda. Mér hefur borizt eintak af stofnunarblaði Söder-sjúkra- hússins í Stokkhólmi. Þar skrifar kvenlæknir einn, A. Sza- bolcs, snaggaralega grein um þetta mál. Hann leggur áherzlu á, að fóstureyðingar séu engin frambúðarlausn, heldur beri að efla notkun getnaðarvarna. Getnaðarvarnir muni innan skamms tíma leysa fóstur- eyðingarnar af hólmi. Einnig sýnir hann fram á, að frjálsar fóstureyðingar hindri eðlilega útbreiðslu getnaðarvarna. Það er því ljóst, að frjálsar fóstureyðingar eru aðeins milli- bilsástand í sögu mannkynsins. Vfsindin eiga stutt í land með aðferðir, sem eru í senn öruggar, skaðlausar og lítt áber- andi — pilla sem verkar árum saman hefur auðsæja kosti fram yfir daglegt pilluát. Fóstureyðingar munu þá hverfa úr sögunni sjálfkrafa. Það verður að teljast hæpið, að fólksaukning sé slikur aðsteðjandi háski íslenzku þjóð- inni, að rýmka verði fóstur- eyðingalöggjöfina í snatri, í stað þess að hinkra við og leyfa nútímavísindum að leysa vand- ann. Baldur Hermannsson >; FÓLK OG VÍSINDI „I þágu komandi kynslóða Samtal við dr. Lars Boréus um fósturtilraunir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.