Morgunblaðið - 19.12.1973, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 19.12.1973, Qupperneq 12
12 Kjólarnir eru léttir og leikandi. Hér er síður organdykjóll með hlírum. Brjóstlínan er flöt, en rós prýðir kjólinn. Tveir skyrtukjólar, sem bæði eru til svartir og hvítir. Þeir eru úr „georgette“-krep- efni meðinnlögðum blúndum. Meðþeim eru notaðir stráhattar með tjull-slöri og rauðum rósum Kvöldkjóll, ber í bakið, úr gulu mússulíns- efni meðhvítum dílum. MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1973 Parísar- ttzkan 1974 Hið fræga franska tízkuhús Nínu Ricci, sem löngum hefur haft mikil áhrif á tízkuna í heiminum, hefur nýlega sent frá sér tízku- fatnað sinn fyrir árið 1974. Til að gefa hug- mynd um stílinn, sem Nína Ricci leggur til að verði á kvenkjólum á næsta ári, birtum við hér nokkrar mvndir. Nína Ricci er farin aö teikna alls Konar smáskraut, þar á meðal skemmtileg úr. Ullarfrakki með beintölum. Undir er notað samlitt pils og skyrtublússa úr þunnu kína- krepi. Filthattur notaður með. Síðdegiskjóll úr drapplitu krepefni með hvítu mynztri. Pilsið saumað fast við blúss- una á mjöðmunum. Jakki með stuttum ermum og blómaútsaum notaður utan yfir hvítan organdy-kjól með felldu pilsi. Hatturinn er líka úr hvítu or- gandy-efni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.