Morgunblaðið - 16.12.1973, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.12.1973, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBKR 1973 45 Hrl. Árni Grétar Finnsson: FRÁ HÆSTARÉTTI Fargjaldið fylgdi ekki gengisbreytingu krónunnar Arni Grétar Finnsson, hrl. hefur tekið að sér að skrifa þætti í Morgunblað- ið um hæstaréttarniál. Birtist hinn fyrsti fyrir skönunu, en þættir þessir inunu birtast \iðog við. Gengi hinnar íslenzku krónu hefur löngum verið óstöðugt og breytingar þess tíðar. Hafa gengisbreytingar að sjálfsögðu margvísleg áhrif á þau viðskipti landsmanna. sem fram fara i erlendri mynt eða miðuð eru við gjaldmiðla annarra landa. Oft kann að leika vafi á því. hvernig með gengismismun skuli farið. sem verður til við breytingu á verðgildi gjaldmiðils. Þetta á ekki sizt við þegar viðskipti eru ákveðin og stundum jafnvel greidd af öðrum aðilanum. rétt fyrir gengisbreytingu. en gangnaðilinn innir ekki sinn hlut viðskiptana af hendi fyrr en eftir gengisbreytinguna. Nýlega er genginn í Hæstarétti dómur, þar sem fjallað var unt ágreining, sem einmitt reis út af slíku tilefni. Var þar deilt um, hvort maður, sent keypt hafði farseðil með Loftleiðum til útlanda rétt fyrir gengislækkun, skyldi greiða þá hækkun, sem varð á fargjald- inu við gengislækkunina, eftir að hann keypti farseðilinn, en áður en hann notaði hann. Málavextir: Málavextir voru þeir. að þann 9. nóvember 1968. keypti Carli Antoni Carlsen. Leirtjörn í Mos- fellssveit. farmiða með flugvél Loftleiða frá Reykjavlk til Kaup- mannahafnar og ly?im aftur hjá Ferðaskrifstofunni Landsýn fyrir kr. 11.682,00, sem hann stað- greiddi. Þegar hann ætlaði sér að nota miðann 20. nóvember sama ár, svo sem til hafði staðið í upp- hafi, hafði gengi íslenzku krónunnar verið lækkað, en af þeim sökum hafði verð farmiðans hækkað frá þvf hann hafði verið út gefinn um kr. 6.354.00. eðaf kr. 18.036,00. Við brottför af Kefla- víkurflugvelli var gefin út nýr farseðill með hinu hærra verði og var Carli látinn skrifa undir yfir- lýsingu varðandi fargjalda- hækkunina, en sú yfirlýsing var gefin með fyrirvara af hans hálfu. Eftir heimkomuna krafði flug- félagið Carli A. Carlsen um greiðslu á framangreindri hækkun, kr. 6.354,00 en hann neitaði að borgá. Ilöfðaði félagið því mál á hendur honum til greiðslu þessarar fjárhæðar, og var það þingfest fyrir Sjö- og verzlunardómi Reykjavíkur 17. desember 1971. Fyrir dómi byggðu Loftleiðir kröfur sínar fyrst og fremst á ákvæðum farseðilsins óg einnig á því, sem segir í ferðaáætlun félagsins. Neðst á 2. sfðu farseðils-, ins var Ietrað áberandi letri á ensku svofelld áletrun i íslenzkri þýðingu: „Verð farmiða þessa er háð breytingum áður en ferð hefst.“ Taldi flugfélagið skilmála þessa skuldbmdandi fyrir far- þega félagsins. Þá vitnaði félagið til laga nr. 41 frá 1949, sem stað- festu lagagildi svonefnds Varsjár- samnings, en í þeim samningi segir m.a.: „Farseðill skal, ef hið gagnstæða sannast ekki, gilda sem sönnun á því, að flutnings- samningur hafi verið gerður, svo og á ákvæðum hans." Þá lagði lögntaður félagsins áherzlu á, að samkv. reglum fyrir aðildarfélög IATA væri verð farmiða ákveðið í „shillingum” og miðaðist það við upphaf ferðar. Gengi fslenzku krónunnar 'háfði hins vegar m.a. verið fellt gagnvart þeirri mynt. Lögmaður Cárli A. Carlsen byggði sýknukröfur umbjóðanda sins meðal annars á því, að honurn væri ekki skylt að greiða umrædda fargjaldshækkun, hvorki samkvæmt fslenzkum lög- um né alþjóðasamningum. Taldi hann framannefndan fyrirvara á blaðsfðu 2 f farðseðli brjóta í bága við fslenzk lög. Þar sem þessi fyrirvari væri ritaður á ensku, taldi hann ennfremur, að ekki yrðu lögðsú skylda á umbjóðenda sinn að skilja „eitthvert enskt hjal" á seðlinum og honum óskylt að hlíta einhlíða áritun á seðilinn. þar sem engin fslenzk lög væru samhljóða slíkum „ticket-.vfir- lýsingum". Vmis fleiri atriði báru aðilar málsins fyrir sig, svo sem lög nr. 71/1966, en þau verða ekki rakin frekar hér. Dómur: Borgardómur sýknaði stefnda, Carli A. Carlsen af kröfum Loft- leiða. 1 forsendtnn dómsins segir m.a. svo: „Við gengisbroytingu islenzku ' krónunnar þann 11. nóvember 1968 hækkaði sölu- gengi Bandaríkjadala þannig, að fyrir breytinguna jafngilti 1 Bandaríkjadalur ísl. kr. 57,07. en eftir bre.vlinguna fsl. kr. 88,10. Krafá stefnanda (Loftleiða h.f.) um hækkun á endurgjaldi sam- kvæmt áðurnefndum samningi er reist á þessari breytingu á gengi islenzku krónunnar miðað við Bandarfkjadal, sem varð á tíma- bilinu frá satnningsgerð, þar til stefndi (Carli A. Carlson) tókst ferð sína á hendur, enda var far- gjaldið tilgreint í Bandaríkjadöl- unt í farseðlinum. Ilækkun á far- gjaldinu með þessum hætti fær ekki samrýmzt fortakslausum ákvæðum 1 greinar laga nr. 71/1966. Þar sem stofnað var til skyldna og réttinda aðila sam- kvæmt samningnum eftir gildis- töku nefndra laga, á undan- tekningarregla 13. gr. þeirra ekki \ið. Ber þegar af þessum ástæð- um að sýkna stefnda af kröfum stefnanda f málinu. Eflir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður." Tilvitnuð lög nr. 71/1966 fjalla um verðtryggingu fjárskuld- bindinga og í 13. grein þeirra segir: „þegar áunnin réttindi og skyldur samkvæmt fyrri liigum skulu þó halda gildi sínu". Höfðu lögmenn fjallað um ákvæði þessara laga við flutning málsins. svo sem fyrr segir. Loftleiðir undu ekki niðurstöðu borgardóms og áfrýjuðu þvL málinu til Ilæstaréttar. Þar var uppkveðinn dóinur þann 27. nóvember sl. I forsendum dóins- ins segir svo: „Stefndi (Carli A. Carlsen) greiddi fargjald sitt að fullu i fslenzkum krónum á því gengi. sem gilti. er hann koypti farseðilinn og fékk hann f hendur fullfrágenginn. Fargjaldsaukinn. sem áfrýjandi (Loftleiðir) krefur stefnda um. stafar eingöngu a) breyttri skráningu gengis- fslenzkrar krónu frá því að stefndi ke'ypti farseðilinn. únz ferð hans hófst. án þess að stofn- íargjald hefði breytzt. Fyrirvari sá f flugfarseðlinum. sem um get- ur í héraðsdómi. verður ekki ótvi- rætt skýrður svo. að hann eigi við broylingu á farmiðaverði af framangreindum orsökum. Ber þegar af þessari ástæðu að stað- festa niðurstöðu hins áfrýjaða döms. Samkvæmt þessum úrslitum ber áfrýjanda að greiða stefnda málskostnað fyrir Ilæstarétti. sem ákveðst kr. 30.000.00." Fyrir Hæstarétti fluttu máliðaf hálfu Loftleiða Benedikt Sveinsson hrl., og fyrir h.önd Carli A. Carlsen Guðlaugtir Eill- arsson hrl. Guðjón Armann Eyjólfsson VESTMANNAEYJAR byggð og eldgos Peip sem skoða hana - belr kaupa hana því er þetta bókin, sem allir vilja eiga. — Þróunarsaga Vestmannaeyja — fyrirboði — framtíð — litmyndir — teikningar — lifandi lýsing sjónarvotta — raunsæ frásögn Vestmannaeyinga sjálfra — Einstök bók, sem allir vilja eiga, og sæmd er að gefa. ELDFJALLASVA.-ÐI A ÍSLANDI ELIIÐAEY Þessi mynd af Gerðisbæjum er ein af 40 fallegum teikningum, sem eru í bókinni eftir Guðjón Ólafsson. •larðfrapóikort af Hrlmaev Ritdómur Erlends Jónssonar Mbl. 11. 12. '73: Guðjón Ármann Eyjólfsson er sjóliðsforingi að menntun, skólastjóri að atvinnu og hefur nú einnig gerzt rithöfundur. Og rís undir nafni! Þessi bók hans, Vestmannaeyjar, byggð og eldgos, sem hann hefur sett saman á undraskömmum tíma, er ekki aðeins glæsileg að ytra frágangi og heilmikill fffróðleiksbanki, heldur einnig prýðilega rituð . ... Enn sem komið er, hef ég ekki komið auga á vandaðri og eigulegri bók á þessa árs markaði Þetta er eitt af fjölmörgum kortum sem eru í bókinni. ÍSAFOLDARBOK ER GÓÐ BÓK bjarnareyT07 F~ Myndun Noróurkletta ____Móberg 7” Helgafellshroun S&UHraun 1973 © Eldgigur STÓRHÖFÐI BÓklN SEM TALAD ER UM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.