Morgunblaðið - 09.03.1974, Page 13

Morgunblaðið - 09.03.1974, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MARZ 1974 13 I hópi skólasystra: Helgi Tómasson tíu ára gamall, þá í Þjóðleikhússkólanum. * UtgerÓarmenn - Vélstjórar Til sölu MWM 400 hö árgerð 1 959, einnig skrúfa (4 blaða). Remkgír2:1 nýlega yfirfarinn. Rafall 5 kw 1 1 0 volt DC 1000/1 600 sm / mín. Flender Bacholt tengi með eða án kúplingar, ný hjól og legur. Spildæla G 1618. Leitið upplýsinga. Hagstætt verð Sími 92-6039 eftir kl. 7 á kvöldin. Tæknllelknarar Aðalfundur Félags tækniteiknara verður haldinn í Glæsi- bæ uppi, mánudaginn 11. marz 1 974 kl. 8.30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Mætið vel og stundvislega. Stjórnin. Kristinn Erik er í fyrstu heimsókn sinni á Islandi. Honum finnst gott að kúra hjá mömmu. Ljósm. Öl. K. Mag. skólann, eftir að ég hafði verið ár hjá Sif Þórs og Sigriði Ármann, hjálpaði hann mér líka mikið. Hann skildi þetta svo vel, enda þótt ballettinn væri miklu grónari í Danmörku en hér, og þar þætti sjálfsagt að drengir væru við ball- ettnám. — Hver var kveikjan? — Ég bjó í Vestmannaeyjum, barn. Fimm ára gamall kom þang- að flokkur frá Konunglega danska ballettinum. Ég fékk að fara að horfa á. Ég hef víst fengið eitthvað í mig þá. Eitthvað í þessu höfðaði til mín. Ég man ég var stundum að reyna að sprikla og gera æfingar eins og ég hafði séð dansarana gera, svona fyrir sjálfan mig og í einrúmi. Þá var auðvitað enginn ballett skóli í Vestmannaeyjum, en við flutt- umst til Reykjavíkur, þegar ég var sjö átta ára að aldri og þá byrjaði ég að læra .. . Það var annar strákur í skólanum líka, jafnvel tveir, þegar ég fer nú að velta þessu fyrir mér. En mig minnir ég hafi verið eini strákur- inn þegar í Þjóðleikhússkólann kom. Ég þarf ekki að kvarta und- an viðmóti skólasystra minna þar, þær voru mjög notalegar og þar var mér ekki strítt. — Geturður gefið þér tíma til að hafa áhugamál utan starfsins? — Eiginlega ekki. Kannskihelzt að slappa af. Hvíla mig. Við reyn- um að sækja leikhús, fara á hljómleika, en stundum veit ég með svo skömmum fyrirvara, hvenær ég á að dansa, að of seint er að gera ráðstafanir til að kom- ast eitthvað út. En nú eftir helgi förum við Marlene til Parísar. Flokkurinn er í tveggja vikna leyfi og við ætlum að skilja strákana eftir hér og vera viku í París. •Mig langar til að taka fram, sagði Helgi, að hópurinn er ákaf- lega ánægður með dvölina hér. Þeim finnst að vísu sviðið þrengra en við eigum að venjast, en ég hafði sagt þeim frá því. En þau eru hrifin af öllum aðbúnaði, vistinni á hótelinu, hvað allir séu ljúfir, gestrisnir og greiðviknir. Eiginlega þurfi ekki að biðja um neitt, það sé búið að uppfylla allar óskir, áður en þær eru lagðar fram. h.k. Fóstrur athugið Óskum að ráða forstöðukonu að nýju dagheimili í Háaleitishverfi. Fóstrumenntun áskilin. Laun samkvæmt kjarasamningum Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Umsóknir sendist skrifstofu Sumar- gjafar, Fornhaga 8, fyrir 1 5. marz. Barnavinafélagið Sumargjöf. Útboð - Dagheimlll Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í byggingu dag- heimilis í Norðurbæ. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu bæjarverkfræðings, Strandgötu 6, gegn fimm þúsund króna skilatryggingu. Tilboð verða opnuðá sama stað, þriðjudaginn 2. apríl kl. 1 1 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Bæjarverkfræðingur. Árshátfð Breiöfiröinga- félagsins 1974 verður haldin á Hótel Borg laugardaginn 16. marz og hefst með borðhaldi kl. 1 9 stundvislega. Dagskrá: Ávarp: formaður Breiðfirðingafélagsins Kristinn Sigur- jónsson. Heiðursgestir: Einar Kristjánsson skólastjóri og Kristín Tómasdóttir. Söngur: Leikbræður o.fl. Minni Breiðfirðingafélagsins: séra Árelíus Níelsson. Afhending heiðursskírteina. Dans. Aðgöngumiðar seldir á Hótel Borg, suðurdyr, sunnudag 10. marz kl. 5 — 7 og miðvikudag 1 3. marz kl. 6—8. Uppl. í símum 81702 — 33088 — 19179. Fjölmennið. Stjórnin. BARNASKEMMTUN í Austurbæjarbíói laugardag 9. marz kl. 2. Til skemmtunar: Fimleikaflokkur drengja frá Ármanni sýnir, Hrafn Jökulsson 8 ára les sogu, danssýning ungra nemenda frá Heiðari Ástvaldssyni Jazzballett. Kaffibrúsa- kallarnir, 3 skessur koma i heimsókn, popphljómsveitin Berlln, samleikur tveggja barna á selló og pianó, Andarungakórinn syngur, Sigurður Rúnar leikundir. Ýmis fleiri skemmtiatriði. Aðgöngumiði gildir sem happdrættismiði. Fjöldi vinninga. Verð miða kr. 1 50/- Miðasala frá kl. 1 laugardag i Austurbæjarbíói. Allur ágóði rennur [ minningarsjóð Félags einstæðra foreldra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.