Morgunblaðið - 16.12.1973, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.12.1973, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1973 47 Þjóðfélagslegar furðusögur Ólafur Haukur Símonar- son: DÆMALAUS ÆFINTÝRI 1971—1972. StJR, Reykjavík 1973. EKKI er ljóst hvort ævintýri Ölafs Hauks Símonarsonar eru ætluð börnum eða fullorðnum Það skiptir heldur ekki máli. Ævintýrin sverja sig í ætt við þjóðfélagslegar furðusögur ein- hvers staðar mitt á milli Guðbergs Bergssonar og Svövu Jakobs- dóttur. Sviðið er nútíminn. Þess er freistað að varpa ljósi á inni- haldsleysi borgaralegra lífshátta, draga dár að venjum og siðum. Allt er þetta að sjálfsögðu virðingarvert. En það, sem mér virðist Ölaf Hauk Símonarson skorta einna helst, er hæfileiki til að segja sögu á skemmtilegan og um leið listrænan hátt. Það kunna þau Guðbergur og Svava aftur á móti vel. Einnig lýtir það sögur Ölafs Ilauks hve málið á þeim er þvingað | og oft klaufalegt. Það er eins og hann eigi í hinum mestu erfiðleikum með að forma setningarnar. Ilitt er engu að siður ljóst að stundum storkar hann vitandi vits ýmsum reglum málsins, býr til ný orð og leggur kapp á að koma til skila heimatil- búnu barnamáli og orðaleppum. Það, sem gerir sögur hans for- vitnilegar, er hin nýja aðferð þeirra, en að endurskapa ævin- týraformið tekst Ólafi Hauk ekki þrátt fyrir góðan vilja. í öllum ævintýru'num er hinn félagslegi undirtónn áberandi. Stundum er boðskapurinn ógrfmubúinn eins og f Her- náminu. Einkunnarorð þess eru sótt til greinarinnar La Révolution algérienne eftir Francis Jeanson, þýdd af Sigfúsi Daðasyni. Þar segir meðal annars: „Menningin hefur ekki einungis félagslegt inntak; hún hefur byltingarkennt inntak.“ Og ennfremur: „Menningin er sam- eiginlegt starf, samvirkt starf að verkefnum sem varða samfélagið. Þess vegna er menningin og póli- tfkin ósundurgreinanalegar: ekki aðeins er öll menning byltingar- kennd, heldur er byltingarstarf forsenda allrar menningar sem nær til samfélagsins." Að dómi Jeansons á menningin að „frjóvga þjóðfélagið" og „móta nýja menn“, en ekki sætta sig við „að vera í varnarstöðu“. Ulfaldi, ljón, barn er kannski best heppnaða ævintýrið, dæmi- saga um barn, sem fer ekki a I ráðum foreldra sinna. Frásögnin af því hvernig barnið varð til er skopstæling á leiðbeiningabókum um kynlíf, enda skopstæling rikur þáttur í ævintýrum Ólafs Hauks. Barnið. hefur verið hrætt með ljóninu, en það gengur á fund þess og fær það til að taka upp betri siði. Barnið og ljónið gerast félagar. Barnasaga og Jólablaðið eru þess konar furðusögur úr hvers- dagslífinu, sem við könnumst við úr sögum Svövu Jakobsdóttur í Veizlu undir grjótvegg. Ut úr bakinu á 01 la i Barnasögu vex fótur, en systkini hans saga af honum fótinn með þeim árangri að 01 li, sem áður hafði ógnað um- hverfi sínu með ýmsum furðuleg- um uppátækjum, verður ekki vandamál lengur. I Jólablaðinu er verið að baða dreng, sem spyr Hammond Innes er ljóst að í skíðaskálanum eða nágrenni hans er fólgið leyndar- mál frá dögum stríðsins, enda síð- ari heimsstyrjöld nýlokið þegar sagan gerist. Lesandann grunar að leyndarmálið muni vera í ein- hverjum tengslum við peninga, ef Félagar á ferð Hammond Incs: SÉRGREFUR GRÖF.. . Kristín R. Thorlacius þýddi. Iðunn 1973. Alistair MacLcan: LANDAMÆRI LÍFS OG DAUÐA. Andrés Kristjánsson ís- lcnzkaði. Iðunn 1973. 1 SÉR grefur gröf eftir Hammond Innes er lesandinn fljótlega leidd- ur inn í heim ævintýra og spennu. , Sviðið er skíðaskáli í Dólómíta- ‘ fjöllum. Ungur maður er sendur Alístair MacLean þangað tii að semja kvikmynda- handrit. Fyrr en varir gerast at- burðir, sem fá hann til að missa áhugann á þeirri hugmynd. Andrúmsloftið í skiðaskálanum er lævi blandið. Þangað kemur fólk meira en litið dularfullt. Það FEITA GÓÐA KONAN Halldór Stefánsson: Á FÆRIBANDI ÖRLAG- ANNA. Heimskringla 1973. HALLDÓR Stefánsson er þekktastur fyrir smásögur sínar, en hann hefur einnig samið nokkrar skáldsögur. Á færibandi örlaganna nefnist ný skáldsaga eftir hann. Þetta er skáldsaga úr Reykjavikurlifinu, lýsir vanda- málum alþýðufjölskyldu. Sögu- hetjan er Yngveldur, kona, sem lætur ekki bugast i erfiðleikum lífsins. Maður hennar gefst upp, dóttirin lendir á villigötum, en þessi kona virðist brynjuð gegn hvers kyns skakkaföllum. Oftlega er því lýst, hve feit Yngveldur sé. Hún er feit konaog góð. Með persónugerð hennar er Halldór Stefánsson að vegsama seigluna og óbilgirnina og ekki sist þann grundvöll, sem verður að byggja á til þess að allt fari ekki í hundana. Halldór Stefáns- son er nú orðinn aldraður maður, en það vekur athygli, hve vanda- mál ungu kynslóðarinnar eru honum áleitið umhugsunarefni. Drykkjuskapur, eiturlyf, istöðu- leysi ungs fólks, eru efni, sem hann fjallar um í A færibandi örlaganna. Og það er ekki einung- is unga fólkið, sem er löstunum ofurselt, hinir eldri eru ekki skömminni skárri, nema Yngveld- ur. Á færibandi örlaganna geldur þess, að hugmyndir höfundarins um ungt fólk virðist af skornum skammti. Yngveldur er fulltrúi hans. Hana þekkir hann og lýsir henni ágætlega. 1 sögulok rís hún eins og fjallyfir umhverfi sitt. Það, sem er virðingarvert við sögu Halldórs Stefánssonar, er, að hann freistar þess að gera skil vandmeðförðu efni, varpa ljósi á ógnvænlegan veruleika. Einkum fyrri hluti sögunnar með sinum daufgerðu samtölum og lauslegu umhverfislýsingum, stundum grunna skilningi, samanber vonsku kananna í Keflavík, verkar ósannfærandi. En í síðari hluta sögunnar, þar sem ungir og gamlir hafa komið auga á mann- kosti Yngveldar og njóta góðleika hennar, nær höfundurinn sér á strik. Hinn dapurlegi endir verð- ur trúverðugur. Jafnvel dóttirin Una Maria öðlast skilning lesandans. Halldór Stefánsson er nógu kunnáttusamur höfundur til þess að skilja ekki Iesandann eftir ósnortinn. Þessi svipmynd reyk- vísks samtíma á sér þrátt fyrir allt nokkra stoð. Jóhann Hjálmarsson. heldur en ekki óþægilegra ^)urninga og kemur með neyðar- Iegar athugasemdir. Konan, sem baðar dregninn, fellur utn sápu á gófinu. K'onunni erþannig lýst að „hún var afar stór svona flöt, kjóllinn hafði flettst uppum hana svo þykk æðahnýtt lærin voru beruð, hún var nærbuxnalaus, og holdamikil sköpin með hárkraga hófust og hnigu, kjólgopinn saug i sig vatn og dökknaði þarsem hún snerti gólfið". Ólafur Haukur hefur gaman af djarflegum lýsingum, þær eru stundum fyndnar en oft hálfgerð bjánafyndni uppfullar af kúk og piss húrnor. í Skráningunni er sagt frá.borgarbörnum á ferðalagi uppi í sveit meðforeldrum sinum. Móðirin fer inn i sjoppu til að kaupa pylsur handa hópnum, en þegar hún kemur út aflur dettur hún um hundaþvögu og rnissir pylsurnar. Hross gæða sér á þeim, en Gulla litla verður svo reið að hún leggur til atlögu við hrossin. Þegar Gulla togar i taglið á einu þeirra „gerði það sér litið fyrir, prumpaði á Gullu og drullaði stórri slummu á skótauið hennar". Á sömu síðu er talað um að útblástursrör bílsins freti. Æfintýrið um Eilíf fjallar um keisara, sem fékk einkaleyfi á Hlandi Kölska. En boðskapur þeirrar sögu er annars ósköp huggulegur og fallegur: Elskendur allra landa sameinist. Menningin á að sjálfsögðu ekki að una varnarstöðu sinni, vera ófær um frumkvæði, svo aftur sé vikið að tilvitnuðum orð- um Francis Jeansons. Ungir full- hugar í rithöfundastétt láta það ekki um sig spyrjast að þeir gerist sporgöngumenn gamalla karl- fuska og kerlingabykkja, sem Ólafur Haukur Sfmonarson. dundað hafa við að gleðja lítil- þæga lesendur með hugljúfum söguþræði og happy end. Það væri nú meiri skrattinn! En full- hugarnir sjást ekki alltaf fyrir þegar þeir leggja á ný mið. Öfgar hlaðast á öfgar ofan. Rit- höfundur eins og Ölafur Haukur Stmonarson, sem áður hefur sýnt að hann er athyglisvert ljóðskáld, á eflaust eftir að leggja eitthvað af mörkum til endurnýjunar prósaskáldskapar (ekki er síst þörf á nýrri stefnu í barnabók- menntum), en Dæmalaus æfitt- týri verka á mig eins og æfing, leikur, sem með fáeinum undan- tekningum, verður hálf utangátta ogskortir listrænt aðhald. Dæmalaus æfintýri er offset- fjölrituð bók og hin snotrasta að gerð. A bókarkápu er teikning eftir Danann Johannes Holbek, en hans er hvergi getið. til vill gull. Og nú eru byssur á lofti. kjaftshögg gefin og'ljót orð látin falla. Eftir miklar mapn- raunir fæst botn í söguna, sem tekur að sjálfsögðu hverju kvik- myndahandriti fram. Hammond Innes er ásamt Alistair MacLean höfundur, sem leggur nokkuð á sig til að þóknast lesandanum. Hann athugar gaum- gæfilega sögusvið og hnýsist i ýmiskonar skjöl til þess að sagan verði trúverðug. Það vakir aftur á móti fyrst og fremst fyrir Alistari MacLean að skapa spennu og það tekst honum svo sannarlega. Bestu bækur hans eru skemmti- lestur, afþreying á við góða glæpamynd. I Landamæri lífs og dauða, sem er löng skáldsaga, fjallar MacLean um breskan atómvisindamann, sem hefur lát- ið flækja sig í net Sovétmanna. Hann er staddur í Ungverjalandi og þangað sendir breska leyni- þjónustan röskan mann til þess að koma vitinu fyrir visindamann- •inn. Áður en tjaldið fellur i leik MacLeans hefur margt gerst, sem er lesandanum trygging fyrir að hafa nokkuð fyrir snúð sinn. Flestir lesendur rnunu hafa gam- an af Landamærum lífs og dauða og ekki er ófróðlegt að kynnast því hverjum augurn höfundurinn litur á ástandið austan járntjalds. I viðtali við Alistair MacLean, sem birtist í Dagens N.vheter fyrir nokkru, sagðist hann ekki hafa áhuga á öðru en æsilegum sögu- þræði, bókmenntalegur metnaður væri honum fjarri. Skáldsögur sínar semur hann á afskekktum hótelum hingað og þangað um heiminn og setur sér strangar vinnureglur. Eftir viðtai- inu að dæma virtist MacLean ekki fylgjast með bókmenntum að nokkru marki, enda annað nauð- synlegra fyrir höfund af hans tagi. Það er þó siður en svo að Alist- air MacLean kunni ekki til verka í skáldsagnagerð. Einn af leyndardómunum við hylli hans og vinsældir er sá að persónu- sköpun er honum lagin og um- hverfislýsingar hans eru oft frá- bærar. Þeir setn lesa Landamæri lifs og dauða munu varla hallmæla þessari skoðun. Jóhann Hjálmarsson Haukur Ingibergsson: HUÓMPLÖTUR Stúlknakór Gagn- fræðaskólans á Sclfossi Fjögur jólalög. SG-hljómplötur. Þessi fjögur lög eru af LP plötu, sem kom út með kórnum fyrir nokkrum árum og vakti þá verulega athygli. Var það þó einkum eitt lag. sem sló í gcgn og það var „Eg sá mömmu kyssa jólasvein." sem er titil- lag þessarar plötu. Spurningin er liins vegar sú, hvort ekki hefði verið allt eins gott að gefa gömlu LP plötuna út á ný í stað þess að endurútgefa þessi fjög- ur lög, því gamla platan var góð (og þá einnig þessi) og fengur að hafa hana á markaðinum. Elly Vilhjálms og Ragnar Bjarnason. Hvít jól, EP. SG-hljómplötur. Þetta mun vera endurútgáfa af fyrstu EP plötu, sem SG- hljómplötur sendu frá ' sér, plata, sem fyrir löngu er orðin ein af þessum klassísku jóla- plötum, sem leiknar eru ár eftir ár. Á þetta jafnt við um öll lögin þ.e. Ilvit jól, Jólasveininn minn, Jólin alls staðar og litla trommuleikarann. Hefur plalan verið ófáanleg og endunitgáfa því fyllilega timab;er Þá má bæta þvi við. sem sannar á sinn hátt hversu platan er góð. að þetta er eina islenzka platan. sent undirrituð hefur heyrt leikna i Radio Luxemburg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.