Morgunblaðið - 16.12.1973, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.12.1973, Blaðsíða 14
50 HELGI KRISTJÁNSSON, ÓLAFSVÍK: Landbúnaðarráðherra hefir lagl fram á Alþin{>i frumvarp til jarðalaga. 1. grein þessa frum- varps hljóðar svo: ..Tilgangur laga þessara er að trvggja, að nýting lands utan skipulagðra þéttbýlissvæða sé eðlileg og hagkvæm frá þjöð- félagslegu sjónarnnði og að eignarráð á landi og búseta á jörð- um sé í samræmi við hagsmuni sveitarfélaga og þeirra. sem land- búnað stunda." 1 alhugasemdum. sem fylgja frúmvarpinu, segir um 1. grein: „A undanförnum árum hefir eftirspurn eftir landi til annarra nolaien landbúnaðar farið stór- vaxandi. Einkum hafa jarðir ver- ið keyptar háu verði. þar sem góð aðstaða er lil að setja niður sumarbústaði. eða eftirsóknar- verð hlunnindi fvlgja jörðum. svo sem veiði. Verð slíkra jarða er þegar orðið svo hátl. að sjaldnast er viðráðanlegt fyrir bændur að kaupa þær, og reynist oft full- erfitl fyrir sveitafélög, þrátl fyrir að þau eiga lögboðinn forkaups- rétt." Síðarf athugasemdum segir: „Lögum þessum er m.a. ætlað að veita byggðarlögunum meira áhrifavald í þessu efni, styrkja aðstöðu bænda. bændaefna og sveitarfélaga til jarðakaupa. skapa aðstöðu til að fylgjast með öllum ráðstöfunum fasteigna og fasleignaréttinda ulan skipu- lagðra þéttbýlissvæða og hafa áhrif á verðlag þeirra." Það er vissulega rétt. að á undanförnuin árum hefur eftir- spurn eftir jiirðum farið vaxandi og verð þeirra stigið. einkum ef í hlut eiga jarðir, sem hafa til að bera einhvers konar hlunnindi. Flestir bændur hafa líka gert mikið til að auka verðgildi jarða sinna. t.d. með þvf að stuðla að ræktun veiðivatna o.m.fl. Verð á veiðileyfum hefur farið mjög vaxandí síðuslu ár. einkum eftir að útlendingar tóku í auknurn mælí að leita eftir kaupum á veiðileyfum. Arlega bætast við tugir kílómetra rennandi vatns. sem kemst í tölu laxveiðiáa. Þeim jörð- um fjölgar þvf örl. sem þessi hlunnindi eiga. Kn „fleira er matur en feitt ket". \ú orðið má telja lil hlunninda ýnisa kosti jarða. sem áður þóttu ekki umtalsverðir. Má þar nefna t.d. ef um sér- stæða náttúrufegurð er að ræða og góða aðstöðu til útivistar, að- stöðu til beitar og vörzlu hrossa með bliðsjón af aukinni hrosseigll þéttbýlismanna. mögúleika til fiskiræktar. þó veiði sé ekki fyrir hendi eins og er. Einnig má nefna malartekjú með tilliti til blöndunáraðstöðu f.vrir olíumöl, og margt fleira mætti telja. En á þessu má svo sjá, að allflestar jarðir landsins eiga einhvers konar hlunnindi. Þegar svo þess- ar jarðir eru boðnar til kaups, eru það eðlilega margir, sem vilja eignast þær, og verð jarðanna stfgur. Það hefur þá oft orðið svo, að sveitarfélögin hafa afsalað sér forkaupsréttinum og aðrir aðilar keypt. oft við háu verði. Eg er þeirrar skóðunar, að oft hafi forsvarsmenn sveitarfélag- anna verið of fljótir á sér að gefa kaupin eftír og lálið undir höfuð leggjast að kanna möguleikana á að komast yfir fjármagn og kannski vanmetið verðgildi jarð- arinnar og þörf sveitarfélagsins á að hafa umráðarétt hennar. Dærni eru til um það, að slór sveitar- félög hafi fyrir fáeinum árum átt kost á að kaupa við skaplegu verði land, sem í dag er orðið marg- ntilljóna virði og sveitarfélagið hafi nú æpandi þörf fyrir not landsins. Það er svo rétt, að ntörg sveitarfélög, einkum hin smærri. eru alveg vanmegnug að kaupa háu verði. e.t.v. hverja jörðina eftir aðra. En mig langar til að benda á tvær leiðir. sem e.t.v. hefðu verið færar í þessum tilvik- um. A þaðeinkum við, ef lilunningi hafa verið ntikil, svo sem veiði. 1. Sveitarfélagið tæki rétt sinn til aðganga inn f hæsta boð. Leig- ði síðan hlunnindin til margra ára og tæki m.a. þannig fjármagn til kaupanna. 2. Sveilafélagið neytti forkaups- réttar, gengi í eignarfélag um jörðina með t.d. hæslbjóðanda. Sveitarfélagið ætti yfir 50% , hinn aðilinn legði fram f.vrstu greiðslur, en nyti í staðinn tfroa- bundinna yfirráða hlunninda. A þennan hátl tel ég, að fátæk sveitarfélög hefðu getað notfært sér fjármagn. sem aðrir aðilar gætu lagt fram. Nokkurra ára af- sal hlunninda eru aukaatriði, þegar framtfð sveitarfélags á í hlut. Þessu frumvarpi til jarðalaga ef ætlað að tryggja hagsmuni sveitarfélaganna í þessum efnum svo og þeirra, sem Iandbúnað stunda. Ráðgert er aðsetja á stofn í hverri sýslu þriggja manna „byggðaráð", sem fylgjast á með framkvæmd laganna og hafa í því mikið vald með Búnaðarfélag Islands og landbúnaðarráðherra að bakhjarli. Óska bændur eftir verm: Þarna er verið að taka frá sveitarfélögunum vald til að fjalla um eigin málefni og draga það vald í hendur þriggja manna miðstjórnar í hverri sýslu. Var einhver að tala um dreifingu valdsins og færa það út í sveitar- félögin? Það verður þó að viðurkennast. að e.t.v. er svona eftirlitsstöð nauðs.vnleg að mörgu leyti, þó að hugmyndin sé ekki að öllu le.vti geðfelld. Og þá helzt með hliðsjón af því, að forsvarsmenn sveitar- félaga hafa f mörgum tilvikum, að mínu viti, ekki reynzt þeirn vanda vaxnir aðgæta hagsmuna sveitar- félagsins í þessum efnum. í 1. grein frumvarpsins segir, að tilgangur laganna sé að tryggja nýtingu lands og eignar- ráð þess sé f samræmi við hags- muni sveitarfélaga og þeirra, sem landbúnað stunda. i athugasemdum við 1. grein er svo talað um. að yfir vofj „óeðlileg verðhækkun lands", og einnig, að lögunum sé ætlað að „fylgjast með öllum ráðstöfunum fasteigna og fasteignaréttinda utan skipu- lagðra þéttbýlissvæða og hafa áhrif á verðlag þeirra". Sem betur fer er það nú svo, að flestir þeir, sem landbúnað stunda, búa á eigin jörðum. Oft fer þannig, að þegar bændur eldast og verða að hætta búskap, þá hafa þeir enga til að taka viðbúi, neyðasttil að selja jörðina og flytja í þétt- foýlið. Nú er hægt að spyrja: Er þessum nýju lögurn ætlað að tryggja hagsmuni þessara bænda með því að hafa þannig áhrif á verðlag jarða þeirra, að þeir eigi þess kost að korna sér sæmilega f.vrir í þéttbýlinu? Svarið verður nei. Það undar- lega gerist, að Iögunum er ætlað að halda verði jarða niðri. Bændur mega streitast við að auka verðgildi jarða sinna með ýmsum hætti, en svo koma lögin og fyrirskipa lægra verð við sölu. Er þetta hvetjandi fyrir bænd- ur, sem búa á eigin jörð? Svari hversem vill. Undanfarin ár hefur verðlag á jörðum verið þannig, að menn sem hætta búskap og selja jarðirnar hafa gengið frá þeirn þokkalega byggðum og með því að láta með þeim áhöfn og vélar hafa þeir kannski við illan leik komizt yfir kjallarafbúð í Reykjavfk. Mátti þetta ekki breytast? Ætla f orsvarsmenn frumvarpsins kannski að tryggja það með ein- hverjum ráðuni, að þeir, sem þurfa að selja jarðir sínar njóti lagaverndar til að komast yfir íbúð í þéttbýli á viðráðanlegu verði, eftir að hin væntanlegu jarðalög hafa gert þeim að selja ríkinu jarðirnar við matsverði? Það þótti hér áður góður bændasiður að sjá til þess, að vagnhestarnir ættu ekki slæma elli að lokinni þjónustu. Ég fæ ekki séð, að höfundar þessa frurn- varps hafi verið minnugir þess við samningu frumvarpsins. Meira að segja sjálfur búnaðar- málastjóri lét f ræðu, sem hann hélt í fyrravetur, hnjóðsyrði falla f garð þeirra bænda, sem hafa orðið að taka þann kost að selja jörð sína hæstbjóðanda án tillits til þess, hvort kaupandi ætlaði að búa sjálfur eða ekki. Sú ræða búnaðarmálastjóra er hin eina, sem ég hef ekki getað fellt mig við af öllu því, sent sá ágæti gáfu- maður hefur látið frá sér fara. Búnaðarmálastjöri veit það rnæta- vel, að í þessum tilvikum veitír bændunum ekki af háu verði fyr- ir jarðir sínar til þess að geta keypt sér íbúð. Jörðin, gögn henn- ar og gæði, er í flestum tilvikum hið eina, sem þessir bændur hafa til þess að kaupa íbúðina fyrir. Því miður hef ég ekki orðið var við. að tekinn hafi verið upp i fjölmiðlum hanzkinn fyrir þessa menn. Það verður svo að segja eins og er, að mér þykir það koma úr hörðustu átl, að ráðherra flokks, sem telur sig málsvara Ijænda, skuli bera frarn í formi lagafrum- varps dulbúna verðstöðvun á eignir bænda á sama tíma og hann í öðru ráðuneyti á i ofsa- fengnari glímu við hinn illfræga verðbólgudraug en áður hefur þekkzt og húseignir þéttbýlis- manna svífa upp í verði. Þar „heggur sá er hlífa sk-yldi". 10. grein frumvarpsins hljóðar svo: „Nú neitar byggðaráð að' sam- þykkja áformaða sölu fasteignar og ráðuneytið staðfestir þá ákvörðun. Getur þá eigandi eða umráðamaður eignarinnar gert kröfu til þess, að ríkissjóður kaupi eign þá, sem hann vildi láta af hendi. Náist ekki samkomulag um verð, skal mat dómkvaddra manna ráða." Ég fáe ekki betur séð, en að ef hinum ýmsu ákvæðum þessa laga- frumvarps verður fylgt fast eftir, verði svo komið eftir fáein ár, að fjöldi góðra jarða verði kominn í eigu ríkisins og það á matsverði. Væri nú ekki hreinlegra f.vrir forsvarsmenn þessa frumvarps að ganga til fulls á móts við óskir Alþýðuflokksmanna og annarra sósíalista um það, að ríkið yfirtaki jarðir allar og lendur á mats- verði? Ég man ekki betur en að Búnaðarþing lýsti sig mótfallið tillögu Alþýðuflokksins frá I fyrravetur, sem hneig í þessa átt. Það er ekki nema stigsmunur á þessunt hugmyndum ajð mínu viti. I þessu sambandi langar mig til að geta þess, að hér á Snæfells- nesi er mikill fjöldi jarða i eigu ríkisins. Ég fæ ekki betur séð en að nýting þeirra og umsjón öll standí verulega að baki þeirra, sem eru í eigu bændanna sjálfra, þegar á heildina er litið. Einka- eignin virðist ópinberri eigu ög umsjá frernri á því sviði sem og reyndar flestum öðrum. Eg tel, að ýinis ákvæði þessa frumvarps beini stefnunni íöfuga átt við hið æskilega. Með því að halda jarðarverði niðri eins og boðað er með frumvarpinu er verið að draga úr mönnum með að auka verðgildi jarða sinna. Það hlýtur að vera bændum keppi- kefli, að jarðir þeirra séu f háu verði. Annað fæ ég ekki skilið. Til þess svo að tryggja, að jarðir verði ekki lagðar í eyði ber að beita ströngum ákvæðum um ábúð og nýtingu og gera hlut ábúandans sem mestan. Þá missa sveitar- félögin ekki af neinu. Að lokunt: Þetta frumvarp til jarðalaga hefir einnig ýmsa kosti, sem ég hef ekki drepið á hér, en ókostirnir eru stórir og stærstur sá, að ég fæ ekki betur séð, en að útkoman verði öfug við tilgang- inn. bændur lattir en ekki hvattir. Eg leyfi mér að spá því, að verði frumvarp þetta samþykkt óbreytt, muni ekki ntörg ár liða þar til bændur og forsvarsmenn þeirra fái óþyrmilega á kenna á ókostum þess. íslenzkur landbúnaður þarfnast ekki sósialisma. Helgi Kristjánsson. Ölafsvík. GÖÐ GJÖF DYMO ER ALLTAF GAGNLEG GJÖF DYMO leturtækin eru fyrir alla og eru notuð allt árið. Þér þrykkið stöfum á sjálflimandi DYMO leturborða og merkið sðan hvað sem yður sýnist. Þér komið reglu á hlutina með DYMO. DYMO ■(YKJAYIK ÞÖRHF K SKÓLAVÖROUSTÍG 25 Sjálfvirki ofnkraninn Ný gerö - öruggur-einfaldur- smekklegur Kraninn meö innbyggt þermóstat er hvildarlaust á verói um þægindi heimilisins, nótt og dag afstýrir hann óþarfa eyöslu og gætir þess, aö hitinn sé jafn og eólilegur, þvi aó hann stillir sig sjálfur án afláts eftir hitastigi loftsins í herberginu. Fyrir tilstilli hans þurfið þér aldrei að kviöa óvæntri upphæð á reikningnum, né þjást til skiptis af óviöráöanlegum hita og kulda i eigin ibúö, af þvi að gleymdist aö stilla krana eöa enginn var til aö vaka yfir honum. Samband íslenzkra samvinnufélaga Innflutningsdeild Sambandshúsiö Rvik sími 17080 £■ 7 E I ó? ■X ? I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.