Morgunblaðið - 23.05.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.05.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MAl 1974 Labradortogarar Lúðvíks í höfn I GÆR komu til hafnar í Reykjavík tveir austur-þýzkir skuttogarar, Erich Stenfurth og Werner Knobe, báðir frá Rostock. Báðir þessir togarar tilheyra ryksuguflota þeim, sem hefur að undanförnu verið á veiðum við djúpkantinn útaf Vestfjörðum, 80—85 mílur frá landi. Fékk flotinn að hafa áhafnaskipti hér í Reykjavfk fyrir tilstilli Lúðvíks Jósepssonar sjávarútvegsráð- herra, eins og mönnum er í fersku minni. SlS er umboðsaðili togaranna, og hjá því fyrirtæki fékk Mbl. þær upplýsingar í gær, að annað skipið hefði sett tveggja tonna mótor í land og hitt skipið síðan tekið um borð þennan sama mótor. Það óhapp vildi til, að kraninn, sem hífði mótorinn valt á hliðina, og fór mótorinn því í sjóinn eins og myndin ber með sér. (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.) „Dýrkeypt mistök við er- lendu samningagerðina” — segir Þráinn Guðmundsson varaforseti Skáksambandsins TALSVERÐ biaðaskrif hafa orðið vegna reikninga Skáksambands tslands og þá einkum hvað snert- ir heimsmeistaraeinvígið í skák. Morgunblaðið ræddi nýlega við Þráin Guðmundsson núverandi varaforseta Skáksambandsins og fvrrverandi ritara þess og sagði hann m.a., að fjárhagsleg afkoma einvígisins í heild hefði verið eft- ir vonum, en hins vegar væri því ekki að neita, að vissir þættir, sem miklar vonir voru bundnar við I upphafi, hefðu algerlega brugðizt. Er þar einkum átt við þá samninga, sem gerðir voru við erlenda aðila. Um þá sagði Guð- mundur G. Þórarinsson fyrrum forseti sambandsins í Mbl. 18. maí: „Flestir voru þessir samn- ingar nokkuð djarft fvrirtæki, en það torveldaði mjög alla samn- inga, hversu framkvæmd einvíg- isins var í lausu lofti og margir þeirrar skoðunar. að ekkert vrði úr því.“ I tilefni þessara ummæla og ummæla Gunnars Gunnarssonar forseta Skákssambandsons í Mbl. 16. maí þess efnis, að ýmsar skuggahliðar á heimsmeistaraein- víginu í skák væru nú komnar í ljós, ræddi Mbl. við Þráin, en hann átti eins og áður sagði sæti í fráfarandi stjórn Skáksambands- ins og er nú varaforseti þess. Þráinn sagði: ..Framkvæmd og undirbúning- ur einvígisins reyndist á þeim stutta tíma sem til stefnu var, mjög víðtækt starf og komst því veruleg verkaskipting á hjá stjórnarmönnum Skáksambands- ins og öðrum starfsmönnum ein- vígisins. Hlutverk forseta S. L, Guðmundar G. Þórarinssonar, reyndist fyrst og fremst að koma fram út á við og annast samskipti við erlenda aðila. Hið fyrrnefnda leysti hann vel af hendi, enda Guðmundur sannfærandi og snill- ingur í áróðri. En því miður urðu dýrkeypt mistök víð alla erlenda samningagerð. Það vandamál að tryggja, að einvígið færi fram hér á landi með því að Bobby Fischer sætti síg við aðstæður hér, hefur aldrei verið skilgreint og skýrt fvllilega nema frá einni hlið og eftir á að hyggja tel ég, að við höfum átt okkar þátt í þeim mis- skilningi og þeirri misklíð, sem upp kom. Það kom í Ijós, að Fisch- er undi sínum hag hér vel, eftir að hann eignaðist einlægan vin, sem hann gat treyst. Hefur mörg- um eflaust þótt súrt í broti, að myndarlegt tilboð frá brezkum auðkýfingi skyldi verða til þess að höggva á hnútinn og tryggja ís- lendingum einvígið.“ „Hvað um samningagerð?" „Um samningagerð um sölu einkaréttar af ýmsu tagi er það að segja, að eftir fyrstu ferð Guð- mundar G. Þórarinssonar til London og New York var sam- kvæmt skýrslu, sem hann gaf okk- ur stjórnarmönnum, um stórkost- lega möguleika að ræða til tekju- öflunar fyrir Skáksamband ts- lands. Að þessu sinni er ekki tóm til að fara nánar út í það, enda voru allir þessir möguleikar ræki- lega tíundaðir í fjölmiðlum á sín- um tíma. Fyrir seinni ferð Guð- mundar G. Þórarinssonar var honum gefin heimild til þess að ganga frá samningum á grund- velli fyrri upplýsinga. Að vísu kom upp nokkur ágreiningur um það, hvort S.í. ætti að taka þátt í áhættu vegna samninganna eða óska eftir endanlegri fjárhæð fyr- ir hvern samning. Að lokum varð fyrra sjónarmiðið ofan á.“ „Hvaða samningar voru gerðir í þesari ferð?“ „Þeir voru í fyrsta lagi samn- ingur um einkarétt til kvik- myndatöku til 99 ára við Fox, samningur um Ijósmyndatöku í Laugardalshöll, einníg við Fox, og samningur við World Chess Net- work um mjög Wðtækan einka- rétt, m.a. til fréttaflutnings á leikjum skákanna beint. Fjórði samningurinn, sem Guðmundur G. Þórarinsson gekk frá í þessari ferð, en sem stjórn S. I. tókst að stöðva staðfestingu á síðustu stundu, var um rándýra prentun á mótsskránni erlendis. Sá samn- ingur hefði í raun þýtt, að S. í. hefði endanlega tapað möguleik- unum á auglýsingatekjum hér heima, án þess að nokkuð kæmi í staðinn. I þessari ferð gufuðu endanlega upp hugmyndir um hótelskip, en mikil vinna hafði þá þegar verið lögð í undirbúning vegna þeirra. Þá rann og út í sandinn svokallaður klukkusamn- ingur." „Klukkusamningur — um hvað var hann?“ „Forsaga hans var sú, að Skák- sambandinu stóð til boða, að sögn Guðmundar, að selja einkarétt til að utvega skákklukku til notkun- ar í einvígirtu. Viðkomandi fyrir- tæki vildi greiða um eina milljón króna fyrir vikið og vildu sumir stjórnarmanna taka því boði. For- seti S. í. vildi hins vegar meira fé fyrir slíka auglýsingu og var hans ráði fylgt. Það var þvi niðurlútur maður, sem daginn fyrir einvígið labbaði út í bókabúð hér i borg til að kaupa skákklukku til að nota í einvígihu. Hún kostaði S. í. 3000 krónur. Síðasti samningur S. i. við erlenda fjármálamenn var um opinbera bókarútgáfu S. Í. um einvigið í Bandaríkjunum. Enn á ný sigraði sannfæringarkraftur Guðmundar G. Þórarinssonar um stórkostlega tekjumöguleika ýmsa efablandna stjórnarmenn i atkvæðagreiðslu um þann samn- ing. Tillögu um, að Íslendingur yfirfæri handritið erlendis var ekki sinnt og því fór sem fór, að hin opinbera útgáfa S. Í. er okkur vægast sagt ekki til sóma. — i öilum þeim samningum, sem ég hef hér minnzt á, voru ákvæði um framlagningu uppgjörs og hlut- fallslegan ágóðahlut Skáksam- bands Islands. Slík uppgjör, sem mark er á takandi, hafa aldrei verið lögð fram á stjórnarfundi hjá S. 1. og er því ágóðahlutur Skáksambandsins enginn. Eina fyrirframgreiðslan, sem barst, þ.e. 5.000,— dollarar frá World Chess Network er nú bitbein i flóknum málaferlum, en í ljós hefur komið, að lögfræðingur og trúnaðarmaður S. Í. erlendis er jafnframt lögfræðingur World Chess Network, svo ótrúlegt sem það nú er. Tap Skáksambands Ís- lands af hinum stórkostlegu samningum aldarinnar nemur nú hátt á þriðju milljón króna. Verst eru þó glötuð tækifæri, glötuð réttindi og margs konar álits- hnekkir. T.d. koma út bækur með yfirskrift Fischer — Spassky — Framhald á bls. 43 Sjónvarpsfólk ítrekar pólitíska óhlutdrægni í YFIRLÝSINGU frá fréttamönn- um og fréttaþulum sjónvarpsins segir, að þeir f.vlgi undan- tekningalaust þeirri reglu að koma ekki fram f.vrir hönd póli- tískra samtaka og telji eðlilegast, að þessi regla sé einnig í heiðri höfð hjá sambærilegum starfs- mönnum útvarpsins. I því sam- handi má benda á, að tveir þulir útvarpsins taka þátt í kosninga- hátfð Alþýðubandalagsins, þau Jón Múli Arnason og Kristín Ólafsdóttir. Yfirlýsing sjónvarpsmanna fer hér á eftir: „Að marggefnu tilefni viljum við undirritaðir fréttamenn og fréttaþulir Ríkisútvarpsins sjónvarps taka fram eftirfarandi: Við viljum ítreka, að frétta- menn og íréttaþulir sjónvarps fylgja undantekningalaust þeirri reglu að koma ekki fram fyrir hönd pólitískra samtaka, hvorki í kosningabaráttu né þar fyrir utan. Þá hafa fréttamenn og fréttaþulir sjónvarps aldrei lesið texta með sjónvarpsauglýsingum né komið fram í slíkum auglýsing- um. Teljum við ofangreint ekki samrýmast störfum fréttamanna og fréttaþula við ríkisfjölmiðil, sem lögum samkvæmt skal gæta fylistu óhlutdrægni gagnvart mönnum og málefnum, og teidum eðlilegast að þessi regla væri einnig í heiðri höfð hjá sambæri- legum starfsmönnum útvarpsins. Eiður Guðnason Ölafur Ragnarsson Svala Thorlaeíus Songja Diego Sigurjón Fjeldsted Ómar Þ. Ragnarsson. Guðjón Einarsson. Jön H. Magnússon. Bláa bókin BLAU bókinni hefur verið dreift í Reykjavík síðustu dagana. Þeir, sem ekki hafa fengið hana, geta nálgazt hana á einhverjum hverfaskrifstofa Sjálfstæðis- flokksins í borginni. Seðlabankabyggingin: Atylla í pólitísk- um loddaraleik í ÞJÓÐVILJANUM í gær eru dregnar pólitískar ályktanir af því, að Morgunblaðið hafi ekki sent mann á blaðamannafund áhugamanna gegn Seðlabanka- byggingunni. Hið rétta í þessu máli er, að talsmaður áhugamannanna, Þor- steinn Ö. Stephensen leiklistar- stjóri, hringdi til blaðsins um kl. 13.30 og skýrði viðkomandi blaða- manni frá því, að „fréttamanna- fundur verði í útvarpinu kl. 3." Einn blaðamanna Morgunblaðs- ins fór á tilskildum tíma í út- varpshúsið til að sitja frétta- mannafundinn, en hann fyrir- fannst ekki í húsinu þrátt fyrir allmikla leit. Enginn var í skrif- stofu Þorsteins Ö„ enginn í fund- arsal útvarpsins, í upplýsinga- stúku hússins kannaðist enginn við blaðamannafundinn þrátt fyr- ir hringingar um húsið og loks kannaðist aðstoðarfréttastjóri út- varpsins ekki við þennan fund, er blaðamaður Morgunblaðsins innti hann eftir því. Síðar um daginn reyndi blaða- maðurinn að ná sambandi við Þorstein Ö. símleiðis, en það tókst ekki. Þetta bendir ekki til þess, að forráðamenn mótmæla gegn Seðlabankabyggingunni hafi haft mikinn áhuga á því, að Morgun- blaðið skýrði frá niðurstöðum undirskriftasöfnunar þeirra. Enda má Ijóslega merkja af frá- sögn Þjóðviljans af málinu, að þeir hafi haft miklu meiri áhuga á að notfæra sér málið til pólitískra árása í sambandi við borgar- stjórnarkosningarnar en að mót- ntæla nýbyggingu Seðlabankans. Hún er aðeins átylla í pólitískúm loddaraleik. Fréttastjóri Morgunblaðsins. Jafnt gegn Skotum ISLENZKA unglingalandsliðið í knattspyrnu gerði jafntefli við Skota í Svíþjóð í gærkveldi, 1-1. Skotarnir gerðu fyrsta mark leiksins, en Arni Sveinsson, ÍA, jafnaði á 30. mínútu. Leikurinn var fyrsti leikur tslands í úrslit- um heimsmeistarakeppni ungl- ingalandsliða. Drætti ekki frestað NU ERU síðustu forvöð að gera skil í kosningahappdrætti Sjálf- stæðisflokksins, því að dregið verður á morgun, föstudag, og drætti verður ekki frestað. Sími skrifstofunnar í Reykjavík er 17100 og geta menn látið senda eftir greiðslum og einnig er hægt að fá miða heimsenda. Þeir, sem hafa fengið miða úti á landi, eru beðnir að gera skil til umboðs- manna þar strax. Glæsileg fólks- bifreið og fjölmargar utanlands- ferðir eru i verðlaun. Takið þátt í baráttunni um leið og miði er möguleiki. Myndin var tekin í skrifstofu happdrættisins í gær. Bifreiðir og sjálf- boðaliðar á kjördegi D-LISTANN vantar fjölda bifreiða til aksturs frá hinum ýmsu bifreiðastöðvum D-listans á kjördag. Frambjóðendur heita á stuðningsmenn listans að bregðast vel við og leggja listanum lið m.a. með því að skrá sig til aksturs á kjördag26. maí næstkomandi. Einnig vantar fólk til margvislegra sjálfboðastarfa á kjördag. Sérstaklega vantar fólk til starfa sem fulltrúar listans í kjördeildum auks margvíslegra annarra starfa. Vinsamlegast hringlð i sima 84794. Skráning bifreiða og sjálfboðaliða fer einnig fram á skrifstofum hverfafélaganna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.