Morgunblaðið - 16.12.1973, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.12.1973, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1973 41 koma okkar fólks mjög góð og sízt til vansæmdar. Eg hef einmitt rekið mig á, að íslendingar eru mjög eftirtektarsamir ferðamenn. Eitt kvöldið var farið í Tívolí, ný- b.vggðan skemmtigarö við Costa del Sol. Margir kannast viðTívolí Kaup mannahafnar, en þessi garður er byggður upp í óliku umhverfi, þó að margt sé ávallt líkt með slíkum görðurn. Ailt iðar af fjöri og ihargt hægt að gera sér til skemmtunar. Fagrir gosbrunnar dansa við himininn, vatnsorgel leikur verkin sín í skrautgeislum, og skemmtiatriði fara fram undir beru lofti. Þá eru þarna veitinga- staðir úr ýmsum áttum og sitt- hvað i flokki dægraslyttinga, sem fslenzkt veðurfar býður ekki upp á. Þá má ekki gleyma grísaveizl- unni. Þar f.vlllust húsakynnin af íslendingum, og menn voru ekk- ert sparir á ánægjuna og lffsgleð- ina. Þar var sungið og dansað af slíkri list, aðgestgjafarnir mundu ékki annaö eins. Við eilt borðið i veizlusalnum var hópur Vest- mannaeyinga og engir eru eins söngglaðir og þeir, enda leid ekki á Iöngu þar til rnenn voru farnir að stfga á bekki til þess að ná háu tónunum. og endaði veizlan i ein- um allsherjarsöng og húllumhæi. Var gestgjafinn svo ánægður. að hann gaf öllum i salnum eina umferð af rabbarbarasaft, eða hvað það nú heitir, því annan eins söng hafði hann ekki heyrt áður. Ekki var þó vitað, hvort hann var að þessu til þess að draga úr söngnum eða auka hann. Hins vegar skipti það engu máli, þvi stefnan var ráðin, og ef nokkur bönd hafa fengið að reyna á sig f Evrópu þennan dag, þá voru það raddböndin f grísa- veizlugestunum. Einnig var farið í skoðunarferð- ir til Malaga og Nerja. Nerja er sérkennileg borg. byggð á kletta- hæð, sem stundum hefur verið kiilluð Svalir Evrópu vegna hins fagra útsýnis, og þá er ekki síður skemmtilegt að skoða hina frægu Nerja-hella. sem geyma undarleg- ar kalksteinsmyndanir og fornar myndskreytingar. Malaga er höfuðbprg Costa del Sol, ef svo má segja. í bessari vinalegu borg búa 350þús. manns, og þar or margt skemmtilegt að sjá. Má þar nefna.dómkirkjuna frá 16. öld, nautaatsvöllinn og margar aðrar byggingar. Annars ælti fólk að gera meira af því að skoða sig sjálft ttm. T.d. er Malaga borg, sem ferðalangar á Costa del Sol ættu aðkanna meira sjálfir. Ég fór stundum þangað með Jóni Gunnari, og við flæktumst þá um I hverfum. þar sem ferða- nienn sjásl varla, röbbuðum við verkamenn á kránum, sem eru þeirra annað heimili, skoðuðum þá hliðina á mannlífi Spánar, sem ekki er skipulögð til sýnis fyrir ferðamenn. Þegar við sjáum þá hlið ætlumst við ekki lil þess sama af þeim og okkur. Þeir eru þannig, við eins og við erum. En flestir fara líka til útlanda til þess eins að vera gestir í öðru landi, án þess að þurfa að gefa of mikið af sjálfum sér og tfma í að kynnast viðhorfum landsmanna og lffsháttum. Menn vilja eiga sitt fri fyrir sig, og það er sólin. sem laðar fyrst og fremst, en ekki fölk- ið. Enda halda íslendingarnir ákaflega mikið hópinn, það kem- ur reyndar af sjálfu sér. eins og í Utsýnarferðunum t.d., og þá er oft glatt á hjalla. Svo halda menn heim með mis- jafnlega mikla brúnku á magan- um, en flestir með mikið af skemmtilegum endurminningum úr sumarleyfinu. Endurminning- um, sem eiga eftir að ylja þeim á sínum tíma. þegar þeim bregður fyrir, en einhvern veginn finnst fölki þó bezl að vera ekki of lengi á sólarslóðum. Kannski er það eins og einn farþeginn sagðt: „Maður getur bara ekki hugsað í allri þessari sól, og það er furðu- legt, hvað það getur orðið þreyt- andi að hugsa ekkí." Bylgjurnár þjóta um sandinn og þurrka út sporiíl. sem við móluð- um á göngu okkar. Annað var það nú ekki. en okkur þykir gott að hugsa í liöin spor, sem minna á eitthvað ljúft. HELENfl RUBINSTEIN GJAFAKASSAR fjölbreyttari og fallegri en áður. FRÖNSK ILMVÖTN. ÚRVAL AF GJAFAKÖSSUM FYRIR DÖMUR OG HERRA. HELENA RUBINSTEIN SNYRTIVÖRURNAR sem snyrtisérfræðingurinn DOREEN SWAIN ráðlagði eru komnar. Austurstræti 16 (Rvikur Apóteki). Simi 19866. þér finnió réttu hringana hjá • Jóhannesi Leifssyni,Laugavegi 30. Skrifiö eftir myndalista til að panta eftir eöakomiö í verzluninaog lítió á úrvaliö sem er drjúgum meira en, myndalistinn sýnir. Viö smíðum einnig eftir yðar ósk og letrum nöfn i hhngana. Jóhannes Leifsson Gullsmiöur ■ Laugavegi 30 • Sími: 19 2 09 Allir vita, aö sumir virðast yngri en þeir eru. Æskan virðist hafa tekið ástfóstri við þá, og þeir njóta þess í virðingu og vinsældum. En hefurðu tekið eftir því, hvernig þeir klæðast, þessir lukkunnar pamfílar? Föt eftir nýjustu tízku, sem fara vel - gefa persónu þinni ferskan blæ, svo að þú virðist ekki ári eldri en þú ert, jafnvel yngri. Reyndu sjálfur. Sýndu heiminum þínar * yngstu hliðar. Fáðu þér ný Kóróna föt, og sjáðu hvernig brosunum til þín fjölgar. Herrahúsið Aðalstræti 4, Herrabúðin við Lækjartorg -áj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.