Morgunblaðið - 23.05.1974, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 23.05.1974, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MAI 1974 17 Gráena byltingin Þessi mynd sýnir vel hvernig fjölmenn hverfi borgarinnar liggja að útivistarsvæðinu í Elliðaárdal. Breiðholtshverfi (fremst á myndinni) og Árbæjarhverfi hinum megin við dalinn eru alveg þar við, og stutt f Smáfbúðarhverfið, Blesugróf, Fossvogshverfi, Vogahverfi og Kleppsholt. Ljósm. Ól.K.Mag. Fjölmennar byggðir liggja að Elliðaársvæðinu ELLIÐAÁRSVÆÐINU eru í áætlun um umhverfi og útivist gerð mun nánari skil en öðrum útivistarsvæðum, enda á einn hluti þess, Ártúnssvæðið að fá forgang við framkvæmdir. Svæðið er lika hið ákjósan- legasta til útivistar, hvort sem miðað er við náttúrugæði eða byggð. Það teygir sig frá sjó og inn til Heiðmerkur, þar sem opnast víðáttumikið og óbyggt land. Og Elliðaárnar renna eftir því enilöngu. Ekki er langt síðan Elliðaár- svæðið var út úr bænum eða alveg í útjaðri hans. Og því gera margir sér ekki grein fyrir því að nú liggja að því mjög fjöl- mennar byggðir, sem auðveld- lega má tengja útivistar- svæðinu. Og verður það þvi ómetanlegur útivistarstaður fyrir íbúa þessara stóru hverfa. Uppi I hæðunum sitt hvorum- megin liggja Arbæjarhverfi annars vegar og Breiðholts- hverfin hins vegar og stutt að fara niður brekkurnar í þennan yndislega dal’ Einnig tengjast þessu svæði Smáíbúðarhverfi, Blesugróf, Fossvogshverfi, Vogahverfi og Kleppsholt. Sem eru innan göngufjarlægðar frá Elliðaárdal. Með göngu, og hjólreiða- stfgum, sem fyrirhugaðir eru, verður gangandi fólki greiðari leið út á þetta svæði. Og ætlunin er að það tengist svo áfram beint í útivistarsvæðið í Rauðhólum, I Heiðmörk og Blá- fjöll og lengra út úr borginni. Einnig koma göngustígarnir lengra innan úr bænum þarna. Vafalaust eiga margir I fram- tíðinni eftir að öfunda Reykvfk- inga af því að eiga svona dásam legt útivistarsvæði inni í miðri byggð — því borgin er að teygja sig áfram þar upp fyrir og þakka þá forsjálni að þetta svæði var frá tekið og þannig frá því gengið, að það yrði um aldur og ævi útivistarsvæði fyrir borgarbúa í þessum þétt- býlu hverfum. Ártúnssvæðið verður tekið fyrst fyrir og er þegar byrjað að rýma á bökkum árinnar, t.d. við Rafstöðina, þar sem fjarlægt er geymslusvæði og ræktað upp. En þarna í hvömmunum er einhver skjólsælasti staðurinn í borginni og þar er þegar fyrir trjárækt o.fl. Verður þar gott að vera á góðviðrisdögum á sumrin. Og á vetrum er þar skíðaland gott Breiðholtsmegin í dalnum er einnig farið að planta trjám í brekkurnar, en dalurinn sjálfur mun fá að halda sér að mestu óbreyttur, enda náttúruundur hið mesta. Skólavörðuholtið fær nægilegt vatn Gervigras á íþróttavelli var mjög til umræðu fyrir nokkrum árum, og var þáð sett á allmarga íþrótta- velli erlendis í tilraunaskyni. Þótti það ekki gefa nægilega góóa raun, og kostnaðurinn við það var gífurlega mikill. 2. NVR GRASVÖLLUR: Undirbúningsvinnu við völí þenn- an er nú að mestu lokið og er hann að verða tilbúinn til sáningar. Ef veðrátta verður hagstæð í sumar, á að vera unnt að keppa á velli þessum í haust, en næsta sumar ætti hann að verða kominn i gott ástand. Við völl þennan verður uppsteypt áhorfendasvæði fyrir um 10 þúsund manns. Velli þess- um er ætlað að taka álag af Laugardalsvellinum, og mun verða notaður þegar að fram- kræmdum við lagfæringar Laugardalsvallarins kemur. Völl- ur þessi er mun stærri en gamli völlurinn og ætti því að geta nýtzt betur, þar sem unnt er að færa mörkin, en við þau er álagið jafn- an mest og oft myndast þar flög. 3. MALBIKAÐUR VÖLLUR: Framkvæmdum við völl þennan er að mestu lokið. Hann er ætlað- ur fyrir handknattleik og körfu- knattleik, og einnig er mögulegt að koma þar upp tennisvöllum. 4. LAUGARDALSHÖLLIN: Austan við Laugardalshöllina, þ.e. vinstra megin við hana á myndinni, er ákveðið að koma upp véifrystu skautasvelli. Búið er að bjóða það verk út og verða tilboð opnuð í byrjun júní. Við svellið verður komið upp búnings- herbergi og við gerð svæðisins verður tekið tillit til þeirra fram- tíðaráforma, að byggt verði yfir það. 5. MALARVÖLLUR: Vinnsla vallar þessa er nú langt komin. Við hann verða uppsteypt áhorf- endasvæði, og umhverfis hann verður hlaupabraut. Völlur þessi verður notaður ef aðstæður á hin- um völlunum eru þannig, að ekki er unnt að keppa þar,t.d. snemma á vorin og seinni hluta sumars eða á haustin. 6. BUNINGHUS: Við austurhluta Laugardalsvallarins hefur nú verið hafin fyrsti hluti fýrir- hugaðra byggingaframkvæmda. Er þar nú tilbúin söluaðstaða og snyrting. Hús þetta verður síðan byggt áfram til norðurs, og verður þar rými fyrir búningsherbergi og böð, sem m.a. eiga að þjóna malarvellinum. Hús þessi eiga að falla inn í fyrirhugaða stúkubygg- ingu vió austurhluta vallarins. 7. INNGANGSHLIÐ: Við norður- enda Laugardalsvallarins er nú lokið byggingu tveggja húsa og tengsli þeirra eru ætluð til þess að koma þar fyrir tilkynninga- töflu. í húsum þessum er geymsla íþróttasvæðisins fyrir tæki og búnað og auk þess aðstaða fyrir starfsmenn vallanna. Hlið þetta verður notað t.d. við íþróttahátíð- ir, og ef mikið er um að vera á vellinum. 8. KASTSVÆÐI: Undirbúnings- vinnu við svæði þetta er nú að mestu lokið og verður sáð í það á næstunni. Svæðið er fyrirhugað til æfinga frjálsíþróttamanna, sérstaklega þeirra er iðka köst, t.d. spjótkast, kringlukast og sleggjukast, en aðstaða þessara íþróttamanna hefur ekki verið góð til þessa. 9. ÆFINGAVÖLLUR: Völlur þessi er nú frágenginn og var sáð í hann í fyrrahaust. Hefur hann nú tekiið á sig grænan lit og lítur vel út. Völlur þessi verður notað- ur til æfinga og upphitunar fyrir lið, sem þurfa á undirbúningi að halda vegna leikja á aðalvellin- um. 10. LAUGARDALSSUNDLAUG- IN: Nauðsyn ber til þess að bæta búnings- og baðstöðu við Laugar- dalssundlaugina, sem sennilega er fjölsóttasta íþróttamannvirki landsins. Er fyrirhugað að byggja nýtt hús fyrir þetta við vestur- enda laugarinnar, en hins vegar ekki ákveðið hvenær í fram- kvæmdir verður ráðizt. FRAMKVÆMDIR VIÐ SUND- LAUG VESTURBÆJAR Miklar framkvæmdir standa nú yfir við Sundlaug Vesturbæjar, en þar er verið að byggja nýtt hús fyrir búnings- og baðaóstöðu. Var orðin á því brýn þörf, þar sem aðsókn að sundlauginni er gífur- lega mikil. Þessar framkvæmd verður lokið næsta vetur. IÞRÖTTAHUS við haga- SKÓLA. Unnið er að byggingu íþrótta- húss við Hagaskólann. I húsi þessu verður 18x33 metra völlur, og áhorfendastæði fyrir 500—600 manns. Verður því í húsinu keppnisaðstaða t.d. fyrir körfu- knattleik og blak. Um hús þetta mun gilda hið sama og um önnur íþróttahús við skólana í Reykja- vfk. Þegar skólastarfinu Iýkur fá íþróttafélög þaðtil nota. FRAMKVÆMDIR I BREIÐHOLTI í Breiðholti er fyrirhugað að annað helzta íþróttasvæði Reykja- víkurborgar rísi í framtíðinni, í hinni svonefndu Mjódd. Þar á að gera stóran útikeppnisvöll með tilheyrandi æfingavöllum og þar er einnig fyrirhugað að reisa fyrstu ,,stór-íþróttahöll“ landsins. Hallir þessar eru jafnan um 50x70 metrar og rúma því t.d. þrjá hand- knattleiksvelli, og góð æfingaað- staða er þar fyrir frjálsíþrótta- menn. í Mjóddinni er einnig fyrirhugað að gera stóra útisund- laug. Sennilega verður ekki ráðizt í framkvæmdir þessar á næst- unni. En um þessar mundir er unnið að íþróttamannvirkjum í Breið- holti. Þar er verið að vinna við 1. áfanga að íþróttavelli, sem verður með uppsteyptu áhorfendasvæði, og íþróttahús með 18x33 metra velli verður tilbúið í haust við Fellaskólann. Sundlaugarbygging verður boðin út á næstunni ásamt búningsálmu, sem einnig á að þjóna nýju íþróttahúsi, sem þarna á að reisa. Verður það með 22x44 metra sal, og áhorfendasvæði fyrir um 1000 manns. Er nú búið að vinna teikningar að því húsi. BLÁFJALLASVÆÐIÐ Að undanförnu hefur mikil vinna og fjármagn verið lagt í Bláfjallasvæðið, en þar er nú þegar orðió aðalskíðaland Reykja- víkur og nágrannabyggðanna. Leitað hefur verið eftir tilboðum í skíðalyftur, og ákveðið að fjölga þeim a.m.k. um tvær í haust. Einnig er fyrirhugaó að bæta veginn upp í Bláfjöll, en gífurleg umferð þangað upp eftir er að verða á hverjum góðviðrisdegi yfir vetrarmánuðina og reyndar langt fram á vor. STUÐNINGUR VIÐ ÍÞRÓTTAFÉLÖGIN Sem kunnugt er styður Reykja- vfkurborg íþróttafélögin við bygg- ingu þeirra mannvirkja, sem þau ráðast í. Hefur framlag Reykja- vfkurborgar verið hækkað úr 30% í 40%, og nú hefur verið samþykkt að veita þeim félögum, sem standa í framkvæmdum, sér- stakan stuðning til þess að ljúka við svæði sín. Nemur þessi upp- hæð 21 milljón króna á þessu ári. Kartöflulag- erinn þraut AÐ UNDANFÖRNU hefur nokkuð borið á skorti á ákveðnum vöruflokkum í verzlunum. Er þetta afleiðing hins langa far- skipaverkfalls. Til dæmis þraut kartöflulager Grænmetisverzl- unarinnar fyrir helgi, en kartöfl- ur eru væntanlegar I búðir I dag, eða f sfðasta lagi á morgun. Jóhann Jónasson, forstjóri Grænmetisverzlunarinnar, tjáði Mbl. í gær, að kartöflulager fyrir- tækisins hefði alveg klárazt fyrir helgi. Selá kom með 100 tonn af hellenzkum kartöflum á laugar- daginn, en ekki fékkst nægur mannskapur til að skipa því magni á land fyrir helgi. Átti að skipa kartöflunum upp f gær. Þá kemur leiguskip Eimskipafélags- ins með 700 tonn af pólskum kartöflum til landsins í dag. Pólsku kartöflurnar eru svo litl- ar, að þær fara í 2. flokk, en hollenzku kartöflurnar fara f 1. flokk. A HÁANNATlMUM Vatnsveit- unnar, þegar vertíð stendur sem hæst og frystihúsin nota mikið vatn, hefur borið á vatnsskorti i fbúðum á Skólavörðuholtinu. Stafar það bæði af lélegu dreifi- kerfi á svæðinu og svo því, hve hátt það stendur. LEITARMENN Vegna misskilnings, sem gætti f frétt blaðsins laugardaginn 18. þ.m. er skýrt var frá leit að flug- manninum á frönsku flugvélinni, sem fórst hér, skal tekið fram, að af leitarmönnum, sem voru 330 alls, voru 170 frá Slysavarna- félaginu og Björgunarsveitinni Stakk í Keflavík, 100 frá Hjálpar- sveit skáta og 60 frá Flug- björgunarsveitinni. Nú fer að sjá fyrir endann á þessum vandræðum íbúanna á Skólavörðuholti því að i sumar verður sett upp vatnsdæla við Eiriksgötu og mun hún sjá svæð- inu fyrir nægu vatni i framtíð- inni. Ekið á kyrr- stæða bifreið S.l. mánudag var ekið á Volkswagenbifreiðina R 7355. þar sem hún stóð á bifreiðastæði gegnt aðalumboði Háskólahapp- drættisins. Urðu miklar skemmdir á afturbretti. Þeir sem gætu gefið upplýsingar um þennan atburð eru vinsamlega beðnir að láta lögregluna vita.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.