Morgunblaðið - 09.03.1974, Page 32

Morgunblaðið - 09.03.1974, Page 32
iÞEIR flUKfl uiosKiPTin seih nucLvsn í Jílor0imbIaí)inu jRúrgmiltlatúfc nucivsmGRR «g,*-*22480 LAUGARDAGUR 9. MARZ 1974 Kílóið af loðnu- hrognum 27 kr. Á FUNDI vfirnefndar Verðlags- ráðs sjávarútvegsins í gær var ákveðið, að lágmarksverð á loðnu- hrognum til frvstingar á loðnu- vertfð 1974 skuli vera: Hvert kg kr. 27.00. Verðið miðast við það magn, sem frvst er. Verðið var ákveðið af odda- manni og fulltrúum seljenda í nefndinni gegn atkvæðum full- trúa kaupenda. 1 yfirnefndinni áttu sæti: Jón Sigurðsson hagrannsóknarst jóri sem var oddamaður nefndarinn- ar. Ingimar Einarsson og Ingólfur Ingólfsson af hálfu seljenda og Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson og Evjólfur Martinsson af hálfu kaupenda. 40% hækkun gjalda SVR VERÐLAGSNEFND hefur samþykkt að heimila Strætisvögnum Reykjavíkur að hækka farmiðagjaldið um 40% fyrir fullorðna og 45,5% fyrir börn. Meðaltals- hækkun fargjaldanna er rétt rúmlega 40%, þar sem barnafargjöldin vega það lítið í meðal- talshlutfallinu. Fargjald fyrir fullorðna hækkar úr 15 krónum í 21 krónu og fargjald fyrir börn hækkar úr 5,50 krónum í 8 krónur. Farmiðaspjöld með af- sláttarmiðum hækka hlutfallslega. Þó kostar hvert spjald fyrir full- orðna 100 krónur og stærra spjald 300 kr., semær sama verð og áð- ur, en miðar á spjaldinu verða færri. Barnamiða- kort verða áfram á sama verði, 100 krónur, en far- miðum á kortinu fækk- að. Minningarathöfn um sjómann, sem fórst Borgarfirði eystra, 8. marz. í DAG var haldin minningarat- höfn i Bakkagerðiskirkju um Ás- grim Inga Jónsson, sem fórst með bátí sínum Svanatindi hinn 3. desember síðastliðinn. Sóknar- presturinn hélt minningarræðu, en karlar úr söngflokki kirkjunn- ar sungu. Mikið fjölmenni var við athöfnina, svo að fólk varð að standa fram í yztu dyr. Veður var eitt hið fegursta, sem hér hefur komið um langan tíma, og hvar- vetna í þorpinu blöktu fánar í hálfa stöng. — Sverrir. Fjársöfnun vegna dvalar írskra barna HJÁLPARSTOENUN kirkjunnar hefur í hyggju að bjóða hingað til iands nú í ár eins og undanfarin tvö ár nokkrum hópi írskra barna. Telur Ifjálparstofnunin, að þessar heimsóknir hafi þegar sýnt gagnsemi sína, þar sem þessi börn, sem búa við mjög óhollt og róstusamt umhverfi, fá við dvöl hér á landi nokkra hvíld frá ófriðnum heima fyrir, frið og inn- sýn í eðlilegt mannlíf, en einnig er talið, að slík dvöl sé raunhæft ráð til að eyða hinu mikla hatri, sem oft er á milli þeirra inn- byrðis. En dviil þessara barna á Islandi kostar sitt og því hafa aðstandendur hennar í hyggju að hefja fjársöfnun vegna hennar. Irsku börnin munu væntanlega dvelja i Hveragerði, og er áætlað, að unglingar í Hveragerði reyni að afla fjár á ýmsan hátt, en kostnaður við dvöl 25—30 barna er talinn nema 300—350 þúsund krónum. Vænta aðstandendur heimsóknarinnar þess, að þeir aðilar, sem leitað verður tíl, taki vel í að styrkja þetta mál með fjárframlagi. Tvær sölur í Grimsby TOGARINN Rán seldi siðastlið- inn miðvikudag í Grimsby 123 tonn fyrir 34.307 sterlingspund, sem er jafnvirði 6,8 milljóna króna. Meðalverð á hvert kg var 55,30 krónur. Þá seldi togarinn Hjörleifur í Grimsby í fyrradag 155 tonn fyrir 34.654 sterlings- pund, sem er jafnvirði rúmlega 7,3 milljóna króna. Meðalverð á hvert kg var 47,20 krónur. Mark- aðurinn var mjög eðlilegur. ENGEY KEM- UR Á MORGUN NÝR skuttogari er væntanlegur til landsins á morgun. Er það togarinn Engey RE 1, sem smíð- aður hefur verið i Póllandi. Skipið kemur til Reykjavíkur í fyrramálið, en það er eign útgerðarmannanna Einars Sig- urðssonar og Ingvars Vilhjálms- sonar. Togarinn er samkvæmt hinni nýju mælingu tæplega 800 rúm- lestir og aðalvél skipsins 3 þús- und hestöfl. I reynsluferð gekk skipið 16,5 sjómílur. Skipstjóri er Arinbjörn Sigurðsson, sem verið hefur aflakóngur undanfarin 5 ár. Ekki veitir af regnfatnaðinum á voru landi. Fyrir þvi verða fataframleiðendur að sjá. Það gera þeir líka, ef dæma má eftir þessum vel regnvörðu sýningarstúlkum á kaupstefn- unni „Islenzkur markaður" á Loftleiðahótelinu. Sjá bls 3. Ljósm. Ól.K.M. Allt óákveðið um sölu- tíma verzlana 1 Reykjavík ÁKVEÐIÐ hefur verið, hvernig verzlanir í Keflavfk, Ilafnarfirði, Garðahreppi og á Akranesi verði opnar í framtiðinni. Fundir hafa verið haldnir með kaupmönnum í Reykjavík og vildi yfirgnæfandi meirihluti loka verzlunum á laugardögum, en málið strandaði á því, að ekki fékkst um það full- komin samstaða. Hagkaup vildi ekki hafa lokað á laugardögum og því trevstu aðrir sér ekki til þess að hafa lokað. Magnús E. Einnsson fram- kvæmdastjóri Kaupmannasam- taka íslands sagði i viðtaii við Mbl. í gær, að sú regla gilti í Hafnarfirði og Garðahreppi, að verzlunum væri lokað klukkan 17.30 alla daga vikunnar nema föstudaga, en þá væri opið til klukkan 18. Með þessu teldu kaupmenn sig geta sparað eftir- vinnugreiðslur, en samkvæmt ný- gerðum kjarasamningi skal t.d. vinna á laugardögum greiðast með helgidagaálagi, svo og hver stund eftir klukkan 18 aðra daga með eftirvinnuálagi. Algjör sam- staða náðist i Hafnarfirði um opnunartímann og verður fram- vegis lokað á laugardögum. Þorskblokkin á Ameríkumark- aði hefur lækkað um 8,54% ÞORSKBLOKKIN á Bandarfkja- markaði er nú komin niður í 75 cent, en var fyrir skömmu í 82 centum. Hér er um að ra*ða lækkun, sem nemur 8.54%. Lækk- un þessi hefur orðið í áföngum, en ekki er alilangt síðan þorsk- hlokkín hrapaði niður í 78 cent. Flökin hafa enn ekki lækkað, en sala á þeim hefur þó dregizt veru- lega saman. Ottazt er. að enn sé ekki séð fyrir endann á þessum lækkunum. Það, sem er þorskútflutningí ís- lendinga á Bandaríkjamarkaði hættulegast nú, er samkeppni Suður-Kóreu, sem ekki hefur ver ið fyrir hendi áður. Suður-Kóreu menn eru að byggja upp fiskiðnað fyrir Bandaríkjamarkað, ein- göngu blokkaframleiðslu. Verða Suður-Kóreumenn komnir með meiri slíka framleiðslu á Banda- ríkjamarkað en Islendingar árið 1975. Á árinu 1974 er búizt við, að þeir framleiði svipað magn af fiskblokk og Islendingar. Fiskurinn, sem Suður-Kóreu menn nota í blokkirnar, er svo- kallaður Alaska-ufsi. Sam- keppnisaðstaða Köreumanna er og mun hagstæðari en Íslend- inga, þar sem timakaup fólks í fiskiðnaði þar er aðeins 17 krónur á tímann, en hér er það um 200 krónur í dagvinnu, en að auki greiðast ýmsir liðir, svo sem orlof, lífeyris- sjóðsgjald o.fl., sem hækka veru- lega raunverulegt tímakaup hér. Þá munu Japanir einnig auka framleiðslu sína á blokk, en þeir nota eínnig Alaska-ufsa. Alaska- ufsi er öllu ljósari tegund af ufsa en við þekkjum og getur hann því betur keppt við íslenzka þorsk- inn. Flökin hafa ekki lækkað enn. Hins vegar dróst sala á þeim all verulega saman eftir að flaka- verðið var hækkað í nóvember siðastliðnum og stafar það senni- lega af því, að verðið sé orðið of hátt. Yfirleitt er flakaverðið um 10 centum hærra en verðið á blokkinni. Morgunblaðið hafði í gær sam- band við Guðjón B. Ólafsson framkvæmdastjóra sjávarafurða- deildar SIS, en hann er nú stadd- ur í Harrisburg i Phiiadelphiu i Bandaríkjunum til þess að kynna sér síðustu þróun verðlagsmála þar vestra. Guðjón sagði, að sein- asta verð á þorskblokk, sem flutt hefði verið út frá Sambandinu, hefði verið 82 cent, en síðan væru Frainhald á bls. 18 í Keflavik loka verzlanir alla daga klukkan 18 frá mánudegi til föstudags og er lokað á laugardög- um. Sama regla gildir um opnunartíma sölubúða á Akranesi og gildir i Hafnarfirði og Garða- hreppi. Magnús sagði, að reynt hefði verið að ná samstöðu meðal kaup- manna í Reykjavfk, en Hagkaup hefði ekki viljað hafa lokað á laugardögum. Þar sem ekki náðist samstaða, vildu t.d. eigendur Glæsibæjar ekki loka álaugardög- um né heldur stjórnendur KRON. Hins vegar benti Magnús á, að samkvæmt kjarasamningunum yrði skilyrðislaust að loka 10 laugardaga yfir sumarmánuðina frá 1. júní og bjóst hann ef til vill við því, að eftir þann reynslutima yrði grundvöllur fyrir að taka málið upp að nýju og myndu menn þá ekki óttast eins afleið- ingar lokunar á laugardögum. Verzlanir Sláturfélagsins voru einar lokaðar á laugardögum síðastliðið sumar. Reynsla þeirra af lokun var mjög góð, viðskipti minnkuðu ekki, en reksturs- kostnaður hins vegar stórlega. Mikill hluti kaupmanna í Reykjavík er fylgjandi því, að verzlunum verði lokað á laugar- dögum og jafnframt að lokunar- tiini aðra daga verði klukkan 17.30. í gær héldu vefnaðarvöru- kaupmenn fund, þar sem fjallað var um lokunartíma tizku- verzlana. Þar kom fram sá vilji að hafa opið fram eftir á fimmtudög- um, þar sem það gæfi möguleika á — væri nauðsynlegt að fram- Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.