Morgunblaðið - 09.03.1974, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 09.03.1974, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MARZ 1974 íslenzkur fatnaður KAUPMENN og innkaupastjórar víðs vegar að af landinu eru þessa dagana að velja fatnað til að hafa á boðstólum fyrir viðskiptavini sína. En kaupstefnan „íslenzkur fatn- aður" var sett á fimmtudag. Þar sýna 20 islenzkir fataframleiðendur það sem þeir hafa upp á að bjóða. Þetta er 13. kaupstefnan, sem efnt er til í þessu skyni, en kaup- stefnurnar eru jafnan haldnar haust ogvor. Þær erumjög gagnlegarþviþá geta innkaupastjórar fyrirtækjanna séð á einum stað það sem ur er að velja hjá islenzkum framleiðendum. Við birtum hér með nokkrar myndir, sem Ijósmyndari Mbl. Ólafur K. Magnússon, tók þegar hann gekk um sýninguna á Hótel Loftleiðum og horfði á sýningarfólk sýna fatnaðinn. Krabbameinsfélag Reykjavíkur 25 ára Alfreð Gislason, Bjarni Bjarnason og Gísli Sigur- björnsson kjörnir heiðursfélagar KRABBAMEINSFÉLAG Reykjavíkur átfi 25 ára afntæli í gær. Félagið hefur alla tíð beitt sér fyrir öflugu fræðslu- starfi varðandi krabbamein, það hefur komið á leitarstöð fyrir krabbamein og beitt sér fyrir stofnun krabbameins- félaga um allt land. Félagið minntist afmælisins með fundi fyrir almenning í Norræna hús- inu í gærkvöldi, þar sem hin ýmsu störf félagsins voru kynnt í máli og myndum. Þá voru kjörnir þrír heiðurs- félagar — þeir Gísli Sigur- björnsson forstjóri, Alfreð Gíslason læknir og Bjarni Bjarnason læknir. Krabbameinsfélag Reykja- víkur var stofnað hinn 8. marz 1949. Hugmyndina að stofnun- inni átti Gísli Sigurbjörnsson forstjóri elliheimilisins Grundar, en Alfreð Gíslason læknir beitti sér fyrir þvf, að Læknafélag Reykjavíkur boðaði til fundar til að stofna sérstakt félag, er hefði barátt- una gegn krabbameini að markmiði. Fundarboðið var svohljóð- andi: „Undirri taðir læknar, nem kosnir voru af Læknafélagi Reykjavfkur til að undirbda stofnun félagsskapar til bar- áttu gegn krabbameini, leyfa sér hér með að bjóða yður á fund í I. kennslustofu Háskól- ans þriðjudaginn hinn 1. febrú- ar og verða ráðstafanir gerðar til að stofna félagið, sem ætlazt er til að nái yfir allt landið." Undir þetta fundarboð rituðu nöfn sfn eftirtaldir læknar: Alfreð Gfslason, Gísli Fr. Peter- sen, Ilalldór Hansen, Niels P. Dungal og Ólafur Bjarnason. Allir tóku þeir til máls á undir- búningsfundinum, ásamt þeim Gfsla Sigurbjörnssyni for- stjóra, Páli Sigurðssyni lækni, frú Sigríði J. Magnússon. Ófeigi J. ófeigssyni lækni og Sigurði Sigurðssyni þáverandi berklalækni. Að loknum um- ræðum var nokkrum fundar- manna falið að auglýsa stofn- fund í húsakynnum Háskólans þ. 8. marz 1949, eins og áður segir. 1 fyrstu stjórn félagsins, sem hlaut nafnið Krabbameins- félag Reykjavfkur, voru kosnir: Niels Dungal formaður, Alfreð Gíslason varaformaður, Gísli Fr. Petersen ritari og Gfsli Sigurbjörnsson gjaldkeri. Með- stjórnendur voru Magnús Jochuinsson, Sigríður J. Magnússon, Katrín Thoroddsen og Sveinbjörn Jónsson lögfræð- ingur. Strax á fyrsta starfsári mót- Gísli Sigurbjörnsson flytur þakkarávarp fyrir hönd nýkjör- inna heiðursfélaga. Til hægri á myndinni er formaður Krabba- meinsfélagsins, dr. Gunnlaug- ur Snædal læknir. (Ljósm. Mbl. Ól. K, Mag.). aðist með eftirfarandi fram- kvæmdum sú stefna félagsins sem haldið hefur verið áfram: Byrjað var að gefa út Frétta- bréf um heilbrigðismál. Flutt voru fjögur fræðsluerindi í út- varp á vegum félagsins. Komið var á samningum milli Rann- sóknastofu Háskólans annars vegar og Tryggingastofnunar ríkisins og Sjúkrasamlags Revkjavíkur hins vegar um framkvæmd vefjarannsókna vegna krabbameinsgreiningar. Tekin var upp skrásetning krabbameinssjúklinga. ísland gerðist aðili að alþjóðakrabba- meinsrannsóknum, unnið var að fyrirgreiðslu fyrir krabba- meinssjúklinga utan af landi, sem þurfa að leita sér lækninga í Reykjavík, og félagið bauðst til að gefa röntengendeild Landspítalans nýtfzku röntgen- lækningatæki til þess að greiða fyrir auknu öryggi í röntgen- lækningum. Þá fól félagið Ólafi Bjarnasyni lækni að kynna sér sérstaklega nýjustu aðferðir frumurannsókna til að þekkja krabbamein í legi á byrjunar- stigi og hvatt var til stofnunar krabbameinsfélaga utan Reykjavfkur. Á aðalfundi félagsins 1952 var Alfreð Gíslason kosinn for- maður félagsins, en Niels P. Dungal gerðist formaður Krabbameinsfélags tslands, sem þá var nýstofnað, eftir til- lögu Alfreðs Gislasonar. í stjórnartfð Alfreðs var koniið á leitarstöð fyrir krabbamein. Arið 1960 urðu formanna- skipti hjá félaginu, er Alfreð Gfslason lét af því starfi eftir eigin ósk. Við formennsku í félaginu tók þá Bjarni Bjarna- son læknir og gegndi því starfi til ársins*1966, er hann var kos- inn formaður Krabbameins- félags Islands. Hann beitti sér mjög fyrir aukinni fræðslu fyrir almenning, enda var Krabbameinsfélagi Reykja- vfkur falið það verkefni f Framhald á bls. 18 Heiðursfélagar Krabbameinsfélagsins, talið frá vinstri: Alfreð Gfslason læknir, Gísli Sigurbjörns- son forstjóri og Bjarni Bjarnason læknir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.