Morgunblaðið - 16.12.1973, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.12.1973, Blaðsíða 6
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1973 Þ«-ssi myndarlcKi ha‘iif;ur f.vllli úl í viktina, en hann vó um 22 pund nýgenginn. Ami tsaksson l.v. og Kióur Friðriksson Búiðí haginn Sagt frá hóplaxamerk- ingum í Kollafirði Þessi myndarlegi la\ kom f slöðina f 3 skipti f Merkið selt f uggann. sumar. l.jósmyndir S\. Þorm. fyrir næstu ár l.lKI.FGAST er þclla sá Ifini árs- ins. sem favstuni iiiönnum keinur lax eða eilthvað í sanihandi við veiðiskap i hug. IIiiis vegar er nokkur hópur iiianna, sem liugsar uni la\ allan ársins liring og uiá segja iini |>á, að þeir lil'i og hncrisl í þvf, sem tcngl er laxi. Þella eru f iskeldisniennirnir, þeir sem sífelll vinna að því að liiía belur í liaginn l'yrir veiði- iiiennina. I síðustii viku Ijéttum við af |)\i. að f Kullafli'ði v;eri verið að nierkja unilanelilislaxaiia <>g undirhiia að sleppa þeini í sjó á ný. Við hmgðimi okkur uppeftir og hittiun þar að niáli Ama Isaks- son fiskilræðing og starfsmenn Laxeldi.sstöðvarinnar í Kollafirði, sem voru önnuni kafnir við að vigta, mæla og merkja laxana. Ámi sagði okkur að um 450 laxar hefðu verið teknir frá tíl undaneldis, 300 hrygnur og 150 hængar. Slærstu fiskarnir voru allt upp í 22 pund, en áherzla er liigð á að velja sem vænsta fiska til undaneldis. Ur þessu fengust um tvær milljönir hrogna. Af því magni þurfa þeir í Kollafirði um 400 þúsund hrogn, en afgangurmn er lioðinn til sölu hér og erlendis. Ámi sagði okkur, að miðað við eðlileg afföll mætti gera ráð l'.vrir, að af þessum 400 þúsund hrognum næðu 200 þúsund að verða sjógönguseiði. Það er varla hægt að segja að laxarnir, sem þarna var verið að merkja, hafi verið svipur hjá sjón miðað við það, sein þeir voru, er þeir gengu í stöðina í sumar, silfurgljáandi og bústnir af fitu. Nú voru þeir orðnir dökkleitir og mjöslegnir og heldur slappir á að líta. Það er svo með laxinn, að el'tir hrygningu drepasl flestir luengarnir, en hrygnurnar eru íiftur á nióti mun harðgerari og ineðal þeirra laxa, sem við sáum þarna. voru nokkrar hr.vgnur. sem komu í stöðina í fjórða skipti i sumar, komu fyrst 1970. Þær voru u.þ.b. jo i)unda að þyngd að meðaltali. Nú voru merktir um 2000 Iaxar, en 110 aðrir laxar voru með nierki, er þeir gengu í stöðina í sumar. Aðeins eru valdir til merkingar, þeir hoplaxar, en það er laxinn kallaður, er hann fer aftur til sjávar eftir hrygningu, sem líklegastir þóttu til að lifa af að hverfa aftur til sjávar. Ámi kvað ekki gott að spá urn endur- heimtur af þessum löxum, en í sumar voru heimturnar um 30% frá sl. ári. Ámi sagði, að það væru óvenju háar heimtur, enda hefðu þeir verið mjög vandlátir á valið á löxum til merkingar í fyrra. Næstu daga verður svo löxun- um sleppt f sjó, en byrjað var að kreista þá í byrjun nóvember og því verki lauk um mánaðamótin. Upp úr áramótum fer svo að liða að þvf, að hrognin komast á kvið- pokastigið og undir vorið og í sumar verða öll ker i Kollafirði orðin full af sprækum og fjörug- um laxaseiðum. - ihj. Netabátur Óskum eftir góðum netabát í viðskipti á komandi vetrar- vertíð Getum lánaðöll netaveiðarfæri. Upplýsingar í símum 2032 og 2020, Keflavík. Plpulagnlngamenn - Húsbygglendur Plaströr og fittings fyrirliggjandi. Byggingavöruverzlun Tryggva Hannessonar, Suðurlandsbraut 20, s. 83290. Hafnarfiðrður - sprengivinna Hafnarfjörður óskar eftir tilboðum í sprengingu og gröft fyrir holræsi við Flatahraun. Utboðsgögn verða afhent í skrifstofu Bæjarverkfræðings Strandgötu 6 og tilboð opnuð á sama stað fimmtudaginn 20. desember n.k. kl. 1 1. Bæjarverkfræðingur. TÁNINGASKÓR íMIKLU ÚRVALI KULDASKÓR MEÐ HLÝJU FÓÐRI SKOSEL. Laugavegí 60 Síml 21270

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.