Morgunblaðið - 09.03.1974, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.03.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MARZ 1974 7 dfifc THE OBSERVER ____x—asfca. * 3 Annar fóturínn á 20. öldinni — hinn á miðöldum THE OBSERVER Eftir John de St. Jorre VIÐ vorum að aka eftir löngum og beinum eyðimerkurveginum áleið- is til Dhahran í glænýrri Chevro- let-bifreið okkar. Bjarma sló á næturhimininn frá gaslogunum yf- ir einu mesta olíusvæði jarðar. Allt i einu tók hreyfill bifreiðarinnar að hiksta, og svo stöðvaðist hann. Bifreiðin var orðin besínlaus. Svona atburðir gerast ekki á hverjum degi í Saudi-Arabíu, en þó nógu oft til að renna stoðum undir það álit, að landið og þjóðin séu með annan fótinn á tuttug- ustu öldinni, hinn á miðöldum. Þróunin f Saudi-Arabiu gengur mjög misjafnlega hratt. Lands- menn segja ýmist að þar ráði „hægfarastefna", eða að stjórn- völd vilji bæði eiga sfna olíu og brenna henni. Á undanförnum níu árum, frá þv! hann tók við völdum af Saud bróður sfnum, hefur Faisal konungur staðið fyrir þjóðfélags- umbótum, en ekki talið rétt að fara þar of geyst. Hafa þessar umbætur hans verið nefndar „hvít bylting". Við valdatökuna lýsti Faisal þvi yfir, að þrælahald væri ekki lengur leyfilegt f landinu, og þrátt fyrir eindregin mótmæli „mutawa", sem eru hefðbundnir verndarar trúarsiða, ákvað hann að koma á sjónvarpi i Saudi-Ara- biu. Drottning Faisals, sem er menntuð kona, varð brátt helzti talsmaðurinn fyrir menntun kvenna. Sérhver stórborg hefur þrátt fyr- ir þetta haldið sfnu hefðbundna „refsingartorgi". Hórkarlar eru grýttir, bruggarar og drukknir menn hýddir, þjófar missa hægri höndina fyrir fyrsta brot, en þá vinstri og hægri fótlegg fyrir ítrek- að brot. Morðingjar eru háls- höggnir. „Ég horfði á aftöku i Taif (sum- ar-höfuðborg konungs i hæðunum fyrir ofan Mecca) fyrir nokkrum mánuðum," sagði brezkmenntað- ur Saudi-Arabi mér. „Það var hryllilegt — grimmúðlegt og frumstætt, en því var lokið á svip- stundu, og betri aðvörun er tor- fundin." Áhrifa fornra hegningarákvæða Múhameðstrúarinnar gætir viða. Saudi-Arabia er ekki einungis hreinlegasta landið i Mið-Austur- löndum, heldur er þar einnig mjög litið um afbrot. Óhætt er að ganga frá bilum. íbúðum, verzlunum og skrifstofum ólæstum án ótta við innbrot. Farið er að með gát þegar refs- ingar eru ákveðnar. Sérhvert mál fer fyrir „sharia", eða trúarlegan dómstól, sem metur það I hvert sinn með tilliti til ferils hins á- kærða, hverjum tökum ber að taka málið. Hafi maður til dæmis stolið vegna fátæktar eða vegna stórrar fjölskyldu á hans framfæri, er honum venjulega sleppt með áminningu. Hafi hann hins vegar stolið vegna „ánægjunnar", eins og einn Arabinn komst að orði. missir hann höndina. Andlitsslæðan er enn i fullu gildi i Saudi-Arabíu. Það skiptir ekki máli hve mikið frelsi konan hefur, hún verður að ganga með slæðu fyrir andliti á almannafæri. Hvað þú gerir skiptir nú æ minna máli en hvernig þú gerir það. Allt áfengi er stranglega bannað i Saudi-Arabiu. „Vínstúk- ur" hótelanna selja aðeins kaffi, te og óáfenga drykki — og stund- um væminn, óáfengan bjór. En Saudi-Arabar drekka stundum heima hjá sér áfengi, sem þeir brugga sjálfir eins og margir er- lendir dvalargestir i landinu, og þeir sletta úr klaufunum þegar þeir koma út fyrir landsteinana. Margar konur klæðast stuttpils- um undir siðum kuflum sinum, eða „abayas", og snyrtivörur selj- ast mjög vel. Um borð i flugvélum á leið til Beirut eða Evrópu má oft sjá konurnar svipta af sér slæðun- um, kveikja i vindlingi og panta sér gin og tonic. „Kallaðu það hræsni, ef þú vilt," sagði Saudi- Arabi við mig, „en ég kann þessu ágætlega. Ég skemmti mér kon- unglega erlendis, en hleð svo geymana þegar heim er komið." Þröng fjölskyldubönd, hefð- bundin forréttindi karla, sérstak- lega meðal þeirra fátækari, og sterk aðstaða trúargæzlumann- anna — mutawanna — sem hafa lögregluvald, tryggja seinagang i þjóðfélagsumbótum. En konung- urinn og margir prinsanna, sem rfkinu ráða, eru fylgjandi auknu frjálsræði, og þeir halda því fram, að Múhameðstrúin búi yfir nægi- legum teygjanleika til að láta und- an kröfum nútima þjóðfélags. Saudi-Arabia er i þeirri sérstæðu aðstöðu, að þar er þróunin bæði ör og hæg. Fimm sinnum á dag verð- ur algjör stöðvun i verzlunum, skólum og skrifstofum vegna fyrir- mæla Múhameðstrúarinnar um bændahald. Á sama tíma er verið að byggja glæsilegar flugstöðvar (flugstöðin í Dhahran lítur út eins og stórt og fallegt bænahús), fleiri hótel og endalausa vegi, en ferða- mönnum þýðir ekki að sækja um vegabréfsáritanir nema sem pila- grimar. f háskólunum eru útskrifaðir tæknifræðingar, læknar og vis- indamenn; stúlkur fá nú háskóla- menntun — aðskildar frá piltum — og geta tekið þátt í atvinnulíf- inu. Skólar, verksmiðjur og sjúkra- hús eru búin öllum nýjustu tækj- um. fbúarnir hafa aðgang að menntun, heilbrigðisþjónustu og tryggingum sér algjörlega að kostnaðarlausu. Velferðarríkið er þarna staðreynd. f þjóðfélagi sem þessu er hlut- verk fjölmiðla — sérstaklega sjón- varps og kvikmynda — mjög mik- ilsvert, og þar af leiðandi eru fjöl- miðlar undir ströngu eftirliti. Það eru engin kvikmyndahús fyrir al- menning í Saudi-Arabiu, en i Jedda — hafnarborginni við Rauða hafið, sem er frjálsasta borg landsins — eru mörg „einka"-kvikmyndahús. Mjög ströng ritskoðun er á fréttaflutningi og dagblöðum, en sú ritskoðun beinist einnig gegn smjaðrandi lofgerðum um konung- inn og stjórn hans, og gegn því, að óþægilegum fréttum sé stungið undir stól. f loftkældum göngum útvarpsstöðvar stjórnarinnar í Jedda standa Bedúínar með brugðna byssustingi á verði gegn þeirri ógnun við konungdóm Fais- als, sem áþreifanlegri er, en það er hættan á stjórnarbyltingu. OBSERVERMAP TILSÖLU Mercedes Benz, árg. 1970. Ný innfluttur. Ekinn 80.000 km. Sjálfskiptur og sólþak Bíll 1 topp- standi. Uppl í sima 36858. IONAÐARHÚSNÆÐI i Hafnarf , Kópav eða Reykjavik óskast til leigu. Bilskúr kemur til greina, þarf ekki að vera fullfrá- gengið Uppl I sima 52095 milli kl. 16—19. TEK MENN f ÞJÓNUSTU Upplýsingar i sima 16087. BÍLSKÚR Hefur ekki einhver áhuga á að byggja fyrir mig bílskúr? Upplýs- ingar i sima 81 753 eftir kl 1 5.00 i dag og á morgun. YTRI-NJARÐVÍK ' Til sölu nýlegt einbýlishús í Ytri- Njarðvík. Sími 2814. TILSÖLU Merzedes Benz 1413 árg ’67. Burðarþol 8,5 tonn á pall. Uppl. i sima 43081 eftir kl. 7 CITROEN 2 CV 4 (BRAGGI) Árgerð 1971 til sölu. Upplýsingar i síma 53191. FIAT 125 SPECIAL árgerð 1970 til sölu Hefur verið vel við haldið Sanngjarnt verð og greiðsluskilmálar. Upplýsingar í sima 84121 laugardag og sunnu- dag. 3JA—4RA HERB. ibúð, sem næst miðbænum óskast til leigu strax. Vinsamlegast hringið í síma 71079. EINBÝLISHÚSALÓÐ — SELTJARNARNES Vil kaupa einbýlishúsalóð á Sel- tjarnarnesi. Tilboð sendist Mbl. merkt: „Nes — 3 364". TILSÖLU Sófasett, sófaborð, sjónvarp, hjónarúm og setubaðkar. Upplýsingar i sima 50005. JHorjstntblaMfc mnRCFRLDRR mÖCULEIRR VÐRR Ævar Kvaran hefur FramsagnarnámskeiÓ fyrir fólk á öllum aldri í þessum mánuði. Upplestur bundins máls og óbundins. Framburður, framsögn, raddbeiting. Innritun og upplýsingar í sima 72430 kl. 8—9 30 og eftir kl. 20. , * IRLAND Irskt söngtríó Kvikmyndasýning Ferðakynning írskt kaffi Komið og kynnist nágrannalandi okkar írlandi. írland hefur orðið vinsælt ferðamannaland á undanförnum árum, þar sem vert er að sjá og heyra. Við ætlum að kynna þessa fallegu eyju í GLÆSIBÆ sunnudag 10. marz kl. 20.30 Borðpantanir í síma 86220. Matur framreiddur frá kl. 19. DANSAÐ TIL KL. 1. FERÐASKRIFSTOFAN URVAL Eimskipafélagshúsinu simi 26900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.