Morgunblaðið - 09.03.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.03.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MARZ 1974 Lánveitingar Húsnæðismála- stofnunarinnar 73: Samtals um 1,4 milljarðar til 2512 íbúða STARFSKMI Húsnæðismála- stofnunar ríkisins var meiri að vöxtum á árinu 1973 en nokkru sinni áður. Lánveitingar hennar námu hærri upphæð en nokkru sinni fyrr til smíði og kaupa á fleiri ibúðum en áður hefur verið. Einnig var unnið áfram með margvíslegum öðrum hætti að framförum i húsnæðismálum, að því er segir í fréttatilkynningu frá Húsnæðismálastofnuninni. Veitt iánsfé stofnunarinnar á árinu nam samtals 1394,2 milljón- um króna, til greiðslu komu sam- tals 1401.44 millj. kr. og eru þar innifaldar eftirstöðvar frá fyrri árum. Til samanburðar-má- geta þess, að á árinu 1972 nam veitt lánsfé 1183,8 millj. króna, á árinu 1971 nant það 972,4 míllj. kr. til srníði og kaupa á 1604 íbúðum og á árinu 1970 nam veitt lánsfé úr Byggingasjóði ríkisins 570.8 millj. kr. til smíði 1106 íbúða. A árinu 1973 voru veitt íbúðar- lán að fjárhæð 1302,46 millj. kr. úr Byggingasjóði ríkisins og af hinu sérstaka framlagi rikisins — til smíði og kaupa á 2512 íbúðum. Af þessu fé og ógreiddum lánveit- ingum frá fyrri árum komu 1331,24 millj. króna til útborgun- ar á árinu 1973. Lánsfjármagnið skiptist þannig: E-lán — til smíði nýrra íbúða, voru veitt til 2208 íbúða og námu samtals 1245.26 millj. kr. G-lán, til kaupa á gömlum íbúð- um, námu samtals 56.95 millj. króna, veitt til kaupa á 303 íbúð- um. Þar til viðbótar komu til greiðslu á árinu G-lán samtals að fjárhæð 21.15 millj. króna, er veitt voru á árinu 1972, og nemur Framhald á bls. 18 Líknarpeningur þjóðhátíðarársins LOKIÐ er sláttu fyrstu pening- anna, sem gefnir eru út til að minnast 11 hundruð ára afmælis íslandsbyggðar. Er það líklega eini peningurinn, sem verður að öllu leyti unninn hér á landi, þ.e. hannaður, grafinn í stál og press- aður. Bárður Jóhannesson er eins og áður hefur komið fram útgefandi þessa minnispenings. Hann hefur hannað hann og grafið í mótin, en Gull- og silfursmiðjan Erna press- aði. Allir eru peningarnir númer- aðir. Þann 28. febrúar voru mótin (stanzarnir) eyðilögð hjá notarius publícus, en það er góð trygging fyrir þá, sem peningana eiga. Við spurðum Bárð, hvernig sala peninganna gengi, og kvaðst hann vera mjög ánægður með undir- tektirnar, sem útgáfan fengi. Gullið seldíst strax upp, og þá má geta þess, að pantanir hafa borizt erlendis frá og var ekki hægt að sinna þeim öllum. Upplag silfur- peninganna er 400 og eru þeir langt komnir með að seljast. Af koparpeningunum, sem eru 1000 stk., er nokkuð óselt. Rétt er að leiðrétta missögn í grein Magna R. Magnússonar i Morgunblaðinu sunnud. 24. febr., þar sem segir, að gullpeningarnir séu 30, en rétta talan er 100 stk. Þórarinn Jóns- son tónskáld látinn ÞÓRARINN Jónsson tónskáld lézt í Reykjavík í fvrradag, 73ja ára að aldrei. Þórarinn fæddist í Mjóafirði og voru foreldrar hans Jón Jakobs- son útgerðarmaður og kona hans, Margrét Þdrðardóttir. Á unglings- árum stundaði hann sjóróðra, en hóf tönlistarnám í Reykjavík 1922 hjá Þörarni Guðmundssyni, Páli ísólfssyni og Ernst Schacht. Þórarinn hélt síðan til Berlínar árið 1924 til framhaldsnáms. Að námi loknu settist hann að i Berlín, þar sem hann helgaði sig tónsmíðum að mestu, en stundaði þar jafnframt tónfræðikennslu. Tónverk hans voru futt víða í Þýzkalandi og eriendis, einkum í Bandarík junum. Þórarinn fluttist heim til is- lands árið 1950 og kenndi hér hljómfræði við Söngskóla þjóð- kirkjunnar 1953—'58, var organ- leikari Öháða safnaðarins 1953—‘58 og tönlistargagnrýn- andi við Alþýðublaðið 1952—'57. Auk tónsmíða lagði Þórarinn stund á stjörnufræði og stærð- fræði. Hann var nefndarfuiltrúi Tónskáldafélags íslands og í stjörn STEFs frá 1956. Hann var kjörinn heiðursfélagi Tónskálda- félagsins 1961. Mikill fjöldi tónverka og laga liggur eftir Þórarin, en hann tap- aði þö miklu af eigín tónverkum af völdum stríðsins í Þýzkalandi. Eftirlifandi kona Þórarins Jónssonar er Ingíbjörg Jónsdótt- ir. Umræðufundur um varnarmál SUNNUDAGINN 10. mars 1974 gengst stúdentaráð Háskóla Is- lands fyrir almennum fundi i Súlnasal Hötel Sögu um her- stöðvar- og varnarmál íslands. Frummælendur verða þeir Ein- ar Agústsson utanríkisráðherra, Geir Hallgrimsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Magnús Kjartansson iðnaðarráðherra. Þá verður og boðið sérstaklega ýms- um félagasamtökum og einstakl- ingum, en að öðru leyti erfundur- inn öllum opinn og öllum heimil þátttaka í umræðum. Enginn læknir í Reykhólahéraði Ur Reykhólasveit, 8. marz. AUSTUR-Barðstrendingar hafa ekki orðið varir við neinn héraðs lækni í Reykhölalæknishéraði eins og landlæknir hefur skýrt frá i fjölmiðlum, en ekki er unnt að þjóna héraðinu úröðrum lækn- ishéruðum. — Sveinn. Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri er nú í opinberri heimsókn í Osló i boði Oslóar- borgar ásamt 5 borgarfull- trúum öðrum. Þessa mvnd tók Ijósmyndari Morgunblaðsins, Sigurgeir Jónasson, í Osló í gær, þegar borgarfulltrúarnir fóru í skoðunarferð um borg- ina. Á myndinni eru m.a. Sonja Bachmann kona borgar- stjöra, Birgir ísleifur og Brynjúlfur Bull forseti borgarstjórnar Osló. Eyjamenn skruppu til Oslóar og keyptu hús EINS og sagt var frá í Morgun- blaðinu sl.sunnudag föru nokkrir Vestmannaeyingar til Oslóar sl. sunnudag til þess að skoða tilbúin hús með það fyrir augum að kaupa þau og fá þau sett upp í Eyjum sem fyrst. Þremenn- ingarnir, sem föru, komu aftur heim í gær og höfðu þeir þá keypt sitt húsið hver. Verður hægt að fl.vtjast inn í þau í júní—júlí, en hvert hús er um 200 ferm. með vinnuherbergjum og bílskúrum. Þremenníngarnir, sem föru, Gísli Guðlaugsson, Guðni Hermansen og Sigurgeir Jónas- son, völdu hús af gerðinni Sun- house. Byggjast þau upp á ákveðnum einingum, sem hægt er að setja saman á mjög margvís- legan hátt. Þessi tegund húsa er mjög nýstárleg og ólík því, sem venja er á íslandi. Hver eining er 4x1,20 m og með því að raða saman einingum er hægt að hafa lengdina eins og hver vill og með því .að opna á milli eininga er hægt að hafa breiddina 4m, 8m, eða 12m o.s.frv. Hvolfþak er á hverri einingu, og eru 2,80 m upp í loft. Veggirnir eru gerðír úr timbri, ísskápaeinangrun og gifsi, en hvolfþökin úr ís- skápaeinangrun og trefjaplasti. Verð á ferm. i hverju húsi upp- komnu er um 30 þús. kr., en SUN- HOUSE sér um að steypa plötuna og koma upp húsinu, þannig að eigendurnir fá það afhent með lyklinum í skránni. Þeir, sem hafa keypt þessi hús, misstu húsin sín í gosinu, eða þau hafa verið dæmd ónýt. Allir áttu þeir nýleg hús, um 240 ferm hvert. Það er gott dæmi um þær bætur, sem Eyjabúar hafa fengið vegna tjóna á húsum sínum, að þeir fá allir um 3 — 4 millj. kr. fyrir þessi liðlega' 200 ferm. hús sín, en verða nú að greiða 6 millj. kr. fyrir mínni hús. Þanníg er tjónið í reynd og mismunurinn á þeim, sem misstu allt sitt, og þe;: -r-' sluppu við skaðann. Sérstaklega bitnar þetta þó á öllu eldra fólki, því að það hefur hreinlega ekki aðstöðu til að koma aftur undir sig fótunum. SUNHOUSE hús hafa verið byggð bæði í Suður- og Norður- Noregi, Þýzkalandi, Bretlandí, á Svalbarða og iiðrum stöðum, þar sem allt að 40 stiga frost er, en þau hafa einnig verið byggð í Ind- landi og fleiri heitum löndum. Umboðsmaður SUNHOUSE á ís- landi, Ágúst H. Elíasson tækni- fræðingur, var með í ferðinni, en á þessum 5 dögum, sem ferðin tók, teiknaði arkitekt SUN- HOUSE hús hvers og eins í sam- ræmi við óskir þeirra félaga, en húsin munu standa hlið við hlið í Vestmannaeyjum. Þá munu margir Vestmanna- eyingar hafa i huga að kanna möguleika á að kaupa slík hús, en þeir hafa beðið eftir niðurstöðum þeirra félaga. SUNHOUSE hús er hægt að fá í hvaða fermetrastærð sem er, en það tekur 4 menn 10 daga að setja upp 200 fm hús eftir að platan hefur verið steypt. Húsum þeirra félaga fylgja allar innréttingar, teppi, arinn o.fl., en þeir félagar ráðgera að setja upp sameiginlega saunabaðstofu fyrir húsin í framtíðinni. Þeir félagar, sem keyptu húsin, eru allir búsettir i Eyjum, i leigu- húsnæði og missa það á næstu mánuðum. Þannig er ástatt um hundruð Eyjaskeggja, sem vilja umfram allt búa áfram f Vest- mannaeyjum. í stuttu samtali við blm. Mbl. sögðu þeir félagar, að ekki hefði lengur verið unnt að búa við þessa óvissu um samastað og því hefðu þeir orðið að láta til skarar skrfða, þótt erfitt muni reynast að ná endum saman fjár- hagslega. Að öllum líkindum verða SUNHOUSE húsin fyrstu íbúðar- húsin, sem rísa fullgerð í Eyjum eftir gos, en eins og sagt hefur verið frá i fréttum munu lítil bráðabirgðahús verða sett þar upp fyrir vorið, ef áætlun stenzt. Þessi mynd sýnir hiuta af húsi eins og Vestmannaeyingarnir keyptu í Osló. Á myndinni sjást þrjár einingar, en hús þeirra félaga eru byggð upp á 5 einingum og eru talsvert miklu stærri en húsið á myndinni, sem þó er ekki alveg fullfrágengið. Ljósmynd Mbl. Sigurgeir i Eyjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.