Morgunblaðið - 09.03.1974, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 09.03.1974, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MARZ 1974 17 HM‘ISAItSWÍSM A/flA7íVVi* BRAUTRYÐJENDUNUM í Konsó, Kristínu og Felix Ólafs- syni, varþað mikil raun i byrj- un dvalar sinnar þar, árið 1954, að geta ekki þjálpað sjúkum og særðum Konsómönnum nema aðtakmörkuðu leyti. Þau höfðu ýmis lyf og sárabindi meðferð- is, en neyðin var svo óskapleg, að þau höfðu engin tök á að bæta úr eins og þörf var á. Skrif þeirra hingað heim um þetta voru eins og neyðaróp. Ingunn Gisladóttir hjúkrunai- kona fór siðan til Konsó árið 1955. Fyrsta starfsdag hennar á kristniboðsakrinum urðu sjúkl- ingar hennar 25 talsins. Nú skipta þeir þúsundum, sem á ári hverju koma til sjúkraskýl- isins. Albert Schweitzer mun hafa látið s\'0 um mælt, að svo mikil væri líkamleg neyð Afrikumanna, að hún ein ætti að knýja okkur Vesturlandabúa til að hjálpa þeim. Þetta er Æskulýðs- og fórnarvika kirkjunnar — V grein Líknarstörf hverju orði sannara. Þarna er um slikt botnlaust djúp að ræða, að menn i velferðarríkj- um nútímans geta enga grein gert sér fyrir eymdinni. Úr dagbók hjúkrunarkonu Skyggnumst í dagbók fyrstu hjúkrunarkonunnar í Konsó: ,,Ég fór til Dokottó eftir eina sunnudagssamkomuna. Gamall kristinn maður þar hafði beðið mig að koma til dóttur sinnar, sem væri alveg komin í dauð- ann. Ég fór og skoðaði stúlk- una. Hún var illa haldin. Það hafði verið tekið fóstur hjá henni. Eftir hinum gömlu sið- venjum þeirra mátti hún ekki eignast barn fyrr en eftir á- kveðinn tima. Eg reyndi að út- skýra fyrir þeim, að þetta væri synd.. . Rétt fyrir kl. 7.30 var komið með barn, sem nætur- vörðurinn sagði, að væri dáið. Þegar ég fór að skoða barnið, var lif með þvi, svo að ég bað hann að sækja aðstoðarmann- inn minn. Þeir komu báðir, svo að við fórum öll upp i sjúkra- skýli. Gamla konan, sem kom með barnið, hafði ill áhrif á mig. Ég sagði við piltana, að ég héldi að hún væri seiðkerling. Ég gaf barninu sprautu og bað konurnar að bíða í tvær klukku- stundur fyrst um sinn. Siðan fór ég. Ég vitjaði þeirra tveim tímum síðar, þá voru þær allar á bak og burt. Við komumst að því, i hvaða þorp þær höfðu farið og fórum að leita þeirra. Ég hafði stóra gasljósið mitt með, sem ég keypti í Addis Abeba. í þorpinu fréttum við, að konan hefði farið með barn- ið til seiðmannsins. Við héldum þangað. Það er i fyrsta skipti, sem ég hef séð slika sjón. Seið- maðurinn sat á þrifættum stól inni i nokkurs konai' lokrekkju. Móðir barnsins kraup á hjánum fyrir framan hann með barnið. Kofinn var fullur af fólki, sem allt var eins magnað af eins konar sefjun. Karlinn kom út úr kofanum og var hræðilegur. Konan hans var engin önnur en amma barnsins." Það er ekki einsdæmi, að fyrst sé komið með sjúklinga til sjúkraskýlis- ins, en siðan haldið á fund seið- mannsins. Er þá undir hælinn lagt, hvernig sjúklingnum reið- iraf. Börnin Börn þjást mikið í Konsó. Fólk hefur oftrú á smjöri og gefur kornabörnum smjör, undrast svo, þegar börnin verða veik. Hreinlæti skortir, virðist jafnvel furðu gegna, að börn skuli lifa í því umhverfi, sem þau alast upp við. Hitabeltissár eru algeng. Þau eru oft mein- lausar skeinur í fyrstu, en ef igerð hleypur i þau, getur reynzt erfitt að græða þau. Loks ná þau inn i bein, og menn þjást jafnvel árum saman af slikum sárum. Alloft eru maðk- ar i sárum. Konsómaður einn hafði orðið fyrir árás ljóns, sem beit hann í öxlina. Ekki kom hann strax á stöðina tii að leita hjálpar, þegar hann gerði það löngu síðar, var sárið kvikt af möðkum. Sár þessa manns tókst þó að græða. Frækorn Hjúkrunarstarfið hófst i strá- kofa, nú er sjúkraskýlið stærsta húsið á kristniboðsstöðinni. Margar konur hafa alið börn sin í sjúkraskýlinu. Stundum hafa komið þangað þungaðar konur með dauð fóstur, jafnvel rotin. Segja mætti margar átak- anlegar sögur um þjáningar þessa fólks vegna fáfræði, hleypidóma og heiðins átrúnað- ar. Svo er Guði fyrir að þakka, að mikið lán hefur hvílt yfir hjúkrunarstarfinu í Konsó, þótt við mikla og margvislega erfið- leika hafi verið að etja. Guð- ræknisstund er fastur þáttur i daglegu starfi á kristniboðs- stöðinni. Ösjaldan hefur fólk heyrt fagnaðarerindið um Kiúst í fyrsta sinn i sjúkraskýlum kristniboðsstöðvanna. Hefur þar stundum verið sáð þvi fræ- korni, sem síðar bar fagran ávöxt. f' Aðeins ein jörð Ottazt er, að veðurfars- breytingar, ásamt minnkandi framleiðslu á tilbúnum áburði, muni draga úr matarbirgðum á stórum svæðum i heiminum. Þetta var niðurstaðan af alþjóð- legum fundi sérfræðinga um veðurfar og landbúnað á vegum Rockefeller-stofnunarinnar i New York Talið er, að vindar hafi færzt sunnar en áður. Og að þessi til- færsla staðvindanna suður á bóg- inn eigi þannig mikinn þátt i fimm ára samfelldum þurrki i Afriku, svo fólkið flýr unnvörpum suður á bóginn. Þessu er lika um kennt i Indlandi og Ameriku, þar sem þurrkar hafa orðið. Samdrátturinn i áburðarfram- leiðslunni stafar af orkuskortin- um. Dr. Norman Borlaug, sem kallaður er faðir grænu byltingar- innar, telur, að allt að 20 milljónir manna kunni að farast vegna upp- skerubrests á næsta ári. Á fyrr- nefndri ráðstefnu kenndi hann þetta að nokkru veðurfars- breytingum, en fyrst og fremst taldi hann þó, að minnkandi áburðarframleiðsla ætti sökina. Japanir, sem hafa flutt mest út af nitratáburði, hafa nú minnkað framleiðslu Sína um helming vegna olíuskortsins. Og þar sem áburður frá þeim var einkum flutt- ur til Indlands og annarra svæða, sem jafnframt hafa orðið fyrir barðinu á veðurfarsbreytingum, getur það haft skelfilegar afleiðingar, að þvi er dr. Borlaug taldi. Dr. Borlaug hlaut, sem kunnugt er, Nóbelsverðlaunin 1970 fyrir ræktun afkastamikilla hveiti- og hrisgrjónaplantna, sem juku svo uppskeruna, að þetta hlaut nafnið „græna byltingin". Minnkandi matvæla- framleiðsla Næg olia er skilyrði fyrir fram- leiðslu tilbúins áburðar, bæði þar eð til þess þarf mikla orku og einnig vegna þess. að i oliunni eru efni, sem beinlínis eru notuð i áburð, svo sem nafta. Dr. Borlaug lýsti þvi yfir biturlega, að oliubann Araba. sem beint var gegn iðnaðarrikjunum. lenti þegar á allt væri litið, með mestum þunga á þróunarlöndunum i Asíu. Á ráðstefnunni var bent á. að þar sem Kínverjar setja að miklu leyti traust sitt á Japani um útveg- un á áburði, muni Japanir liklega virða samninga sina við þá af stjórnmálalegum ástæðum og láta erfiðleikana fremur koma niður á Indlandi, Suðaustur-Asiulöndum og Indónesiu. Japanir hafa sjálfir orðið fyrir barðinu á breyttum staðvindum, sem ekki hafa fært nyrztu eyjunni, Hokkaido. sinn venjulega skammt af regni undanfarin sumur. Stað- vindarnir eru yfirleitt ríkjandi vindar á stórum svæðum í Suð- austur-Asiu. þar sem þeir blása af landi til sjávar hluta úr árinu og i gagnstæða stefnu annan hluta ársins. Á Indlandi kemur þurri staðvindurinn úr norðaustri frá april til október, en regnhlaðinn staðvindur kemur úr suðvestri það sem eftir er ársins og er þá rikjandi regntími. Fyrstu sex ára- tugi þessarar aldar fór regnið smá- vaxandi á Norðvestur-lndlandi. Á siðasta áratug hefur tiðni þurra vinda aftur á móti farið vaxandi. Þó að þeir hafi verið mildari en áður, hafa þeir haft verri áhrif vegna þess, að mannfjöldinn er orðinn mun meiri og þarfir fyrir mat fara sivaxandi Vegna þess hve regnbeltið færist suður á bóginn í Afriku. er talið að sandurinn af Saharaeyði- mörkinni fjúki f suður og sé eyði- mörkin að nema land sem svarar 30 milum á ári. Afleiðingin er flóttamannastraumur og þjóð- flutningar. Bernard Oury, land- búnaðarhagfræðingur hjá Sameinuðu þjóðunum, skýrði ráð- stefnugestum frá þvi, að þetta kæmi niður á yfir 6 milljónum manna á þessum slóðum i Afriku. Þeir flýðu suður á bóginn með nautgripi sina undan þurrkunum, yfir graslendi, sem þegar er visnað af þurrki. Lester R. Brown, sérfræðingur um matvælaframleiðslu hjá „Overseas Development Council" lagði á fundinum fram tölur um kornvörubirgðir útflutningslanda — sem gætu þá forðað hungurs neyðum i öðrum löndum, ef á þurfti að halda. Hann sagði, að á árinu 1961 hefðu verið nægar birgðir til að fæða fólkið i heimin- um i 95 daga. 1971 var sú tala komin niður í 51 dag. Nú, sagði hann, er hún 29 dagar. Þessi birgðaminnkun er mjög alvarleg, um leið og fólkinu fjölgar og mat- vælaþarfirnar aukast. Dr. Borlaug sagði: — Ég vona og bið um, að hægt verði að koma upp aftur einhverjum varabirgðum á næstu tveimur árum. Það er ekki skemmtileg tilhugsun að vita, að helmingur ibúa jarðarinnar þjáist enn af hungri — ef ekki daglega, þá að minnsta kosti einhvern tíma vikunnar. Við getum blátt áfram ekki látið okkur á sama standa. Við verðum að berjast gegn þvi af meiri hörku en nokkru sinni áður. Utlit er fyrir að eygja megi einhverja von, ef okk- ur tekst að koma i veg fyrir, að mannfjölgunarskrimslið gleypi okkur og leggi heiminn i auðn. — Ég hefi miklar áhyggjur af offjölgun mannkynsins, vegna þess, að hún hefur áhrif á svo mörgum sviðum. Ekki aðeins á f æðuvandamálið, sagði Borlaug ennfremur. Þegar svo margt fólk bætist i heiminn, verður sifellt meira félagslegt öngþveiti ef ekki er til atvinna fyrir það, og þá verður stöðugt meiri órói á stjórn- málasviðinu Ég held satt að segja. að þegar séu til svo yfir þéttbýlir staðir i heiminum, að sú stund nálgist, að þeim verði ekki stjórnað. Ef svona er, hvernig eig- um við þá að koma á varanlegum friði meðan slikt öngþveiti er að skapast allt i kringum okkur? Ég er sannfærður um, að eitt af fyrstu skrefunum til friðar i heiminum er að leysa hungurvandann. En strax þar á eftir blasir við okkur at- vinnuleysisvandinn, menntunar- vandinn, húsnæðis-, lækninga- og flutningavandinn. Allt er þetta tengt og of mikil mannfjölgun er kjarninn i öllum þessum vanda- málum. — E.Pá.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.