Morgunblaðið - 23.05.1974, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.05.1974, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1974 Erfið kosningaaðstaða Eyjamanna: Rœtt við Einar Hauk Eiríksson skattstjóra, sem skipar 1. sœti sjálf- stæðismanna til bœjarstjórnar „Skiptir öltu að og ráðast í framkvœmdir” taka ákvarðanir Og sækja hann enn... Hraun hreinsað úr miðbænum en meirihlutinn hefur ekki bor- ið gæfu til að sinna aðkallandi verkefnum. Allt hefur verið lát- ið réka á reiðanum í skjóli þess, að vandamálið væri svo sér- stætt, þótt allir viti, að eina svarið við vandamálum er fyrst og fremst framkvæmd og aftur framkvæmd, barátta. Aðalmálið er fyrst og fremst að hefja Vestmannaeyjabyggð aftur til fyrri vegs og virðingar og á þeirri leið eru mörg skref, sem þarf að stíga. En hvar skal byrja9 Tafarlausar úrbætur í hús- næðismálum eru tvímælalaust nr. I, því stór hluti Eyjamanna býr við algjöra óvissu í þeim efnum, óþolandi óvissu og að- gerðarleysi þeirra, sem ættu aó leggja þar lið. Neyta þarf allra ráða til að auka íbúðarhúsnæð- ið í Eyjum. Nýtt skipulag miö- bæjarins í Eyjum liggur fyrir að gera þar sem aðstæður eru gjörbreyttar frá því sem áður var. Höfninni þarf að sinna fast og ákveðið varðandi hreinsun og uppbyggingu og fyrir liggur að ganga frá nýju endurskipu- lagi austurhafnarinnar í sam- ræmi við hugmyndir Jóns í. Sigurðssonar hafnsögumanns. Þá þola framkvæmdir í gerð íþróttahallar og sundhallar enga bið. í sambandi við menn- ingarmálin er það brýnt að koma allri skólastarfsemi í það horf, sem hún þarf að vera. í því sambandi má einnig nefna ýmiss konar félagslega þjón- ustu við borgarana, en hún hefur víða farið úr skorðum og þarf að komast i eðlilegt horf sem fyrst á ný. Þá þarf að taka fast og ákveðið á i því að sinna vanda okkar gamla fólks, sem „Aðalmálíð að hef ja Eyjabyggð til fyrri vegs og virðingar.“ í samgöngumálum í öðrum hér- uðum landsins, sem sérstaklega eru háð samgöngum á sjó og má þar nefna Akranesferjuna og Djúpbátinn. Hér hefur aðeins verið drepið á fá atriði, þvi hvert sem litið er blasa verkefnin við og kalla á úrlausn. Breyta verður til frá því, sem verið hefur, og í stað athafnaleysis komi fram- kvæmdir. Það er einlægur vilji okkar sjálfstæðismanna að þetta verði ekki aðeins orð fest á blað, heldur munum við stefna að því og stuðla að því, að mál komist í framkvæmd. Sum verður að taka föstum tökum strax, enda allt of mikið gert af þvf að undanförnu að leggja fram pappírsplögg og bollalegg- ingar um eitt og annað. Að öðru leyti verði það að metast hverju sinni f hvaða röð verður ráðizt í framkvæmdir, en það skiptir öllu máli, að tekið sé fast og ákveðið á málunum. Til þess þarf samstillt átak allra Eyja- manna og nauðsynlegt er að frumkvæðið í stjórn bæjarmála sé í höndum samstilltrar og at- hafnasamrar bæjarstjórnar. Þvf ætlum við sjálfstæðismenn okkur stóran hlut og vonum, að Eyjamenn fylgi okkur að settu marki, takist á við vandamálin með okkur til sigurs í stað sinnuleysis." Siglt inn um nýja og breytta innsiglingu hvað verst hefur orðið úti f ósköpunum. i gatnagerðarmálum er væg- ast sagt ömurlegt ástand. Mal- bikunartæki bæjarins hafa varla verið hreyfð í hart nær 8 ár og það er orðið mjög aðkall- andi að gera við götur og leggja varanlegt slitlag á aðrar, sem eru þegar að verða miklar um- ferðargötur. I rafmagnsmálum þarf að byggja upp frá grunni og endurreisa með því að skapa á ný það öryggi, sem var f raf- magnsmálum með varaaflstöð ef landið fer af. Fegrun og snyrting eru einn- ig verkefni líðandi stundar og í því sambandi mætti t.d. vel hugsa sér, að Stakkagerðistúnió verði gert að almenningsgarði með trjágróðri, listaverkum og öðru, sem fært þætti að koma þar upp. 1 samgöngumálum þarf að taka til hendinni eins og í svo ótrúlega mörgu vegna doða nú- verandi bæjarstjórnarmeiri- hluta. Undir nýtt Eyjaskip Eyjamanna virðist nú hilla. Skipið er um það bil að komast af teikniborðinu og það er krafa okkar, að aðstaða við flugvöllinn verði endurbætt, það er búið að dragast allt of lengi. Fyllilega er nú tímabært að hefja undirbúning að rekstri nýja Eyjaskipsins og stofna fé- lag Eyjamanna um rekstur þess, sem yrði að öllu leyti í höndum heimamanna sjálfra með öflugum fjárhagsstuðningi ríkisins hliðstætt því sem gerist MIKILLAR sérstöðu gætir nú í kosningaaðstööunni hjá Vest- mannaeyingum. Um 2700 manns eru á kjörskrá f Eyjum, Eínar Haukur Eiríksson þar af eru u.þ.b. 1700 í Eyjum. 1000 Eyjamenn eru ennþá á 30 stöðum víðs vegar á landinu aðallega vegna húsnæðisskorts í Eyjum og ástæðan er sinnu- leysi meirihluta bæjarstjórnar Vestmannaeyja og ríkisstjórn- ar Islands, en í báðum tilfellum er um að ræða vinstri stjórn. Við röbbuðum stuttlega vió Einar Hauk Eiríksson skatt- stjóra, sem er fyrsti maður á Iista sjálfstæðismanna f Eyjum og Sígurð Jónsson kennara, sem skípar 2. sætið. Sjálfstæðis- menn hafa nú 4 af 9 fulltrúum bæjarstjórnar Vestmannaeyja. „Það liggja mörg stórmál fyr- ir nýrri bæjarstjórn," sagði Einar Haukur, „og þau hafa reyndar iegið fyrir síðasta árið, „Bœjarstjóri gerir Egja- mönnum erfitt fyrir í notkun atkvœðisréttar” Rabbað við Sigurð Jónsson kennara um kosningaaðstöðu Eyjamanna VIÐ röbbuðum einnig við Sig- urð Jónsson kennara um þá erfiðu aðstöðu, sem Eyjamenn hafa nú f sambandi við aðstöðu til kosninga. „Aðstaðan er mjög erfið,“ sagði hann, „því Eyjamenn eru nú dreifðir á 30 stöðum á land- inu og bæjarstjóri hafði af að svæfa það mál, að komið yrði upp nokkrum kjörklefum fyrir Eyjamenn úti á landi á kjör- degi. Þessi framkvæmd var mjög auðveld og í rauninni skylda stjórnvalda til þess að tryggja kosningaaðstöðu og rétt Eyjamanna eftir það, sem yfir hefur dunið. Nei, þá varðar ekkert um slíkt og því verða allir Eyjamenn uppi á landi að kjósa utan kjörstaða í þessum kosningum. Þá ber að geta þess, að það getur tekið nokkra daga að koma atkvæðum til Eyja, en þangað verða þau að vera kom- in á kjördag. Þvf er ástæða til þess að hvetja menn til að kjósa sem fyrst og nota atkvæðisrétt sinn, þótt þeir séu ef ti! vill ekki ákveðnir hvenær þeir fara aftur til Eyja eða hvort þeir geti flutt þangað aftur. Eyja- menn sjálfir verða að treysta á eigið frumkvæði í uppbyggingu Vestmannaeyja, því annað hef- ur ekki sýnt sig, þótt þeir, sem hafa haft umboð til þess að undanförnu, hafi sprungið á limminu. Núverandi meirihluti bæjar- stjórnar hefur allt frá því gos hófst sýnt doða á flestum svið- um og lítið sem ekkert samband Sigurður Jónsson. hefur til dæmis verið haft við það Eyjafólk, sem er á megin- landinu. i þessu efni ætla fram- bjóðendur sjálfstæðismanna að snúa við blaðinu ef þeir komast til áhrifa í stjórn bæjarins. Þeir hafa að vísu gert það undan- farið ár með tillögum, sem hafa verið samþykktar í bæjar- stjórn, en þeim hefur ekki verið framfylgt. Vinstri menn I Eyjum ganga nú klofnir til kosninga og sam- starf þeirra í bæjarstjórn er sprungið og hefur reyndar verið lengi, en sjálfstæðismenn vilja takast á við vandamálin af festu og einurð, vinna að endur- reisn Eyjabyggðar með sam- stilltu átaki og framkvæmd- um.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.