Morgunblaðið - 16.12.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.12.1973, Blaðsíða 16
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1973 Aslaug Gunnlaugsdóttir gengni við hann verður að vera b.vggð á mikilli aðgát og þeirri þekkingu, sem fáanleg er. Það er ekki fyrst nú, sem þess hefur þurft, heldur hitt, að framför til alls er æskileg. Erfitt hlýtur það að vera fyrir unglinga, sem koma úr nútfma frelsi og eftirlæti, að taka allt í einu á sig foreldraskyldur og bjarga sér sjálfir og rata réttar leiðir. Við, sem eldri erum, hljót- unt að muna það, að til ntargra hluta þurfti að ýta við skilningi okkar, sem unglingshátturinn áttaði sig ekki á og tók ekki eftir af sjálfsdáðum. Holl ráð, sem þá voru gefin, festust oft í minni. An'ðandi leiðbeiningar eiga ekki að konia of seint, því re.vnsl- an er oft of dýru verði keypt. Þeir, sem velviljaðir eru mann- legu lífi í fagurri m.vnd, ættu að leggja þarna lið, í framhaldi af því, sem þegar er gert. Enginn má heldur vera svo sjálfb.vrgingsleg- ur að viðurkenna ekki, að hver og einn þarf annarra við. Ævintýrið um Velvakanda og bræður hans er gott dæmi um, að mannfólkið er ekki alveg eins að eðlisgerð Almenn fræðsla um uppeldismál þarf að vera á skyldunámsstigi Almenn fræðsla um uppeldis- mál er nauðsynleg, af því að hún hlýtur að vera spor í þá réttu átt, að styrk undirstaða sé lögð að hamingju einstaklingsins. Það eru vitanlega foreldrarnir, sem fyrst bera ábyrgð á börnum sínum. Foreldraeðlið hlýtur að vera samt viðsig, en foreldrar eru nú oft rnjög ungir og þar með óre.vndir. Þjóðarhættir eru ört að breytast, og ný vandamál að koma tíl sögunnar, einkurn í þéttbýlinu, sem óðf luga vex. Þui'fa þykir sérmenntun til þess að ala búpening til gagns og sóma, því skyldi ekki þurfa sér- menntun til þess að ala upp börn, sem gera þarf hraust á likama og sál; að hugsandi verum og góðum mönnum? Mörg eru þau atriði, sem til uppeldis teljast og vitað er unt að þarfnast þekkingar um- fram það, sem almenningur gerir sér ljósl f fljíitu bragði. Mannsefnið þarf að verða að manni. í víðustu merkinu þess orðs. Undirstaða er lögð að þvf meðan börnin eru ung og með foreldrum sínum, eða teljast það flesl. Það er fram að skólagöngu- aldri. Abyrgð heimilis er rnikil og því ástæða til að vanda vel til þess. og líka að þakka það, sem vel er þar gert. Gott heimili er ómetanlega míkils virði. Það er í flestum tilvikum sá hlýi reitur, sem erfitt er að finna annars stað- ar. Gott getur oft orðið betra. I rniirg horn er að líta hjá þeim, sem stofna heimili. Ilraðinn kallar á margt í einu, sem getur komið niður á börnunum. Þau eru þó okkar bezta gjöf. Það. sem rétt og vel er fyrir þau gert, er ekki á glæ kastað. Gott barn er til gleði, en mísheppnað barn getur valdið sér og ö.ðrum ösegjanlegum sorg- um. Mörg glappaskot má fyrir- byggja með þekkingu. Foreldrum og foreldraefnunt þarf að vera það fyllilega Ijósl. að þeirra er að leggja grunn að örlögum barna sinna. Það hefur alltaf þurft að læra til verka og venjast þeirn. Þetta er tni talið sjálfsagt á ýmsunt svið- um. En hér má líta á það, að verið er með mannshugann i mótun. Þennan dýrmæta hlut, ef svo mætti að orði kveða, sem er upp- spretta svo margs á jarðríki. Um- og þarf að hjálpast að. Það þarf enn þá Velvakanda til þess að sjá, Velsporrekjanda til þess að rata rétta leið og Velbergklifranda til þess að ná settu marki. Mikið þurfti þar, til þess að frelsa kóngs- dóttur úr tröllahöndum og dimm- um helli. Hvers þarf mannfólk nú? „IIi nn vitri hlýðir á og eykur lærdóm sinn." Það ætti að vera keppikefli fólks að verða sér úti um það, sem má nema unt uppeldismál á allan hátt. Slíkt er mjög æskilegl. I þessu felst ekki vantraust á ungu fólki. Það er hvorki gáfaðra né heimskara en aðrir aldursflokkar, en það er bara svo ungt, þegar það hefur börn á sínum snærum. Það er skyldað tíl langs alþýðunáms, sem vonandi verður því til góðs gengis. Þá finnst mér ekki ósann- gjarnt að bera fram þá ósk, að undirbúningur undir foreldra- starf verði skyldunám á grunn skólastigi, svo fast verði undir fæti og enginn sleppi við það. Tekið skal fram, að mjög margt er gert af hálfu þess opinbera, sem er þakka vert. Skal lauslega vikið að nokkru, til lítillegra athugana. 1. í sumurn skólum eru uppeldis- mál tekin til meðferðar. 2. Fyrirlestrar eru fluttir í fjöl- miðlum. 3. Sálfræðingar og félagsmálaráð- gjafar starfa á ýmsan hátt. 4. Barnaverndarþjónusta og ung- barnavernd er veitt t.d. í Reykja- vík. Til eru hæli fyrir vangefin börn og hæli fyrir taugaveikluð börn. í Kennaraskóla íslands hefur frá upphafi verið kennd sálfræði og uppeldisfræði. Fram eftir ár- urn var skólatimi þar stuttur, en það bætti nokkuð upp, að kennaralið var framúrskarandi gott. Löngu síðar, eða tiltölulega fyrir skömmu, var uppeldisfræði- kennsla tekin til nteðferðar f k ven naskól u m, h úsmæðraskól tt m og fóslruskóla. Þetta var inikils vert skref. Á það ber vandlega að líta, að fyrir utan þessa skóla verður fjöldi fólks, sem fer allt aðrar leiðir í námi. Þelta fólk eru for- eldraefni líka og þött það sé af góðum manngerðum, er fullvíst, að mennt er máttur til þessara hluta eins og annarra. Erindaflutningur um uppeldis- mál i fjölmiðlum er þakka verður. Hann ætti að stórauka og hafa á reglubundinn hátt, því alltaf verða einhverjir, sem hlusta og taka þarft efni frarn yfir stríðs- myndir. Galli er samt sá, að erindaflutningur hér að lútandi fer framhjá fjölda mörgum, af ýmsum ástæðum. Meira að segja þeim, sem mjög svo gjarnan vilja hlusta, hvað þá heldur þeim, sem finnst að þeir þurfi þess ekki með. Eru það ekki helzt þeir, sem þurfa á því aðhalda að hlusta? Sálfræði og félagsmálaþjónusta er ntikils virði. Ilugboð mitt er, að stundum sé hennar ekki leitað í þörf, eða þá of seint. Einnig, ef barn er sent til sálfræðings úr sveit, að þá verði sú þjónusta í hálfgerðum rnolum vegna erfið- leika t.d. ef tregða foreldra er fyrir hendi eða vöntun á því, að barn komi nógu oft. Þessi þjónusta er þó. þegar á allt er litið, mjög góðra gjalda verð. Barnaverndarnefndir vinna þarft verk, en þær eiga oft erfitt uppdráttar og geta ekki verið alls staðar nálægar. Ungbarnavernd er mikils virði. En barnið er leng- ur lítið barn en meðan hennar nýtur við. Þótt vel sé gert verða oftast einhverjar eyður og böndin berast til þeirra, sem skyldan býð- ur að reyna að fylla f þær. „Byrgja þarf brunninn áður en barnið er dottið ofan í hann." Ljóst er, að fræðsla í uppeldis- málum þarf að vera á skyldu- námsstigi, ef hún á að ná til allra, eins og þörf er á, enda ekki of fljótt, því að unglingarnir, sem sitja yfir brotabrota reikningi í dag eiga örstutt í önnur brota- brot, sem ekki verða umflúin, en eru sízt þýðingarminni eðaléttari. Staðreynd er, að það er stuttur tími frá því, að telpur eru með brúðuvagninn og þar til þær eru komnar með barnavagninn sinn. Mörg dæmi eru unt fimmtán ára mæður og þar í kring. Gott er, að til séu hæli fyrir taugaveikluð börn, fyrst þeirra þarf nteð. Kannski yrðu þó færri, sem þyrftu á þeim að halda, ef skilningur væri fyrir hendi á þeim vanda, sem hrjáir í hraða nútímans, hávaða og stórbreyttu umhverfi. Lfðandi stund er oft fljót að hverfa, en hún getur skil- i ð eftir furðu stór spor, Eins og áður er sagt eru for- eldrarnir fyrstu verndarar barna sinna. Aðstaða barnanna er að- staða lítilmagnans, sem á til engra að flýja ef foreldrarnir bregðast ekki rétt við barnaskapnum hverju sinnu. Það er alltof títt að taka börnin ekki sem börn og skilja ekki afleiðingar þess, að það er ekki gert. Það sem skiln- ing vantar, þar er ranglætíð fyrir hendi. „Ilið smáa er stórt í harmanna heim" fyrir barninu. Fljótfærni og óyfirvegaðar að- gerðir við börn eru oft skráðar á það bókfell, sem geymist. Barns- hugurinn er gljúpur og þau sár, sem liann fær, gróa ekki alltaf, heldur koma frarn í ýmsum mynd- um síðar á lífsleiðinni. Þær geta oft orðið raunalegar. Þá er stund- urn of seint að fá geðlækna og sálfræðinga til bjargar. Það eru þó rnenn, sem ekki á að ganga á snið'við. Ilandbók fyrir foreldra þyrfti að fylgja með námsbökum og vera send inn á hvert heimili. Eitt vandamálið skilst mér vera það, að unglinga vanti atvinnu á suntrin. Sumardvalarheimili barna eru víða f sveitum. t.d. í heimavistarskólum. Gætu þau ekki veríð þannig búin að starfs- liði og undir sterkri stjórn. að unglingar nytu þær lærdóms á hagkvæman hátt og hefðu um leið nokkra atvinnu, þótt það væri ekki allt sumarið? Fóstrur frá Fóstruskólanum þyrftu víða að vera og er slæmt ef þarf að vísa fólki frá honum. Ég vil þakka skólastjóra hans, Val- borgu Sigurðardóttur, fyrir greinar hennar í Morgunblaðinu árið 1972. Margs er óskað nú á dögum. og það má segja, að hægasl sé að tala, en af því að mér finnst nauðsyn bera hér til. þá vil ég fylla þann flokk, sem lætur sig varða f ramtíð ungrar kynslóðar. Aslaug Gunnlaugsdóttir. f Stórbrotnar endurminningar Martin Gray J>ió veröiö að lesa þessa bók” Hér er bók, sem ekki er eins og aðrar bækur. Maður opnar hana og byrjar að lesa og maður getur ekki lok- að henni aftur. Þetta er ekki skáldsaga, þetta er líf. Þetta er ekki bókmenntaverk, þetta er óp. Mig skortir orð til að lýsa henni. Það eina sem ég get sagt er: þið verðið að lesa þessa bók, þið verðið að lesa hana. Emile Pradel, L’École libératrice. Saga Martins Gray er skráð eftir fyrirsögn hans sjálfs af franska sagnfræðingnum og rithöfundinum Max Gallo. Bók- in hefur vakið fádæma athygli og hvarvetna verið metsölu- bók. Þetta er ein sérstæðasta og eftirminnilegasta örlaga- saga allra tíma, ótrúlegri en nokkur skáldskapur, eins og veruleikinn er svo oft, saga um mannlega niðurlægingu og mannlega reisn, saga þess viljaþreks, sem ekkert fær bugað. Enginn mun lesa hana ósnortinn, og sérhver lesandi mun taka undir með Emile Pradel: „Þið verðið að lesa þessa bók, ÞIÐ VERÐIÐ AÐ LESA HANA.“ „Hún er ógíeymanleg” IÐUNN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.