Morgunblaðið - 09.03.1974, Page 28

Morgunblaðið - 09.03.1974, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MARZ 1974 Gísii, Eiríkur og Helgi b eftir inglbjðrgu Jðnsdðllur „Hérna skulum við tjalda,“ sagði pabbi. „Já, það finnst mér prýðilegt," sagði mamma ánægð. „Hér er svo fallegt.“ „Nei, við tjöldum þarna,“ sagði Gísli og benti upp eftir hlíðinni. „Nei, þarna,“ sagði Eiríkur og benti út í lækinn. „Hérna tjöldum við,“ sagði pabbi ákveðinn og tók af skarið. „Hvað eigum við að gera á meðan?“ spurði Gísli. „Þið getið hjálpað til,“ svaraði mamma. „Nei,“ sagði Eirikur. „Við ætlum að vaða i lækn- um!“ „Ég vil fá mat,“ sagði Helgi. „Ég vil ekki sjá mat,“ sagði Gísli. „Skammist þið ykkar,“ sagði mamma reiðilega. Gísli, Eiríkur og Helgi löbbuðu niðurlútir á brott, en þeir skömmuðust sín ekki neitt. Galdur með glös Með þessum galdri muntu gera marga undrandi. — Þú fyllir tvö glös jafn há á þann hátt að sökkva þeim í vatnið í vaskinum. Þú lætur glösin mætast og falla að hvort öðru áður en þú tekur þau upp og þrýstir þeim fast saman. Þegar þú tekur þau upp í þeirri stellingu sem sýnt er á teikningunni lætur þú þau standa niðri í skál. Þú býður svo þeim sem fylgst hefur með þessu að tæma efra glasið án þess að snerta þau. Það getur hann ekki og þá sýnir þú honum galdrabragðið, en það er að þú tekur rör sem notað er til að drekka með gosdrykki og gegnum það blæstu á brún glasanna þar sem þau mætast, — og þá mun glasið tæma sig hægt og hægt — í dropatali. „Ég skil bara ekkert i drengjunum,“ sagði mamma, en pabbi hélt, að þeir yrðu rólegri eftir matinn. Hann kveikti áprímusnum, þegar hann var búinn að reisa tjaldið. Mamma sauð egg í potti og hún eldaði líka hafragraut og sótti brauð og kjöt í nestis- skrínuna. Nú ætlaði hún að sækja drengina, en þeir sáust hvergi. „Pabbi!“ hrópaði mamma. „Hefur þú séð dreng- ina? Gísli! Eiríkur! Helgi! Komið að borða!“ En hvorki sást Gísli, Eiríkur né Helgi. Mamma leitað um allt og pabbi líka. Vitið þið, hvað Gísli, Eirfkur og Helgi voru? Þeir höfðu falið sig undir stórum runna. Pabbi og mamma máttu þeirra vegna leita lengi. „Þá verða þau hrædd,“ sagði Gísli. „Þá fáum við að gera allt sem við viljum,“ sagði Eiríkur. Voru þeir ekki vondir við pabba sinn og mömmu? En þeim hefndist líka fyrir það. Helgi fór að gráta, þegar mamma og pabbi voru komin í hvarf og hrópin heyrðust ekki lengur. „Nú er mamma týnd,“ kjökraði Helgi. „Nú á ég enga mömmu lengur.“ Eiríki varð ekki um sef. Gat það hugsast, að pabbi og mamma væru búin að yfirgefa þá eins og pabbi og mammaHans ogGrétu? Gísla leið heldur ekki sem bezt. Það var hugsan- legt, að pabbi og mamma villtust og þá voru þeir aleinir hérna uppi í sveit. „Ég þarf að pissa," sagði Helgi litli. „Gerðu það þá,“ svaraði Gísli fýlulega. „Ég vil ekki pissa ágrasið," sagði Helgi og var ekki síður fúll. „Ég fer niður að læknum.“ Hann hljóp niður að læknum og nam staðar á bakkanum, en skyndilega skrikaði honum fótur og hann datt í lækinn. „Hjálp!“ hrópaði hann áður en hann fór í kaf. „Mamma!“ kallaði hann, þegar honum skaut upp úr aftur. „Við verðum að hjálpa honum,“ sagði Gísli og leit á Eirík. „Já, því að hann er litli bróðir okkar,“ sagði Eiríkur. Svo stukku þeir Gísli og Eiríkur út í lækinn. Þeir botnuðu ekki frekar en Helgi, en þeir voru vanir að fara í sundlaugina og kunnu eins konar hundasund. ctylonni ogcTVlanni eftir Jón Sveinsson Freysteinn Gunnarsson þýddi „Ég ætla bara að spyrja hana, hvort hún vilji ekki lofa okkur upp í fjall í berjaleit. Og ef hún segir já, þá getum við verið þar uppi eins lengi og við viljum, og þá getum við líka farið eins hátt og okkur langar til“. „Jahá, þetta skaltu segja“. Síðan fórum við báðir inn til mömmu. Hún var einsömul inni í búri. Sem betur fór var pabbi hvergi nálægt. „Mamma“, sagði ég, „okkur Manna langar svo mikið til að fara upp í fjall í fyrramálið. Og þá þyrftum við að fara fvrr á fætur en vant er. Viltu lofa okkur það, mamma?“ „Já, það skuluð þið fá, drengir, en þó ekki nema veðrið verði gott“. Manni réð sér nú varla fyrir kæti. Hann hoppaði upp og vafði handleggjunum um hálsinn á mömmu. Það lá við, að hann kæmi öllu upp um okkur. Þessi gleðilæti komu henni svo á óvart, að hún leit til okkar beggja stórum augum og spurði: „Hvað ætlið þið að gera upp í fjall?“ „Við ætlum að tína bláber“. „Bláber? Nei, heyrið þið nú til. Það eru engin bláber komin enn. Þau eru ekki nærri fullsproítin“. Ég leit til Manna vandræðalegur á svipinn. Þetta var dálaglega svarað hjá mér. En Manni greip í eyrna- snepilinn og togaði í af alefli. Ég áttaði mig þó fljótt aftur og sagði: „En sumt af þeim er þó fullsprottið, mamma, og svo þurfum við að gera svo margt annað uppi í fjalli“. „Nú, hvað er það?“ Manni ætlaði nú að bæta úr því fyrir mér og svaraði með mestu ákefð: „Við ætlum að leita að holum og hellum og vita, hvort við finnum ekki dverga. Okkur langar svo mikið til að sjá þá“. Mamma hló við og sagði: (IkÍtnorgunkQffinu Wék M — Hann notar alltaf þessa a3ferS til þess a3 fá mig til að hætta við að kaupa nýjan hatt. — Heyrðu elskan, ég má ekki vera að því að tala við þig lengur, það er að koma kaffi. •/UiQt — Jafnvel þótt þú værir rík- ur, Jói, er ég viss um að enginn vildi þekkja þig. — Nei, frú, ég er ekki sami maðurinn og fékk kássuna hjá þér í gær. Ég verð aldrei sami maður eftir það. — Láttu mig fá tvær milljónir — og taktu svo 50 þúsund fyrir sjálfan þig.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.