Morgunblaðið - 23.05.1974, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.05.1974, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MAl 1974 Væntum þess að Selfoss gegni æ rnikil vægara hlutverki í þróun Suðurlands VOTMULANN vildu þeir ekki — né kaupstaðarréttindi, en þeir byggja grimmt á Selfossi sam- kvæmt þeim tölum, sem Óli Þ. Guðbjartsson, oddviti og skóla- stjóri gagnfræðaskólans þar, tjáði blaðamanni Morgunblaðsins á dögunum um úthlutanir bygg- ingarlóða að undanförnu. Há- mark úthlutaðra lóða sagði hann hafa verið hér áður fyrr um 35 á ári, en á sl. ári hefði verið úthlut- að lóðum undir 200 fbúðir, þar af 60 til Viðlagasjóðs. „Eftir þessar miklu framkvæmdir hefði mátt reikna með þvf, að eitthvað drægi úr eftirspurninni á þessu ári,“ sagði Oli, „en nú þegar er búið að úthluta Ióðum undir 84 fbúðir á árinu 1974, þar af nokkrum fyrir fjölbýlis- og raðhús. Þessar ný- byggingar verða fyrst og fremst í nýskipulögðum hverfum, er nefn- ast Engjahverfi og liagahverfi, en f þvf sfðarnefnda voru Viðlaga- sjóðshúsin sett niður.“ Oddviti leiddi blaðamann að skipulagsuppdrætti Selfoss og rakti þar götur og hverfi til að gefa fáfróðum svolitla hugmynd um útþenslu staðarins. Eðlilega fylgja henni miklar framkvæmdir í gatna- og holræsagerð enda hef- ur orðið feiknaleg aukning út- gjalda til þeirra þátta; þau námu rúmlega 31 milljón króna á árinu 1973 en til samanburðar má geta þess, að árið 1971 var unnið að slíkum verkefnum fyrir tæpar 9 milljónir kr. Ibúar Selfoss voru rúmlega 2.600 1. desember 1973 og hafði fjölgunin það árið verið vel yfir meðaltal ' miðað við landið allt. Fyrir nokkrum árum virtist fólki þar ætla að fækka að marki — „en þeirri þróun var snúið við,“ sagði oddviti, „með því að efla atvinnulífið á ýmsa lund.“ Selfoss er fyrst og fremst þjón- ustubær fyrir landbúnaðarhéruð- in hér í kring, hélt hann áfram, „en í annan stað færist hann æ meira í það horf að verða héraðs- stjórnarsvæði, eða miðstöð héraðsstjórnar. Á undanförnum árum hafa t.d. samtök sveitar- félaga í Suðurlandskjördæmi eflzt mjög verulega og hyggjast þau byggja hér yfir starfsemi sína — hafa þegar fengið til þess lóð. Framkvæmdastjóri samtakanna er nú fyrrverandi borgarhagfræð- ingur, Sigfinnur Sigurðsson, sem hefur á undanförnum árum haft forystu um gerð Suðurlandsáætl- unar. Þá hefur Vegagerð ríkisins nýlega flutt hingað skrifstofu og aðstöðu fyrir tæknifræðing og deildarverkfræðing. Loks má vænta þess, að grunnskólalögin, sem nýlega voru samþykkt, hafi það í för með sér, að fræðslustjóri Suðurlands hafi hér aðsetur. Kjarni atvinnulífs hér hefur verið og er enn mjólkuriðnaður- inn. Hann er grunnþátturinn í uppbyggingu Selfoss og öll sú þjónusta, sem honum er samfara. Sláturfélag Suðurlands hefur og mjög endurbyggt og eflt hér að- stöðu sína með það fyrir augum, að láta úrvinnslu kjötafurða fara fram á Selfossi. Hefur fyrsta skrefið verið stigið í þá átt með því að allt kjöt er úrbeinað hér, áður en það fer suður. Þess er einnig að geta, að Sel- foss hefur þjónustað Reykjavík- ursvæðið með öðru móti, m.a. tré- smíði. Eru það sérstaklega verk- stæði Kaupfélags Árnesinga og Trésmiðja Þorsteins og Árna, sem unnið hafa fyrir Reykjavfkur- markað en nýlega hóf hér starf- semi nýtt fyrirtæki í byggingar- iðnaðinum, „Plast og stálglugg- ar.“ Af léttum iðnaði á Selfossi mætti nefna Prjónastofu Selfoss, sem er raunar að mestu sauma- stofa, en þar vinna að jafnaði 25—30 konur. Hagkaup h.f., hef- ur nýlega gerzt stór hluti í þvi fyrirtæki. Sveitarfélagið sem slíkt hefur litið á það sem sitt sérstaka hlut- verk að búa vel að þessum at- vinnurekstri með því m.a. að reyna að hafa tilbúnar lóðir fyrir atvinnufyrirtæki — og má geta þess, að gatnagerðargjöld hafa ekki verið innheimt af atvinnu- fyrirtækjum. Síðast en ekki sízt skal getið fiskvinnslunnar hér á Selfossi, sem hefur verið í gangi sl. fjögur ár. Henni var á sínum tíma komið upp til þess að ráða bót á því atvinnuleysi, sem gerði vart við sig 1969—70. Við komumst að þeirri niðurstöðu, að hagkvæmara væri að flytja fiskinn til fólksins en að flytja fólkið niður að strönd- inni, með þeim mikla tilkostnaði og tíma, sem því fylgdi. Stofnað var hlutafélagið Straumnes hf„ sem Selfosshreppur á meirihluta í. Undanfarin ár hefur þetta fyrir- tæki nær eingöngu unnið að salt- fiskverkun en nú er unnið að því að koma upp hraðfrystiaðstöðu, sem gjörbreytir vinnslumöguleik- unum og hefur þann kost helztan, að þá aukast líkur fyrir sumar- vinnu, en að jafnaði er hér veru- legt laust vinnuafl að sumrinu til, ekki sízt ungar skólastúlkur. Svo sem frá hefur verið skýrt í Morgunblaðinu hófust í síðustu viku framkvæmdír við byggingu nýs félagsheimilis á Selfossi, sem heimamenn vænta sér mikils af til eflingar félags- og menningar- lífi staðarins, auk fjölbreyttari þjónustumöguleika við ferða- menn. En fleiri stórbyggingar eru þar í smíðum svo sem sjúkrahús Suðurlands, sem á að verða fok- helt í september 1975 og gagn- fræðaskólinn. Skýrði oddviti svo frá, að annar áfangi hans yrði boðinn út nú í vikunni. „Það er verið að ljúka við grunn inn, sem mun kosta um 16 milljónir króna,“ sagði ÓIi „en hann er jafnframt skólastjóri gagnfræðaskólans svo sem í upp- hafi var getið. Hann sagði, að 2. áfangi yrði um 3000 fm bygging og væri gert ráð fyrir að leggja um 33 milljónir króna í hann á yfirstandandi ári. Þessi áfangi hússins verður að meginhluta til íþróttahús, en einnig verða þar mötuneyti, stjórnunarálma og kennsluhúsnæði. I. áfangi, sem er um 1706 fm, er kennsluhúsnæði og 3. áfangi verður það einnig að mestu, en það húsnæði, sem nú er fengið, fullnægir þörf skólans. I honum eru um 350 nemendur, þar af kemur um þriðjungur frá nær- sveitunum." Tónlistarskóli er starfandi á Selfossi og mikið sóttur, að sögn Óla, einnig starfa þar kórar af ýmsum gerðum, leikfélag, sem undanfarið hefur haft samvinnu við leikfélag Hveragerðis og ung- mannafélag er öflugt. „Iþróttir eru mikið stundaðar,“ sagði odd- viti, „við höfum hér bæði grasvöll og malarvöll og þessa dagana er verið að ganga frá áhorfenda- svæði við grasvöllinn, sem á að vera tilbúinn fyrir 17. júní en þá verða hér aðal hátíðahöld Árnes- sýslu í tilefni 1100 ára afmælis íslandsbyggðar." Af félags- og menningarstarf- semi á Selfossi mætti að lokum geta safnahússins, en þar er með- al annars bókasafn, sem Óli sagði, að hefði tekið miklum breyting- um á undanförnum árum, útlán hefðu stóraukizt og væri lánað út um allar sveitir. „Mér þótti vænt um að heyra það á dögunum í útvarps þættinum Bókaspjalli,“ sagði hann, „þar sem talað var um misjöfn framlög sveitarfélaga landsins, til bókasafna að Selfoss væri þar til fyrirmyndar. Framlag hreppsins er, að mig minnir, um 700 kr. á fbúa, en á móti kemur framlag Árnessýslu og ríkisstyrk- ur.“ Einn af mörgum þáttum, sem líklegir eru til að tuðla að vexti og viðgangi Selfoss í framtíðinni er jarðhitinn, sem þeir eiga líklega meira en nægan. Byggðin er öll hituð með jarðhita — sá hluti hennar norðan við ána, sem til þessa hefur verið afskiptur í þeim efnum, fékk jarðhita á árinu 1972. Selfyssingar fá heita vatnið frá Laugardælum: „Við eigum jarðhita réttinn þar en ekki jörðina," upplýsti oddviti og bætti við, að eftir til- komu olíukreppunnar og hækk- un olíu til húsahitunar, hefðu kauptúnin í nágrenninu, Eyrarbakki og Stokkseyri, mælzt tii þess að fá aðild að jarðhitanum frá Laugardælum og að hitaveita yrði lögð suðureftir til þeirra. „Viðræður eru hafnar um þetta, sagði hann, og Orkustofnun hefur gert frumathugun í þessu máli, sem bendir til þess, að því er hún upplýsir, að jarðhitasvæðið í Laugardælum kunni að vera ámóta öflugt og Mosfellssveitar- svæðið. Reynist það rétt, rennur náttúran þar með enn einni stoð- inni undir þá stöðu og það hlut- verki, sem Selfoss gegnir og á væntanlega eftir að gegna hér um slóðir," sagði Óli Þ. Guðbjartsson, oddviti að lokum. -mb).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.